Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. des. 1954 MORGUIS BLAÐ1Ð 11 Smásaga vikunnar Brennandi hjörtu Eftir HANS ÐIXLEV EINN góðan veðurdag í maí fyr- ir tuttugu árum eignaðist ég nýja vinkonu. Hún gekk í hægðum sín um eftir götunni í miðdegisblíð- unni með kirsuber í poka. Við og- við fékk hún sér eitt ber. Við þekktumst ekki. Kannske var það vegna þess að ég horfði á hana hungruðum augum, að hún fór að bjóða mér úr pokanum. Berin voru næstum alveg eins falleg og hún sjálf. Við fylgd- umst að þangað til pokinn var tómur en hjörtun barmafull af ást. Hún var 17 ára og hét Birthe. Við gengum út á Löngulínu og Birtha kom dálítið of seint í blómabúðina þar sem hún vann. Já. því hún vann í blómabúð og það fór henni vel. Og ég lét ekki standa á mér þegar lokunartím- inn var kominn og sótti hana. Við vorum líka saman um kvöld- ið — og allar nætur næstu sex Vikur. Það ér mér hulin ráðgáta hvenær hún svaf. Sjálfur átti ég öaginn og gat sofið þá, því ég var bara stúdent, en hún þurfti að gegna starfi sínu í blómabúð- inni. Og ég átti vin. Ágætan vin sem hét Pétur. Hann var líka stúdent og við leigðum saman tvö her- bergi. Við vorum hvorir öðrum hjálplegir með allt — fengum tneira að segja að láni kennslu- bækur hver hjá öðrum til að pant setja, þegar pyngjan var alveg tóm. Ég verð að viðurkenna að Við gerðum stundum samsæri okkar á milli gegn hinu veika kyni ef á þurfti að halda. Þannig að ef annar okkar var orðinn þreyttur á að dansa í kring um einhverja stúlkuna, þá skarst hinn í leikinn og lokkaði hana þannig að næg ástæða varð til að slíta kunningsskapnum. Já, það er leiðinlegt að þurfa að játa þetta og í dag skil ég ekki, hvern ig við gátum komið þannig fram. Og ennþá síður skil ég hvernig ég gat orðið þreyttur á Birhte ■— ég, sem svaf þó á daginn. Það var fallegt á Löngulínu um bjart- ar sumarnæturnar, alltaf var fallegt að horfa á sólina koma upp á bak við Refshale-eyjuna og á varir Birthe og fagurlim- aðan líkama hennar. Hvað ætli hafi eiginlega gengið að mér, þegar ég gaf Pétri það í skyn að nú væri nóg komið? Hann var strax boðinn og búinn til að leika gamla bragðið okkar. Og það skil ég svo sem vel. x--------------o----x Það var komið fram á mitt sumar, og Birthe, Pétur og ég ákváðum að fara saman til að horfa á Sankti-Hans-brennurnar ■— bara við þrjú. Við ætluðum að fara til Springforbi. Birthe var í fallega sumarkjólnum sín- um og hjartað sló ört í barmi hennar vegna mín — mín. En strax í lestinni á Ieiðinni fór ég að gera mér upp þreytu og þótt- ist vera annars hugar. Pétur var hins vegar mjög vel fyrirkallað- ur — Birthe, þú hefur svo falleg- an munn. Við fengum okkur kaffi á brautarstöðinni og með kaffinu voru bornar kökur og bréf- servíettur. Við sátum undir lit- fögrum birkitrjánum, en hugur minn var þungur — kvöldblær- inn lék um laufið og Birthe tók hlýjum höndum um fingur mína, sem voru þvalir og kaldir. „Við verðum að fara til að sjá brennuna“, sagði Birthe. „Farið þið“, sagði ég. „Ég er þreyttur svo ég bíð hér.“ „Já, við skulum fara“, sagði Pétur og rauk á fætur. Birthe og það var eitthvert tóma- Þau fóru — og ég sat einn eft- ir við borðið og beið eftir þeim. þolandi lengi að liða, en í raun- „Jæja, þá förum við“, sagði hljóð í raddblæ hennar. Ég sá þau fyrir mér þar sem þau stóðu hlið við hlið við brenn- an'di bálið. Ég kreisti servíettuná í lófa 'mér, mér fannst tíminn ó- inni beið ég víst ekki lengi.1 Birthe hljóp við fót á undan Pétri og henni var auðsjáanlega mikið niðri fyrir, en Pétur var hinn ánægðasti. I „Jæja, sáuð þið bálið“, spurði ég. ) „Já“, sögðu þau og ætluðu að setjast aftur í sæti sín. j „En hvernig víkur því við“, sagði ég og stóð upp, „að bálið j litar rautt á varirnar á þeim sem horfir á það?“ Og ég þurrkaði með servíettunni, sem ég hafði kreist í lófa mér af vörunum á Pétri. Rauður varalitur sást greinilega á henni eftir. j Þá leit ég, hinn óverðugi, á Birthe og sagði með miklum virðuleik: „Þú hefur kysst hann. Nú er öllu lokið á milli okk- ar“. Og svo gekk ég burt, en Birthe hljóp á eftir mér grátandi. Hún náði mér inni á milli birkitrjánna og hélt fast í mig. Skógurinn, vegurinn, göturnar, sumarið, hug- ur hennar og hugur minn. Ég var búinn að gleyma falsinu í minu eigin hjarta, því mér var farið að finnast ég vera í sann- leika sárlega móðgaður. Hún hafði kysst Pétur. Nú var sann- arlega nóg komið. Skógurinn, vegurinn, göturnar, björt nóttin. Og loks dimmur tröppugangurinn. Hún bjó uppi á fjórðu hæð. Ég fylgdi henni heim. Ekki var um annað að ræáa. Þetta Sankti-Hans kvöld. Við stóðum við gang-gluggann á þriðju hæð og enn grét hún. Sporvagnarnir voru farnir að ganga aftur. „Nú skal ég segja þér hvað ég geri“, sagði hún og horfði á mig tárvotum og rauðum augum — augum, sem venjulega voru svo fallega blá. Ég varð mjög skelfd- ur af því, sem hún sagði: „Nú fer ég og drep mig á gasi.“ Og það var eins og henni yxi ásmegin við þessi orð, því hún skauzt eins og eldibrandur upp stigann. Ég þaut á eftir henni, greip í hana og þrýsti mér upp að henni þó að hún stæði fyrir ofan mig í tröppunum. „Elsku Birthe", sagði ég. „Nú skil ég að þér var engin alvara þegar þú kysstir Pétur. Sofðu nú rólega þennan klukkutíma þangað til þú þurft að fara aftur á fætur. Ég sæki þig um hádegið í búðina — nei, annars, heldur þegar lokað verður í kvöld. Þá getum við tal- að saman.------ En það greri aldrei um heilt á milli okkar Birthe. Við hittumst sjaldnar — í rauninni hafði ást okkar slokknað í bálinu þetta Sankti-Hans kvöld; Og þegar sézt hafði til Birthe með ungum manni, sem ég þekkti reyndar mæta vel, þá dró ég þær álykt- anir að hún hefði sætt sig við að þurfa að sakna mín. Ég, hinn mikli heimskingi. Ég ímyndaði mér að hún trúði honum fyrir þvi, svona við og við, að í raun- inni væri það ég einn, sem hún elskaði. Ég var þess vegna dálítið feiminn, þegar ég mætti honum á götu. Hann var auðsáanlega líka dálítið feiminn við mig. En að því kom að við komumst ekki hjá því að skiptast á nokkrum orðum. „Hvernig líður?“ spurði ég og hann vissi að ég var að spyrja um Birthe. „Jú, ágætlega" sagði hann. „En hvernig líður þér? Þér er óhætt að trúa því að mér þykir mjög fyrir þessu ....“. „Jahá“, sagði ég með sektar- svip. „Hún trúði mér fyrir því“, sagði hann. „En þú mátt ekki halda að hún sé að fleipra með það út um allt“. „Varla ....“. „En þú ert búinn að ná þér?“ „Ég?“ „Já. Hún sagði mér það nefni- lega------að þú hefðir ætlað að drepa þig á gasi, ef hún segði skilið við þig. En hún yfirgaf þig nú samt og ég —“. „Já. ég er búinn að jafna mig“, sagði ég. „Og svo skulum við ekki tala meira um það — eða hvað?“ „Nei, nei“. Ársþing Fjórðungs- sambands Norðurlands Námskeíði Búnaðarfél- ags islands lokið IO KIÐ er hér í Reykjavík námskeiði, sem Búnaðarfélag ís- 1 lands hélt fyrir jólin fyrir héraðsráðunauta og trúnaðar- menn Búnaðarfélagsins. Sóttu 26 manns námskeiðið og hlustuðu á fyrirlestur um ýms búnaðarmál. ÞEGAR Búnaðarfélag íslands var sofnað árið 1899, komu strax í þjónustu þess tveir ráðunautar, sem áður vcru starfsmenn hjá Húss- og bústjórnarfélagi Suður- amtsins. Það var hlutverk þess- ara ráðunauta að ferðast um landið og leiðbeina bændum og alla tíð síðan hafa meginhlut- verk ráðunauta verið þannig rækt. Nú eru í þjónustu Búnaðar- félagsins 12 menn, er gegna störfum sem ráðunautar, og nokkrir þar að auki til aðstoðar á ýmsum sviðum. Enn fremur hefur Búnaðarfélagið trúnaðar- menn til þess að meta verklegar framkvæmdir víða um land, og svo hafa búnaðarsamböndin ráðu nauta í þjónustu sinni, 16 sam- tals nú, en vonandi fjölgar þeim á komandi árum því allmörg héruð hafa enn engan ráðunaut. Það er hlutverk allra ráðunauta að leiðbeina bændum, en ráðu- nautarnir þurfa líka að fá tæki- færi til þess að fylgjast með tím- anum, bera saman hin ýmsu atriði starfs og reynslu og kynn- ast sem nónast því, er nýtt berst inn á verksvið bændastéttarinnar. Þess vegna efnir Búnaðarfélagið til námskeiða fyrir ráðunautana á fárra ára fresti. EITT slíkt námskeið hefur nú staðið yfir í Reykjavík s.l. viku. Auk starfsmanna Búnaðarfélags- ins eru þar mættir flestir héraðs- ráðunautar og allmargir trúnaðar menn þess. Hafa starfsrnenn Búnaðarfélagsins haft framsögu í hinum ýmsu málum, en um- fangsmiklar umræður með al- mennri þátttöku fundarmanna eru aðalatriðin. MEÐ þessu er leitazt við á hverj- um tíma að móta viðhorf bú- skaparins, sem eðlilega hljóta að breytast ört samfara þeim nýj- ungum, sem gerast í störfum og skilyrðum öllum í sveitunum, og aldrei hafa borizt að örar en nú. NÁMSKEIÐ þessi, fyrir ráðu- nautana, eiga að samstilla þá til átaka og samræma átökin til vænlegs úrangurs í störfum þeirra. Síðan halda ráðunaut- arnir fundi og námskeið meðal bænda. Er þetta sú eðlilega að- ferð, sem miðstöð búnaðarsam- takanna í landinu beitir, til þess að örva gott gengi landbúnaðar- ins. Hlutverk þetta hefur félagið rækt um þau 55 ár, sem það hef- ur starfað, en með nýjum og fjölgandi verkefnum eykst enn þörfin fyrir fjölgun ráðunauta. HINN 12.—13. sept s.l. var sjötta ársþing Fjórðungssambands Norð urlands haldið á Akureyri. Auk þeirra stjórnarnefndarmannanna sr. Páls Þorleifssonar og Brynj- ólfs Sveinssonar, menntaskóla- kennara, voru þessir fulltrúar mættir á þinginu: Frá Skagafjarðarsýslu- Gísli Magnússon bóndi, Gísli Gott- skálksson, kennari. Frá Sauðárkrókskaupstað: Kon ráð Þorsteinsson, kaupmaður. Sameiginlega frá þessum um- dæmum: Sigurður Sigurðsson, sýslumaður. Frá Ólafsfjarðarkaupstað: Ás- grímur Hartmannsson, bæjar- stjóri og Jakob Ágústsson, raf- veitustjóri. Frá Eyjarfjarðarsýslu: Þórar- inn Eldjárn, bóndi, og Einar Jónasson, bóndi. Frá Suður-Þingeyjarsýslu: Jón Gauti Pétursson, bóndi, og Jón Sigurðsson, bóndi. Frá Húsavík: Jóhannes Guð- mundsson, kennari. Frá Norður-Þingeyjarsýslu: Páll Þorleifsson, prestur, og Pét- ur Siggeirsson, bóndi Þá sat þingið Þórarinn Björns- son, skólameistari, Akureyri. Formaður sambandsins sr. Páll Þorleifsson, setti þingið og for- seti þingsins var kjörinn Þórar- inn Eldjárn, skrifarar þingsins voru kjörnir Jón Gauti Péturs- son og Jóhannes Guðmundsson. Tvær þingnefndir voru skip- aðar. Fjórðungsmálanefnd, en í henni voru: Jón Gauti Pétursson, Jakob Ágústsson, Þórarinn Eld- járn, Pétur Siggeirsson, Sigurð- ur Sigurðsson og Gísli Gottskálds son. Allsherjarnefnd; í henni voru: Ásgrímur Hartmannsson, Gísli Magnússon, Einar Jónasson, Jóhannes Guðmundsson, Jón Sig- urðsson og Konráð Þorsteinsson. Formaður sambandsins, sr. Páll Þorleifsson, flutti skýrslu um störf stjórnarinnar. Gialdkeri sambandsstjórnar, Brynjólfur Sveinsson, las upp reikninga sam- bandsins, og var eign sambands- ins 12.000,-00 kr. Reikningarnir voru samþ. samhljóða. Lagðar voru fram til umræðu tillögur um einstök mál, sem stjórnin hafði samið eða hlutast til um að kæmu fram á þinginu og voru eftirtaldar tillögur sam- þykktar með samhljóða atkvæð- um: Fjórðungsþing Norðlendinga fagnar því, hversu vel íslenzka þjóðin h^fir staðið saman í land- helgismáli sínu og hvetur ein- dregið til. að hvergi sé hopað frá því marki, sem sett hefir verið. og væntir þess, að Bretar, hin forna viðskipta- og vinaþjóð, viður- kenni rétt vorn og aflýsi löndun- arbanni sem fyrst. Þá var samþ. tillaga um út- varpsmál, Tillaga um handrita- málið. Tillaga um húsmæðra- kennaraskóla, lagt til að hann verði fluttur til Akureyrar. Sam- þykkt var þakkarávarp til Snorra Sigfússonar, námsstj.. Aðrar til- lögur voru afgreiddar til nefnda, er lögðu þær síðan fram á þing- inu hinn s'ðari dag þess og voru þessar samþ. með samhljóða at- kvæðum. j Fjórðungsþingi Norðlendinga er Ijóst, að viðhald byggða og al- menn framför á ýmsum sviðum á landinu getur staðið eða fallið með því, að íbúum þeirra verði kleift að fá afnot rafmagns sem allra fyrst. Þess vegna fagnar það því fylgi, sem áformin um raf væðingu sveita og kaupstaða á næstu árum hafa hlotið, og vænt ir þess fastlega, að Alþinei og rikisstjórn standi ávalt við þau fjárhagslegu fyrirheit, sem þessi áform eru reist á. Um einstök framkvæmdaatriði sem varða rafvæðingu sveita, var og samþ. ályktun Þá var sam- þykkt ályktun varðandi fjórð- ungssjúkrahús á Akureyri og m. a. samþ. að skora á Alþingi að breyta ákvæðum laga um stofn- framlög til sjúkrahúsa í það horf að ríkissjóður taki þátt í kostn- aði sjúkrahúsanna af innbúi og öllum nauðsynlegum tækjum eft- ir sömu reglum og nú gilda um þátttöku i byggingarkostnaði hús anna sjálfra. Samþykkt var -ályktun varð- andi Matthíasarsafn. Varðandi aðstoð til endurbyggingar að Fremri-Kotum í Norðurárdal, og var samþvkkt að leggja fram til þess af sjóði sambandsins 5000 kr. og skora jafnframt á bæja- og sveitafélög norðanlands að leggja eitthvað af mörkum. Samþykkt var tillaga varðandi samgöngumál fjórðungsins á sjó og landi og samþykkt áskorun til Alþingis það varðandi. Þá var samþ. svofeld tillaga varðandi atvinnumál „Vegna afla brests, bæði á síld- og þorskveið- um, undanfarandi ár, hefir ríkt mikið atvinnuleysi við sjávarsíð- una á Norðurlandi. Úr þessu vand ræðaástandi verður ekki ráðið nema fiskiðjuverin fái togarafisk til vinnslu eftir þörfum. Þess vegna skorar Fjórðungsþing Norðlendihga, haldið á Akureyri 12.—13. sept. 1954, á hæstvirta ríkisstjórn cð koma því til leiðar, að nægjanlega margir togarar leggi upp afla sinn til vinnslu í verstöðum norðanlands, til þess að fyrirbyggja atvinnuleysí þar. Varðandi tekjuöflun bæja- og sveitafélaga var samþykkt: Þing Fjórðungssambands Norðlend- inga telur að lengur verði ekki umflúið að veita bæja- og sveita- félögum nýja tekjustofna. Vill þingið sérstaklega • benda á, að bæjar- og sveitafélögin fengi til sinna þarfa 30% af innheimtum. söluskatti. Samþykkt var og til- laga um fræðslumál og tillaga varðandi nauðsyn á endurskoðun stjórnarskrárinnar. í stjórn voru kjörnir: Ásgrímur Hartmanr.sson, Ólafsfirði. Gísli Magnússon, Eyhildarholti, Gísli Gottskáldsson, Sólheimagerði Varmenn: Jakob Agústsson, Ólafsfirði, Jón Jónsson, Hofi, Jón Sigurðsson, Reynistað. Endurskoðendur: Sig. Sigurðs- son, bæjarf. Sauðárkróki, Konráð Þorsteinsson, kaupmaður, Sauð- árkróki. Var þá þingstörfum lokið. Flutti forseti að lokum nokkur ávarpsorð, þakkaði fundarmönn- um góð og ánægjuleg fundarstörf, en þeir honum röggsamlega fund arstjórn. r;' (<t'i \ -'5 A ST'----- V.'W' ~ i r N x o ■ y #V.r?.y ^ • - • -v\ c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.