Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.1954, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. des. 1954 — Vák í iHýrdal Framh. af bls. 9 Aðalfundur SÍF fljótlega leitt rafmagn frá Sogs- fossum, en áformað er, að það komi hingað á næstu árum. Mundi það geta orðið mesta lyfti stöng aukins og fjölbreyttara at- vinnulífs í kauptúninu. Mætti þá ef til vill koma á fót einhvers konar iðnaði í smóum stíl og skapa þannig fólkinu betri og ör- uggari lífsafkomu, en þess gjörist nú brýn þörf, ef ekki á að draga úr atvinnulífi og framkvæmdum hér. Ógerlegt sýnist að flestra dómi að gjöra hér nokkurar þær lend- ingarbætur, sem að gagni mættu koma. Um aukningu sjávarafla er því tæpast að ræða. Landrými til ræktunar er mjög takmarkað, svo sem fyrr segir, nema helzt sandurinn, en öll ræktun þar er næsta ótrygg vegna Kötlugosa. Þau geta náð hingað vestur og þá á einni svipstungu eyðilagt allt það, sem gjört hefur verið. Helzta leið til úrbóta væri því sú, ef hægt væri að starfrækja einhvers konar iðnrekstur í smá- um stíl til fullnægingar á þörf- um sýslunnar sjólfrar. En undir- staða allra slíkra framkvæmda er nægilegt rafmagn. Er það því von okkar, að það komi sem fyrst. Þá mun vinnufúsum höndum gjört auðveldara fyrir um sköp- un viðunandi lifskjara sér og sín- um til handa. Þá mun unga fólk- ið, sem elst hér upp, einnig geta fundið sér verkefni við sitt hæfi í stað þess að þurfa að leita burt til fanga. Vík, 10. desember 1954. Víkari. — Trúarofsóknir Framh. af bls. 6 istaflokksins, birt ritstjórnar- grein þar, sem ráðist er á trúar- brögð og lýst yfir því eindregið, að trúarbrögð séu ekki samþýð- anleg vísindum og kommúnisma. Einnig krefst Pravda meira hlífð- arleysis gagnvart þeim, sem halda fast við „úreltar trúarskoð- anir“. Greinin er opinber stríðsyfir- lýsing á hendur trúarbrögðum og boðar nýja og opinbera herferð til að útrýma þeim. ' AÐALFUNDUR S.Í.F. haldinn síðustu dagana í nóvember 1954 mun ef til vill marka tímamót í þeim samtökum. Stjórnandi fund arins var Davíð Ólafsson, fiski málastjóri. Fyrir fundinum lágu hin venjulegu aðalfundarstörf, sem félagar kannast við. Eitt af því, sem velgdi fundarmönnum nokkuð undir uggum, var úthlut- un 12 milljón króna, er stjórn SÍ.F. hafði haldið eftir af fram- leiðsluverðinu 1953 til að stand- ast óviss útgjöld, er hún kynni að verða krafin um, sem aðallega mun vera skaðabótakröfur kaup- enda. Það var þvi verið að skila félagsmönnum afgangi af fram- leiðsluverði 1953, ekki verið að verðbæta framleiðsluna. Þarna á fundinum var flutt fróðlegt erindi um orsakir salt- gulunnar, sem gefur mönnum vonir um að þessi vágestur verði kveðinn niður. Þar var einnig samþykkt að félagið keypti skip, sem flutt gæti framleiðslu þess til neytenda á hvaða tíma árs sem væri án þess að farmi væri teflt í voða. Og þótti sumum, sem til máls tóku að seint hefði gengið af mestu utflutningssam- tökum landsmanna að hleypa þeirri bjargræðishugmynd af stokkunum, en varla mun Arsæli Sveinssyni úr Vestmannaeyjum um kennt þótt seint gengi um siglingu á eigin fleytu. Þá gerði Guðmundur Guðmundsson frá Akureyri harða hríð að fiskmat- inu. Taldi að íslenzka fiskmatið ætti að standa óhaggað fyrir um- vöndun kaupenda, enda mun hann ekki einn á báti um það að reistar verði einhverjar skorður við slíku hagsmunabrölti þeirra. En þarna mun um erfiðan hlut að eiga, því vöruvöndunin mun ætíð verða fjöregg hverskyns framleiðslu landsmanna. Og þó miklu frekar þar sem við kepp- um við aðrar þjóðir, sem gert hafa sér ljóst fyrir löngu að léleg framleiðsla er í mörgum tilfell- um sama og skortur á lífsnauð- synjum. Magnús Gamalíelsson úr Ólafs- firði og Jón Stefánsson frá Dal- vík lýstu fyrir fundinum þeim erfiðleikum, sem framleiðendur á smáfiski ættu við að búa með tvöfaldan tilkostnað við verkun og mikið lægra vöruverð, þó hrá- efnisverðið væri hið sama. Þetta munu allir sem kaupa fisk norð- an-, austan- og vestanlands þekkja, svo mjög sem það hefir sorfið að hagsmunum framleið- enda þar, en furðu lítinn skiln- ing fannst mér þetta vandamál hljóta hjá þeim sem töldu sig betur setta af guðs náð og lögðu þau liðsyrði að bezt væri fyrir þessi olnbogabörn að halda heim og veslast upp á sínum vandræð- um. Ég get engan veginn hugsað mér þann félagsskap uppfylla orðsins merkingu, sem ekki lítur á málin frá öðrum sjónarhól en úr sínum eigin bæjardyrum. Þó mun þetta ef til vill standa til bóta því samþykkt var að fela stjórninni að leita úrlausnar á málinu og þar held ég að sé hvert sæti vel skipað með Richard Thors í forsæti. Um marga áratugi þegar þjóð- inni lá mest á mun Thorsnafnið hafa hljómað sem athafnakliður í eyrum hennar og mig furðaði það ekki, er ég leit forsætisráð- herrann taka á móti S.Í.F.-mönn- um í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar er vel til húsa enn í dag, þó varla hafi fortíðin gert ráð fyrir þeirri gestkomu, sem nú mun alltíð þar. Enda fer svo gjarnan að þrengist enn um set, er gestir blanda guði við gleð ina. Steinþór Helgason. — Þegnskylda Frainh. af bls. 2 ferðarmál fslands. Fyrir því end- urtek ég: þegnskylduvinna æsk- unnar, er meðal annars — það sem koma skal. Að því viðbættu, að æskumeyjar 16—18 ára taki þátt í þegnskylduvinnu hálfan mánuð, eitt skipti fyrir öll, við hið gagnmerka þjóðvakningar- mál, skógræktina. Megi þessi „draumur" rætast, er einlæg ósk mín og von. .t. Keflavíkurflugvelli 12. des: ’54. Páll Oddgeirsson. Höfðinglegar minn- ingargjafir til Skálhoits MARÍA ÁMUNDADÓTTIR, Laugavegi 159 A, hefur gefið Skálholtsdómkirkju kr. 2000 til minningar um afa sinn og ömmu, Fiiippus Þorsteinsson og Sigríði Jónsdóttur, sem bjuggu að Bólu í Holtum. María hefur áður gefið kirkjunni stóra gjöf til minning- ar um tvö börn sín. — Þá hefur verið gefin minningargjöf að upphæð kr. 1000 til minningar um Vilborgu húsfreyju að Fjalli á Skeiðum af barnabarni hennar, Á. G. — Þessar, sem aðrar minn- ingargjafir, er Skálholtsfélaginu berast, verða færðar inn í Minn- ingagjafabók Skálholtsdóm- kirkju og munu þannig geymast nöfn þeirra, sem gjafirnar eru helgaðar, svo og gefendanna. Sigurbjörn Einarsson. X BEZT AÐ AVGLÝSA T t MORGV/VBLAÐIISV — Jélaséfnun Framh. af bls. 5 Þátturirin „Já og Nei“ gefur ágóð- ann til Mæðrastyrksnefndar. Ásg. Sigurðsson 200,00. Lítill drengur 3Ú,00. Sigga og Dídí 30,00. Dista 50,00. Úr bréfi 50,00. Kassagerðin h.f. 500,00. Kassagerðin h.f. starfs- fólk 775,00. Dóra 50,00. Á.Þ. 300,00. Þrjú systkyni 30,00. Friðr. Bertelsen heildverzl. 285,00. Þ. L. 40,00. K.J. 100,00. S.G. og G.Þ. 400,00. Anna 100,00. Þ. Þorgrímss. & Co. 250,00. Víkingur h.f. sælgæti. P. Pétursson vörur. N.N 100,00. Áheit 50,00. G.Ó.A. 100,00. Hjör- dís 50,00. A.J. Bertelsen vörur. Hildur 60,00. E.B. 100,00. N.N. 50,00. S.Þ. 50,00. I.V. 50,00. A.E. 150,00. Erna, Ester, Valur og Stefán 150,00. Hermann Sigurðss. 300,00. Frá fjórum systkinum 100,00. S. Ó. 65,00. N.N. 100,00. Lögreglustöðin 330,00. G.H. 50,00. Nokkrir skipverjar á b.v. Ingólfi Arnarsyni 750,00. Þ.Þ. 200,00. Frá Fúsa, Nonna, Önnu og Þóru 50,00. Húnvetnsk kona 50,00. Á.B.Ó. Á- heit 20,00. Bílasmiðjan h.f. 1395,00. S.S. 150,00. Sláturfélag Suður- lands 300,00. Kærar þakkir. Mæðrastyrksnefnd. I Ingólfscafé — Ingólfscafé ■ ■ ■ 1 " ..............- ■ ■ ■ Aðgöngumiðar að áramótadansleiknum : Eldri dansarnir : eru seldir í dag og á morgun í Ingólfscafé frá kl. 5. ■ Borð tekin frá kl. 5—7. ; ■ • Sími 2826 : Gömlu og nýju dansarnir að Þórscafé í kvöld klukkan 9 Hljómsveit Jónatans Olafssonar Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7. ★ EINSTAKLINGSFRAMTAK DEYR EKKI AF SJÁLFU SÉR „Sigur hlnnar sósíalisku hug sjónastefnu — er ekki merki þess, að leifar hins borgara- lega hugsunarháttar og hug- sjónir og siðfræði einstaklings framtaksins hafi verið upp- rættar. Slíkt deyr ekki og mun ekki deyja af sjálfu sér. því verður að heyja harða og miskunnarlausa baráttu gegn því“, segir Pravda. Eftir að hafa árum saman fuiiyrt að „leifar hins borgara- lega hugsunarháttar“ hafi dáið af sjálfu sér, gefur þessi yfir- lýsing íil kynna hversu alvar- legum augum flokkurinn lítur á þessa nýju hættu, sem ógnar valdi kommúnismans. ★ ÁRÓÐUR HAFINN FYRIR GUÐLEYSI „Áhrifamestu og hættulegustu leifar auðvaldsstefnunnar í með- vitund fólksins", heldur Pravda áfpam, „eru trúarhégiljur. Alveg ftam til þessa dags spilla slíkar hégiljur hugarfari og hamingju þjóðar okkar og aftra henni frá þyí að taka virkan þátt í upp- byggingu kommúnismans.“ Kaffi Nýbrennt og malað, í loft- þéttum sellophanumbúðum. 1cr/l. Halia Þórarins Vesturg. 17. Hverfisg. 39. Hótel Borg Ósóttir aðgöngumiðar að áramótadansleiknum á gamlárskvöld verða seldir milli kl. 5 og í dag í skrifstofunni. ..............■■>■■■■■■•■•■.......>•■■■■•... YETBARGARÐURINN VETRARGARÐURINN DANSLEIKUR í Vetrargarðinum í kvöld klukkan 9. Hljómsveit BALDURS KRISTJÁNSSONAR leikur. Miðapantanir í síma 6710 eftir kl. 8. Osóttar pantanir að áramótadansleiknum verða seldar frá klukkan 8—9. V. G. ÓDÝRIR ÁVEXTIR 2 kg. af appelsínum kr. 19,00. 2 kg. af eplum kr. 18,00. 1 kg. af vínberjum kr. 15.00 og annað eftir því. Verzlunin Laugavegi 134. 1) — Aktok, ég sé bæði Markús og hvítu konuna. Þau skunda út á stöðuvatnið. 2) — Já, ég sé þau líka. Láttu mig hafa byssuna. Ég ætla að skjóta forustuhundinn þeirra, svo að þau stöðvist. 3) Fimm mínútum síðar: — Jæja, þá ætlá ég að sýna hvítu mönnunum hvernig á að skjóta af riffli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.