Morgunblaðið - 11.01.1955, Page 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 11. jan. 1955
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Vaíd yfir framburði og daglegri
notkun málsins er meginatriði
segir Einor Pólsson forstöðn-
moðnr Mólnskólnns Mímis
Reynt nð i'innn gegn dýrtíð og
tryggjn grundvöll gjnldeyrisins
EINS og kunnugt er gaf ríkis-
stjónin út tilkynningu fyrir síð-
ustu helgi um framkvæmd báta-
gjaldeyrisskipulagsins á þessu
ári. í henni bendir ríkisstjórnin
á, að siðan bátaaðstoðarkerfið
var sett, hafi vertíðarafli aukizt
og verðlag sjávarafurða hækkað
nokkuð.
Af þessum ástæðum telur
stjórin kleift, þrátt fyrir nokkra
hækkun á útgerðarkostnaði að
draga úr innflutningsréttindum
bátaútvegsins. Eigendur þeirra
afurða, sem hlunnindin hafa náð
til, hafi framvegis rétt til þess
að selja með álagi innflutnings-
skírteini fyrir 45% af andvirði
bátaafurðanna í stað þess, að
undanfarið hefur verið heimilt að
selja með álagi skírteinin fyrir
50% af útflutningsverðmætinu.
Þessi lækkun hlunnindanna
mun gilda fyrir afurðir, sem á
land koma á tímabilinu 1. janúar
til 15. maí 1955 þ. e. á þeim tíma,
sem aflavon er mest. Á hinn bóg-
inn verður, eins og verið hefur,
heimilt að selja með álagi skír-
teini fyrir 50% af andvirði af-
urðanna, sem framleiddar verða
á tímabilinu 15. maí til ársloka.
í lok tilkynningrinnar er svo frá
því skýrt, að á þessum grundvelli
standi yfir samningar milli ríkis-
stjórnarinnar og aðilja um ein-
stök framkvæmdaatriði, svo sem
venja hefur verið undanfarin ár.
Útvegsmenn hér á Suðvestur-
landi höfðu ekki talið sér kleift
að hefja vetrarvertíð fyrr en
upplýsingar lægju fyrir um fram
kvæmd bátagjaldeyrisskipulags-
ins á árinu. En þegar ríkisstjórn-
in lagði fram tilboð, sem felst í
fyrrgreindri tilkynningu hennar,
töldu þeir rétt að hefja róðra,
enda þótt þeir féllust ekki end-
anlega á það. En líklegt verður
að telja að fulltrúar útvegsmanna
og ríkisstjórnin komizt að sam-
komulagi, sem byggist í aðalat-
riðum á því tilboði, sem ríkis-
stjórnin lét frá sér fara.
Tillaga ríkisstjórnarinnar
þýðir 10% lækkun bátagjald-
eyrisfríðindanna á aðalvertíð
ársins, vetrarvertíðinni. En á
því tímabili mun 80—90%
bátafisksins veiðast. Það, sem
fyrir stjórninni vakir, er að
draga smám saman úr því
vörumagni, sem þarf að kaupa
fyrir hinn dýrari gjaldeyri og
vinna þannig að því að tryggja
hinn íslenzka gjaldmiðil og
spyrna gegn dýrtíð í landinu.
í þessu sambandi er rétt að
bera þá fluguh-egn, sem stjórn-
arandstæðingar hafa breitt út, að
togaraútgerðin eigi að fá þessi
10%, sem irmílutningsfríðindi
bátaútvegsins eru skert um, til
baka. Það hefur aldrei komið til
mála að hafa þann hátt á.
Af hálfn útvegsmanna hefur
verið á það bent, að ástæðulaust
sé að skerða. þau gjaldeyrisfríð-
indi, sem bátaútvegurinn hafi
notið, enda þótt afli hafi aukizt
nokkuð við Suðvesturland á
einni vertíð. Vélbátaútgerðin sé
ekki svo vel stæð að henni veiti
af þeim fríðindum óskertum, sem
hún hefur notið undanfarið. Enn-
fremur megi á það benda, að í
éinstökum landshlutum hafi afli
álls ekki aukizt. Hann hafi þvert
á móti minnkað.
Til móts við þá röksemd
hefur ríkisstjórnin einnig talið
rétt að koma að nokkru leyti.
Þess vegna hefur hún látið
gjaldeyrisfríðindin vera ó-
breytt á tímabilinu 15. maí til
ársloka. En á því timabili eru
róðrar töluvert stundaðir á
fiskimiðunum fyrir Vestfjörð-
um og Norðurlandi.
Óhætt er að fulyrða, að vél-
bátaútgerðinni víðast hvar á land
inu hafi ekki veitt af óbreyttum
gjaldeyrishlunnindum á þessu
ári. Síldarhallærið og rányrkja á
miðum einstakra landshluta hef-
ur leikið vélbátaútgerðina grátt.
En sjónarmið ríkisstjórnarinnar
á einnig mikinn rétt á sér. Henn-
ar takmark er að reyna að
treysta grundvöll íslenzkrar
krónu og vinna gegn dýrtið og
verðbólgu í landinu. Með 10%
lækkun bátagjaldeyrisins er
gerð raunhæf ráðstöfun í þá átt.
Stj órnarandstaðan hefur leikið
skoplegt hlutverk í sambandi við
umræðurnar um framtíðarskipu-
lag bátagj aldeyrisins. Eins og
kunnugt er, hefur hún hamast
gegn þessari aðstoð við vélbáta-
útveginn og bjargræðisvegi fólks
ins við sjávarsíðuna. Sjálfir hafa
þeir ekki bent á neinar aðrar
leiðir. En nú hafa kommúnistar
og Alþýðuflokksmenn allt í einu
tekið að skamma ríkisstjórnina
ákaflega fyrir að framlengja ekki
bátagj aldeyrisskipulagið óbreytt!
Þannig snýst stjórnarandstaðan
eins og vindhani á bæjarburst.
Hún segir þjóðinni í upphafi, þeg
ar bátagjaldeyrisskipulagið er
upptekið, að það sé „svívirðileg
árás á hagsmuni almennings".
Þegar ríkisstjórnin leitast svo við
að draga úr bátagjaldeyrirnum
ætla kommúnistar og kratar að
springa af vandlætingu. Þá er sú
viðleitni einnig orðin að „árás á
hagsmuni almennings".
Ríkisstjórnin og fulltrúar
vélbátaútvegsins munu reyna
að haga framkvæmd gjaldeyr-
isfríðinda útvegsins þannig á
hverjum tíma, að þau verði
atvinnulífinu að sem mestu
gagni og bitni um leið sem
minnst á nauðsynjum almenn-
ings í landinu.
TÍMINN er ákaflega sár yfir því
s.l. sunnudag, að Mbl. skuli hafa
vakið athygli á því, að allar á-
deilur flokksmanna hans á nú-
verandi dómsmálaráðherra séu af
því sprottnar,- að þeir telji að
önnur lög eigi að ganga yfir
frammámenn Framsóknarflokks-
ins en annað fólk í þessu landi.
En þetta er staðreynd, sem ekki
verður sniðgengin. Vegna þess að
málsókn var hafin gegn mjög at-
orkusömum lögbrjót, sem var
einn af aðalleiðtogum Framsókn-
arflokksins í stóru kjördæmi,
samþykkti flokksþing Framsókn-
ar vantraust á dómsmálaráðherra.
Síðan hefur það haldið áfram að
skamma ráðherrann fyrir það
eitt að hann hefur gert skyldu
sína, látið lögin ganga jafnt yfir
alla.
Svona er þá réttlætistil-
finning Tímaliðsins. Svona er
hún þroskuð og næm fyrir því,
hvernig framkvæma eigi lög
og rétt í landinu!!
NÚ um þéssar mundir eru nám-
skeið að íefjast á ný hjá mála-
skólanum „Mími“, en kennslan
fer þar fram með nokkuð öðrum
hætti, en tízkast almennt í skól-
um. Blaðið hefir snúið sér til
Einars Pálssonar, forráðamanns
skólans, og spurt hann um í
hverju þessi munur sé aðallega
fólginn.
— Málaskólinn Mímir er stofn-
aður til þess að bæta úr brýnni
þörf hérlendis, þar sem hann
leggur megináherzlu á talað mál
tog að kenna fólki, sem ekki
hefir notið langrar skólamennt-
uhar að bjarga sér í erlendum
tungumálum á sem skemmstum
tíma.
LEGGJA ÞARF RÆKT VIÐ
IIINA LIFANDI TUNGU
Það er skoðun mín, sagði Einar,
að tungumálakennslu í skólum
almennt sé áfátt meðan ekki er
lögð meiri rækt við hina lifandi
tungu en raun ber vitni. Ég álít
að oft sé miklum verðmætum
kastað á glæ, þegar tíma nemenda
er sóað við málfræðistagl meðan
hinn þýðingarmeiri þáttur tungu
málanámsins, vald yfir framburði
og gagnlegri notkun málsins, er
vanræktur.
Þess vegna hefir Málaskólinn
Mímir fellt niður með öllu þá
yfirheyrslu á heimalærðu náms-
efni, sem svo mjög tíðkast í skól-
um þessa lands, en tekið upp
kennslu á námsefninu í tímunum.
En við gerum heimanámið að
auðveldri yfirferð á efni, sem
nemandinn hefir þegar lært rétt
undir umsjón kennarans.
NOTKUN ERLENDA MALSINS
SITUR Á HAKANUM
— Hvað álíturðu aðallega at-
hugavert við tungumálakennslu,
eins og hún tíðkast í skólum?
— Kennsla lifandi tungumála-
náms er að sínu leyti eins og
kennsla í hljóðfæraleik. Hún er
lítils virði nema nemandinn sé
þjálfaður i sjálfri notkun þess,
sem nema skal. Sú kennsluað-
ferð, sem byggir að mestu á þýð-
ingu hins erlenda tungumáls á
það innlenda, er ófullkomin að
því leyti, að mestur timi nem-
enda fer í útskýrin'gar á móður-
málinu, en notkun erlenda máls-
ins situr á hakanum.
KENNSLUAÐFERÐIRNAR
— Sá, sem lærir aðeins tungu-
mál í þýðingu, heldur Einar
áfram, glatar að jafnaði miklu af
því, sem emkennir hið erlenda
tungumál. Hann venst ekki hugs-
un á hinu erlenda tungumáli og
temur sér ekki notkun þess.
Kennsluaðferðirnar, sem við höf-
um snúið okkur að eru aðallega
þessar: Nemandinn er látinn tala
hið erlenda tungumál alla
í kennslustundina og er stöðugt
j leiðréttur og látinn endurtaka
| setningar þar til rétt eru sagðar.
Þannig er hann þjálfaður í notk-
un málsins. Málfræðikennsla er
‘ nær einvörðungu með dæmum úr
hinu lifandi máli, þannig að nem-
, andinn lærir byggingu málsins
’ ósjálfrátt og án þess að eyða mikl
j um hluta tíma síns í að læra
þurrar málfræðireglur. Kennaei
les textann réttan áður en nem-
andi fær að bera hann fram.
Setningum er velt þannig fram
j og aftur að setningaskipun og
sérstök einkenni málfræðinnar
festast í minni nemandans og það
sem mestu varðar •— verði hon-
um tiltækari í notkun, þegar á
þarf að halda.
SKUGGAMYNDIR
OG KVIKMYNDIR
t— Ég hefi heyrt að þið notið
mikið skuggamyndir við kennslu.
Hvernig er því komið við?
— Það gerum við til að þjálfa
nemendur í að hugsa og tala á
erlenda málinu og að slíta sig
frá bókinni. Kennslunni er
þannig hagað við skuggamynd-
irnar að við kennslu hverrar ein-
stakrar er tekið sérstakt mál-
fræðiatriði.
— En hvernig með kvikmynd-
ir. Er ekki farið að nota þær við
málakennslu?
— Kvikmyndir eru ékki heppi-
legar til tungumálakennslu, en
þær eru ómetanlegar til kennslu
í ýmsum öðrum gréinum. Væri
sannarlega ekki vanþörf á því
að athuga þau mál í sambandi
við æðri skóla hérlendis.
— En eru engar stílæíingar?
— Jú, fyrir þá sem það vilja.
Við gefum nemandanum upp
verkefnið. en hann vinnur síðan
að því heima.
— Eru nemendur ekki mest
ungir menn?
— Þeir eru á öilum aldri, frá
tvítugu til sextugs.
Málaskólinn Mímir er nú full-
setinn nemendum.
KAUPMANNAHÖFN, 5. jan. —
Minnismerki, sem gefið hefur ver
ið út til minningar um Kristján
konung X hefur verið afhent
„kunstneriske Udsmykningen" í
hinu nýja ráðhúsi Óðinseyjar.
VeU andi ólripar:
Um félög og fundi.
HVAÐ skyldu margir fundir
vera haldnir á íslandi árlega
í öllum þeim aragrúa af alls kon-
ar félögum, nefndum, gömlum og
nýjum, sem starfandi eru í land-
inu allt til hinna innstu fjarða og
yztu útnesja? Óhætt mun að full-
yrða, að fjöldi ýmiskonar félags-
samtaka — og nefnda fámennra
og fjölmennra, nauðsynlegra og
ónauðsynlegra er meiri tiltölu-
lega hjá okkur en með flestum
öðrum þjóðum — einmitt vegna
þess, hve fámennir við erum. Nú-
tíma þjóðfélag, hvort sem það er
fámennt eða fjölmennt -verður
nauðsynlega að mynda innan
þess viss samtök og félagsheildir
sem myndi nokkurs konar uppi-
stöðugrind þjóðfélagsbyggingar-
innar. — Og þar við bætist svo
félagsþörf hinna ýmsu einstaki-
inga, sem hafa sömu áhugamál
og hugðarefni að keppa að —
efnaleg eða menningarleg. Nú-
tímamanninum er það Ijóst, að
til þess að þessi áhugamál hans
og hugsjónir nái fram að ganga
þarf sameiningu og samtök hinna
einstöku.
Hvaða gagn?
EN því minnist ég nú á þetta, að
hér á dögunum heyrði ég af
tilviljun á tal manns eins, sem
var að velta því fyrir sér fram
og aftur hvaða gagn — eða rétt-
ara sagt, hve lítið gagn væri að
öllum þessum fundum. — Já,
fundum yfirleitt, þó með einn
ákveðinn í huga. „Menn bolla-
leggja og kappræða sín á milli —
sagði hann — koma fram með
snjallar tillögur — eru barma-
fullir af ýmsum þjóðþrifa hug-
dettum, sem öllu eiga að bjarga,
allt að reisa við, ef næðu þær
fram að ganga.
Nú á bað að gilda!
OG svo er skotið á fundi til að
ræða vandamálin. Menn
koma uppbólgnir með stórkost-
legar ræður í kollinum og mikil-
mannlegan svip á andlitinu. —
Nú á það að gilda! Fundarstjóri
tekur sér sæti hinn stjóralegasti
í hvívetna, ritarar, tilbúnir að
láta pennan geisa honum við
hlið. Fundarmálin eru tekin fyr-
ir — orðið er laust. Hver skyldi
grípa það fyrstur? — Guðmund-
ur, Jón, Sigurður — eða Rúnki?
Það er aðeins, að þeir ætla að
hugsa sig vel um. — Orðið er
laust. Strákur aftur í sal stendur
upp og hreytir skætingi — aug-
sýnilega aðeins til að reyna að
hleypa einhverju fútti í fundinn.
— Orðið er laust. — Miðlungs-
maðurinn, ómissandi og sjálf-
sagður á hverjum fundi, stendur
upp til að segja eitthvað og held-
ur 50 mínútna ræðu um ekki
neitt — allra sízt það, sem fund-
inum var ætlað að fjalla um. —
Orðið er laust! — Orðið er
laust!! — Orðið er laust!!! —
Fundi er slitið.
Bíðum næsta fundar.
OG fundarmennirnir halda hver
heim til sín. Hvað varð af
öllu snjöllu hugmyndunum, öll-
um umbótatillögunum, — öllu
andríkinu — allri mælskunni?
Það kemur allt fram í kappræð-
unum um kvöldið yfir glasi
heima hjá J.J. eða G.G. — Svo
bíðum við næsta fundar!“
Um útvarp
á tónleikum.
VELVAKANDI sæll!
Mér datt í hug núna í sam-
bandi við heimsókn hins mikla
fiðlusnillings, Isacs Stern, hing-
að, hvort ekki mætti beina þeirri
ósk til Ríkisútvarpsins, að það
útvarpaði yfirleitt ekki synfóníu-
tónleikunum beint — um leið og
þeir eru haldnir, heldur væru
þeir teknir upp á segulband og
útvarpað á einhverjum öðrum
heppilegum tíma síðar meir. —
Þetta á sérstaklega við, þegar
miklir erlendir tónsnillingar eru
annars vegar, sem margir okkar
eiga ekki kost á að sækja tón-
leika hjá oftar en í þetta eina
skipti á ævinni — eins og t. d.
núna, er Isac Stern var hér gest-
ur. — Þeir sem virkilega unna
tónlist og hafa mestan áhuga á
að kynnast því bezta á því sviði
eins vel og kostur er á, mvndu
taka því ákaflega feginsamlega,
að geta hlustað á í útvarpinu
heima hjá sér, sömu tónleikana,
sem þeir höfðu hlustað á áður
í Þjóðleikhúsinu, Austurbæjar-
bíói eða hvar sem er annars stað-
ar — jafnvel tvisvar sinnum eða
meira. Þetta ætti ekki að þurfa
að bitna neitt á öðrum vitvarps-
hlustendum, væri tónleikunum
valinn heppilegur tími í dag-
skránni, þegar sem flestir hafa
tækifæri til að hlusta — en mörg-
um væri þessi nýbreytni mjög
kærkomin. — Tónlistarunnandi“.
Söngurinn
göfgar sálina.