Morgunblaðið - 21.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúf lif í dag: | SV kaldi. ÉI. Bjart mcð köflum. I 16. tbl. — Föstudagur 21. janúar 1955 Forreslal Stærsta f lugvélamóðurskipið. Sjá grcin á bls. 7. A afmæli Davíðs Stefáns- sonar - Móðurmálsdaí^ir C í öllum skólum landsins liðhafnar- oy skólaútgáfa á Svörtum fjöðrum Áðgöngumiðar að Gulína hliðinu seldust á svipsfundu IDAG, hinn 21. jan., á sextugsafmæli Davíðs Stef- ánssonar skálds frá Fagraskógi, hefur fræðslu- málastjórnin ákveðið, að í öllum skólum landsins skuli vera hátíðlegur haldinn móðurmálsdagur, sem helg- aður er verkum hans. NÝJAR KVÆÐAÚTGÁFUR í tilefni dagsins verða gefnar út þrjár bækur eftir skáldið: Svartar fjaðrir, í vandaðri út- gáfu, og sama bók í hversdags- legri útgáfu ætluð æsku- og skólafólki landsins, sem kostar aðeins 20 krónur. Ennfremur koma út í dag ljóðaþýðingar af kvæðum Davíðs, er gert hefir Ivar Orgland lektor við Háskóla íslands. Heitir þessi norska bók: ,,Eg sigler i haust". í bók þessari eru 42 kvæði eftir skáldið, er tekin hafa verið víðs vegar úr tjllum sjö ljóðabókum Davíðs. En f raman við þau er ýtarleg ritgerð M mskáldið eftir þýðandann. SKÁLDIÐ LES „PROLOGINN" í kvöld verður „Gullna hliðið" leikið í Þjóðleikhúsinu, eins og kunnugt er. Er það í frásögur færandi, að svo mikil aðsókn varð að þessari leiksýningu, að aðgöngumiðar að öllum sætum leikhússins seldust upp á nokkr- um mínútum. En þess skal sér- staklega getið, að að þessu sinni verður það til hátíðabrigða, að skáldið sjálft les upp „prologinn" fyrir leikritinu. AFMÆLISHÓF Á morgun, laugardag, verð- ur afmælishóf fyrir Davíð Stefánsson skáld, í Sjálfstæð- ishúsinu, og hefst það kl. 7,30 e.h. — Meðal gesía verður for- seti ísiands og frú, ýmsir af ráðherrunum og sendiherrar erlendra ríkja, margt skálda Enii situr við hið samaíráðunevíinu ENN situr allt við hið sama um skipun sóknarprests á Siglufirði. En Siglfirðingar hafa opinber- lega lýst vanþóknun sinni á beim furðulega drætti, sem orðið hef- ur á því að kirkjumálaráðherra .skipi prest í embættið, jafnvel þó að biskup landsins hafi mælt með því við ráðherrann, að sá verði skipaður, er flest atkvceði htaut. Kirkjumálaráðuneytið upplýsti í gær, að ráðherra hefði ekki enn skipað í embættið. Elliði fékk vír í skrúíuna SIGLUFIRÐI, 20. janúar. — Tog- arinn Elliði kom hér í morgun af veiðum með 180 tonn af fiski, sem fór í frystihús og herzlu — Skipið tafðist frá veiðum í þess- um túr vegna þess að vír fór í skrúfuna og varð að fara til ísa- fjarðar og fá þar kafara til að losa hann úr skrúfunni. Hafliði mun að öllu forfalla- lausu fara frá Þýzkalandi á morg un áleiðis heim með viðkomu í Færeyjum, þar sem hann mun taka sjómenn. — Guðjón. , og listamanna og aðrir er unna ljóðum og öðrum verk- um skáldsins. Annars er hóf- ið að sjálfsögðu opið hverjum sem er. Aðalræðurnar ílytja Bjarni Benediktsson menntamálaráð- herra, Steingrímur Þorsteins- son prófessor og Þórarinn Björnsson skólameistari á Akureyri. Auk þess verða flutt þar nokkur stutt ávörp. Kb. Gullfaxi \\\ Isafj. lil viSgerSar i ÞINGEYRI, 20. jan.: — í dag um 5 leytið skall hér á NV-bylur og vonskuveður, en í morgun var hér ágætisveður. Aðeins einn bát- ur er nú gerður út héðan og hef- ur hann ekki róið nema tvisvar, það sem af er þessari vertíð. Hann hefur verið bilaður. í gær fór hann seinni róður sinn og aflaði þá 4 lestir. Mótorbátnum Gullfaxa, sem brezki togarinn sigldi á um s.l. helgi var siglt til ísafjarðar á sunnudaginn var til viðgerðar. Var neglt utan á bátinn cg fór hann síðan til ísafjarðar í fylgd með öðrum máti. Þegar þangað kom og athugun hafði verið fram kvæmd á skemmdunum á bátn- um, kom í ljós að hann var meira skemmdur en menn ætluðu í fyrstu. Togajinn hafði klofið hann inn undir miðju, en við það hafði sú hliðin, sem frá sneri knúsast og liðast þannig að hana verður að endurbyggja að mestu leiti. Viðgerðin á bátnum mun sennilega taka allt að þrem mán- uðum. — M. A. Ráðsteina verkolýðsfélaganno í Rvík og nágrenni lekr rétt að segja upp núverandi samningum IFYRRAKVÖLD var haldinn fundur að tilhlutan A.S.Í. með full- trúum verkalýðsfélaganna í Reykjavik og nágrenni, til að ræða um uppsögn núgildandi samninga við atvinnurekendur. Á fundinum var samþykkt til- Iaga þess efnis að rétt væri að segja upp samningum og knýja fram kjarabætur. Margir tóku til máls á fundin- um og komu fram ýms sjónarmið í málinu. I Ekki er vitað hvaða stef nu mál- ið tekur nú, en vitað er að mjög eru skiptar skoðanir hjá félög- | unum um uppsagnartímann og annað er viðkemur þessu máli, m. a. hvaða leið eigi að fara til I að fá kjarabætur. Skip stöðvast vegna verkfalls SATTASEMJARI sat á funduni með samninganefndum Sambands matreiðslu- og framreiðslumanna og skipafélaganna í alla fyrrinótt! til kl. 6 í gærmorgun, en sam- komulag náðist ekki. Hófst svo í gærkvöldi verkfall matreiðslu- og framreiffslumanna á skipun- um. Þegar í gær stöðvaðist eitt skip af þessum orsökum. Var þaði Skjaldbreið, er fara átti með vör-' ur og farþega til Vestur- og Norð- ur-landsins. Þá má og búast við, náist ekki samningar fljótlega, að kaup- skipin stöðvist hvert af öðru. — Reykjafoss liggur nú í höfninni og Esja átti að koma í morgun, en fara aftur á laugardag. Enginn sáttafundur var haldinn í gær, en eftir því, sem blaðið frétti í gær, ber mikið á milli í deilu þessari. sföðin á Flafeyri slækkuð ÝMSAR AÐRAR FRAMKVÆMDIR OG ENDURBÆTUR GERDAR ÞAR Flateyri 20. jan. MIKIL atvinna er nú á Flateyri og verður svo vafalaust áfram. Búið er að lagfæra höfnina þar, setja upp nýja rafstöð, þar geta togararnir nú fengið bæði ís og olíu og endurbætur standa yfir á frystihúsinu og beinamjölsverksmiðjunni. Má segja að þar hafi verið gerðar miklar framkvæmdir og umbætur á skömmum tíma. 2 BÁTAR GERÐIR ÚT Héðan eru gerðir út tveir bát- ar og hafa þeir aflað mjög mis- jafnlega, þetta 2—7 lestir í róðri. Veðurfar hefur yfirleitt ekki hamlað sjósókn þeirra, því hér hafa verið ágætis veður frá ára- mótum, en nú virðist illviðri vera í aðsigi, snjóhríð skollin á og vonzkuveður. Snjólétt hefur ver- ið það, sem af er vetrinum og góð færð á vegum á láglendi. — T. d. hefur verið fært í kringum Önundarfjörð í allan vetur að segja má. MIKLAR SKIPAKOMUR Á S.L. ÁRI Á s.l. ári voru skipakomur hingað helmingi fleiri en á ár- inu þar áður. Ástæðan fyrir því að svo er, er aðallega sú, að höfn- in er nú komin í gott lag og skip eiga því hægara með að komast að bryggju. Einnig það, að tog- arar geta nú fengið bæði olíu og ís hér, en frystihúsið er tekið að framleiða ís fyrir togarana. MIKIL ATVINNA Atvinna hefur verið mikil og ekki horfur á öðru en svo verði áfram. Hafa togarar iðulega land- að hér fiski, sem unninn er í frystihúsinu. í gær landaði Kefl- víkingur 120 lestum af fiski til vinnslu hér. Nýlega er lokið endurbótum og ýmsum lagfæringum á frystihús- inu. Enn er þó ekki lokið endur- bótum á vinnusal þar, en þess verður þó skammt að biða úr þessu. Sömuleiðis hefur beina- mjölsverskmiðjan hér verið tek- in til endurbóta og verður senn lokið við þær. NÝ RAFSTÖÐ Nýlega var tekin hér í notkun ný rafstöð hjá rafveituni. — Er þetta 300 kw. vél, en ekki er hún enn komin í fullkomið lag og er unnið að því að svo verði sem allra bráðast, enda mikil þörf fyrir aukið rafmagn hér, þar sem atvinnulífið grundvallast svo mjög á því. — B. S. Nlíkil snjókoma síðasfa sólar- hring - Holtavörðuheiði éfær Hætt við að HeilisheiSin ieppist brátt UM miðnætti í fyrrinótt tók að snjóa um suðvestanvert landið og í gærmorgun, er fólk gekk til vinnu sinnar var kominrt rokkur snjór, jafnfallinn eftir nóttina. — í gær gekk á með hvöss- um éljum og var nokkur skafrenningur hér fyrir utan bæinn, en vegagerðinni var ekki kunnugt um að vegir væru ófærir orðnir í gærkvöldi. "tÁ HELLISHEIÐI Á Hellisheiði var allmikil úr- koma í gær og nokkur skafrenn- ingur, og er hætt við að heiðin teppist ef veðurhæð vex og skaf- renningurinn eykst. Voru vega- gerðarmenn austur á heiðinni i gærdag, við að aðstoða bíla, en dimmt var mjög vegna snjókomu. Á HOLTAVÖRÐUHEIÐI Á Holtavörðuheiði var mjög mikil fannkoma norðan til og varð hún ófær bílum í fyrra- kvöld. í fyrrinótt var mjög mikil snjó koma og skafhríð norður á Holta- vörðuheiði. Tveir af vögnum Norðurleiða sem voru á suður- leið, komust ekki lengra en upp á miðja heiði, en þangað sótti snjóbíll farþegana, 28 að tölu og flutti niður í Fornahvam, en þangað kom fólkið um klukkan 3 um nóttina. í gærborgun um klukkan níu fóru bílstjórarnir ásamt ýtunni frá Fornahvammi, upp á heiðina og tókst að koma bílunum niður, svo og tveim stórum olíuflutn- ingabílum og komu bílarnir niður að Fornahvammi um kl. hálf eitt í gærkvöldi. BRATTABREKKA Brattabrekka vestur í Dölum mun að heita má ófær, eftir snjó- komuna síðasta sólarhringinn, en áætlunarbíll mun þó með aðstoð ýtu hafa brotist suður yfir í gær- dag. Hann varð að snúa frá i fyrrakvöld. Vegir þun§færír STYKKISHÓLMI, 20. janúar: — í gærdag gekk hér á með hryðj- um annað kastið, en festi þó ekki snjó á láglendi sem nokkru nem- ur. Talsvert fennti í fjöll og skóf þar í skafla. Kerlingarskarð er nú mjög þungt yfirferðar, en þó fór áætlunarbíllinn héðan í morgun áleiðis til Reykjavíkur. Milli Grundarfjarðar og Stykkishólms er ófært í dag. Engir bátar hafa farið á sjó í dag. f gær var róíð og var aflí þá fremur lélegur. Annars hafa gæft ir verið góðar og afli sæmilegur, eða frá 4—10 lestir á bát. — Árni. Nína TryggyadóHir sýnir í Brussel og Khöfn NÍNA TRYGGVADÓTTIR list- málari, sem búsett er suður í Parísarborg, hefur sagt frá því í bréfi til vina hér í Reykjavík, að í undirbúningi séu sýningar á verkum hennar í Brússel og í Kaupmannahöfn. Sýningin í Briissel mun vera í þann veginn að hefjast og verður hún í sama sýningarsal og ísl. listaverkasýn- ingin var haldin, Palais de Beaut -Arts. Sýningin í Kaupmanna- höfn verður í marzmánuði Þeir flauta og selurinn kemur um eiit stig KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavik hinn 1. jan. s.l., og reyndist hún vera 161 stig, eða einu hærri en í s.l. mánuði. i MARGIR er leið eiga eftir Skúlagötunni á góðviðr- ismorgnum, hafa veitt því eftir tekt, að lítill selur heldur sig stöðugt við landið, beint fyrir framan Fiskifélagshúsið. Þetta er veturgamall landselur.Stund um er hann alveg uppi i landi, en einnig bregður hann sér út á víkina. Þá hafa vinir hans „samband" við hann með því að flauta á hann. Kemur sel- urinn þá strax syndandi að landi. Ekki er vitað til þess, að neinn gefi honum fóður. Er þessi litli selur ótrúlega spakur, og hafa menn gaman að honum og leik hans. En stundum þegar hann er í góðu skapi, á hann það til að bregða á leik. if Fyrir nokkrum dögum var hann hvérgi sjáanlegur einn morguninn, en þá var hið bezta veður. Þegar að var gáð, kom brátt skýringin. —i Hann hafði fengið heimsókn. Stór, heljarmikill útselur var kominn í heimsókn til litla frænda síns. — Og sá stóri dvaldist daglangt og fór jafn- vel inn í sjálfa Reykjavíkur- höfn. Næsta dag var sá stóri horfinn, en litli selurinn reisti sig, er einn vina hans í landi sendi honum morgunkveðjuna um leið og hann gekk til vinnu sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.