Morgunblaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.01.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 7 Major Hilmar Andresen - minning AÞRIÐJUDAG fer fram minn- ingar- og kveðjuathöfn um Major Hilmar Andresen, deildar- stjóra Hjálpræðishersins á Is- landi og Færeyjum, sem andað- ist að heimili sínu hér í bænum hinn 18. desember síðastliðinn, éftir þunga legu, aðeins tæplega 47 ára að aldri. Hann var fæddur í Torshavn í Færevjum hinn 16. janúar 1908 og ólst þar upp ásamt 6 systkin- um sínum. Foreldrar hans, sem nú eru bæði látin, innrættu honum í bernsku ást á því góða og sanna, enda voru þau bæði sannkristnar manneskjur og á unga aldri öðl- aðist Hilmar sjálfur frelsið í Kristi og gjörðist liðsmaður í Hjálpræðishernum sem þá var fyrir skömmu búinn að hefja starfsemi sína í Torshavn. Hingað til lands kom hann árið 1928, til þess að fullnuma sig í járnsmíðaiðn. En Guð hafði aðrar fyrirætlan- ir með hinn unga mann og í stað þess að læra járnsmíðina, fór hann á foringjaskóla Hjálpræðis- hersins í því augnamiði að helga líf sitt boðun fagnaðarerindisins, Eftir þetta starfaði hann sem foringi í Hjáipræðishernum, bæði hérlendis og erlendis og gegndi margvíslegum störfum víðsvegar á íslandi, Noregi, Englandi og Færeyjum, unz hann árið 1953 var skipaður deildarstjóri Hjálp- ræðisherrsins á íslandi og Fær- eyjum og kom hann hingað til lands þá um sumarið ásamt konu sinni og dóttur til þess að taka við þessari ábvrgðarmikJu stöðu. Það var mikið happ fyrir Hjálp ræðisherinn hér á landi að fá þann yfirrnann, sem var jafn ná- kunnugur íslenzku þjóðinni og Major Andresen var og mikið skarð er nú fyrir skildi við frá- fall hans. Hann eiskaði ísland og íslenzku þjóðina og hafði brennandi áhuga fyrir andlegiú og líkamlegri vel- ferð íslendinga, enda áleit hann ísland annað föðurland sitt og talaði íslenzka tungu mætavel. Með Ijúímennsku sinni og alúð- legu viðmóti, ávann hann sér miklar vinsæidir, ekki áðeins hjá félögum sinum í Hjálpræðishern- um, heidur 'einnig hjá öllum, sem kynntust honum. Ég hefi haft kynni af Major Andresen allt frá þeirri stundu að hann kom hingað til lands og margar óglevmanlegar ánægju- og gleðistundir hefi ég og fjöl- skylda min átt með honum. Hann kom alltaf með yl og gleði og það var eins og allt jmði bjartara og hlýrra í návist hans. Hin þungbæru veikindi, bar hann af frábærri karlmennsku og fól allt föðurhendi Guðs, sjáifan sig og fjölskyldu sína og hug- hreysti konu sina daginn áður en hann andaðist með huggunarorð- um heilagrar ritningar og lagði hönd sina á höfuð iitlu dóttur sinnar sem er aðeins 7 ára og sagði: „Guð blessi þig barnið mitt“. Nú er hann horfinn til bjartari bústaða og nú hefir hann tekið við launum sínum fyrir trú- mennsku sína og nú er hann leystur frá þrautum þeim er hann þráði að leysast frá, er hon- um var ljóst hvert stefndi. Þó að mikiil harmur sé nú kveðinn að hinni ungu konu hans, dóttur hans og öðrum ást- vinum, félögum hans og vinum, þá trúum við því sem Jesús sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa“. Og við trúum því, að við mun- um mæta honum á himnum, þeg- ar jarðvistarlífi okkar er lokið, ef við reynumst Drottni trú. Konu sinni Hedvig f. Kjærbo, kvæntist Major Andresen árið 1946 og voru þau bæði af fær- eyskum ættum. Var hjónaband þeirra mjög ástúðlegt og þó að hún og litla dóttur þeirra hjóna yrðu fyrir þeirri þtmgbæru raun, að missa ástvin sinn; þá mun minningin um hann lifa í hjörtum þeirra og annara ásívina hans, félaga og vina, þó að harmurinn sé sár og söknuðurinn mikill og endurminu ingarnar munu veita þeim gleði miít í ’söknuðinum. Félagar og vinir Hiimars Andre sen, þakka honum fyrir alla þá blessun og gieði, sem hann hefir veitt þeim, já fyrir ailt og allt og votta ástvinum hins innilega samúð og hluttekningu og • biðja algóðan Guð að styrkja konu hins látna, dóttur hans og aðra ást- vini. Þökk fyrir allt elskulegi vinur, fyrir allar samverustundirnar. Með trega kveð ég þig, en vonin um endurfundi dregur úr sökn- uðinum. B. Þ. ÞRIÐJUDAGINN 25. þ.m. fer fram kveðjuathöfn Hilmars Andre- sen yfirmanns H jálpræðishersins á Islandi og Færeyjum. Hjálpræðisherinn á hér langa og merka sögu í baráttunni gegn spillingu og alls konar ósiðsemi. Aðalmarkmið hans hefur verið og mun verða, að innræta með þ.ióð inni guðsótta og góða siði, jafn- framt því sem Herinn hefur unnið giftudrjúgt starf tii líknar og hjálpar þeim, sem sjúkir eru og fátækir. Hafa að vonum margir, karlar og konur lagt þar hönd á plóginn, og skal öllu þessu fólki bæði lífs og liðnu nú þakkað það óeigingjarna starf, er við nú kveðjum hinzta sinni Hilmar Andresen yfiríoringja. Hilmar átti því láni að fagna, að eiga góða foreldra, sem trúðu á miskunsemi, kærleika og hand- leiðsiu Guðs alföður, enda fékk hann slíkt uppeldi, sem síðar varð hið skínandi Ijós og kóróna í lífi þessa ágæta drengs. Hilmar ekki aðeins varðveitti þetta'pund, held- ur ávaxtaði svo, að honum var mögulegt, í ríkum mæli, að miðla öðrum, sem hann og gerði í lífi og starfi, og sem honum skal nú þakk- íað af alhug. Það er ekki heiglum hent að taka við slíkri ábyrgðárstöðu, að vera yfirmaður Hersins á Islandi, sem þeir bezt vita, er reynt hafa, en ég hygg að þetta starf hafi átt vel við Hilmar Andresen, enda kom það skírt fram, þann stutta tíma sem hann dvaldi hér sem yfirmað- ur Hjálpræðishersins, og er því mun sárara til þess að vita að þessi trúi og dyggi þjónn GuðS skuli vera horfinn yfir landamæri lífs og dauða. En hér þýðir ekki að mögla. Vegir Guðs eru órannsak- anlegir, en þó öllum til góðs, sem á hann trúa og treysta í einu og öllu. Hilmar Andresen var maður mikill að vallarsýn og bjartur yfirlitum, Ijúfmannlegur og prúð- ur í allri framgöngu, enda aflaði har.n sér skjótt vina, og naut virð- ingr.r cg t: austs þéirra sem hon- um ’.iynrdust, Hilmar hefur alla tíð verll tiygglyndur og traustur Yinu. vi.ia rinna. Ekki eitt í dag og annað á morgun. — Hafa þessar dyggðir hans lyft honum fljótlega upp í þá virðingastöðu sem hann skipaði er hann lézt. Eg mun nú ekki hafa þessi orð mín lengri, en vildi aðeins draga upp leifturmynd af þessum látna vini mínum, sem ég nú kveð, með innilegustu þökk fyrir góð kynni og trygga vináttu. Hér er góður og gegn drengur fallinn í valinn, sem unni Islandi og íslenzkri þjóð af alhug, og sem fórnaði starfsorku sinni til að leið- beina ungum sem gömlum á veg hinnar æðstu Iífshamingju og far- sældar. T. Þórdís Jónsdóttir frá Fellsenda Minningarorð AMORGUN verður gerð frá Fossvogskapellu útför Þórdís- ar Jónsdóttur, Sólvallagötu 5A, er lézt á heimili sínu hinn 15. þ.m. Hafði hún búið nokkur und- min Ja g , Unnið var að hreinsnn stöðvarinnar dag og nótt. ílabbsS vil Sipirjón Risf vgfRsmæfingarnann 'RÉTTARITARI Mbl. á Akur- eyri hitti Sigurjón Rist, vatnsmælingamann, að máli í gær á leið í flugvél til Reykjavíkur. Var ' hann að koma- frá Laxá í Þingeyjarsýslu, þar sem hann hafði dvalizt síðan 18. þ. m. við athuganir á rennsli árinnar, en rafmagnstruflanir urðu þar við orkuverin síðustu daga. KRAPASTÍFLA SPRENGD í fyrradag var unnið að því að sprengja krapastíflur við Haga- nes, þar sem Laxá rennur úr Mý- vatni, til þess að auka vaíns- magnið í ánni. Þá var rennslið mjög lítið úr vatninu og á föstu- dagskvöldið hinn 20. var það að- eins 20 rúmmetrar á sekúndu eða sem svarar hálfu meðalrennsli úr vatninu. Á kílómetra svæði þarna upp við vatnið er krap í öllum botninum á ánni. Áður en Sigurjón Rist yfirgaf Laxárvirkjun fylgdist hann með starfsemi nýju stöðvarinnar, en hún er nú keyrð til uppfyllingar rafmagni frá gömlu stöðinni. Vatnsborðið við nýju stöðina hef- ur lækkað nokkuð og þolir stöð- in nú nokkurt álag. Sigurjón lýsir nú með nokkr- um orðum hvernig starfsmenn Laxárvirkjunarinnar unnu að lágfæringu á stöðinni og losuðu á krapi úr vélum hennar. UNNIÐ DAG OG NOTT Túrbínan og neðsti hluti af- rennslispípunnar voru full af krapi og var mikið verk að hreinsa hvortveggja. Að þessu unnu starfsmenn rafstöðvarinn- ar og þá fyrst og fremst stöðvar- stjórinn, Ágúst Halblaub, með vélamenn sína og verkamenn. — Fullyrða má að allir þessir menn hafa unnið eins og þeim var frek- ast unnt. Var athyglisvert að sjá þá fika sig um túrbínuna á milli túrbinuspaðanna og velta þaðan út krapaleðjunni. Unnu þeir að þessu sleftulaust nótt sem dag. Ég minnist þess atviks sérstak- lega, þegar stöðvarstjórinn lagði sig á hellugólf nýju stöðvarinn- ar til augnablikshvíldar, enda hafði hann þá ekki farið úr föt- um í eina þrjá eða fjóra sólar- hringa, og hafði hann þar úlpu sína fyrir kodda. Hann sagði mér eftir á að allan tímann hefði sig dreymt, að hann hefði verið á gangi um Strandgötuna á Akur- eyri með símatæki á höfðinu og var hann sífellt að svara fyrir- spurnum núsmæðra í bænum varðahdi rafmagnstruflanirnar og bilunina á síöðinni. ENGAF SKEMMDIR í fyrrinótt hafði'starfsmönnum stöðvarinnar tekizt að koma henni á stað. Sökum sérstakrar Framh. á bls. 11 anfarin ár við vanheilsu, er á- gerðist mjög í seinni tíð, svo að einsætt virtist, hver endalokin myndu verða. Þórdís var þó svo lánsöm að halda að nokkru leyti starfskröftum fram til hins síð- asta. Hvarf hún yfir landamerki lífs og dauða mitt í dagsins önn, að kalla má. Þegar vinir og kunningjar eru skyndilega kvaddir á braut úr hópi lifenda, kennum við svip- brigða í umhverfi hversdagsleik- ans. Þetta þekkja allir, sem slíkt ha.fa reynt, jafnt ungir sem gaml- ir. Sjaldan er sú tilfinning þó eins sterk og vakandi í hugskoti okk- ar og þegar minningin um horf- inn vin er tengd bernsku og æsku dögum. Kært er okkur jafnan að eiga góða samferðamenn, en aldrei fremur en þá, er við hrærumst á tíma ungdóms og þroska og finnum svo mjög til vanmáttar í baráttunni við ný og torræð viðfangsefni og vélráðan heim. Mér kom þetta einmitt til hugar við andlát Þ. J. Frá því, að ég greindi fyrst mynd hennar og' þar til leiðir skildu, er mér minn- ingin um hana hugþekk og hlý. Mér er þakklæti í hug hverju sinni, er ég hugsa til vinsemdar hennar og frábærrar góðvildar, sem aldrei brást. Ég mun aðeins rekja æviatriði Þórdísar Jónsdóttur hér í þessari stuttu grein að litlu leyti. Hún var fædd í Neðri-Hundadal í Miðdölum 14. febrúar 1886. For- eldrar hennar voru hjónin Guð- rún Finnsdóttir og Jón Klemenz- son, er þar bjuggu. Ólst Þórdís upp á heimili foreldra sinna og dvaldist hjá þeim í glöðum syst- kinahópi til fullorðinsára, unz hún fluttist ásamt bræðrum sín- um tveim og aldraðri móður að Fellsenda í sama héraði. Þar átti hún heimili til ársins 1938, er hún fluttist alfarin til Revkja- víkur. Þórdís var ógift og vann lengst af að búi bróður síns, Benedikts Jónssonar. Hún sýndi jafnan vandvirkni og verklagni í starfi og hagleikur var henni í blóð borinn. Hún var af þeim skóla, þar sem vinnan var talin höfuðdyggð og tileinkaði sér starfsgleði og naut að verðleik- um trausts í hverju því, er hún tók sér fyrir hendur. Þórdís var kona greind og’minnug vel og hafði skemmtilega og lifandi frá- sagnarhæfileika, er nutu sín jafnan vel. Er það ættararfur hennar. Mér er minnisstætt, hversu henni veittist auðvelt að hafa orðrétt eftir setningar og crðatiltæki, einkum ef þar kom fram góðlátleg kímni eða hnyttni í tilsvörum. Mun þessi hæfileiki hennar hafa komið sér vel við tileinkan hvers konar þjóðlegs fróðleiks, er húp kunni góð skil á og hafði yndi af. Eins og flestir, sem komast til fullorðinsára, kynntist Þórdís af éigin reynslu sorg og vonbrigð- um, en við vanda hverjum brást hún með vaxandi styrk. Sakir skapfestu og íhygli, bar hún merki raunsæis, er varð henni heilladrjúgur vegvísir, en slíkir eðliskostir dugðu bezt og áttu. einna drýgstan þátt í að gera formæðrum og forfeðrum nútíma kynslóðar kleift að sigrast á ó- blíðum kjörum í harðbýlu landi um langar og strangar aldir. Ég hefi trauðla þekkt trygglyndari einstakling en Þórdísi Jónsdótt- ur, og fannst mér jafnan gott heimili hennar að gista. Minning traustra vina veitir holla hugsvölun og skapar heið- ríkju og jafnvægi hins innra manns. Góðra manna fylgd er gulli betri og hverjum einum vandi á. höndum, sem launa vill hana að verðleikum. Ég kveð Þórdísi Jónsdóttur með virðingu og þökk. Orðin ein. ná skammt og mega sín minna, þó vil ég-tjá henni óskir farar- heilla inn á svið hins óræða, þar sem við trúum, að friðarins Guð ríki í almætti sínu. G. H. E. I DAG er frú Síta Sigurðardóttir 60 ára. Þótt við séum báðar fædd- ar og uppaldar í Reykjavík og á svipuðum aldri, eru fyrstu náin kynni mín af Situ frá dvöl okk- ar í New York á stríðsárunum, því þangað sigldu öll íslenzk skip frá því 1917 og þangað leitaði því margt ungt íslenzkt fólk til náms og atvinnu. íslendingar sem dvöldu í New York þá, kynntust þessari ungu stúlku, sem var dug- leg, glaðvær, gáfuð og sérstæð. í stríðslok fór Síta heim til Reykjavíkur og giftist 1919 fyrri manni sínum, Haraldi Möller, en hann missti hún eftir skamma sambúð. Nokkru seinna giftist Síta aft- ur Adólf Guðmundssyni, en hann vann lengst af sem loftskeyta- maður á íslenzkum skipum. Adolf var gáfaður maður og hafði hlot- ið sérstaklega gott uppeldi og góða menntun í katólskum skóla í Belgíu. Var hann talinn með afbrigðum góður málamaður og frönsku talaði hann sem sitt eigið móðurmál. Síta var og er list- hneigð, enda á hún til slíkra að telja. Móðir hennar var Þóra, dóttir Helga Helgasonar tón- skálds, en faðir hennar var Sig- urður Magnússon, sem meðal annars var leikari, og lék eitt hlutverk í fyrstu íslenzku kvik- myndinni „Ormur Örlygsson.“ En oftast hefir það verið svo, að hún hefir lagt fyrir sig sérstakt starf. Um langt skeið tók hún að sér búa til veizlumat og var mjög eftirsótt af sendiráðum og fyrirfólki hér í bæ, sem bar skyn á góðan og fallegan mat. En oft voru það lika vinir og kunn- ingjar hennar, sem hún lagði sig alla fram um að hjálpa, þegar þeir vildu gera sér dagamun, en Síta hefir alltaf verið sérléga fús til að miðla öðrum, hafi hún haft eitthvað betra, eða getað eitthvað betur en við hin. Þau voru skemmtileg heim að sækja, Adolf og Síta, og efast ég ekki urn að þegar bezt lét, höfum við sem vorum kunnugar þeim, 'átt okkar beztu stundir þar. Eft- ir stríðið fengust þau við verzl- unarstörf og naut sín þar vel kunnátta og smekkvísi beggja. Haustið 1648 veiktist Adolf og komst ekki aftur til heilsu. Hann dó í ágúst 1949. Sýndi Síta þá sérstaka umönnun og getu, þar sem hún hjúkraði manni sínum í erfiðum sjúkdómi og vann hún ein það starf, sem þau höfðu áð- ur tvö unnið. Ég og margir aðrir kunningjar Sítu, sendum henni í dag hjart- ans hamingjuóskir og þakklæti fyrir liðnar stundir, einnig syni hennar, tengdadóttur og barna- i börnunum tveimur. i Guðný Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.