Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. jan. 1955 EFTIRLEIT BFTIR ECON HOSTOVSKY DUGLEG STÚLKA óskast til afgreiðslu- og skrifstofustarfa frá 1. febrúar n.k. Þarf að vera iðin, hafa góða rithönd og helzt vélritunar- kunnáttu. Eiginhandarumsóknir, er greini aldur, mennt- un og fyrri störf og meðmæli ef til eru, sendist afgreiðsiu blaðsins fyrir 30. janúar merkt: „Dugleg —706“. Framhaldssagcm. 4 „Lærði að tala tékknesku?" hrópaði Johnson og var nú nærri l>ví móðgaður. „Þér munið eiga við, hvar ég lærði að tala ensku? Hvað cr þetta, ég er frá Pardu- hice, auðvitað þekkið þið Pardu- bice, eða er ekki svo? Veselka hótel, mjög skemmtilegt hótel. Þá hét ég Jonas, Standa Jonas, og ég fór úr landinu fyrir tuttugu og þrem árum. Þá átti ég ekki nokk- urn hlut — aðeins lýsnar á asn- anum mínum, eins og þeir segja í Bæheimi — og ég þurfti að vinna mikið herrar mínir: Ame- .jíka er skemmtilegt land, en þar verður maður að vinna, meðan maður getur staðið á fótunum. Hú hef ég haft mitt eigið fyrir- , tæki í tíu ár, lítið hótel með veit- j.ingarstofu og bar. Auðvitað bar ií Nebraska og alls staðar í ýAmeríku, það er öðruvísi en hér, yjþokkalegur, siðsamlegur staður, rengar krár, þið skiljið." Husner skemmti sér augsýni- '|lega vel, en Eric var óþolinmóð- djur. Hann sagði þurrlega. „Ég var <|strax hræddur um, að þér hefðuð dekki komið í rétta deild. Hér eru r]aðeins afgreidd mál, sem við 'ikoma blöðum. Ef til vill viiduð þér hitta einhvern frá efnahags- ! deildinni? En hver sendi yður liingað til mín?“ „Herra Kral, Paul Kral. Við kynntumst í Bandaríkjunum. Ágætis maður“. Eric hrökk við. Hann sagði dauflega. „Hvenær hittuð þér Kral í Prag?“ „í gær og fyrradag og reyndar á hverjum degi. Hann veit um vandamál mitt og langar til að hjálpa mér. Hann er einhver sá j bezti maður, sem ég þekki. Við ifkynntumst í stríðinu af hreinni "j tilviljun, þegar ég var að fara írá Boston til New York j marz 1942, og —“ Eric greip fram í fyrir litla, jmálgefna manninum með röddu, sem var enn naprari en hið leið- inlega andrúmsioft inni í her- berginu. „Herra Johnson, við hérna verðum að vinna mikið jétt eins og þið í Ameríku. Eg á mjög annrikt.“ Husner glotti. „Tíminn er pen- mgar. Dollarar. Ég er viss um, M að herra Johnson skilur það?“ Litli, nærsýni maðurinn leit nndrandi yfir gleraugun og sagði dálítið særður. „Það virðist, sem j þið viljið, að ég flýti mér, en þér Iskiljið, að mál mitt er frekar m flókið." „Hvað er þetta, sem þér vild- ií uð segja?“ spurði Eric og sló íingrunum á borðið með reglu- S Jegu millibili. „Það er um ferðatöskuna i ‘ mína“. „Hamingjan hjálpi mér, hvaða íerðatösku?“ „Þessa, sem ég skildi eftir á Jacob hótelinu í París í maí 1940 vegna þess, að mig langaði ekk- ert til að hitta þjóðverjana, skilj- ið þér mig? Hitler æddi svo hratt yfir, að ég varð að flýja um há- nótt og gat aðeins haft með mér skjalatösku. Ég skildi jafnvel fölsku tennurnar mínar eftir á náttborðinu. Og nú er ég kominn aftur til Evrópu meðal annars til að leita að íerðatöskunni minni. í henni voru hlutir, sem eru að- • eins þýðingarmiklir fyrir mig, eins konar minjagripir, ef þér , skiljið, hvað ég á við? Þeir á f Jacob hótelinu geymdu töskuna, ineðan á striðinu stóð, þeir gátu | ekki fundið ameríska heimilis- jjfíangið mitt og ég gat ekki komizt i samband víð þá, vegna þess að I ég hafði einhvern veginn ruglað nöfnunum Philip og Jacob sam- an. Ég ruglaði því saman við hótel í Brussel, þér skiljið, þessi tvö hótel eru álíka góð bæði. Ég skal vera stuttorður og hlaupa yfir, hvernig ég mundi eftir rétta nafninu á hótelinu í París að lokum. Jæja, ég skrifaði til París- ar og fékk þegar svar frá þeim. Ferðataskan var hjá þeim, og ef mér var sama, mundu þeir senda hana með manni, sem héti Prochazka, tékkneskur embættis- maður, sem var staddur þarna á hótelinu og var um það bil að fara til Washington. Og ég sendi þeim símskeyti: Allt í lagi, látið þennan Prochazka fara með ferða töskuna, ég skal greiða öll út- gjöld og honum þóknun, þar sem við erum landar. En Prochazka kom aldrei. Yfirvöldin í Prag virtust hafa komizt að einhverju leynimakki, sem hann á að hafa átt við Þjóðverja í stríðinu, og þeir kölluðu hann heim. Jæja, ég ákvað að fara til Evrópu, skemmta mér og hvíla mig og reyna svo auðvitað að hafa eitt- hvert gagn af ferðalaginu um leið og leita að ferðatöskunni minni. í París var mér sagt, að þegar Proschazka hefði farið úr Jacob hótelinu, — en annars heit- ir það núna Angleterre, ég veit svo sem ekki, hvers vegna þeir eru að skipta um nafn, — að þá hafi hann tekið ferðatöskuna mína með sínum farangri. Þetta er nú öll sagan. Og nú er ég hingað kominn til þess að spyrja yður, hvar þessi maður Jiri Prochazka sé með ferðatöskuna mína.“ Það varð þögn, og það var slík þögn, að aðeins hlátur getur hreinsað andrúmsloftið, en hvern ig, sem á því stóð var engum hlát ur í hug. I Það var varla hægt að heyra, hvað Husner sagði. „Hvað var það, sem var svo dýrmætt í þess- ari tösku?“ l Herra Johnson deplaði aug- unum og leit píreygður á Husner. Hann virtist furða sig á því, hvers vegna rödd þessa spjátrungs, sem áður hafði verið svo hljómmikil, skyldi nú vera svona mjúk. „Ég ætlaði ekki að fara út í smáatriði, en þegar allt kemur j til alls, erum við þó allir karl- | menn hérna. Ég var þá dálítið yngri, og þið getið haft mig fyrir þvi, að ég forðast ekki kvenfólk- ið í París. En ég var trúlofaður stúlku í Nebraska og skömmu eft- ' ir heimkomuna kvæntist ég henni. Hún er mjög góð kona, en sérstaklega trúuð og heldur er hún afbryðissöm, jafnvel um for- tíð mína, en hún hefur ekkert illt í huga. Svo að þið skiljið, herrar mínir, að það er ekkert skemmti- legt að vita af ferðatösku með nafnspjaldinu mínu og alls konar dóti, svo sem bréfum og alls konar minjagripum, sem varla er hægt að segja, að ég hafi erft eftir hana ömmu mína. Ykkur að segja var ég vanur að geyma sokkabönd og brjóstahaldara og þess háttar, þá var ég viðkvæm- ur í lund, eins og þið getið skilið, herrar mínir. Og það er þess vegna, sem ég bið yður að koma mér á sporið, eins og þeir segja í Nebraska. Hvar er þessi Prochazka?“ | „Herra Johnson", rödd Husner var einkennilega áköf. „Hafið þér aldrei sjálfur komizt í samband við Prochazka sjálfan?" „Aldrei, það gæti ég svarið." „Sjáið nú til, herra Johnson“, hélt Husner áfram sinni blíðu rödd, sem hann hafði áður talað við Eric, „ég ráðlegg yður að gleyma ferðatöskunni yðar og umfram allt gleyma Jiri Proch- azka. Farið í lest eða flugvél eins fljótt og þér getið til Nebraska og til góðu írsku konunnar yðar.“ Litli maðurinn spratt undrandi úr sæti sínu. „Hvað segið þér, þegar ég hef eytt öllum þessum peningum og komið hingað sér- staklega* frá París? Það er ekki svo að skilja, að ég hafi neitt á móti þessum Prochazka. Hann er ábyggilega ágætismaður, fyrst Jóhann handfasti INSK SAGA 93 fengum hverjum vopnfærum manni vopn í hönd. Allan næsta mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag létu Serkir hinar öflugu vígvélar sínar og múrbrjóta hamast á hliðum og virkisveggjum borgarinnar. Við veittum þeim öflugt viðnám og börðumst eins djarflega og þeir einir geta barizt, sem vænta sér engra griða, ef þeir bíða lægra hlut. Þannig vörðumst við Serkjum þangað til á föstudag, þá tókst þeim loks að brjóta hurðirnar úr einu borgarhliðinu og skarð í kampinn út frá því, og þeir ruddust inn um skarðið inn í hina varnarlausu borg. Þessir grimmu villu- trúarmenn æddu svo um götur borgarinnar og eirðu engu, heldur drápu alla, sem þeir náðu til, konur jafnt sem karla, börn, gamalmenni og lasburða fólk án minnstu vægðar. Þeir brutust inn í húsin og rændu þar öllu og rupluðu. Vinámur báru þeir út á götu og brutu þær þar upp svo að göturnar flutu í víni jafnt og blóði. Alberik frá Reims hafði yfirstjórn yfir setuliðinu. Hann reyndi að flýja á skipi, en við náðum honum og drógum hann með valdi inn í kastalturninn. Þar iðraðist hann ragmennsku sinnar. Hann safnaði í kringum sig þeim af mönnum sínum, sem eftir lifðu og hrópaði: „Úr því að við getum ekkert annað gert, hljótum við að deyja hér í þjónustu Guðs.“ Þessi orð eru sönn lýsing á ástandinu, eins og það var þá. Serkir höfðu algerlega umkringt kastalann. Örvum þeirra rigndi yfir okkur eins og skæðadrífu. Högg þeirra dundu á virkishurðunum. Ekki var annað að sjá en að við mundum allir liggja dauðir eftir nokkrar klukku- Öllum vandlátum te-neytendum bendum v/ð á að MELROSES : Fæst í næstu búð O. Johnson & Kaaber h.f. SNITTVÉLAR 6.Þ0RSTÍ INSSSH e JtlNSQN GRJOTAGÖTU 7 — SÍMAR 3573 — 5296. ÞÝZKAR ELIMLAR „Siemens" og einnig GRAETZ eru nú aftur fáan- legar. Afborgunar- skilmálar ef óskað er VELA- og RAFTÆKJAVERZLUNIN h.f. Bankastræti — Sími 2852

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.