Morgunblaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. jan. 1955
MORGUNBLAÐIÐ
9
índi á Hólsfjölium yaí íé sínu
liey aleins sjö sinnum í fyrravetur
— cn sumarið var bœndum þar mjög erfitt
Víkingur Guðmundsson
SEINNI IILUTl síðastliðins árs
var mjög slæmur hjá okkur, sagði
.Víkingur Guðmundsson bóndi
að Grundarhóli á Hólsfjöllum, er
blaðið átti tal við hann í gær. —
Það voraði heldur vel og hélzt
gott veður fram undir miðjan
júlí, en þá kom langur og harð-
ur kuldakafli, svo að fyrir kom
að gránaði í byggð. Hætti þá út-
hagi að spretta cg sömuleiðis
engi í lágsveitum, þannig að
engjaheyskapur varð enginn. Féð
flutti sig úr heiðalöndum og kom
heim undir bæi.
KULDI OG STÖÐUGIR
ÓÞURRKAR
— En hvoð um heyskapinn?
— Þeir, sem byrjuðu á slætti
snemma í júlí náðu inn fyrstu
tuggunni, en síðan kom ekki
þurrkur fy^r en um miðjan ágúst.
Hélzt hann eina viku, en þá með
skúrleiðingum. Eftir 23. ágúst j
kom svo ekki þurrkdagur, og
snemma í september byrjaði að
snjóa. Síðar, þegar létti til með
þurrkflæsum, var kafald yfir
sllt. Um aðrar göngur voru svo
miklar stórhríðar, að fresta varð
réttardegi, þar sem sýnt var að
ekki tækist að ná fénu saman,1
þótt það væri í heimalöndum. |
í október brá svo til betri tíð-‘,
ar. Náðist þá eitthvað lítilsháttar
af heyjum, sem var á hávöðum,
er komu fyrst upp úr snjó. Sumir
höfðu þó hætt heyskap það
snemma, að þeir áttu iítið úti.
LANDGÆDI ERU MIKIL
— En er þá ekki tilfinnan-
legur heyskortur hjá ykkur?
— Veturinn í fyrra var mjög
góður og áttu bændur því miklar
fyrningár. Til dæmis gaf einn
bóndinn fé sinu aðeins sjö sinnum
hey í fyrravetur, en hafði þó flest
tvílembt i vor og einna bezta
meðalvigt í haust. Það eru fyrn-
ingarnar, sem björguðu ásetn-
ingnum í haust.
— Hvernig er með vetrarbeit-
ina?
— Hún er yfirleitt mjög góð.
I*að hreinsar fljótt af rofabörðum,
þannig að þau standa upp úr
snjónum. Eru þau vaxin sand-
töðu, sem stendur græn nær allt
árið. Til dæmis um landgæðin má
geta þess, að ef við getum látið
aernar Iiggja úti um fangtímann,
fáum við örugglega meirihlutann
af þeim tvílembdar, en ekki þó
við reynum að ala þær. Fé er
aldrei gefið hey með beit, en
síldarmjölið er okkur ómetanlegt.
I*að er þetta, sem gerir lífvæn-
iegt að stunda þarna búskap. —
Snemma á vorin skýtur svo mel-
urinn upp grænum öngum sín-
um, jafnvel þó fannir liggi allt
i kringum melkollana.
— Þið byggið afkomu ykkar að
sjálfsögðu eingöngu á fjárbú-
skap?
— Já, mjólk er aðeins til heim-
ilisnotkunar.
FIMM EÆIR — 38 IBUAR
— Hólsfjöllin eru fámenn
sveit?
— Já, þar eru aðeins fimm
bæir, en þrjú býli eru á Gríms-
stöðum. t hreppnum eru 38
manns.
— Hvað um félagslífið?
— Ungmennafélag er starf-
andi. Það hefur nú ekki starfað
mikið, það sem af er vetri, en
í fyrravetur gekkst það fyrir
þorrablóti og sýndi leikrit. Einu
sinni á hverjum vetri er svo
sameiginleg skemmtun fyrir Efri-
og Neðri-Fjöllin.
VEGIR OG SAMGÖNGUR
— Hvernig er með samgöngur
hjá ykukr?
— Mikið fé hefur verið lagt í
Austurlandsveginn, og liggur
hann nú um hlaðið á Grímsstöð-
um. En annars er það með þessa
vegi, að það er eins og þeir séu
gerðir með það fyrir augum, að
við getum sem minnst not haft
af þeim innan byggðarinnar, fyrr
en þá að þeir eru fullgerðir. T.
d. Hólssandsvegur. Eyrjað var
á honum fyrir norðan Hólssel
og er hann nú kominn á móts
við Hafursstaði í Axarfirði. Kafl-
inn, sem fyrst verður ófær á
þeirri leið, er á milli bæjanna á
Fjöllum, Hólssels og Gríms-
staða. Teppist hann í fyrstu snjó-
um. Vegurinn til Mývatnssveitar
er þannig, að miðkaflinn er oftast
fær, en ófært er á báðum end-
um, Mývatnsmegin 5—10 km., en
um 15 km. Fjallamegin. Rúmir
20 km. eru venjulegast færir. •—
Þegar unnið var við nýja Aust-
urlandsveginn, var byrjað á milli
Víðidals og Grímsstaða, og kom
hann ekki að notum fyrr en veg-
urinn var fullgerður.
Þá eru víða lækir til farar-
tálma, allir óbrúaðir. T. d. er
ómögulegt að komast frá Gríms-
stöðum í neina átt nema fara yfir
óbrúaðan læk. Verða þeir strax
á haustin ófærir bílum vegna
krapa og klaka. Þá er sandbleyta
í þeim fram eftir öllu vori. —
Algengt er'að bílar sitji fastir
vegna sandbleytu. Brýr á þessa
læki yrðu allir undir 10 m.,
þannig að þær heyra ekki undir
sérstaka fjárveitingu á Alþingi.
Segja má að sveitin sé nógu
einangruð, sagði Víkingur að lok-
um, þótt eitthvað væri gert fyrir
hana, sérst.aklega í þessum efn-
um. —Þbj.
Aðalfimdur
matsvelnadeildar ,
S. M. F.
AÐALFUNDUR fiskimatssveina-
deildar SMF var haldinn 27. des.
s.l. að Hverfisgötu 21 í Rvík, að
aflokinni allsherjaratkvæða-
greiðslu til stjórnarkjörs fyrir ár-
ið 1955.
í stjórn voru kosnir Magnús
Guðmundsson, formaður; Harald
ur Hjálmarsson, varaformaður;
Ársæll Pálsson, ritari; Bjarni
Þorsteinsson, gjaldkeri og Biarni
Jónsson, meðstj.
Norðurlandaráðíð
kemur saman
STOKKHÓLMI 27. jan. — í dag
hélt dagskrárnefnd Norðurlanda-
ráðsins fund til þess að undirbúa
fund ráðsins. Fyrsti fundur ráðs-
ins verður árdegis á föstudag og
verður sá fundur settur af for-
manni sænsku fulltrúanefndar-
innar. — NTB.
Methaii
NÝLEGA barst sú fregn frá
Los Angeles, að James Verdin,
kapteinn í bandaríska flughern-
um, hafi beðið bana á tilrauna-
flugi í nýrri gerð þrýstiloftsflug-
véla.
Bandaríkin hafa því misst einn
af sínum mestu flugmönnum —
mann á borð við Lindberg — sem
vogaði sér lengra út í kalt, ókann-
að himinhvolfið og flaug hraðar
en nokkur annar á undan honum.
•Á yfir morava-
EYÐMÖRKINNI
Búizt er við, að Verdin hafi
lifað örlagastund sína í 12 km
hæð yfir Morava-eyðimörkinni í
Kaliforniu, en þar heyrðist síð-
ast til hans. Hann var að reyna
litla Bantam-þrýstiloftsflugvél,
sem fer með meiri hraða en hljóð
ið. Sennilega verður aldrei upp-
lýst með vissu, hvað kom fyrir,
en að öllum likindum hefir vélin
í flugvél Verdins bilað.
James Verdin barðist í Kóreu-
styrjöldinni og var foringi fyrir
deild bandarískra flotaþrýstilofts
flugvéla. Flotaflugvélar þessar
voru staðsettar á flugvélamóður-
skipi, tóku þátt í hörðustu orr-
ustum Kóreustyrjaldarinnar og
flugmennirnir komu heim skreytt
ir mergð heiðursmerkja. Áður
hafði Verdin skarað iram úr í
bardögum við Japani yfir Kyrra-
hafi í síðustu heirnsstyrjöld. Er
hann kom heim frá Kóreu beið
hans þar sá starfi, er nú hefir
kostað hann lífið.
Hann gerðist reynsluflugmað-
ur bandarískra flotaflugvéla og
hafði þann starfa að reyna allar
nýjar gerðir flotaflugvéla. Verdin
varð að fljúga flugvélum, sem
hann þekkti ekkert til, stöðugt
hærra og hraðar.
* IIRAÐAMET
í ÞRÝSTILOFTSFLUGI
Verdin varð flughetja banda-
risku þjóðarinnar, þegar hann
vann í annað sinn fyrir hönd
Bandaríkjanna gullin hraðaverð-
laun flugsins og skaut þá þeim
Neville Dukes og Mikael Lith-
gows ref fyrir rass. Hann setti þá
hraðamet í þrýstiloftsflugi, 1221
km. á klst. í flotaþrýstiloftsflug-
vél — Skyray — og hefir þetta
met enn ekki verið bætt. Flug-
hraðakeppni þessi hófst frá banda
ríska flugvélamóðurskipinu
„Antietam".
Reynsluflugmenn á borð við
James Verdin lifa hættulegu lífi
og margir þeirra deyja ungir.
Þeir eru djörfustu brautryðjend-
ur flugsins — þeir, sem leggja
líf siít að veði til að reyna flug-
vélar, sem aldrei hafa hafið sig
til flugs áður. Smám saman, er
kröfur hraðans sífellt aukast,
fljúga þeir hærra og hraðar en
nokkur annar á undan þeim. Þeir
eru framverðir flugsins á ókunn-
um slóðum.
Þeir eru ekki aðeins flugmenn,
sem stýra eiga flugvélum sinum.
Flugvélarnar, er þeir stýra eru
fljúgandi rannsóknarstofur með
tækjum, sem rita allt niður í töl-
um, jafnvel blóðþrýsting og slag-
æðaslátt flugmannsins eftir þvi
sem hraðinn og hæðin eykst.
Erfiðleikarnir, sem há fluginu,
margfaldast eftir því sem hrað-
inn og hæðin eykst. Það er auð-
velt að gefa nokkur dæmi um,
hvaða þýðingu aukinn hraði hefir
fyrir flugmanninn og flugvélarn-
ar. í annarri heimsstyrjöldinni
voru mikið notaðar „Spitfire“-
orrustuflugvélar, er farið gátu
með um 600 km. hraða á klst. Ef
flugmaðurinn vildi snúa flug-
vélinni alveg við, þurfti a. m. k.
214 km svæði til að taka beygj-
una. Tók það hann 30 sekúndur
og um leið varð líkamsþungi hans
tvöfalt meiri en hann raunveru-
lega er, vegna miðflóttaaflsins.
Ef um Skray-þrýstiloftsflugvél
er að ræða, tekur beygjan 11
sekúndur og líkamsþungi flug-
mannsins sjöfaldast. Með sífellt
auknum ílughraða og flughæð
á þrýstiloítsiluffi
lætur lífið
Reynsluflug þrýsfiloftsflugvéla krefsf
mikils hugrekkis cg snarrœðis
Myndin sýnir James Verdin í
þrýstiloftsílugvél sinni.
kemur líka að því, að líkams-
þungi flugmannsins minnkar nið-
ur í ekki neitt, þar sem hraði
flugvélarinnar og miðflóttaafls-
ins gera að engu áhrif aðdráttar-
afls jarðarinnar, og þessar breyt-
ingar líkamsþungans geta að lok-
um orðið svo miklar, að sérstak-
lega útbúin klæði, er flugmaður-
inn notar sér til varnar, mega sín
einskis. Ef líkamsþungi manns
fimmtáhfaldast á hálfri sekúndu,
má búast við að maðurinn biði
bana.
★ SÚREFNISSKORTURINN
ER LÆVÍS ÓVINUR
Hættulegasti óvinur flug-
mannsins, sem flýgur hátt i ný-
tízku flugvél, er baráttan gegn
súrefnisskortinum. En það leyn-
ast einnig aðrar hættur i háloft-
unum, t. d. fall loftþrýstingsins,
sem veldur miklum líkamlegum
sársauka og að lokum leiðir
manninn til dauða. Með nýtízku
súrefnistækjum líður flugmönn-
unum ágætlega upp í 10—12 km.
hæð.
Súrefnisskorturinn læðist að og
kemur flugmanninum auðvcld-
lega á óvart. Ef flugmaðurinn
finnur allt í einu til vellíðunar í
mikilli flughæð, er allur varinn
góður og ráðlegt að lækka flugið
eða a. m. k. athuga hvort súr-
eínistækin eru í góðu lagi. Kæti
er sem sé talin fyrsta merki súr-
efnisskorts, síðan tekur drunginn
við og flugvélin hrapar. Flug-
manninum getur orðið það til lífs,
ef hann rankar við sér, er hann
kemur niður í súrefnisríkara loft.
★ í 19.000 METRA HÆÐ MÁ
SEGJA, AD BLÓÐIÐ SJÓÐI
Því hærra sem flogið er því
erfiðara reynist að verjast áhrif-
um lækkandi blóðþrýstings. Vörn
flugmannanna eru ýmist klefar
eða klæði, sem gera það að verk-
um, að loftþrýstingurinn helst sá
sami og nálægt jörðinni, Ef út-
búnaður þessi bilar í háloftun-
um, bólgna limir flugmannsins
þar sem köfnunarefni myndast í
vöðvunum við hinn lága loft-
þrýsting. Óvarinn deyr maðurinn
í 19.000 metra hæð.
Loftþrýstingurinn er svo hár,
að blóð flugmannsins sýður í bók
staflegri merkingu. Flugmenn á
reynsluflugi hafa margir hverjir
sagzt hafa fundið til þessarar ó-
þægilegu tilfinningar í líkams-
hlutum er ekki voru varðir af
þar til gerðum klæðum. Um leið
og áhrif þessi ná beint til hjart-
ans lamast það.
Hvernig fer, ef flugmaður verð
ur að kasta sér út í fallhlíf í svo
mikilli hæð? — Nokkrir flug-
menn hafa bjargast til jarðar í
fallhlífum úr mikilli hæð, en
venjulega kelur þá á andliti; fót-
leggjum eða handleggjum. Flug-
maður, sem varpar sér út úr flug
vél, búinni venjulegum loftþrýsti
klefa, í 15.000 metra hæð, deyr
þegar vegna mismunarins á loft-
þrýstingnum inni í klefanum og
úti fyrir. Ef hann er í klæðum,
ætluðum til að verja hann gegn
hinum litla loftþrýstingi, getur
hann að öllum likindum borgið
lífi sínu í fallhlíf. Ef flugmaður-
inn hefir ekki súrefnisgeymi með
ferðis, er hans einasta tvon að
opna fallhlífina og vona að hanri1'
ranki við sér í súrefnisríkara
lofti. En allt að einu er bezt að
láta sig falla eins langt og mögu-
legt er án þess að opna fallhlíf-
ina vegna þess hve kuldinn er
mikill og loftþrýstingurinn lítill
svo hátt uppi. En allur björgunar-
útbúnaður flugmanna tekur stöð-
ugt miklum framförum, og smám
saman mun takast að skapa flug-
mönnunum öryggi, jafnvel í há-
loftunum.
James Verdin hefir oft komizt
í hann krappan. í Kóreu varð
hann að varpa sér út í fallhlíf
yfir svæði óvinahersveitanna, en.
var bjargað á ævintýralegan hátt
af þyrilvængju, og gegndi störf-
um sínum næsta dag eins og ekk-
ert hefði ískorizt.
★ BJARGADIST í FALLHLÍF
ÚR 12 KM HÆÐ
Góður vinur Verdins, Arthur
Hawkins, sem flaug með honum
í Kóreu og er nú foringi einnar
frægustu ílugflotadeildar Banda-
ríkjanna — „Bláu englarnir“ —
komst líka í hann krappan fyrir
skömmu síðan. Á flugi í 12 km
hæð frá New York til Texas bil-
aði flugvél hans, þrýstiloftsflug-
vél, sem flaug hraðar en hljóðið.
Vélin hrapaði og Hawkins var í
þann veginn að missa meðvit-
undina. Hann gat ekki náð til
handfangsins, sem lyftir þakinu
yfir flugmannssætinu. Hann
greip þá til þess neyðarúrræðis
að snúa handfanginu, sem skýtur
flugmanninum í sæti sínu gegn-
um plastic-rúðuna.
Hawkins hafði enga súrefnis-
grímu og lét sig því falla nokkra
km áður en hann opnaði fallhlíf
ina og losaði sig við stólinn.
Hawkins komst lífs af og hefir
nú gert greinargóða skýrsu um
hvérnig það sé að varpa sér út
úr flugvél sem fer hraðar en
hljóðið í 12 km hæð. Reynsla
hans getur komið öðrum þrýsti-
loftsflugmönnum að miklu gagni.
E-sen.
Mikil s’arfsemi Hún-
velningaíélagsins
VETRARSTARFSEMI Húnvetn-
ingafélagsins í vetur hefur verið
óvenju mikil. Voru haldnir tveir
félagsfundir og eitt spilakvöld
fyrir áramótin. Hafa nú verið
ákveðnar sex skemmtanir að auki
á þessum vetri og murlu þær
verða haldnar í Tjarnarkaffi
nema árshátíðin, sem verður að
Hótel Borg.
Á spilakvöldunum mun verða
veitt verðlaun eftir hvert kvöld
en auk þess lokaverðlaun þeim
karli og konu sem flesta slagi
hafa eftir veturinn,' og hafa fyrir-
tækin Raftækjaverzlunin Hekla
og Verzlunin Olympía gefið þau.
Á spilakvöldunum hefur verið
ákveðið að hafa ýmisleg skemmti
atriði svo sem kvikmyndasýning-
ar og spurningaþætti, og síðan
dans. Hafa Skagfirðingafélagið
og Húnvetningafélagið ákveðið
að halda sameiginlega árshátíð og
mun hún verða 11. febrúar.
Næsta vor er fyrirhugað að
efna til hópferðar norður í Húna-
vatnssýslur. _____