Morgunblaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 29. jan. 1955 í jörgunarafrekið við Grænuhlíð tvímælalaust einstætt afrek Frósögn nf þvi er litill vélbdtur og svelt muniEO í brotsmönnunum uf igli ruuðu eftir Jón Pá! Halldórssoa frétiaritara l. á ísafirði Ivisvar vari hún ai hafna Róm - á hoiii frá Gégii til góia Stutt samtal við sænskn ópemsöng- konuna Stmii Brittn Melander ísafirði, 28. jan. LUKKAN 12 á hádegi í dag komu togararnir Jörundur og Ooðanes hingað með skipbrots- mennina af Agli rauða, og kl. 2.30 síðd. varðskipið Ægir með skipbrotsmennina frá Sléttu. — Farið var þegar með allmarga þeirra í sjúkrahús og gert að kalsárum þeirra, en margir voru bólgnir á fótum. KI. 9 í kvöld lagði varðskipið af stað héðan til Reykjavíkur með alla skip- brotsmennina 29 að tölu, en eng- inn þeirra er meira meiddur en svo, að þeir eru allir rólfærir. Fegar Ægir seig frá bryggju, var þar saman kominn mikill mann- fjöldi. Og úr hópi hinna færeysku skipbrotsmanna kvaddi einn sér hljóðs og mælti þakkar- orð , til allra þeirra, sefn tekið höfðu þátt í björgunarstarfinu. En á eftir, er skipið fjarlægðist bryggjuna meir, sungu Færey- ingarnir, sem stóðu í hnapp, fær- evskan sálm. Meðan þeir voru bér, bauð danski konsúllinn, Elías J. Pálsson, þeim öllum til kaffi- drykkju. Ég hef átt tal við menn, sem voru á vélbátnum Andvara um björgunarstarfið af sjó. En frá- sögn þeirra er í aðalatriðum á þessa leið: Klukkan fimm á fimmtudags- morguninn kom skipstjórinn á togaranum Goðanesi, Magnús Gislason, sem er bróðir ísleifs Gíslasonar, skipstjóra á Agli rauða, um borð í vélbátinn And- vara, ásamt nokkrum skipverj- um sínum. Gufurok var og hríð eftir því. Báturinn sigldi nú upp undir brimgarðinn í leit að flaki togarans og tókst brátt að finna það. Af línubyssu, sem var höfð meðferðis, var nú skotið þremur skotum að flaki Egils rauða. IIÆFÐI STJÓRNPALL MEÐ SÍOASTA SKOTINU En vegna veðurofsans bar lín- una yfir skipið. Varð Andvari nú að hverfa frá í toili við svo búið. Var nú siglt að togaranum Jör- undi og þar fengin línubyssuskot og að auki björgunarstóll til vara. Komu um borð til þeirra á And- vara, stýrimaðurinn á Jörundi og nokkrir skipverjar. Var nú siglt á ný upp að flaki togarans og fjórum skotum skotið í röð. En i jþví síðasta tókst Magnúsi Gísla- sýni að hæfa stjórnpall Egiis rauða, þar sem skipbrotsmenn- ifnir allir höfðust við. Létu And- vara-menn nú akkerið falla, en J«á mun bilið milli bátsins og fíaksins hafa verið 150—200 m. íL.jóa braut þá bæði fyrir aftan bátinn og framan. Þegar búið var að koma drátt- arvír yfir í flakið, var björgunar- stóliinn dreginn á honum út í Égil rauða. En þar eð togvinda bátsins bilaði, urðu skipverjarnir að beita handafli. Skipstjcrinn á Andvara varð að láta beita vélinni til hins ítrasta mót veðri og sjó, þar sem hann H, til þess að hið æðisgengna lirimrót ekki sogaði bátinn með sér upp í stórgrýtta fjöruna. Á þaki stjórnpalls Egils rauða stój5 skipstjórinn, ísleifur Gísla- sorf, sem setti hvern skipverja í stólinn og batt hann. En fyrsti skipbrotsmaðurinn, sem um borð í Andvara var dreginn, kom um borð um klukkan hálftíu um morguninn. Voru skipbrotsmenn dregnir í sjó alla leiðina milli skipanna. Jafnóðum og mennirnir voru komnir yfir í vélbátinn, voru skipbrotsmenn óðar klæddir í hlý föt, en mjög var af mörgum þeirra dregið. — Og síðasti mað- urinn, sem var Færeyingur, var á nærklæðunum einum. — Frá Andvara voru skipbrotsmenn sel- fluttir með m/b Páli Pálssyni og björgunarbát varðskipsins Ægi. HREYSTI SKIPSTJÓRANS © Allan þann tíma, sem björg- unarstarfið hafði staðið yfir, stóð ísleifur skipstjóri Gísla- son á Agli rauða, á þaki stjórn palls, og stjórnaði hann björg- un manna sinna. En allir þeir, sem þátt tóku í björgunar- starfinu og skipverjar hans, róma mjög drengilega fram- komu hans, karlmennsku og þrek. © En allt fram til klukkan þrjú um daginn, er allir skip- verjar hans voru komnir af flakinu, fór hann síðastur í björgunarstólinn. En er bjarg- að hafði verið 13 yfir í And- vara, kom björgunarsveitin, sem var í landi, til skjalanna, og segir nú frá henni. björgunin úr landi Björgunarsveitin frá ísafirði kom klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudagsins til Hesteyrar. Með henni voru 11 skipverjar af tog- aranum Austfirðingi undir for- ystu 1. stýrimanns. Einnig var með í förinni stýrimaður af varð- skipinu Ægi, en vélbátur frá varð skipinu flutti leiðangursmenn alla í land. Hafði stýrimaðurinn meðferðis litla talstöð. Áður en leiðangursmenn héldu förinn áfram á strandstaðinn fóru þeir inn í skólahúsið þar og und- irbjuggu hina löngu og erfiðu ferð, sem fyrir höndum var. Leið- sögumaður var 17 ára piltur, Gísli Jónsson, ættaður frá Sléttu, sem reyndist þaulkunnugur, þó að hann hefði ekki á þessar slóðir komið frá því er hann var barn að aldri. FÓRU EFTIR FJÖRUNNI Að ráðum Gísla vöidu leiðang- urmenn þann kostinn að ganga með fram sjónum. Fjaran er mjög stórgrýtt og erfið yfirferðar. Víða gekk sjór svo hátt upp að fjaran var ófær, og urðu þeir þá að kríða utan í brattri fjallshlíðinni með þungan farangur, sem hver hafði að bera. Þeir komu að cyðibýlinu Sléttu eftir um 6 klst, mjög erfiða göngu. SÍÐASTI SPÖLURINN Nú var síðasti spölurin á lcið- inni að strandstaðnum fyrir hönd um, en hann átti eftir að reynast einn allra erfiðasti kaflinn á allri leiðinr.i. Stafaði þetta af því, að illa stóð á sjó, og urðu leiðang- ursmenn að klifra upp mjög bratt kiettabelti. Og er þeir komu að þeim stað, sem fara skyldi niður, var þar svo bratt, að þeir gátu ekki fótað sig nema að litlu leyti og urðu að láta sig renna niður. Allt fór þetta samt vel, og leiðangursmenn komust ómeiddir niður í fjöruna. Var það um há- degið og höfðu þeir verið 8—9 klst. á göngu. SKIPIÐ 25 FAÐMA FRÁ LANDI Þeim gekk vel að koma línu- byssunni fyrir neðst í hlíðinni, þannig að björgunarstóllinn var vel fyrir ofan sjó. Úr fjörunni og yfir í flak Egils rauða voru aðeins milli 25 og 30 faðmar. Björgunar- sveitarmenn sáu glöggt til mann- anna á stjórnpallinum. Og það gekk greiðlega að hæfa stjórn- pailinn, þar sem skipstjórinn stóð Hófst nú björgunarstarfið. Eftir þrjá stundarfjórðunga voru allir mennirnir 16, sem þá voru eftir á flakinu, komnir í land. Og var skipstjórinn, sem fvrr segir, síð- asti maður frá borði. Um leið og skipbrotsmenn komu í fjöruna, voru þeir gripnir í stólinum og mun enginn þeirra hafa farið í sjóinn milli skips og lands. AÐFRAMKOMNIR Skipbrotsmenn voru eðlilega mjög aðframkomnir af vosbúð og kulda, klæðlitlir og sumir voru berfættir. Og þar sem þeir stóðu í brjótinu, bundu þeir buxna- skálmarnar fram fyrir tærnar til bess að híifa sárum fótunum á egggrjótinu í fjörunni. Svo var af öilum dregið, skipbrotsmönn- um og björgunarmönnum þegar hér var komið, að það hefði senni lega orðið flestum ofraun að brjótast heim að eyðibýlinu á Sléttu þá sömu leið og hjörgunar- leiðangurinn hafði komið. En svo vel vildi til, að hægt var að kom- ast f.iiiruna, þótt sæta yrði sjáv- arlögum til þess að komast fram fyrir kletta, sem gengu í sjó fram. HEIMKOMAN — HRESSTU SIG Á HEITU VATNI Ailt fram til klukkan fimm um kvöldíð, en veðrið hélzt óbreytt allan daginn með aftaka veðri og hríð, urðu hinir þjökuðu menn að brjótast áfram. En þá náðu þeir síðustu að eyðibýlinu Sléttu. Þar höfðu aðrir björgunarsveitar- menn undirbúið komu þeirra. Og það, sem mestu máli skipti eins og á stóð, í öllum eldstóm skíð- logaði. Þar var enginn matur, en menn hresstu sig á heitu vatni. Og þeir, sem þjakaðastir voru, voru færðir í þurr föt. Síðan lögðust menn fyrir á gólfinu í húsinu. — Klukkan tíu um kvöld ið kom skíðasveitin frá ísafirði og 17 skipverjar af togaranum Neptúnusi með mjög vel útbúna matar- og fataböggla úr togaran- Framh. á bls. 10 IFYRRAMÁLIÐ, eldsnemma, flýgur hún héðan — sænska óperusöngkonan laglega, Stina Britta Melander, sem að undan- förnu hefur sungið og dansað fyrir okkur á leiksviðinu í Þjóð- leikhúsinu við mikla ánægju og hrifningu þeirra, er séð hafa og heyrt. — Sjálfsagt gæti hún þó þegið að fá að sofa út sunnu- dagslúiúnn, því að þessi vika hef- ur verið býsna ströng fyrir óperusöngvara Þjóðleikhússins, sýning á hverju kvöldi að einu undanteknu — og nú í kvöld seinasta óperusýningin, áður en hún hverfur héðan. VILDI VERA LENGUR Mbl. hitti ungfrú Melander snöggvast að máli í gærdag niðri á Hótel Borg til að forvitnast dá- lítið um hana og ferðir hennar héðan. — Ég er eiginlega hálf leið yfir að þurfa að fara burtu svona í miðju kafi — sagði hún — en við því er víst ekkert að gera. Ég hef samning við sænska Ríkis- leikhúsið frá fyrsta febrúar og strax þegar ég kem út byrja ég að æfa hlutverk Pamínu í Töfra- flautunni eftir Mozart. Ég hef sungið 4 önnur hlutverk í þeirri óperu, svo að ég kannast nú vel við hana nú orðið. En hlutverk Pamínu hef ég aldrei sungið áður. „naut þess AÐ HJÁLPA MÉR SJÁLF“ — Byrjuðuð ung að syngja, ekki svo? — Jú, það hefur ailtaf verið mitt líf og yndi. 17 ára var ég, þegar ég gerði minn fyrsta at- vinnusamning. Það var við Ny- teatret í Stokkhólmi. Á næstu árum var ég einnig við tvö önnur leikhús í Stokkhólmi, vann þann- ig fyrir mér jafnframt því sem ég var í óperuskólanum, því að í óperuna dreymdi mig um að komast, en söngvarar eru ekki teknir þangað yngri en 20 ára. Ég lagði líka stund á ballet — þetta var ekki svo lítið erfitt, en ég naut þess að reyna að hjálpa mér sjálf, vera ekki of mikið upp á aðra komin og þar kom, að ég fékk fyrsta hlutverkið í óperunni og síðan fljótlegar en ég hafði þorað að vona, ýmis stór hlut- verk. AFTUR VARÐ ÉG AÐ HAFNA RÓM — Hvernig var það, þegar þér hittuð Gigli í Gautaborg? — Svoleiðis var, að ég hafði lagt stund á ítölskunám við ít- ölsku stofnunina í Stokkhólmi og hlotið að prófi loknu styrk til náms í ítölsku og ítölskum list- fræðum við háskólann í Róm. Svo fór, að ég gat ekki notað mér styrkinn vegna þess, að ég var bundin leikhússamningi. Þegar svo Gigli var staddur í Gautaborg nokkru síðar var ég boðin þang- að í samkvæmi í ítalska sendi- ráðinu og söng ég þar nokkrar aríur úr ýmsum ítölskum óper- um og það varð til þess, að Gigli bauð mér að koma þá þegar til Rómar og njóta þar kennslu und- ir handarjaðri hans, en aftur varð ég að hafna Róm. Seinna ætla ég þó endilega að nota mér þettax góða boð Giglis. ÞAÐ LAGAÐIST ALLT — En einu sinni fóruð þér samt til Ítalíu? — Jú, það var árið 1948—49, þegar ég fór þangað með óperu- skólanum í söng- og kynnisför. Þá söng ég í Róm, Milano, Fen- eyjum og Boulogne. — Og hvernig hefur yður svo fallið dvölin hér? Stína Briíta Melander og Gunnar Kristinsson í hlutverkum sínum í óperunni „I Pagliacci". — Fyrst í stað ekki sem bezt. Ég kom hingað í köldu og vondu veðri og mikinn hluta af desem- ber var ég kvefuð og illa á mig komin, jafnvel fram yfir frum- sýninguna á annan jóladag. En svo lagaðist þetta allt. Mér hefur þótt indælt að syngja í Þjóðleik- húsinu fyrir íslenzka áheyrendur, — þar fyrir utan finnst mér ís- lendingar, sem fólk, miklu þægi- legri og auðveldari í umgengni heldur en landar mínir, Svíar — það segi ég satt. mín er óskipt ánægjan Þegar hér var komið hringdi síminn. — Ungfrú Melander átti þegar á mínútunni að leggja af stað suður að Vífilsstöðum, Þar sem hún ætlaði að syngja fyrir berklasjúklingana. — Áður hafði hún heimsótt bæði Landsspítal- ann og Reykjalund í sama skyni og hlaut mikla hrifningu og þakk læti fyrir frá sjúklingunum. —. Mín er óskipt ánægjan, segir söngkonan, ef ég gæti veitt þeirni einhverja skemmtun og hress- ingu, — en nú verð ég víst acS koma mér af stað. Vonandi á ég eftir að koma aftur til íslands til að syngja — síðar meir. ★ Við færum söngkonunni beztu þakkir fyrir komuna hingað og alla ánægjuna sem hin töfrandi Nedda á sviði Þjóðleikhússins hefur fært gestum þess að undani förnu. sib. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.