Morgunblaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflit í dag: Austan og norðaustan gola. Víð- ast Iéttskýjað. 23. tbl. — Laugardagur 29. janúar 1955 Sjá bls. 2 Skipbrotsmenn af Agli rauða I koma fil Reykjavíkur I dag Björgunarafreksins við Crænulilíð verður lengi miimst SKIPBROTSMENNIRNIR af togaranum Agli rauða eru væntanlegir hingað til Reykjavíkur í dag vestan af ísa- firði. Þangað voru þeir fluttir í gær á varðskipi frá eyði- hýlinu Sléttu, þar sem skipbrotsmenn, björgunarsveitar- menn frá ísafirði og togarasjómenn, sem þátt tóku í björg- unarstarfinu, alls um 70 manns, höfðu látið fyrir berast í fyrrinótt. Enginn hinna 29 skipbrotsmanna var alvarlega meiddur, en ýmsir höfðu hlotið kalsár á fótum, og var gert að þeim af lækni á ísafirði. — Hér í Reykjavík fara fram sjópróf. Fréttaritari Mbl. á ísafirði^ átti í gær tai við menn, sem tóku þátt í björgunarstarf inu. Af frásögnum þessara manna, sem eru mjög yfirlætis lausar, er Ijóst, að björgun mannanna hefði ekki mátt dragast frekar á langinn. — Vafasamt er t. d., að ef illa hefði staðið á sjávarföllum milli strandstaðs og Sléttu, að allir hefðu komizt þangað, sökum þess hve af mönnun- um var dregið og margir hverjir berfættir og klæðlitlir. En af strandstaðnum og yfir fjallið, sem björgunarsveitin hafði Komiö, var hin versta færð, og veðrið eftir því — nor>-ustan aftakaveður og þreifandi hríð. ★ í samtölum sínum við fjöl- marga skipbrotsmenn, Færeyinga og íslendinga lýstu þeir fyrir fréttaritara Mbl. mikilli aðdáun sinni á því mikla björgunar- afreki, sem hér var unnið af sjó og af landi. Báðu þeir Mbl. að færa ölluin þessum mönnum sín- ar alúðarfyllstu þakkir og árnað- aróskir um gæfuríka framtíð þeim til handa. Jafnframt senda þeir öllum ástvinum og ættingj- um látinna skipsfélaga sinna samúðarfyllstu kveðjur. Á bls. 2 er frásögn frétta- ritarans á ísafirði af björgunar- afrekinu sem unnið var við Grænuhlíð á fimmtudaginn. Færeyingar senda þakkir Slysavarnafélagi íslands barst í gær svohljóðandi þakkarskeyti frá Færeyjum: Feyreyskir sjómenn og fjöl- skyldur þeirra þakka innilega Slysavarnafélaginu, öllum björgunarmönnum og öðrum, sem aðstoðuðu við björgun sjómanna á Agri rauða. Foeroya Fiskimannafélag. Davíð frá Fagraskógi las upp fyrfr Mennla- í TILEFNI af því að í gær var haldinn móðurmálsdagur í Menntaskólanum, þótti rektor skólans við eiga, að bjóða þangað þjóðskáldinu Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi. — Kom Davíð ásamt Lárusi Pálssyni leikara í snögga heimsókn árdegis í gær. í hátíðasal h.fðu safnazt sam- an, ásamt rektor skólans, Pálma Hannessyni, kennarar og nem- endur. Bauð rektor Davíð Stef- ánsson velkominn og minntist þess í ræðu sinni, að sama árið og Davíð varð stúdent frá skól- anum, hefði fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, komið út. Væri slíkt óvenjulegt bókmenntaafrek. Lárus Pálsson las þessu næst kafla úr „Gullna hliðinu" við mjög mikla hrifningu, enda var upplestur Lárusar frábær. Þá tók Davíð til máls og i ræðu sinni minntist hann m. a. menntaskólaáranna. Síðan flutti þjóðskáldið þrjú kvæði sín við mikla hrifningu og hylltu nem- endur Davíð með kröftugu fer- földu menntaskólahúrra. Heimsókn þessi var í alla staði mjög skemmtileg. ypp samn- Björgunar- mönoum þakkað SLYSAVARNAFÉLAG íslands sendi skeyti til formanns slysa- varnadeildar karla á ísafirði, sem er á þessa leið: Guðmundur Guðmundsson, skipstj., form. slysavarna- deildar karla, ísafirði. Innilegt þakklæti til allra þeirra, er unnu að björgun skipshafnarinnar af Agli rauða, bæði á sjó og landi, og sem sýndu svo framúrskar- andi fórnfýsi og ötulleik við hið erfiða björgunarstarf. Stjórn Slysavarnafélags íslands. HAFNARFIRÐI. — A fundi í verkamannafélaginu Hlíf, sem haldinn var síðastliðið fimmtu- dagskvöld, var einróma sam- þykkt að segja upp samningum. Bæjarleppnin BÆJAKEPPNI Reykjavíkur og Hafnaríjarðar fór fram að Há- logalandi í gærkvöldi, og hófst keppnin kl. 8. í 2. fl. kvenna vann Reykjavík með 13:1. 3. fl. karla vann Rvík 11:9. 2. fl. karla jafn- tefli 16:16. Á sunnudaginn heldur mótið áfram, og keppa þá meistara- flokkar kvenna og karla. Keppn- in verður háð að Hálogalandi og hefst kl. 8 síðd. Afla vel á ýsuléð HAFNARFIRÐI — í fyrradag voru fáir bátar á sjó, 6 eða 7, og öfluðu þeir þá með betra móti eða 4—6 lestir á bát. í gær voru allir bátar á sjó, en bá var afli tregari. — Tveir litir vélbátar hafa stundað héðan veiðar með ýsulóð að undanförnu, og hafa þeir aflað ágætlega. Fengið 3—4 tonn í lögn. Júní kom af veiðum í gær með um 100 lestir. Áður hafði verið landað úr honum um 40 lestum á Þingeyri. —G. E. Brezku icgcrarnsr: Leitin lieldur áfram KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR, 28. jan. — Vonir kviknuðu hér í dag sem snöggvast, um það að einhverjir af 40 manna áhöfn brezku togaranna „LourelIa“ og „Roderigc." væru á Iífi. Síðdegis í dag tilkynnti leitar- flugvél ameríska flotans að sézt hefði glampi frá spegli í hafinu fyrir norðan ísland. Flugvélar og leitarskip voru, er síðast fréttist á leiðinni til staðarins, þar sem spegilglampinn sást. Glampinn sást um það 40 míl- ur norður af Skagatá. Flugmenn hafa skýrt frá því að þeir hafi séð flak, að því er þeim virtist, við fjarðarmynpi nálægt vitanum á Skagatá. Samtals hafa fjórar flugvélar úr 53. björgunarflugflotanum í Keflavík tekið þátt í leitinni í dag. Leitinni hefur verið haldið stöðugt áfram frá því að neyðar kallið heyrðist á miðvikudags kvöld. M' var að lesta rúmlega 3000 lesta þýzkt farmskip, Helge Böge frá Hamborg, sem flytur fyrsta farminn af „Kjarna“ á erlendan markað. Um þátttak- endur í fyrsta skíðamóti vetrarins VITAÐ er nú að keppendur á Stefánsmótinu — fyrsta skíða- móti vetrarins, verða um 50 tals- ins. Mótið fer fram við Skíða- skálann í Hveradölum á sunnu- daginn og hefst klukkan 10 ár- degis með keppni í drengjaflokki og svigi kvenna. Klukkan 11 verður keppt í C-flokki karla, klukkan 2 í A-flokki karla og klukkan 3 í B-flokki karla. Meðal keppendanna eru allir beztu skíðamenn Reykjavíkur og í A flokki 3 núverandi íslands- meistarar í Alpagreinum. Er því víst að keppnin verður afarhörð og tvísýn. Nú er nægur snjór við Skíðaskálann og færi er ágætt. Hefur áður verið frá því sagt, að Frakkar hafi keypt nær 4000 tonn af „Kjarna“, og til Frakk.- lands siglir skipið með farminn. Á efri myndinni hér að ofan sést skipið við bryggju Áburðarverk- smiðjunnar. Ekki er bryggjan enn nógu löng til að hægt sé að vinna samtímis að lestun í fram- og afturlestum stærri skipa. Hefur því í slíkum tilfellum orðið að snúa skipinu við þegar lokið er lestun framlesta, skipinu þá lagt upp að bryggjunni, svo hægt sé að lesta afturlestirnar. Er nauð- synlegt að lengja bryggjuna enn nokkuð, enda fyrirhugað. Fimm bílar voru við að flytja áburðarpokana frá áburðar- geymslunum, sem sprengdar eru inn í bergið fyrir ofan bryggj- una. Þar eru nú þúsundir tonna af Kjarna. Pokarnir eru þar í háum stæðum, á hreyfanlegum | hillum, sem lyfturnar sækja og láta á bílana. Mikill vinnusparn- aður er af þessu fyrirkomulagi á geymslu áburðarins og auð- veldar alla afgreiðslu. Á hverri hillu er ákveðin tala poka, og hver vegur 100 pund. Byrjað var að lesta hið þýzkai skip á fimmtudaginn. Mun það verk taka um sex daga. Er þa annað skip væntanlegt, sem tekuí um 850 lestir af áburði, einnig suður til Frakklands. í vetur hefur Áburðarverk- smiðjan þegar afgreitt út um land um 300 lestir af áburði. —■ Áburðarþörf landsmanna af „Kjarna" er nú milli 12—13000 lestir. Með fullum afköstum ei' framleiðslugeta Áburðarverk- smiðjunnar áætluð um 18000 tonn. Frá því vinnsla hófst í Áburð- arverksmiðjunni hefur hún fram- leitt allt amoníak fyrir frysti- húsin í landinu. Neðri myndin er tekin af stjórn palli þýzka skipsins og sjást menn að störíum við lestun skipsins. (Ljósm. Mbl. Ol. K. M.)’ Skákeinvígi milii Austur- og Wesfurbœjar Q9 f DAG hefst hér í blaðinu enn ein skákkeppni. Nú eru það Reykvíkingar fyrir austan læk og vestan, sem sé Vesturbær og Austurbær, sem keppa. Hlutur Vesturbæjar kom upp, er um það var dregið hvor leika skuli með hvítu. 09 Skákmennirnir höfðu um það góð orð í gær, að skák þessi skyldi verða viðburðarík og tefld af fjöri. Enda ætti slíkt að vera auðvelt, því að góðum mönnum eru báðar sveitirnar skipaðar, skákmeisturum og meistara- flokksmönnum. PEp Guðmundur Ágústsson er fyrirliði Vesturbæinga, og með honum eru Jón Pálsson og Þórð- ur Jörundsson. Þeir leika fyrsta leikinn í dag. HH Fyrirliði Austurbæinga er Guðmundur S. Guðmundsson og eru þeir Arinbjörn Guðmundsson og Birgir Sigurðsson með hon- um. AUSTURBUÆR ABCDEFGH m m mm , w* mm mtmmm?M BftMWK-iEÉ ni ABCDEFGH VESTURBÆR 1. leikur Vesturbæjar: e2—e4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.