Morgunblaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 11
Laugardagur 29. jan. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 11 Smásago dagsins: SINS Sfötugft alþýðaskáld — Gisli Ólafsson — eftir RALPH MIDDLSTON. YFIRAMAÐUF leynilögreglunn- ar var mjög áhyggjufuilur. Enn þá hafði ekki verið hægt að ganga milli bols og höfuðs á tveim hættulegum mönnum, enda þótt hann hefði falið tveim slóttugustu og blóðþyrstustu mönnum sínum verkið, sem reyndar einnir voru næstir honum að tign. Þetta var ílókið mál, því báðir mennirnir voru í þjónustu ríkisins. Þess vegna var aftaka þeirra vel undir búin, en aðalatriðið var að láta höggið ríða af á hinu rétta augna- bliki .... auk þess sem treysta þurfti því einnig að heppnin væri með. En það var þetta tvennt, sem aldrei var hægt að vita með fullri vissu fyrirfram. Þetta er mjög erfitt. Það er næstum ómögulegt að veita þess- um manni eftirför. Hann virðist þekkja alla klæki, sem hafa verð- ur í frammi við slíka eftirför. „Það er skiljanlegt“ sagði for- inginn. „Hann þekkir starfsað- ferðir leynilögreglunnar og senni lcga er honum líka ljóst að við erum á hælunum á honum“. „Ég hef aldrei fengið tækifæri til að koraast í færi við hann. Og oft heíur hann . . . „Nú, hvað hefur hann? Talið þér, maður'. „Þegar ég hef misst sjónar af honum um stund, þá birtist hann oft fyrir aftan mig“. „Eins og hann væri að veita yður eftirför? “ „Já, einmit't" „Ég ski!“ sagði foringinn. „En ég skal ná honum að lok- um. Þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af því“. „Hann verður að vera úr sög- unni innan tveggja daga“. XK12 ,’firgaf skrifstofu for- ingjans og stundu síðar kom CJ18, hinn erindrekinn til að gefa Ekýrslu sína. Samkvæmt venju leynilögregl- unnar máttu þessir tveir erind- rekar ekki þekkja hvor annan, en þeir veittu sitt hvorum mannin- um eftirför með sama tilgang fyrir augum. Skýrslan hjá CJ18 var mjög áþekk skýrslu XK12. Báðir menn irnir, sem ákveðið hafði verið að taka af lífi þeliku starfsaðferðir leynilögreglunnar og það var mjög erfit.t að komast að þeim 6 afviknum stað, þar sem hægt væri að íramkvæma skipunina. Þess vegna, var lögregluforing- inn mjög áhyggjufullur. Þessar aftökuskipanir voru ekki af hinu hversdagslega tagi. Þetta mál snerti hann persónulega. Foringi Bryggislögreglunnar þekkti þessa tvo menn, sem ryðja þurfti úr vegi og honum var það ljóst að þeir hefðu hug á því í framtíð- inni að taka við stöðu hans. Þess vegna átti að taka þa af lífi og búa þahnig í haginn að allt benti til þess að um slys hefði verið að ræða, svo enginn grunur félli á foringjann. Gæta varð því hinn ar fyllstu varúðar. Foringjanum hafði sjálfum dottið í hug ágætt ráð, sem var alveg öruggt, ef heppnin var með. En þetta „ef“ virtist ætla að verða nokkuð stórt, þrátt fyrir það að hann hafði falið verkið tveim erind- íekum, sem höfðu tekið menn af lífi svo hundruðum skipti með góðum árangri. Því þetta voru menn, sem kunnugir voru öllum hnútum þegar um morð var að ræða. XK12 var á hælunum á fórnar- lambi sínu, sem því miður valdi sér alltaf þær götur, þar sem um- ferðin var hvað mest. Allt í einu missti hann sjónar af honum og von bráðar kom hann í Ijós að baki hans. Hann átti langan starfs feril að baki, en aídrei hafði honum verið falið svo erfitt verk1 efni. Skipunin var þannig, að hann mætti með engu móti ráða manninn af dógum, nema þeir væru tveir einir saman. Þetta atriði gat hann ekki skilið, því hann gat auðvddlega ráðið hann af dögum með hljóðlausu cyan- kalium kúluskammbyssunni, þótt þeir væru staddir í mannfjöldan- um á götunni. En skipuninni varð að hlýða, svo nann hélt eftirför- inni áfram, en missti óðar sjónar af honum, þegar umferðin varð minni. Nú hafði hann þó iært það af reynzlunni, að hann vissi hvernig manninn var að íinna, þegar hann hafði misst sjónar af honum. •— Hann þurfti ekki annað en hring- sóla dálitla stund og þá mundi maðurinn ef til vill birtast að baki honum. Þetta hafði skeð tvisvar áður, er. í hvert sinn varð erfiðara að komast aftur fyrir hann á nýjan leik. Tveim dögum siðar voru áhyggjurn .v að riða foringjanum að fullu. Erindrekanum hafði ekki enn "ekizt að framkvæma skipunina „Þetta ev ógerlegt", sagði XK 12. „Ég næ honum aldrei einum. „Ekkert er ómögulegt“, sagði foringinn. „Þér megið ekki bregð- ast skyldu yðar Það væri skömm fyrir mann með yðar orðstír“. „Mér heíur aldrei verið falið að ryðja úr vegi slíkum manni“. „Það er engin afsökun“. „Stunduni finnst mér jafnvel", sagði XK12, „eins og hann sé að elta mig“. „Hlægilegt, sagði foringinn. „Er það alveg nauðsynlegt, að ég megi ekki ráða hann af dögum nema við séum tveir einir*. „Alveg nauðsynlegt. Það er eina leiðin? Þetta verður að vera hávaðalaus", engir utanaðkom- andi, ekkert hneyksli. Þetta á allt að vera mjög leynilegt. Maður- inn er hæÞulegur ríkinu“. „Ég skiP „Hann verður að nást í dag“. „Ég skal gera það sem ég get“. Þegar CJ18 kom til að gefa skýrslu síua, en viðleitni hans hafði verið jafn árangurslaus, þá fékk hann sömu fyrirskipanir. •— Fyllstu varúðar þurfti líka að gæta við fórnarlamb hans. En eitt hafði honum þó áunnist um- fram félaga sínum. Hann hafði komist að pví, hvar fórnarlambið átti heima Hann þurfti ekki annað en bíða þangað til maðurinn kæmi heim um kvöldið. Hann kom sér því fyrir á veitlngahúsi hinum megin við götuna og beið. Hann hafði farið upp 5 >búð mannsins ef hann hefði vitað hvar í húsinu hún var, en þeirrar yitneskju gat hann ekki aflað sér. Um ellefu levtið sá hann mann- inn korna gangandi eftir götunni og 1 áttina að húsinu, sem erind- reki leyniiögreglunnar hafði haft auga með í marga klukkutíma. Um leið og maðurinn fór inn í húsið, stóð erindrekinn á fætur og veitti honum eftirför. Hann nam staðar augnablik við dyrnar, til að athuga, hvort allt væri með felldu. Eina sjáanlega hreyfingin var á vísirnum við lyftuna. Af vísirnum sá hann að lyfta hafði numið staðar á þriðju hæð. CJ18 hljóp í hendingskasti upp tröpp- urnar og upp á þriðju hæð. Á ganginum voru aðeins fjórar dyr. Heppnin hafði ekki yfirgefið hann. Hann greip um skeftið á cyankalium-byssunni, í hægri jakkavasanum oð gekk að fyrstu dyrunum. Hann hringdi dyra- bjöllunni. Gömul kona opnaði. „Leynilögreglan“, sagði hann og ruddist inn fram hj a konunni. Hann var ekki lengi að rannsaka herbergin tvö. Þar var enginn. Án frekari ummæla fór hann út og skellti hurðinni á eftir sér. Enginn svaraði þegar hann barði að dyrum á næstu íbúð. Dyrnar voru ólæstar en enginn var heima. Enginn kom til dyra, þegar hann hringdi dyrabjöllunni við þriðju dyvnar þess vegna sneri hann sér brátt að fjórðu dyrun- um. Hann sá að dyrnar voru ekki alveg lokaðar. Um leið og hann ýtti hurðmni upp, þrýsti hann sér upp að veggnum fyrir utan dyrnar. Ðyrnar stóðu nú upp á gátt, en ekkert skeði. Nokkrum augnablikum siðar læddist hann varlega inn í forstofuna. Þar var enginn. Dyrnar inn í næsta her- bergi voru líka ólokaðar. Hann fór eins að við þá hurð. En um leið og hann kom inn, var sagt: „Ég hef beðið þín félagi“. CJ18 snerist á hæli og stóð þá andspænis fórnarlambi sínu. •— Hann hafði hægri hendina í jakka vasanum. „Og ég hef haft auga með þér‘, sagði CJ18 hranalega. „Ég er með skilaboð til þín‘, sagði fórnarlambið. „Og ég er með skilaboð til þín“ sagði CJ18. „Leynilögreglan þarf ekki leng- ur á þér að halda . . . .“ „Leynilögreglan þarf ekki leng- ur á þér að halda . . . .“ Svo heyrðust tveir lágir hvellir og bæði CJ18 og fórnarlambið hans, XK12, duttu dauðir niður um leið og cyankalium-kúlurnar hittu þá í Pjarta stað. Þegar fregnin um hið „sorg- lega dauðaslys" barst lögreglu- foringjanum, brosti hann með sjálfum sér. Nú var öllum áhyggj um af honum létt. Norðmenn efla iandQæilu við landamæri Ráð~ stjórnarríkjanna OSLÓ, 21. jan.: — Norðmenn hyggjast auka herlið sitt við landamæri Noregs og- Ráðstjórn- arríkjanna. í hinu nýja fjárlaga- frv. norsku stjórnarinnar hefir dómsmálaráðherrann gert það að tillögu sinni, að gæzla lögregl- unnar meðfram hinum 180 km. löngu landamærum verði afnum- in, en staðsett verði þar sjálfstætt lið landamæravarða. Tillagan gerir ráð fyrir, að menn gegni þar þjónustu um tak markað árabil, þar sem þetta erfiða starf verður tæplega hægt að fela eldrj mönnum. ALÞÝÐUSKÁLDIN íslenzku hafa öldum saman lagt mikinn skerf til ljóðagerðar þjóðarinnar og skipa merkan sess og sérstæðan í bók- menntasögu hennar. Rík skáldgáfa þjóðarinnar lýsir sér hvergi betur en einmitt í verkum þessara skálda, sem sprottin eru beint upp úr jarðvegi þjóðlegrar menningar hennar og eiga þar sínar d.júpu rætur. Gott er þá einnig til þess að vita, að enn yrkja alþýðuskáld á íslandi og halda með þeim hætti áfram að flétta hinn vigða þátt þjóðlegrar snilldar sinnar í fjöl- þætt og litbrigðaríkt menningarlíf hennar. 1 hópi slíkra samtíðarskálda ís- lenzkra stendur Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum framarlega, en hann er löngu kunnur maður fyrir skáld- skap sinn, og þá um annað fram fyrir snjallar og markvissar fer- skeytlur sínar, sem margar hverj- ar hafa greiðlega fengið vængi á vörum almennings og flogið víða um land. Eftir Gísla hafa einnig komið út fjögur kvæðasöf, hið nýjasta og stærsta, Á brotnandi bárum, í Reykjavík 1944, og var Eyþór Hallsson útgefandinn. Nýlega sýndu höfundur og útgefandi mér þá vinsemd að senda mér bók þessa, og þó að all-langt sé liðið síðan hún kom út, þykir mér fara vel á því, að geta hennar að nokkru nú, er höfundurinn stend- ur á sjötugu. Gísli Ólafsson er fæddur á Ei- ríksstöðum í Svartárdal 2. janúar 1885, sonur hjónanna Helgu Sölva- dóttur, bónda á Syðri-Löngumýri, og Ólafs Gíslasonar, bónda Ólafs- sonar á Eyvindarstöðum. 1 mjög skilmerkilegum og skilningsríkum formála að umræddri kvæðabók Gísla rekur Jón Pálmason alþing- ismaður ítarlegar ættir skáldsins og bendir á það, að honum sé eigi í ætt skotið um skáldskajmrgáf- una, því að i báðum ættUflFhans gæti hagmælsku og áhuga á skáld- skap, sérstaklega hafi afi háns, Sölvi Sölvason á Syðri-Löngumýri, verið prýðisvel skáldmæltur og ó- spar á að láta fjúka í kviðlingum. Jón Pálmason rekur ennfremur í glöggum megindráttum æviferil Gísla skálds og leggur réttilega áherzlu á það, að hann sé „óskóla- genginn en sjálfmenntaður alþýðu- maður, sem alla ævi hefur orðið að berjast fyrir lífi sínu og fjöl- skyldu sinnar við fátæk og örðug kjör“. Verði þvi að lesa og meta skáldskap hans í Ijósi þeirra lífs- kjara hans. Ætla ég einnig, að Gísli vaxi sem skáld i augum sann- gjarnra og samúðarríkra lesenda kvæða hans, þegar allar aðstæður eru teknar með í reikninginn. Kvæði Gísla bera því að vonum um margt vott, að hann er hreinræktað alþýðuskáld, kvistur sprottinn úr jarðvegi íslenzks sveitalífs eins og það hafði þróazt kynslóð eftir kynslóð; en jafn- framt bera kvæðin því vitni, að skáldið hefur þroskazt við víðtæk- ari áhrif, orðið með mörgum hætti snortinn djúpt af atburðum og straumum í samtíð sinni. Er kvæðum hans því laukrétt lýst í þessum ummælum Jónasar Þor- bergssonar fyrrum útvarpsstjóra, sem sjálfur er skáld gott: „Ljóð Gísla eru fjölbreytilegar svipmyndir úr lífi og lífsbaráttu íslenzkrar sveita-alþýðu, og hann hefur komið víða við á lífsleiðinni. Mestur kostur ljóðanna er svo mikil hagmælska, að nautn er að lesa og læra.“ (Tíminn, 13. des. 1953). Léttleiki og lipurð í málfari svipmerkja lengri eigi síður en styttri kvæði bókarinnar, ættjarð- ar- og átthagakvæðin, árstíðalýs- ingarnar, tækifæriskvæðin. og. á- deilurnar. En Gísli er hreint.ekki lítið ádeiluskáfd og hittir ósjaldan vel í mark. í þgim kvæðum sínum. Honum rennur til.rifja ranglætið í þjóðfélaginu, hjn missk.ip.tu mann- 1 anna kjör, og fer það að vonpm um mann, sem orðið hefur að heyja jafn harða lífsbaráttu og hann hefur gert, og þá um leið séð mörg skip hjartfólginna drauma sinna hverfa í djúpið eða velkjast í strand „á brotnandi bárum“. Þrátt fyrir það hefur hann ekki tapað trúnni á lífið og lokasigur hins góða, fagra og sanna, eins og sjá má næg dæmi í kvæðum hans og vísum. Djúp og einlæg samúð skáldsins með mönnum og málleysingjum er skráð ljósu letri víða í ljóðurh hans, t. d. í kvæðinu „Heimasæí- an“, er segir vel gamla en ávallt nýja harmsögu. og í kvæoum eins og „Fuglinn í fjörunni" og „Rjúp- an“. Prýðisgóð eru sögulegu kvæðih „Kolfinna" og „Grettir sækir eltj- inn“, og er eftirfarandi erindi gott sýnishorn efnismeðferðarinnar í hinu síðarnefnda: Enginn fylgdi útla.ganum ofan að köldu fjörugrjóti. Hafði ’ann oft frá æskudögum óláns vindum sótt á móti. Grettir þögull geklc til strandar, gnæfði að baki hamraveggur. Löngum aldan þreytir þunga þann, sem einn á djúpið leggur. En þó að margt sé vel um ýmis lengri kvæði Gísla Ólafssonar, er óneitanlega mestur snilldarbragur á sumum ferskeytlum hans, sem löngu eru landfleygar og eiga sér vafalaust langt líf fyrir höndum. Hún segjr mikið og segir það fagurlega, ástarvísan þessi í fjór- um línum: Sit ég einn og segi fátt, sHptur návist þinni. Heyri samt þinn hjartaslátt heim úr fjarlægðinni. Ekki er heldur neinn klaufa- bragur á þessum haustlýsingum í hringhendum skáldsins: Eoldar vanga fæ ég séð, frost þar ganga a,ð verki. Blöðin hanga héluð með haustsins fangamerki. Tímans hjólið hreyfist litt, liulinn sólarljóminn. Hefur njóla heiðrik sett u hélukjól á blómin. En víðfleygastar af stökum Gísla munu þó hafa orðið, og að verðugu, ferskeytlur þær, er á eft- ir fara, því að þar eru algild lífs- sannindi klædd í snilldarlegan orðabúning hins bundna máls: Þótt þú berir fegri flík og fleiri í vösum lykla, okkar verður lestin lík Lokadaginn mikla. Þegar lagt er lík á beð, lokagreiðslan kemur. Heimur borgar manni með moldarrelcum þremur. Lifið fátt mér lér í hag, lúinn þrátt ég glími. Koma máttu um miðjan dag, mikli háttatími. 1 En þó að svalt hafi oft um Gísla nætt um dagana, hefur hanp ekki, eins og þegar er sagt, orðið vonleysi og trúleysi að bráð; þvj segir hann í kvæði sínu „Vonin“cj o Slakar á lífsins kuldalclóm, klökknað aftur getur. 'Alltaf spretta önnur blóm * eftir sérlivern vetur. Og eins og aðrir skáldbræður hans íslenzkir að fornu og nýju hefur hann fundið yl og yngingu anda sínum í skáldskapnum, og getur því með sanni sagt: ■ ! .1 Meðan hríðin herzir slaginn, hróðrarstrengja-spil mitt ómar Þessir lágu hörpuhljómar hafa stytt mér marga.n daqinnf Framh. af bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.