Morgunblaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.01.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. jan. 1955 MORGUIS BLAÐIÐ 7 TORP KVEÐUR GERHARDSEN KEMUR 4- Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni Osló, 15. jan. JÁ Norðmönnum hafa mörg tíðindi gerst síðastliðna viku. !Á mánudagsnótt byrjaði stór- fcíldarvertíðin, þriðjudag kom Btórþingið saman til forsetakosn- ínga, miðvikudag setti konungur þingið, fimmtudag lagði Bratteli Éjármálaráðherra fram fjárlaga- ^rumvarp næsta árs, föstudag feagði stjórnin af sér og í dag voru fþirt nöfn hinna nýju ráðherra, 6em Einar Gerhardsen hefur val- tð til fulltingis sér til þess að framkvæma það, sem Torp tókst lekki: að stöðva verðbólguna og þæta hag ríkisins út á við. i PORSETAR ) Stórþings, Óðalsþings og Lög- jþings voru endurkosnir hinir jömu og síðasta ár: Einar Ger- Ihardsen og Johan Wiik Stórþings forsetar með 120 og 77 atkvæðum, C. J. Hambro Óðalþingsforseti með 94 atkvæðum (af 97 greidd- |im) og Bent Röiseland, formað- Jir vinstriflokksins forseti Lög- jþingsins. En á föstudaginn kem- Ur hafa þeir sætaskipti Gerhard- 6en og Torp, og Torp sest í for- getastólinn. Síðast höfðu þeir sætaskipti 19. nóvember 1951. En Ííklega gera þeir það ekki oftar. Mörg verkefni og erfið bíða hins nýja Stórþings, sem er hið 99. í röðinni. Þegar síðasta Stór- þingi var slitið skildi það við Í49 mál óafgreidd auk 6 fyrir- Bpurna, sem ekki hafði verið svarað. Umfangsmesta málið af hinum óafgreiddu er „Jordloven" En fjárhagsmálin verða auðvitað þau erfiðustu viðfangs á þing- inu. Vegna þess að sveitastjórn- arkosningar fara fram um allt land í haust, er ekki gert ráð íyr.ir að þingið komi saman til haustfunda, heldur ijúki störfum sínum fyrir sumarleyfið. En til þess að það megi takast, verða þingstörfin að ganga greitt. Þau fara vaxandi með ári hverju, en hinsvegar eru þingsköpin orðin úrelt að ýmsu leyti — þau eru í aðalatriðum jafngömul Stórþing- inu — og heyrast oft raddir um að þau þurfi gagngerðra breyt- inga. HÁSÆTISRÆÐA KONUNGS „Ég býð Stórþingið velkomið til alvarlegra starfa, og óska að þau megi verða ættjörðinni til gagns. í fyrsta skipti í mörg ár er hvergi háð styrjöld í veröldinni. Noregur mun framhaldandi taka þátt í alþjóðasamvinnu í fjár hagsmálum, félagsmálum og menningarmálum, og eftir beztu getu stuðla að meiri kyrrð í al- þjóðamálum og aukinni sáttfýsi þjóðanna. Noregur mun taka þátt í ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um notkun kjarnorku til friðsam- legra starfa. Samvinnu við önnur norræn lönd mun verða haldið áfram. Stjórnin mun leggja sérstaka áherzlu á að auka efnahagssam- vinnu Norðurlanda. Til að tryggja frið og sjálfstæði mun Noregur halda áfram að koma upp raunhæfum hervörn- um og taka virkan þátt í starfi Atlantshafsbandalagsins. Stjórnin telur það aðalhlutverk sitt í fjárhagsmálum á þessu ári, að draga úr þrýstingnum sem er á erlendum viðskiptum, verðlag- inu og vinnumarkaðnum. — Pen- inga- og lánapólitík og fjármála- pólitík ríkisins verður hagað með tilliti til þessa. Fjárlagafrum- varpið er hallalaust. Tekjurnar eiga að nægja fyrir bæði reksturs útgjöldum og kostnaði við opin- ber fyrirtæki og afborganir rikis- skuldanna. — Fjárfestingar verða takmarkaðar. Dregið verður úr byggingaframkvæmdum til her- varna. Innan fjárfestingaútgjald- anna verða framlög til jarðrækt- ar, vega og heilbrigðismála hækk uð, og framkvæmdum í Norður- Noregi verður haldið áfram. íbúðabyggingar verða miklar áfram. Vélaorka orkuveranna mun aukast meir en nokkurn- tíma áður. — Starfinu að því að auka framleiðslu landbúnaðaraf- urða og rækta skóg verður hald- ið áfram. Áherzla verður lögð á að spyrna á móti atvinnuleysi á sumum tímum árs, með því fyrst og fremst að dreifa byggingastarf semi ríkis og sveitafélaga. — Frí- listar haldast áfram. Stjórnin telur mikilsvert að að komast hjá hækkun fram- færslukostnaðar. Eftirlit með verðlagi og álagningu verður skerpt. Frumvarp mun verða borið fram um að hækka ellistyrk og stuðning við blinda menn og ör- kumla. — Frumvarp verður lagt fram um að auka lágmark kennslustunda í barnaskólum til sveita og heimild til að lengja námstíma framhaldsskólanna. Frumvarp til breytinga á lögum, um að styrkja alþýðu- og skóla- bókasöfn, verður lagt fram. Ég bið Guð að blessa starf Stórþingsins, og lýsi 99. reglulegt Stórþing Noregs sett.“ o—^—o Stj órnarandstöðublöðunum finnst ræðan yfirleitt fremur loð- in, og finna það einkum að henni, að hvergi sé minnst á, með hvaða móti stjórnin ætli að koma í fram kvæmd því, sem lofað er. Þau benda á að ræðunni svipi of mik- ið til þeirrar, sem haldin var í fyrra. En þrátt fyrir þá ræðu hafi allt haldið áfram í sama far- ‘inu, að því er fjárhagsmálin snertir. FJÁRLÖGIN NÝJU Frumvarpið sem Bratteli fjár- málaráðherra lagði fyrir þingað á fimmtudaginn var, er það hæsta í sögu Noregs, útgjöldin 33 millj. meiri en í fyrra, eða 4.471 milljón * krónur, og tekjurnar standast á Oscar Torp við gjöldin og eru áætlaðar 324 milljónum hærri en í fyrra. Stjórnin stefnir því í sparnaðar- átt með því að vilja afgreiða tekjuhallalaus fjárlög. Enda verð ur engin lækkun gerð á sköttum eða skyldum, heldur fremur í hina áttina. Það sem helzt snertir allan almenning er, að dýrara verður að ferðast en áður. því að fargjöld ríkisjárnbrautanna hækka um 15% frá 1. marz og bifreiðagjöld hækka líka vegna stórhækkaðs biíreiðaskatts. Hann er áætlaður 55 milljón krónur á næsta fjárhagsári en er 11 millj. núna. Ennfremur verður elli- styrktarsjóðsgjald hækkað úr 1.5 í 1,8%, og nemur sú hækkun 28 milljónum. Hækkanir á ýmsum tekjulið- um fjárlaganna nema 328,2 miílj, krónur. Munar þar mest um sölu- skattinn, sem er áætlaður 150 millj. hærri en síðast, eða 1350 milljónir, tollar eru áætlaðir 30 milljónum hærri, ágóði af öli og víni 16 milljónum hærri, og af tóbaki 10 milljónum hærri en síðast. Tekju- og eignarskattur er áætlaður jafnhár og síðast, eða 1070 milljónir. Flestir útgjaldaliðir hafa og hækkað. Til kirkju- og kennslu- mála um 28.5 í 307 milljónir, til félagsmála um 85 í 688,6 milljón- ir, til landbúnaðar um 13 millj. í 139,7 milljónir. Til vegamála er hækkunin 13, 5 upp í 211 milljón- ir. Einar Gerhardsen Hinsvegar verðúr kostnaður við hervarnir 110 milljónum lægri á næsta ári en nú, vegna þess að framkvæmdum verður seinkað nokkuð frá því, sem ráð- gert var í áætlun undanfarinna ára. Og útgjöld til heimavarnar- liðsins lækka um 11,7 milljónir. Til raforkuvera ríkisins er áætl- að 16.4 milljón krónum minna en nú. Erlendar ríkisskuldir jukust um 141 milljón á síðasta ári og voru 1835,4 milljónir um síðustu áramót. Mest af þeim eru amer- íkönsk lán, 1.001,9 milljón krón- ur, sænsk lán nema 309,8 millj. kr. og ensk lán 168,6 milljón krónur. Afborganir og vextir af þessum lánum nema tæpum 243 milljón krónum. STJÓRNARSKIPTIN komu engum á óvart, því að snemma í vetur var farið að kvisast hvað í vændum væri. En á föstudaginn var gekk Torp á konungsfund og baðst lausnar fyrir allt ráðuneyti sitt. í útvarps ræðu sama kvöldið gerði hann grein fyrir ástæðunni til þess að hann bæðist lausnar Hann kvaðst þykjast hafa gert skyldu sína bæði við þjóðfélagið og flokkinn, því að ráðherraembætti hefði hann gegnt árin 1935 til 1948 og siðan forsætisráðherraembætti í rúm þrjú síðustu ár. Kvað hann það starf hafa verið tímafrekt og lýjandi og sagðist mæla fyrir munn margra samverkamanná sinna, er hann segðist þurfa að fá hvíld. Hann benti á Einar Gerhardsen, sem sjálísagt var, til þess að taka við stjórninni, og morgunin eftir hafði Gerhardsen ráðið menn í öll ráðherrasætin nema eitt — fjármálaráðherrans. Hann gat þess að svar væri ókomið frá Mons Lid fylkismanni, en hon- um hefði hann ætlað þetta ern- bætti. Torp tók það fram í kveðju- oi'ðum sínum r.S fráför hans staf- aði alls ekki af ósamkomulagi við ílokkinn. Samvinnan hefði jafn- an verið góð, þó að nokkur mein- ingarmunur hefði orðið innan flokksins um sum mál og nokk- ur misbrestur á því, að sumir flokksmenn fylgdu stjórninni jafn eindregið og þörf hefði ver- ið á. En frá almennu sjónarmiði liggur nærri að ætla, að fráför Torps stafi fyrst og fremst af því, að honum hefur ekki tekizt að ráða við þau vandamál, sem nú eru orðin áhyggjuefni allrar þjóð arinnar: viðskiptahallann við út- lönd og verðbólguna. Andstæð- ingar stjórnarinnar kröfðust gagngerðra breytinga á fjármála- stefnu stjórnarinnar fyrir ári liðnu, eftir að séð var að við- skiptahallinn við útlönd var kom- inn upp í einn milljard króna. Nú hefur hann orðið öllu meiri á síð- asta ári, og ríkisstjórninni sjálfri fullljóst, að hér verður að spvrna við fæti. Og lækning á meininu fæst ekki nema í samvinnu við at- vinnurekendastéttir þjóðarinnar, sem fylla flokk stjórnarandstæð- inga. Það er talið sennilegt, að Einar Gerhardsen sé líklegri mað ur til að geta brúað djúpið milli andstæðinganna, en Torp var, og þessvegna hafi verið skipt um stjórn. í hinni nýju stjórn verða sex AÐALFUNDUR Langholtssafn- aðar var haldinn í Laugarnes- kirkju sunnudaginn 12. desember s.l. kl. 6,15 e. h. að aflokinni messu. Form. safnaðarnefndar, Helgi Þorláksson kennari setti fundinn og gaf skýrslu um liðið starfs- tímabil. Starfið í sókninni hefur gengið vel, þrátt fyrir ýmsa erf- iðleika, sem við er að etja. Barnasamkomur, sem haldnar hafa verið í íþróttahúsinu að Há- logalandi, hafa verið mjög vel sóttar og þegar mest hefur verið, hafa hátt á sjöunda hundrað börn mætt. Vegna þess hversu léleg húsakynni eru, ríkir nokkur óvissa urn það hvernig halda skuli barnastarfinu áfram. Kvenfélag hefur og starfað af mildum dugnaði og fórnfýsi og hefur það meðal annars gefið 42 kyrtla til afnota fyrir fermingar- börn safnaðarins. Unglingafélag, sem nefnist „Hálogaland“ og telur um hálft annað hundrað meðlimi, hefur haldið fundi með fjölbreyttri efn- isskrá. Kirkjukorinn hefur æft af kappi og fyrir utan venjulegan safnaðarsöng hefur hann haldið kvöldvöku til óblandinnar ánægju fyrir safnaðarfólk. Fjáröflunarnefnd hefur verið starfandi og flutti Vilhj. Bjarna- son forstj. skýrslu um árangur- inn, en safnast hafa um 112.000 krónur í peningum og vinnulof- orð við væntanlega kirkjubygg- j nýir ráðherrar. Halvard Lange situr áfram sem utanrikisráð- herra, enda hafa allir flokkar nema kommúnistar verið sam- mála um stefnu hans. Sömuleiðis verður Birger Bergersen mennta málaráðherra áfram. En um einn af mönnunum, sem Gerhardsen hefur valið sér til samverka- manns, er líklegt að mikið verði deilt. Það er Hauge, sem var her- varnaráðherra i fyrri stjórn Ger- hardsen og mjög deilt um starfs- hætti hans þá. Hann á að verða dómsmálaráðherra nýju stjórn- arinnar. SÍLIÍA’EIÐARNAR eru ekki byrjaðar ennþá. Síld- in er að vísu komin, rannsókna- skipið „G. O. Sars“ tilkynnti komu hennar fyrir rúmri viku, og á mánudaginn voru veiðiskip- in til taks, hundruðum saman. En. síðan hafa verið verstu veður ;á síldarmiðunum. Reknetabátár hafa farið út en ekki fengið nerrta lítið, þrátt fyrir mikla síld. Og herpinótabátar geta ekki athafn- að sig. Fiskimennirnir eru orðnir langeygðir eftir gæftunum, og telja sér margra milljón króna tjón að óveðrunum, hvern dag sem það stendur. Skúli Skúlason. Leyfisumsókn þessari var synj- að öllum til mikillar undrunar. Samþykkc var að leita til húsa- meistara ríkisins, um tillöguuþp- drátt að væntanlegri kirkjubygg- ingu eins fljót og kostur er. Vegna húsnæðisvandræða prestsins samþykkti fundurinn eftirfarandi tillögu: „Þar sem ekki hefir enn verið íundin end- anleg lausn á húsnæðisvandamáli prestsins, þá óskar safnaðarfund- urinn þess eindregið, að ríkis- stjórnin hlutizt til um það, að prestssetuirhús verði reist í sókn- inni sem allra fyrst. Ennfremur furðar fundurinn sig á því, að hlutaðeigandi stjórn- arvöld skuli hafa verið ;;vo r.innu- laus í húsnæðisþörf hinna nýju presta í Reykjavík, sem raun feer vitni.‘ Umræður urðu nokkrar um mál safnaðarin.- og tóku ýmsir.til máls. Vegna fráfalls frú Lilju Jónas- dóttur, sem sæti átti í safnaðar- stjórninni, var kjörinn varamað- urinn örnóifur Valdimarsson. Safnaðarstjórn skipa nú eftir- taldir menr.: Helgi Þorláksson, form., Magnús Jónsson .frá Mel ritari, Sveinbjörn Finiisson, gjald keri, Helgi Elíasson og Örnólfur Valdimarsson. Varamenn eru Vilhj. Bjarna- son, Bergþór Magnússon og Báfð- ur Sveinssen, er hlaut kosningu í stað Örnólfs Valdimarssohar, sem tók sæti í aðalstjórninni. ingu, sem nemur um 100 dags- verkum, auk þess hafa presti safn aðarins, séra Árelíusi Níelssyni, borizt margar peningagjafir til byggingarinnar. í forföllum gjaldkera safnað- arins las form. reikningana og flutti skýrslu við þá. Tekjur | reyndust á árinu kr. 78.683,00 og j afgangur til næsta árs eftir að kostnaður hefur verið dreginn frá kr. 10,736.29. Kirkjudagarnir tveir, sem haldnir hafa verið seinni hluta1 ágústmánaðar haía reynzt drjúg 1 tekjulind fyrir söfnuðinn. Aðalmál fundarins var að sjálf- sögðu kirkjubyggingarmálið, en sótt hafði verið um fjárfestingar- ( leyfi fyrir hluta af kirkjunni,! með það fyrir augum að nota hann til safnaðarstarfs, þar til kirkjan er að fullu reist. Safnarfulltrúi er dr. Björn Björnsson hagfræðingur. Eftir að torm. og prestur safn- aðarins höfðu flutt þakkir fyrir vel unnin störf í þágu safnaðar- ins, lauk síðan fundi með því, að sunginn var sálmurinn: „Son Guðs ertu með sanni“. Engin kol fyrir eiiniesíirnar BERLÍN — Austur-þýzka sam- göngumálaráðuneytið hefir ákveð ið að fækka ferðum járnbrautár- lesta. Frá 24. jan. til 3. apríl falla niður ferðir 12 hraðlesta. Einkum mun þetta bitna á eftirfaraiidi járnbrautarleiðum: — Berlin, Erfurt, Dresden — Rostock, Dresden — Chemnizt og Halle — Leipzig. Sennilega á þessi ráð- stöfun rót sína að rekja til kola- skorts. Aðatfundur Langholtssánar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.