Morgunblaðið - 05.02.1955, Page 9
Laugardagur 5.febrúar 1955
MORGUNBLAÐIÐ
8
Tíu daga einangrun þjarmaðil
mjög að skozkum hændum
STÓRHRÍÐIN, sem geisaði um
Skotland fyrir nokkru, hef-
ur dregið athygli manna að bú-
skaparháttum og ævikjörum
þeirra bænda, er nyrztir búa í
landinu. Mikill hluti Norður-
Skotlands var einangraður um
tíu daga bil vegna fannkomu, og
urðu afleiðingar þess með þeim
ódæmum, að víða hélt við hungri,
svo illa höfðu bændur búizt við
vetrarkomu. íslenzkir bændur
eru margir hverjir svo fornbýlir AD HALFIJ BORGARMENN
enn, að þeir afla sér mikils vetr- J Bændur eru ekki lengur sveita-
arforða og þurfa ekki að leita sér menn í gömlum skilningi þess
til fanga í hverri viku, og eiga I orðs, þegar þeir geta ekki kom-
því örðugt með að skilja, hvers izt af neina viku án þess að fá
vegna skozkir bændur eru svo mat að, enda getum' við með
óforsjálir að treysta á aðkeypta sanni sagt, að skozkir bændur
matvöru næstum daglega. | séu að hálfu ieyti borgarmenn.
Þeir freysta á aðkeypfa
snatvöru uæstum daglega
'réfkorn frá SMandi effir Mapús Magnússon
Sogsrafmagn komið á alla
bæi í Hraungerðishreppi
enda urðu fiestir uppiskroppa
fáum dögum, skepnum var
skammtað heidur knappt unz
bætt var úr eklunni
I
Sú var þó tíðin, að bændur
hérna bjuggu sig undir langan
vetur og harðan. Þeir áttu sér
skemmufylli af mat, kistur
En enginn skyldi þó kenna þeim
einum um þessa hætti. Svo margt
ungt fólk hefur flutzt þaðan á
undanförnum árum, að mikill
á | hundruð manna áhöfn. Voru bök-
' uð brauð þar handa almenningi
og þangað flugu þyrilvængjur, er
dreifðu mat yfir byggðir. Auk
matar varð að taka mikið magn
af heyi og korni handa skepnum,
Og kostaði öll sú útgerð milljónir
króna.
Þó var mikill áhugi bænda, að
forðast fjárfelli, enda varð hann
næsta lítill. Tvo daga áður en
hríðin skall á var logndrífa, og
þá tókst bændum að smala fé
sínu heim úr fjöllum.
Frá skozkum bóndabæ. — Til hægri
sem hefir setzt á túniff. Ekki er nú
dæma.
á myndinni sést þyrilvængja,
fönnin mikil af myndinni að
haframjöls, tunnur með saltsíld
og saltkjöti. Nú er enginn þeirra
matbirgur lengur en svo, að end-
ast megi til fárra dægra, hungur-
vofa fylgir harðviðri eins og nótt
degi, nema aðfengin hjálp geti
borgið þeim.
BANNAÐ AÐ HAMSTRA
Á STRÍÐSÁRUNUM
Hver ósköp valda þessari
breytingu? — Ein orsökin er
skömmtun, sem hófst á stríðsár-
unum. Þá varðaði við lög að
fyrna mat, bændur urðu undir
sömu sök seldir og aðrir, þeir
urðu að kaupa sér vikuskammt
í einu, en sláturfé þeirra varð að
senda til löggiltra sláturhúsa,
þung viðurlög lágu við að slátra
því heima. Á sama tíma komust í
tízku nýir verzlunarhættir með
sveitamönnum, farandsala á
hvers konar nauðsynjavörum. —
Þá fór slátrarinn að heimsækja
hvert kot með vikuskammtinn af
kjöti, bakarinn kom með nýtt
brauð tvisvar í viku. Nú er sveita
fólki yfirleitt svo undarlega far-
ið, að því þykir aðfengin brauð
betri en heimabökuð, og þess
vegna varð það mikil freisting
að hætta öllum bakstri og kaupa
ný brauð, eftir því sem þörf
krafði. Menn hættu að fylla mjöl-
kistur sínar að hausti.
Nú eru vegir í Norður-Skot-
landi næsta slæmir, svo að ekki
þarf mikla snjókomu til að um-
ferð stöðvist. Þó hefur þetta fyr-
irkomulag verið látið dankast,
enda hefur aldrei kreppt svo
illilega að sem nú. Auk matar-
skorts bættist fóðurekla við. Síð-
astliðið sumar var óþurrkasamt
og fóðurfengur með allra minnsta
móti. Bændur hafa vanizt því að
kaupa fóðurbæti smám saman,
hluti íbúanna er njótandi elli-
styrks, og verður að lifa af viku-
legum greiðslum. Þeir hafa vit-
anlega ekki efni á að eiga kýr,
svo að þeir verða að treysta á
daglegar mjólkursendingar eins
og bæjarmenn.
En þegar í harðbakkann slær,
verða þessir bæjarlegu sveita-
menn illa úti. Þeir eru hættir að
laga sig eftir náttúrulegum að-
stæðum og verða því ofurseldir
hvers konar miskunnarleysi höf-
uðskepnanna. Eftir þriggja daga
fannfergi um daginn, urðu sjötíu
þúsundir manna að leita á náðir
ríkisvaldsins til að bægja hung-
urvofinni frá fannbörðum dyr-
um. Þá voru sendar þangað flug-
vélar úr flugher og flota, auk
þyrilvængja, og vörpuðu matar-
pökkum niður til að slökkva
mesta hungrið í bændum. Stórt
móðurskip flugvéla var sent
norður fyrir land, er hafði átján
BÆNDUM SJALFUM
AÐ KENNA
Ríkisstjórninni var lítt um það
gefið að þurfa að ausa út fé til
að hjálpa forsjárlausum bændum.
Því sendi hún einn ráðherra
norður til nyrztu héraðanna að
rannsaka orsakir vandræðanna,
þegar öll þessi ósköp í náttúrunni
voru um garð gengin. Ráðherr-
ann komst að þeirri niðurstöðu,
að ófarimar væru bændum sjálf-
um að kenna, þeir hefðu svikizt
um að birgja sig upp af mat. —
Þetta þótti mörgum ósvinnur úr-
skurður, þar sem margir Hálend-
ingar eiga erfitt með að fyrna,
heldur verða þeir að kaupa sér
nauðþurftir sínar tíl eins dags eða
tveggja. Auk þess má segja, að
kotbændur eigi kröfu á sömu
þægindum og félagar þeirra í
bæjum. Hvers vegna ætti að saka
þá um það, að þeir notfæra sér
heimsendingar verzlana og ann-
að því um líkt? Ráðherrann lét
þó svo um mælt, að hafa þvrfti
á takteinum þyrilvængjur til að
bjarga sjúklingum til spítala og
nýtízku snjóplóga til að ryðja
vegina, ef slíkar fannir leggjast
aftur yfir Hálöndin.
SKÍDIN KOMU AG GÓÐUM
NOTUM
Norður á Katanesi, í einu litlu
þorpi, urðu menn snemma mat-
arlausir, en tæpum tíu kílómetr-
um þaðan var annað þorp, sem
bjó við nægtir. En svo aumir
voru þorpsbúar, að þeir gátu
ekki komizt spönn í burtu, og
enginn treysti sér til að vaða
snjóinn til næsta þorps eftir mat.
Það varð þeim til bjargar, að þar
var norskur vinnumaður á næstu
grösum, og átti skíði, sem hann
hafði tekið með sér frá Noregi til
minja. Nú fer hann eftir mat og
bjargar „Kötum“ frá hungri. En
þetta dæmi hefur orðið til þess,
að yfirvöldunum hefur skilizt
gagnsemi skíða og hvetur Norð-
lendinga til að eignast þau, nema
fátækt hamli.
Þyrilvængjur voru notaffar til þess aff flytja
. staddra bænda frá flugvélamóðurskipi, sem var
Skotlands.
matvæli til nauff-
viff norffurströnd
LAUGARDAGINN 29. jan. s.l.
var haldin innsveitar-
skemmtun í Þingborg í Hraun-
gerðishreppi, í tilefni þess að
komið er Sogsrafmagn á alla bæi
sveitarinnar. — Samkoman hófst
með sameiginlegri kaffidrykkju,
þar sem mættir voru næstum all-
ir hreppsbúar, sem að heiman
gátu komizt.
Oddviti hreppsins, Ágúst Þor-
valdsson, Brúnastöðum, setti
samkomuna með ræðu og skýrði
frá framkvæmdum í sambandi
við rafmagnið. Taldi hann að
bændur hreppsins væru búnir að
leggja fram um eina milljón
króna til þeirra framkvæmda,
sem skiptist nokkuð að jöfnu
milli heimtaugargjalds, raflagna
í hús og ýmis konar rafmagns-
tæki. Þetta gerir að meðaltali
j um 30 þúsund krónur á hvert
býli.
Því næst tók til máls Gísli
Jónsson, hreppstjóri, Stóru-
Reykjum, en hann var oddviti
hreppsins á þeim tíma, er aðal-
undirbúningur málsins og fyrstu
framkvæmdir fóru fram. Rakti
hann sögu rafmagnsmálsins inn-
an sveitarinnar frá byrjun. Hófst
það með því, að hreppsnefndinni
barst bréf frá raforkumálastjórn-
inni í byrjun maí 1947. Hinn 16.
maí 1947 var svo haldinn almenn-
ur hreppsfundur um málið, þar
sem allir umráðendur jarða í
sveitinni voru mættir. Hrepps-
nefndin hafði undirbúið málið og
lagði fyrir fundinn tillögu þess
efnis, að allir hreppsbúar óskuðu
eindregið eftir að fá rafmagnið
sem fyrst. — Umræður urðu
miklar og voru allir fundarmenn
á einu máli um, að styðja tillögu
hreppsnefndar og var hún sam-
þykkt með undirskrift allra
fundarmanna. Jafnframt tók
hreppsnefndin ábyrgð á öllum
skuldbindingum hreppsbúa gagn-
vart rafveitunni — um heim-
taugargjald — en á þeirri ábyrgð
hefur aldrei þurft að halda. Síð-
an hefur þetta þokast áfram stig
af stigi. Byrjað var á fram-
kvæmdum við háspennulínuna
1949 og kveikt á fyrstu ljósunum
19. des. 1950 og þeim síðustu fyrir
s.l. jól. — Þetta var frásögn Gísla
á Reykjum.
Að lokinni kaffidrykkju
skemmti fólk sér við leiksýningu,
kvikmyndasýningu og dans fram
undir morgun.
FRAMFARIR f HREPPNUM
í 10—15 ÁR
Fyrst farið er að segja fréttir
úr Hraungerðishreppi langar mig
að bæta hér dálitlu fleiru við af
framkvæmdum síðustu 10—15
ára.
Má þá fyrst nefna, að töðu-
fengur hefur rúmlega þrefaldast
I síðan um 1940, þrátt fyrir frekar
erfið ræktunarskilyrði. Naut-
gripir eru nú um 18 á býli og
hefur fjölgað um hálft þriðja
hundrað síðan um 1940. Sauðfé
er um 50 á býli, enda nýbúin að
fara fram fjárskipti, en fjölgar
ört.
Á sama tíma hafa verið endur-
byggð íbúðarhús úr varanlegu
efni á helmingi býla, auk fjölda
annara bygginga, svo sem all-
margra nýtízku fjósa, með til-
heyrandi hey- og áburðargevmsl-
um. Þá hafa margir reist vandað-
ar verkfærageimslur o. fl. —
Súgþurrkun er á nálega þriðja
hverjum bæ og mjaltarvélar á
hverjum fjórum.
Þá má geta þess, aff upphleypt-
ur bílvegur er heim á hvern bæ
og hefur mikið af því veriff unn-
iff í félagsvinnu, meff skyldudags-
verkum hreppsbúa.
Þá má að síðustu geta þess, að
þrír af hverjum fjórum búerid-
um eigi dráttarvél með miklu af
tilheyrandi verkfærum, bæði til
heyskapar og jarðræktar, auk
þess allmargir bílar til heimilis-
nota.
Má vera að einhvern fýsi að
heyra um rekstrarútgjöld heim-
ilanna vegna rafmagnsins. Því ev
erfitt að svara. Fer það vitanlega
eftir stærð heimila og fjölda raf-
knúinna heimilistækja. Þó hygg
ég ekki fjarri lagi, að ætla þurfi
brúttó-arð af einni kú til þeirra
hluta. Er þá reiknað með raf-
magnupphitun og súgþurrkun.
Fullyrða má, að allir eru
ánægðir með að hafa fengið raf-
magnið og mundu ekki vilja
missa það fyrir nokkurn pening.
Það er aðeins einn liður, §em
bændur eru mjög óánægðir með,
en það er fastagjaldið af súg-
þurrkunarmótorunum. Vonandi
fæst leiðrétting á því áður en
langt líður og skal ekki farið
frekar út í það.
Þetta er orðið lengra mál en
ég hafði ætlað í upphafi og þvkir
kannske ekki merkilegt til frá-
sagnar, en þess ber þó að gæta,
að bak við þessar framkvæmdir,
stendur fólk í litlu sveitafélagi,
sem telur um 230 íbúa, þar af um
130 á aldrinum 16 til 67 ára. Hygg
ég þá að öllum megi Ijóst vera,
að hér er ekki setið auðum hönd-
um og hér hevrist aldrei minnzt
á 40 stunda vinnuviku.
Ölvesholti, 30. 1. 1955.
Runólfur Guffmundsson.
Hagslætf og mi!t
Fréttaritari hlaffsins í Breiff-
dal skrifar 6. jan.:
TÍÐARFAR hefur verið hag-
stætt og milt, það sem af er
vetri. Haglaust mátti kalla frá því
á jóladag og fram á nýjársdag,
en nú auð jörð og blíðveður dag
hvern. Bændur í útsveitinni tóku
ekki fénað fyrr en um jól, og
sumir munu sleppa aftur ef veð-
urblíðan heUt um sinn.
Rjúpnaveiðar stunduðu all-
marrir fvrir hát’ðar. Gnægð var
af riúpum. svo duglegustu skvtt-
ur fengu 70 til 80 á dag þegar
bezt gekk.
Talsvert var um bvpgingafram-
kvæmdir á s.l. ári, t.d. allvíða
bvggð fjárhús i baust. því bú-
stofn vex nú með hverju ári.
Bp OTTFT TTTNINGUR
Tvær fjölskvldur tóku sig upp
í haust og fluttu til Reykiavíkur.
og standa bæirnir mannlausir í
vetur. en ungir bændur hafa
ákveðið búskap á báðum jörðun-
um með vorinu. Það eru jafnan
alvarleg t;ðindi, frá sjónarhóli
sveitamanns, er fólk hópast frá
mold til malar. — Á s.l. ári fluttu
burt bæði héraðslæknirinn, Þor-
steinn Sigurðsson, og kaupfélags-
stjórinn. Biörn St.efánsson. Þeir
voru að vísu ekki búsettir i
Breiðdal. en störfuðu samt báðir
fyrir bessa sveit, og nutu, að
verðleikum almennra vinsælda
og trausts.
RAFOFKUMÁL
í árslokin fengum við boð-
skapinn um raforkuframkvsemd-
ir hér, og marga sett.i hlióða. —
Bónda einum varð að orði: Þetta
músarholusjónarmið hefði ekki
orðið skjal.fest, ef við hefðum
átt Árna Eylands fyrir fulltrúa
á Albingi.
Hér er ekki staður til að rök-
ræða þetta mikla mál. en hugsið
■''kkur bara hvað 2400 kw. eru
fvrir allt Austurland? Hér er far-
ið af stað með svo smásmuglega
virkjun, að vantrú ráðandi
manna í rafmagnsmálum á fram-
tíð Austurlands, verkar lamandi
á alla hugsandi Austfirðinga. Ef
nokkur alvara er í snakkinu um
jafnvægi í byggð landsins, dugir
ekkert annað hér eystra en
gnægð rafmagns og stofnsetning
iðjuvera. Það verða ráðandi
menn í Reykjavík að láta sér
skiljast. — P.G. j