Morgunblaðið - 06.02.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.02.1955, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID Sunnudagur 6. febrúar 1955. Halldór Daníelsson fyrrv. bœjarfógefi EINN af merkustu og mikilvirt- ustu embættismönnum hér i Heykjavík á öldinni sem leið og fram á þessa öld, var Halldór Daníelsson. Hann var sonur sr. Daníels Halldórssonar, er var eóknarprestur að Hrafnagili Eyjafirði. Var hann virðulegur preláti og mikill kennimaður á sínum tíma. Fæddur var Halldór að Hrafna gili 6. febrúar árið 1855, svo i dag «ru liðin hundrað ár frá fæð- ingu hans. Ungur gekk hann i Jjatínuskólann hér í Reykjavík og að loknu stúdentsprófi sigldi hann til Kaupmannahafnar og stundaði þar lögfræði. Hann sneri heim að loknu prófi árið 1883. 3>að sumar fékk hann sýslumanns ■embættið í Dalasýslu og hélt því embætti til ársins 1886, en það ár var hann skipaður bæjarfógeti hér í Reykjavík. Nokkrir samtíðarmenn og vin ir Halldórs hafa farið þess á leit að hans yrði minnzt hér í blaðinu í dag. Er mér það ljúft, að svo miklu leyti, sem efni standa til, «n því miður eru það tilfinnan- lega fáir, af samtíðarmönnum lians, er nú geyma svo glöggar minningar um hann, að þeir geti skýrt mér greinilega frá þessum grandvara og geðþekka manni. Frk. Thora Friðriksson hefur sagi mér, að einn af starfsmönnum bæjarfógetans Halldórs Daníels- sonar væri Jón Sigurðsson, sem lengi var skrifstofustjóri borgar- stjóra hér í bæ. „Ég' gekk í þjónustu Halldórs bæjarfógeta í nóvember árið 1903,“ segir Jón, „og var starf- andi sem skrifari hans fram að þeim tima, sem hann lét af bæj- arfógetastörfum, eða til 31. des. 1908.“ Fyrstu árin, sem Halldór var búsettur hér í bænum eftir að hann fluttist úr Dölunum, bjó hann í hinu nafntogaða húsi „Glasgow". Síðan keypti hann hús Schierbecks landlæknis, hús það í trjágarðinum gamla í Mið- bænum, er síðan hefur löngum verið við hann kennt og kallað „bæjarfógetahús", en garðurinn er, sem kunnugt er, fyrsti kirkju- garður Reykjavíkur. Áður en Schierbeck tók að stunda læknisfræði hafði hann lagt fyrir sig garðyrkjustörf, og liafði hann mesta áhuga á þeim efnum, enda reyndist hann þau ár sem hann dvaldist hér á landi hinn nýtasti og liðtækasti maður við að koma fótum undir garð- yrkju almennings hér á landi. Þau Schierbeck og kona hans umbreyttu hinum forna kirkju- garði staðarins í trjáreit og mat- jurtagarð, og var öll umgengni á ‘þeim stað hin snyrtilegasta, og eins meðan Halldór Daníelsson og kona hans, Anna, önnuðust garðinn. En þá voru það fáir Reykvíkingar er sinntu garð- yrkju. Á fyrstu árum Búnaðarfélags Islands fyrir og um aldamótin :varð liðtækur maður til þess að leggja þar hönd á plóginn, sem um munaði er var Einar Helga- son síðar garðyrkjustjóri. Fetaði hann dyggilega í fótspor læri :meistara síns, Sehierbecks, jgarðyrkjunni, bæði í daglegum (Störfum og eins þegar hann hóf ,að semja sín prýðilegu alþýðurit um hagnýtar leiðbeiningar í garðræktinni. En það kom greini- _lcga í ljós, að hann studdist mjög eindregið við leiðbeiningar hins fyrsta forseta hins íslenzka garð- yrkjufélags, landlæknisins. Fyrirrennari Jóns Sigurðssonar H skrifarastarfinu hjá Halldóri 'Daníelssyni var Jón G. Sigurðs- ■son síðar bóndi í Hofgörðum á Snæfellsnesi. Hann var prýðilega vandvirkur maður og ritaði af- 'burðagóða hönd. Hafði hann ver- ið skrifari hjá Páli Briem á þeim járum er Páll var sýslumaður jRangæinga. s Um embættisrekstur Halldórs segir Jón Sigurðsson m. a.: Halldór Daníelsson var í allaj staði fyrirmyndar embættismað-í ^ur. Húsbóndi var hann hinn ágætastk í Þcjiif; serm umgengupt — Aldarminníng — hann og höfðu af honum náin kynni, vissu, að hann mátti ekki vamm sitt vita; var prýðismaður, sönn fyrirmynd í allri háttprýði og hegðun. Röggsamur var hann í hvívetna og vildi láta til sín taka. Sýndi það sig tiltölulega snemrrra, að embætti það sem hann átti að annast, var svo um- fangsmikið og argsamt að hann varð slitinn að kröftum um aldur fram. Um það leyti sem Halldór Daníelsson tók við bæarfógeta- embættinu voru um 3500 manns hér í Reykjavík. Mannfjöldi fór hér ört vaxandi, svo árið 1908 voru hér alls 11 þúsund. Mikil störf hlóðust árlega til viðbótar á bæjarfógetann, þar sem hann varð að annast öll venjuleg lög-; reglustjórastörf, dómarastörf, skatta- og tollheimtumál Lands- sjóðs, vera uppboðshaldari bæj- armanna, borgarstjóri og annast formennsku allra nefnda bæjar- stjórnarinnar, svo óhætt var um það, að starf hans var hið ónæð- issamasta embætti landsins. — Leysti hann öll störf sín vel af hendi, svo til fyrirmyndar var, því hann var gæddur miklum hæfileikum, reglusamur og kost- gæfinn í hvívetna og vakti yfir fjárhag bæjarins og lét sér sífellt annt um að hann væri í góðu lagi. En þá reyndi á útsjón hans og framtak, þegar vatnsveita Reykjavíkur kom til sögunnar, sem var hið vandasamasta verk á þeirra tíma mælikvarða með aðstæðum í verklegum efnum, sem þá voru hér. Starfinu og vinnutímanum á skrifstofu bæjarfógetans á þeim árum sem Jón Sigurðsson var þar skrifari lýsti hann á þessa leið: „Vinnan hófst kl. 9—10 á morgnana. Þá var snæddur morg- unverður kl. 10—11, lokað frá kl. 2—4 en opið aftur frá kl. 4—7. En mér var það vel kunnugt, að bæjarfógeti sjálfur vann venju- lega til kl. hálfeitt að nóttu og auk þess meira og minna á öll- um helgidögum. Eitt var það einkenni Halldórs Daníelssonar, hve mikils hann mat heiður embættisins og hve honum sárnaði það í hvert skipti, sem honum fannst að einhver af hinum fjölmörgu viðskiptamönn- um hans sýndi embætti hans ó- virðingu. Hann var hinn staki reglumaður í þeim efnum er lét sig jafnan skipta miklu, að hver maður bæri virðingu fyrir hon- um sem embættismapni. Ég man eftir einu atviki úr embættistíð hans á þessum árum, er bar greinilegan vott um þennan streng í fari hans. Á þeim árum var mikið um uppboð og húsa- brask hér í bænum. Einn þeirra manna, er stundaði nokkuð þá iðju og þurfti þá af eðlilegum ástæðum að staðaldri að hafa náin kynni af veðbókum og veð- bókarvottorðum, hætti sér út á þann hála ís að verða til þess að einn nafntogaður borgari bæjar- ins lét hafa það eftir sér í opin- beru blaði að veðbókarvottorðin hjá bæjarfógetanum væru ekki sem áreiðanlegust, og að em- bættisfærslan væri yfirleitt í megnustu óreiðu. Undir eins og þessi grein kom fyrir augu bæjarfógeta fór hann fram á það, að ríkisstjórnin setti setudómara til að framkvæma rannsókn og dæma í þessu máli, svo það upplýstist gersamlega, hvort nokkuð væri hæft í þess- um sakaráburði eða ekki. Setu- dómarinn kom innan skamms en Halldór lét ekki á sér standa með öll nauðsynleg gögn í málinu. Yfirheyrslur út af ákærunum á bæjarfógetann hófust snemma dágs. Þeím linrjti ekki fyrr en komið var fram á kvöld en þá var svo komið’ að málin virtust fn I Ikomlega' upplýst. Enda gat h'áitn ekki þugsað sér að slaka á 'rannsókn*fýrr cn hahn lie’fðí full- komlega verið hreinsaður af þeim. Dómur gekk síðan í málinu og var bæjarfógetinn algjörlega sýknaður af öllum atriðum ákær- unnar. Þegar Halldór Daníelsson hafði gegnt bæjarfógetastarfinu í Reykjavík í 22 ár, reyndist ger- samlega ómögulegt að sami mað- ur gegndi svo vandasömu og margbrotnu starfi, enda rak nú að því, að bæjarstjórnin varð at hafnasamari en hún áður hafði verið, þar sem hafnargerð kom á dagskrá og hin umfangsmikla vatnsveita til höfuðstaðarins. Hinn 31. des. árið 1908 hvarf Hall dór frá því starfi, enda var nú kosinn borgarstjóri í fyrsta sinni í Reykjavík, sem var þáverandi bæjarfógeti í Hafnarfirði, Páll Einarsson. Halldór Daníelsson tók á árinu við dómarastörfum í yfirréttinum 1. jan. 1909. Síðar varð hann hæstaréttardómari, þegar hæstiréttur var stofnaður. Gengdi hann því embætti til dauðadags. Hann andaðist 15. september 1923. inn var svo mikil, að aldrei varð neinn misbrestur á því. Það kom sér vel hversu honum var létt um allar ákvarðanir og úrskurði í stórum og smáum málum, því hann féll aldrei fyrir þeirri freist ingu að láta málaafgr. dragast á langinn. Því eins og þér vitið þá hafa valdsmenn tvennan hátt á þessu. Sumir liggja á því leiða lagi að láta málin dragast úr hömlu og hliðra sér hjá að kveða upp úrskurði í málum. Þeir, sem halda fullri reglu og kveða upp úrskurði sína baka sér stundum óvildar frá hendi málsaðila og jafnvel stundum eru þeir svo ó- ! heppnir að hreppa óvild frá báð- um málsaðilum, en Halldóri varð aldrei sleipt á því að lenda í und- andrætti með úrskurði sína. í minni tíð kom það aldrei fyrir, að dómar Halldórs féllu þegar óhæfilega langt var liðið frá því að hann skyldi fella dóma sína. Þar kom fram vammleysi hans í þessum efnum. Halldór Daníelsson var önnum kafinn við embættisstörf sín og skipti sér lítið af öðrum málum. T.d. stjórnmál leiddi hann venju- lega hjá sér. Þangað til allt í einu að hann brá frá venju sinni á efri árum sínum og bauð sig þá fram til þings, en varð fyrir von- brigðum um fylgið. Á árunum þegar ég var full- trúi Halldórs Daníelssonar hafði ég það starf á hendi, að annast uppboð í bænum. Er mér minnis- stætt frá þeim árum atvik, sem ER ég kom að máli við Halldór Júlíusson, fyrrv. sýslumann, til að fræðast af honum um Hall- dór Daníelsson, komst hann að orði á þessa leið: — Það skal tekið skýrt fram til að fyrirbyggja allan misskiln- ing, að ég var alls ekkert skvld- ur Halldóri Daníelssyni. Hann var tengdasonur Halldórs Frið- rikssonar, yfirkennara, því kona hans, Anna, var dóttir Halldórs. Þegar ég á að lýsa þessum heið- ursmanni í fáum orðum, þá verð- ur að mínu áliti honum réttast og nákvæmast lýst með því að taka skýrt fram, að hann var í hví vetna vammlaus maður. Skvldu rækinn í hvívetna og lét sér annt um að öll embættisfærsla hans væri í fullkominni reglu. Em- bættisannir hans voru jafnan miklar því hann var í allri bæj- arfógetatíð sinni, átti þess lítinn kost að ráða til sín nægilega starfskrafta sér til aðstoðar. Full- trúar hans, áður en ég tók við fulltrúastörfum, voru þeir Guð- mundur Guðmundsson, faðir Lúð víks Guðmundssonar, skólastjóra og Ásmundur Sveinsson. Halldór Daníelsson var ávallt í allri dag- legri framkomu sinni mjög virðu legur maður, og ég hygg það rétt að hann væri meira virtur en elskaður af almenningi hér í bæ. Vinnuskilyrðin á bæjarskrifstof- unni voru framúrskarandi erfið, því við starfsmennirnir urðum að hafast við fjórir, allir í litlu herbergi í húsi hans. Þar var sífelldur erill, af mönnum, sem komu til að spyrja um allt milli himins og jarðar er viðkom bæj- arfógetaembættinu. Svo ekkert næði varð til að afgreiða menn á skipulégan hátt. Störfin hlóð- ust á bæjarfógeta og þurfti hann að hafa sig allan við til þess að afgreiða allt er hann hafði með höndu|n,_á réttum tíma. En kost- gæfni hans við embættisreks^iji;- varð eftirminnilegt í bæjarlífinu. Eitt sinn á sólríkum sumardegi, fékk ég það hlutverk að efna til nýstárlegs uppboðs er var gert í því skyni að losna við hrönn af allskonar skrani, sem árum sam- an hafði verið í fjörunni við höfnina. Brimið hafði myndað fjörukamb, en sjórekið skran var eftir endilöngum kambinum. Þar var m.a. brak úr bátum er rekið hafði á land, bútar af akkerisfest- um og allsskonar dót, sem menn höfðu látið eiga sig þar sem það var komið. Nú þegar til átti að taka og fjarlægja allt þetta rusl, urðu margir bæjarmanna til þess að lýsa eignarhaldi sínu á skran- inu. Þeir lýstu því með allhvat- víslegum orðum, að þetta væri þeirra eignir enda þótt þeir hefðu ekki árum saman látið á því bera eða haft í frammi nokkra tilburðí um að lýsa þessu eingarhaldi sínu allt fram til þeirrar stundar er uppboðshaldarinn, sem var ég, gerði sig líklegan til að fjarlægja allt þetta skran af kambinum. Þarna var Halldóri Daníelssyní rétt lýst (Sennilega hefur einnig bæjarstjórn haft hér fingur í spilinu um þessa ákvörðun, að hreinsa kambinn, en um þetta man ég þó ekki). Hann tók sig íram um aukna hirðusemi í bæn- um og lét að sjálfsögðu þegar út í það var komið, að láta sama yfir alla ganga um tiltektir og þrif í fjörunni fram undan höfuðstaðn- Ritstjoraskipti við Ægi 9 Lúðvik Kristjánsson lætur af störfum fiskimálastjóri tekur við NÝLEGA er út komið rit Fiskifélags íslands, Ægir. Er það 1. hefti, 48. árg. Hefur Lúðvík Kristjánsson, sem verið hefur ritstjóri þess s. 1. 17 ár, látið af störfum við það, en við ritstjórn tekið Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri. Við lok síðasta árs lét Lúðvík Kristjánsson af ritstjórn Ægis eftir að hafa gegnt því starfi um 17 ára skeið. Hefur hann því ver- ið ritstjóxú rúmlega þriðjung af æviskeiði ritsins, segir í grein í Ægi þar sem Lúðvík er kvaddur og honum þökkuð störf í þágu ritsins. RITVERK UM ÍSLENZKA ÞJÓÐHÆTTI TIL SJÁVAR Stofnandi ritsins var Matthías Þórðarson frá Móum og átti hann það upphaflega sjálfur. En nokkru eftir að Fiskifél. íslands það upphaflega sjálfur. En nokkru eftir að Fiskifélag ís- lands var stofnað tók það að sér útgáfu ritsins og hefur svo ver- ið ætið síðan. Lúðvík mun þó halda áfram að gefa sig að ritstörfum fyrir og um sjávarútveginn, en hann hef- ur undanfarin ár unnið að því að safna ýmsum fróðleik um sjávarútveginn á fyrri tímum. Vinnur hann nú að miklu rit- verki um íslenzka þjóðhætti til sjávar, sem mun verða ómetan- leg heimild um þróunarsögu fisk- veiða hér á landi. KEMUR ÚT HÁLFS- MÁNAÐARLEGA Sú breyting verður gerð á út- gáfu ritsins, að það verður nu hálfsmánaðarblað í stað mánað- arblaðs og er ætlunin að það muni á þann hátt geta fluít les- endum sínum mcira nýlegt frétta efni en áður, bæði innlent og er- lent. Auk þess mun Rannsóknav- stofa Fiskifélagsins leggja til efni í ritið um rannsóknir sínar svo og birtast þættir um haf- og fiskirannsóknir, sem framkvæmd ar eru af sérfræðingum fiski- deildarinnar. Sömuleiðis verða hér eftir sem hingað til birtar ýmsar skýrslur varðandi sjávar- útveginn og sölu og útflutning sjávarafurða. Menntaskólaleikurinn 1955 „1inkaritarinn“ NÆSTKOMANDI mánudag frumsýna Menntaskólanemendur í Iðnó gamanleikinn „Einkaritarinn", eftir hinn vinsæla enska leikritahöfund Charles Hawtrey. Leikrit þetta hefur verið sýnt einu sinni áður hér á landi, 1939, og þá af Menntaskólanemendum í Reykjavík. Leikrit þetta er gamanleikur í þrem þáttum. Gerist það á ensku óðalssetri og er eitt af hinum svonefndu klassisku skopleikjum. Var höfundur þess mjög frægur á sínum tíma, og meðal annars aðlaður í Englandi fyrir leiklist- arstörf, sem var óvenju rfiikill heiður. — Leikrit þetta skrifaði Hawtrey 1884. Ákveðnar háfá verið þrjár sýningar leiksins og eru þær á mánudag, þriðjudag og föstudag. Verða ef til vill fleiri sýningar. — Leikstjóri er Einar Pálsson, Alls eru 12 hlutverk í leiknum og fer Valur Gústafsson með að- alhultverkið, og leikur einkarit- arann. — Leiktjöld eru fengin að láni hjá Leikfélagi Reykjavíicur og búninga hefur Leikfélagið og Þjóöleikhúsið lánað. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.