Morgunblaðið - 06.02.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. febrúar 1955
MORGVNBLAÐIÐ
7
Ingimundur Árnuson
söngstjóri sextugur
ÞAÐ er orðin venja, og raunar
fremur þjóðholl, að minnast
mætra og dugandi manna á
tuga-afmælum, frá fimmtugu og
upp. Reyndar vill oft brenna við,
að svoddan minni nálgist lík-
ræðu og verði þá í eyra það sem
þess á milli er í skóvarp eða tæp-
lega það varðandi sannmælin.
Einn þeirra manna, sem skylt er
að njóti sannmælis, jafnvel oftar
en á 10 ára fresti, er Ingimundur
Árnason, sem verður sextugur á
morgun (7. þ. m.) Hann hefur
komið mjög við sögu í sönglífi
Akureyrar síðastliðinn aldar-
þriðjung, sem frægt er orðið fyr-
ir löngu, og hlotið orðstír, sem
einn atkvæðamesti söngstjóri
landsins, enda er söngstjórn hans
afburða kraftmikil og ákveðin.
Svo sem kunnugt er stofnaði
Ingimundur karlakórinn Geysi,
og hefur verið stjórnandi hans
frá byrjun, að tveimur árum und-
anteknum, þar til fyrir ári síðan,
að hann lét af því starfi, og Árni,
sonur hans, tók við, afbragðs
efnilegur söngstjóri. Þá er það
ekki síður alkunna, að undir
stjórn Ingimundar hefur Geysir
getið sér frægðarorð bæði hér-
lendis og erlendis, og er það álit
mitt, að sá orðstír kórsins hafi
fyrst og fremst hvílt á persónu-
leika Ingimundar, sem gert hefur
Geysi áberandi einstæðan að sér-
kennileik. Ég efast um að til-
tölulega margir, utan þeirra, sem
reynsluna hafa, geri sér grein
fyrir því, hve starf íslenzkra
söngstjóra er mikið fórnarstarf,
og hversu taugalamandi það er
með aldri og árum. Vil ég fvrir
mína hönd og allra þeirra, sem
„verkin skilja“, færa hér með
Ingimundi hugheilar þakkir fyr-
ir mikið og óeigingjarnt starf í
þágu islenzkrar kórmenningar.
Annars hefur trúmennska og
atorka einkennt öll störf Ingi-
mundar. Hefur hann um langt
skeið verið fulítrúi hjá Kaupfé-
lagi Eyfirðinga á Akureyri, sem
er ábyrgðarmikið starf, og farn-
ast með ágætum. Um drengskap
Ingimundar get ég sjálfur vitnað
í fullri einlægni, því að enda þótt
stundum hafi ögn sietzt upp á
okkar á milli, þar eð báðir eru
örlyndir og skapstórir, og ég orð-
hákur í ofanálag, þá hef ég oft
þurft að sækja drengskapar-
bragð til Ingimundar, og aldrei
gengið þaðan „bónleiður til húð-
ar“. Eins og allir stórbrotnir
menn mun hann eiga sér óvildar-
menn, svo sem t.d. mig. svona
annað veifið. Og því veit ég, að
fjölmargir fjær og nær senda
honum hlýjar kveðjur og heilla-
óskir á þessum merku áramótum
ævi hans. Og um leið og ég óska
honum allra heilla með afmælið,
árin og eilífðina, þakka ég honum
jafnframt af alhug sérstæða við-
kynningu um tuttugu og þriggja
ára skeið.
Drottinn blessi heimilið.
Björgvin Guðmundsson.
UTS ALAIM
sem allir hafa beðið eftir
hefst á morgun.
Gardínuefni kr. 10.00 m.
Kjólatau og taft á kr. 15.00 m.
Undirföt kvenna o. m. fl.
Verzl. HELIVIA
Þórsgata 14 — sími 80354.
Tékkóslóvahío
framleiðir alls kortar
dælur:
Handdælur,
váldælur o.s.frv.
Leitið
upplýsinga
hjá:
Kristjáu G. Gíslason & Co. h.f.
Umboðsmenn fyrir:
Strojexport Ltd. Prag
Seljum eftir helgina
af fager eftirtaldar vörur:
Þýzkar þvottavélar, sem sióða,
Þýzkar þvottavindur (þurrkara, centralfugal)
Þýzka ísskápa (litla)
Amerískan ísskáp 8,3 cf. og ameríska borðlampa
(nokkur stykki, ódýraL
Upplýsingar ekki gefnar i síma.
Portland tn.t., heildverzlun
Snorrabraut 36
(Gengt Austurbæjarbíói)
*
SKOUTSALA
MIKIL VERBLÆKKUN
SKÓVERZLUN ÞÓRÐAR PÉTURSSQNAR & CO.
Aðalstrœti 18
/
I
I
I
i
I
I
3
I
8
I
8
S
I
i
I
i
S
I
I
I
I
%
TVÖ MEGIIMROK
ef þér ætlið að skipta um olíukyndingu
IÞegar gamla olíu-
kyndingartækið yðar
er farið að kosta yður
mikla vinnu og peninga, er
kominn tími til að skipta
um áhald og kaup nýtt
Gilbarco tæki, sem sér yð-
ur fyrir jötnum, þægilegum
hita árum saman, jafnframt
því að vera sparneytnasta
tækið á markaðnum.
* J Til þess að spara eldsneyti, er Gilbarco
olíukyndingartækið útbúið með sérstökum
tengli, „ECONOMY
C L U T C H“. — Tengill
þessi kemur í veg fyrir
alla óþarfa brennslu og
gerir kvndinguna bæði
hreinlegri og hljóðlátrai.'
Við munum með ánægju
veita yður allar nánari
upplýsingar.
------------ OLÍUFÉLAGIH H.F.
SÍMI 81600
I
B
I
I
l
!
1
E
B
1
f
- +