Morgunblaðið - 06.02.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.02.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 6. febrúar 1955 MORGUNBLAÐIÐ 8 Reykjavíkurbréf: Laugardagur 5. febrúar Eldneytisskorfurmn — ibúum Sandsins fjölgar ört — Rannsóknir á jarðhitanum • • nauðsynlegar — Orar framfarir í sumum sveitum Eandsins — Ræktunaráætlun Verðlaun fyrir hirðusemi og reglusemi - ráðherra — Hver er sómi íslenzkra blaða ?rá nýbýlasvæðinu vestan við Ingólfsfjall í Ölfusi. Á þessari flatneskju er nú komið eitt mesta „sam- ;ún“ á landinu, en með aukinni ræktun fjölgar þeim stöðum ört á landinu, þar sem tún margra jarða rnynda samfelld ræktarlönd. Óneitanlega eru gömlu bæirnir, er gnæfa yfir sveitirnar á ha- um hólum, tilkomumeiri til að sjá en samfelldar lágsveitir. fyrir hverja jörð Eldsneytisskorturinn í SÍÐASTA Reykjavíkurbréfi var þess lítillega minnzt hvernig vísindamenn og tæknifrömuðir líta á hvernig mannkyninu vegni á komandi árum. Er það þá til frásagnar fyrst og fremst að þeirra áliti, að við megum búast við í tiltölulega náinni framtíð, að eldsneytið, sem mannkynið býr við nú, gangi til þurrðar með svipaðri eyðslu er mannkynið notar nú af kolum og olíu, er fyrirsjáanlegt að olíulindir tæm- ast og kolanámur líka og verður þá dapurlega ástatt í menningar- löndum heims, ef eldsneytið þrýt- ur. En sem kunnugt er tók það milljónir ára í náttúrunnar ríki, að núverandi birgðir söfnuðust í iðrum jarðar. Við íslendingar fáum - vatnsorkuna í REYKJAVÍKURBRÉFI fyrir viku síðan var bent á að tiltölu- lega stæðum við íslendingar vel að vígi að standast hinn yfirvof- andi eldsneytisskort, vegna þess að við höfum vatnsorkuna í bak- höndinni til rafmagnsframleiðslu. Var þetta útskýrt nokkuð nánar. En þó sameinuð vatnsorka lands- ins, sé talin nema 25 milljörðum kwst. á ári og þetta sé álitleg upp- hæð, fyrir ekki fjölmennari þjóð, en íslendinga eins og stendur, þá vonast maður eftir því, að fólkinu fjölgi hér á landi hröðum skref- um, svo ekki verði ríflegur raf- magnsskammturinn til allra landsmanna þegar fram í sækir. Fólkinu fjölgar ört EINS og kunnugt er, eru allar líkur til, að íbúatala íslands verði um næstu aldamót nálægt því 300 þús. manna. Og með áframhaldandi fólksfjölgun eins og nú hefur átt sér stað í hálfa öld, tvöfaldast fólksfjöldinn á nálægt því 50 árum, svo ef við gerum okkur von um, svo mikla fólksfjölgun að staðaldri, fjölgar íbúum landsins næsta ört. En þegar við gerum okkur grein fyr- ir þvi, hverjar eru varanlegar auðlindir landsins, þá gefur auga leið, að þar verðum við að reikna með jarðhitanum. Fyrir nokkrum árum síðan reiknuðu verkfræð- ingar landsins út, eða gizkuðu á, hve mikill jarðhiti væri í land- inu. Niðurstaðan af þeim útreikn ingum varð sú, að tala kgkaloria af hita er kæmi sjálfkrafa upp á yfirborð jarðar, væri 25 sinnum 10 í tólfta veldi. En kalóríutala þess hita, er virkjaður hefur ver- íð á landinu, væri nú um það bil einn hundraðasti af því hita-! magni. En auk þess töldu verk- fræðingarnir að hiti, sem væri geymdur í jarðlögunum væri að kalóríutölu 13 sinnum 10 í fjórt- ánda veldi. Til samanburðar, má geta þess, að hitamagn Hitaveitu Reykjavíkur jafngilti árið 1952 40—50 þús. tonnum af kolum og var þá % hluta af notuðum jarð- hita landsins. Nákvæmar rannsóknir þurfa að koma til ÞVÍ miður hefur íslenzkum vís- indamönnum ekki unnizt tími til, að rannsaka jarðhitann hér á landi nándar nærri því svo ná- kvæmlega, er æskilegt væri. — í>ess vegna hefur bæjarstjórn Reykjavíkur og borgarstjóri gert ráðstafanir til þess, að unnið verði skipulega að rannsóknum þessum. Valdir sérfræðingar hafa verið skipaðir í nefnd til þess að rannsaka þessi mál, og eru þessir í nefndinni: Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri; Valgeir Björnsson, hafnarstjóri; Gunnar Böðvarsson, verkfræðingur, er hefur á undanförnum árum á- unnið sér mikils álits í rannsókn- um á jarðhita; Árni Snævarr, verkfræðingur og Helgi Sigurðs- son, verkfræðingur og hitaveitu- stjóri; Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur og Ólafur Páls- son, verkfræðingur. Það er áform þessarar nefndar að gera nokkurs konar yfirlitsrannsóknir með jarð borunum hér í nágrenni Revkja- víkur fyrst og fremst. Sjálfsagt er það æskilegt, að slíkar rann- sóknir nái sem víðast um jarðhitasvæði landsins. En við- búið er, að verkið sækist seint, ekki sízt meðan við íslendingar höfum ekki tök á, að hagnýta okkur hraðvirkari boranir, en við höfum nú völ á. Sprun gustef nan á Suðvesturlandi FLJÓTT á litið geta menn hugs- að sér að tiltölulega auðvelt sé að kynnast tilhögun jarðhitans svo að eðli hans og tilhögun liggi í aðalatriðum i augum uppi. En hætt er við, að þessir leyndardóm ar reynist torskildari þegar jarð- hitinn verður rannsakaður nið- ur í kjölinn. Með því að athuga innbyrðis afstöðu jarðhitasvæð- anna t. d. á Suðv.landi, þá virðist manni að nokkuð liggi í augum uppi, að jarðhitasvæðin komi aðallega fram, þar sem jarð- sprungurnar eru. T.d. ef maður fer með reglustiku yfir uppdrátt landsins suðvestanvert og reglu- stikunni er haldið í sömu stefnu og jarðsprungurnar eru frá norð- austri til suðvesturs, þá er það venjuleg regla, að i hvert skipti, sem reglustikan hittir jarðhita- svæði, þá kemur það í ljós, að reglustikan hittir fleiri jarðhita- svæði en eitt samtímis. M. ö. o. jarðhitasvæðin skipta sér um landið eftir jarðsprungustefn- unni. Má rekja hinar sam- hliða jarðsprungur í leit að jarðhita? EF marka má þetta yfirborðsyfir- lit, liggur næst að halda að mest- ur vandinn sé við jarðhitarann- sóknirnar að fylgja jarðsprung- unum. Með því móti geti menn gert sér von um að óreyndu máli að hitta á nothæfan jarðhit. Ef menn hugsa til framtíðarinnar þá verða menn að gera ráð fyrir, að þjóðin komist svo langt í rann- sóknum sínum og þekkingu á eðlisháttum landsins, að menn viti í aðalatriðum hvernig jarð- hitinn liggur í jörðinni svo gripið verði til hans, jafnóðum og menn eru tilbúnir að taka hann í notk- un. En ógerlegt er að óreyndu máli að gera sér í hugarlund, hversu mikið magn jarðhita verð- ur tiltækilegt í landinu er stundir líða. Jarðhitinn til ígripa framtíðinni HIÐ nálæga takmark í þessu mikilsverða máli er, að menn í hverri sveit á landinu viti nokk- urnveginn deili á jarðhitaupp- sprettum í sveit sinni, svo menn geti gripið til þeirra jafnóðum og þörf er á fyrir aukinn jarðhita. Þá verður það sjálfsagður hlutur, að hver sá, sem hefur fyrir því, og kostar upp á, að nota og nýta jarðhitann, verður að vera örugg ur með það, að hann haldi hita- réttindum sínum óskertum fyrir borunum nágrannanna. Óneitanlega verður það skemmtilg tilhugsun að hugsa til hinna upphituðu sveita í fram- tíðinni þar sem hitaveitur verða lagðar um þær jarðir, sem bezt liggja við slíkum mannvirkjum. Menn fá tryggingu fyrir því, að þessar veitur verði lagðar með sem hagkvæmustu móti til nota fyrir alda og óborna. Rafleiðslur komnar á á öll býli í hreppnum Svo örar eru framfarirnar i sumum sveitum landsins, að menn eiga erfitt með að fylgjast með þeim margháttuðu breyting- um, sem komizt hafa á, á siðast- liðnum árum. T.d segir bóndi einn í Hraungerðishreppi í Árnes sýslu, er hann í stuttu máli lýsir hverjar framfarir hafa orðið í hans hreppi síðustu 10—15 árin, að heyfengurinn í hreppnum hafi þrefaldast frá því á árinu 1940. Rafmagn er komið á öll býli sveit arinnar, súgþurrkun er komin á þriðja hvern bæ og mjaltavélar á fjórða hvern. Helmingur býla í hreppnum hefur verið byggður upp úr varanlegu efni auk fjölda annarra bygginga svo sem ný- tízku fjósa með tilheyrandi hey og áburðargeymslum. Margir bændur hafa reist vand aðar verkfærageymslur o. fl. Bílvegir hafa verið lagðir heim á hlað á hverju býli. Allt þetta gerist á tiltölulega fáum árum, að vísu með því móti að sveita- fólkið leggur að sér í vinnu en hagur þess blómgast að sama skapi. Bréfritarinn kemst þannig að orði að einhvern fýsi að heyra um rekstrarútgjöld heimilanna vegna rafmagnsins. Því er erfitt að svara, segir hann. Þetta fer auðvitað eftir stærð heimilanna og fjölda heimilistækja. „Þó hygg ég ekki fjarri lagi“, segir hann, „að ætla að þurfi brúttó-arð af einni kú til að standast þau út- gjöld. Er þá reiknað með raf- magns-upphitun í bænum og súg- þurrkun. Hinn glöggi, greinargóði bréf- ritari úr Hraungerðishreppnum er Runólfur Guðmundsson frá Ölvesholti. Fyrir 50 árum og nú EF menn líta aftur í timann til aldamótanna síðustu, geta menn áttað sig á, hve mikill reginmun- ur er á daglegu lífi og afkomu sveitafólksins nú í raflýstum og rafhituðum Hraungerðishreppn- um samanborið við lifnaðarhætti og afkomu bænda um aldamótin siðustu, þar sem ræktunin var bundin á klafa áburðarskortsins og aðaltekjurnar voru af smjör- sölu bænda frá hinum strjálu rjómabúum. Ræktunaráællun fyrir liverja jörð NÚ margfalda bændur fram- leiðslu sína og heyfeng leikandi létt á við það sem viðgekkst fvr- ir 50 árum. Búa við rafmagnsins ljós og yl og þeir sem lengst eru komnir verða mikið til óháðir óþurrkunum með súgþurrkunar- aðferðinni. hafa mjaltavélar, bila og heimilistæki allskonar. Og þó er vitað, að framfarasaga bændanna er ekki nema hálfsögð eða minna en það, því að öllu fleygir svo ört fram. Verðlaun fyrir hirðusemi? MANNI dettur í hug, hvort það sé nokkuð fráleitt, að fyrirmynd- Fráfall forsætis- arbændur í einstökum sevitum bindist samtökum um að skipu- leggja og hnitmiða framfarir sín- ar svo samtakamáttur þeirra verði samstilltur í mörgum við- fangsefnum þeirra. Þetta gæti komist á með snöggu bragði eða smátt og smátt, eftir því sem verk ast vill. Ég tel að einna álitlegust framkvæmd verði sú, að hver bóndi tryggi undirstöðu framfara sinna með því að koma sér upp fastri áætlun í ræktunarmálun- um. Rannsakað verði gaumgæfi- lega á hverri jörð, hvaða verk skuli unnin svo þau verði tekin réttum tökum og unnin vel og varanlega, svo allt sé gert á sem hagkvæmastan og skipulegastan hátt haldizt verði í hendur með jarðræktina og ræktun búpen- ingsins, þar fylgist allir bændur sveitarinnar að með samstilltum átökum til samhjálpar. Verðlaun fyrir reglu- semi í umgengni OG hvernig væri það að einstök sveitarfélög efndu til verðlauna- samkeppni við þrifnað í verk- færahirðingu og almennri um- gengni utan húss og innan. Valin- kunnir sæmdarmenn fari um býl- in svo sem einu sinni á ári eða á mismunandi árstímum og meti umgengni manna svo þeim beztu yrði úthlutað verðlaunum í við- urkenningarskyni. Það er ekki svo að skilja, að verðlaunin þvrftu að vera há. En heiðurinn af verðlaunum, sem þannig væru tilkomin, væri meira virði en peningarnir. Ég skýt þessu fram til umhugsunar fyrir bændur og búalið. Reynslan sjálf verður bezti skólinn um allt fyrirkomu- lag þessara verðlauna. Fráfall forsætisráðherra HIÐ skyndilega fráfall Hans Hed- tofts, forsætisráðherra Dana vakti miki.m söknuð um öll Norð urlönd. Fyrir forgöngu hans og persónuleg áhrif meðal allra Norðurlandaþjóðanna var Norð- urlandaráðið stofnað. Hann fylgdi því eftir með lifandi áhuga og með brennandi sannfæringu treysti hann því að þessi sam- kunda, sem sameiginleg var fyrir Norðurlönd yrði heillarík og giftu drjúg fyrir málefni og velferð allra Norðurlandaþjóðanna. Er þriðja þing Norðurlandaráðs ins var sett í Stokkhólmi á föstu- daginn var, hóf hann umræður þingsins og þótti það rétt til minn ingar um þennan ástsæla foringja að sænska útvarpið flutti ræðu hans á laugardagskvöldið, en að aflokinni ræðunni gekk hann til hvílu í hótelherbergi sinu og fannst þar örendur að morgni. í ræðunni, sem hann flutti á þinginu gerði hann grein. fyrir þeim merku og mikils- verðu málefnum, er hann ætl- aðist til að tekin væru upp á þessu þingi. Með eldmóði lýsti hann því hve mikils væri að vænta af störfum Norðurlanda ráðsins i framtíðinni, hve mik- ils virði það væri fyrir hinar skyldu þjóðir að hafa tækifæri til að koma saman á vinsam- legum viðræðufundum um sameiginleg mál sín til stuðn- ings norrænni samvinnu. Inni- leikinn í orðum Hans Hed- tofts í þessari ræðu hans, sem átti að verða hin síðasta á ævi hans, bar þess greinileg vitni, að hann var maðurinn um- fram aðra, sem vissi og fann, hve mikils virði þessi starf- semi var og gat orðið fyrir líf þjóðanna í framtíðinni. Allir Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.