Morgunblaðið - 10.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.1955, Blaðsíða 16
jtttfrlðMfr Jarðrælflarframkvæmdir Sjá grein Á. G. E. á bls. 9. 33. tbl. — Fimmtudagur 10. febrúar 1955 öhemjuafli hjá Ölafsvákurbátum Ólafsvík, 9. febr. OVENJUGÓÐUR afli hefur verið í Ólafsvík undanfarna daga. Á mánudaginn komu þrír bátar að landi með yfir 20 lestir. Voru það þeir Fróði, með 25 lestir, Þórður Ólafsson, með 21 lest, og Vikingur með rúmar 20 lestir. Aðrir bátar er voru á sjó þennan dag, voru með 14—17 lestir. RERU EKKI Á ÞRIÐJUDAGINN Á þriðjudaginn voru bátarnir í landi, þrátt fyrir gott sjóveður, þar sem ekki þýddi að róa, fyrr en búið var að ganga frá þeim afla sem á land var kominn. Telja sjómenn hér, að með þessari land legu hafi tapazt um 160 lestir af fiski. 100 LESTIR Á DAG í dag eru aftur á móti allir bátarnir á sjó, og er búizt við svipuðu fiskiríi. Undanfarna daga hefur frystihúsið tekið á móti um 100 lestum af fiski á dag. Eru allir í vinnu sem vettlingi geta valdið, jafnt ungir sem gamlir, en er þó á takmörkum að hafizt undan að verka aflann. — Einar. samen í tlag BÚNAÐARÞING rerffnr sett í dag kl. 10 f. h. i Góðtexnplara- húsinu. Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðar/élags íslands setur þingið, en það er nýkjörið Búnaðarþing. seni nú kemur saman. Fer kosning til Búnaðarþings fram á fjögurra ára fresti og var kosið s. 1. sumar. Sex nýir full- trúar taka sæti á þessu þingi. Alþýðiiflokkimemi skora á AHreð Gísla- Ekkert lót á ágengni erlendra togara úti fyrir Vestíjörðum Þingeyri 9. febrúar. í STANDIÐ á fiskimiðunum úti fyrir Vestfjörðum fer nú i*. sífellt versnandi. Tjón bátanna vegna veiðarfæramissis er orðið gífurlegt, af völdum hinna erlendu togara, og stórlán að ekki hafa alvarleg slys hlotizt af ágengni þeirra síðustu daga. son ur SNERU VIÐ í gaér reru allir Bíldudalsbát- arnir á hin venjulegu mið. Sneru þeir allir við, þar sem enginn þeirra treysti sér til þess að koma lóðum sínum í sjó, vegna tog- aranna, sem halda áfram að sýna hin mestu órýmilegheit og óvar- kárni, gagnvart bátunum. HRÖKKLAÐIST VESTUR UNDIR JÖKUL M.b. Þorbjörn frá Þingeyri reri einnig í gær. Missti hann öll veiðarfæri sín, í þeim róðri, er erlendur togari stímaði yfir þau. Br Þorbjörn búinn að missa 60 lóðir á þennan hátt í tveim róðr- um. í morgun kom Þorbjörn að landi og tók 40 lóðir umfram Venjulegan fjölda, og hélt vestur é Breiðafjörð og ætlaði sér að fiska undir Jökli. Er búizt við bátnum hingað aftur einhvern tíma á morgun. GÓÐUR AFLI Talsverður fiskur er nú á mið- unum norður af Dýrafirði, allt norður undir ísafjarðardjúp, og „Ómerkileg mói“ á hafa bátarnir haldið sig á þess- um slóðum. Þeir bátar er haft hafa næði við veiðarnar hafa afl- að mjög sæmilega. — Þykir sjó- mönnum hér sem eðlilegt er, mjög ergilegt að geta ekki notað sér þessa veiði, en gæftir hafa verið góðar undanfarið. — Magnús. bsjarstjérn ALÞÝDUBLAÐIÐ skýrir frá því í gær, að fulltrúaráð Al- þýðuflokksfélaganna í Reykja vík hafi skorað á Alfreð Gísla son, annan bæjarfulltrúa AÞ þýðuflokksins, að segja af sér í bæjarstjórn. Er þessi áskorun fram kom- in vegna þess að Alfreð sveik flokk sinn á síðasta bæjar- stjórnarfundi, og kom m. a. í veg fyrir að hann fengi kjör- inn mann í bæjarráð. Þá gekk hann og til liðs við kommún- ista við ýmsar nefndarkosning ar. — Stöðugt þrengist um í liöfninni, er fleiri og fleiri farmskip flotans stöðvast vegna verkfalls matreiðslu- og framreiðslumanna skip- anna. Er nú svo komið, að hér í Reykjavíkurhöfn liggja allir Foss- arnir að þrem undanskyldum, eitt SÍS-skip, öll skip Skipaútgerð- arinnar og báðir „Jöklarnir“. í gær var óvíst hvenær næsti sátta- fundur yrði boðaður. — Mynd þessi var tekin í gær og sýnir skipin í austurhöfninni. Fremst á myndinni er Gullfoss. — Ljósm. Ól. K. M. ¥1 sendi 10 þiís. póst kröiusendingar s.I- úr Afengissalan nam 04,2 mlllj. kr. FIMM ARA FANGELSI sjcólanrsa hefsf í dag f ZCTRXIA fl n/íir í tialfarlnmi SAMKVÆMT uppiýsingum frá Áfengisverzlun ríkisins nam áfengissalan hér á landi s. 1. ár alls kr. 84.197.529,00, sem er nær 7,8 millj. kr. meira en árið áður, en þá nam salan rúmlega 76,5 millj. kr. Umreiknað í 100% spirituslítra er áfengisneyzlan á mann 1,574 lítrar, eða 105 gr. meira af hreinum vínanda en ár- ★ í FYRRADAG stóð kom- múnistaþingir.aðurinn Ein ar Olgeirsson upp utan dag- skrár á þingi og bað forseta að flýta nokkrum málum, sem hann Iiefur borið fram og eru í athugun hjá þingnefndum. Komst Einar m. a. svo að orði, að það væri kominn tími til að þingdeildin ræddi þessi mál. Nú væri svo komið að dagskrá deildarinnar væri fátækleg og ekkert nema lítilfjörleg og ó- merkileg mál á henni. >V En þennan dag voru fjög- ur mál á dagskránni og voru þrjú þeirra borin fram af kommúnistaþingmanninum Karli Guðjónssyni. Þótti þetta kátlegt atvik. ér Þetta gerðist sama daginn og félagi Malenkov lýsti því yfir um sjálfan sig. að hann væri óhæfur til stjórn- arstarfa. Voru menn að velta því fyrir sér, hvort þetta hefði e. t. v. verið fínleg og hæ- verskuleg ábending Einars til Karls Guðjónssonar um að hann væri óhæfur til þing- mennsku. I GÆRDAG var í sakadómi Reykjavíkur kveðinn upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn Sig- urði Ellerti Jónssyni, kaupmanni. Var Sigurður, sem ekki hefur fyrr hlotið dóm, dæmdur í fimm ’ ára fangelsi og sviptur kosningar rétti og kjörgengi frá dómsbirt- ingu. Mál þetta var höfðað gegn Sig- urði Ellert, sem er rúmlega tví- tugur, fyrir að hafa borið eld að vörubirgðum í verzlun þeirri, sem hann rak vestur á Framnes- vegi 19, í júlímánuði fyrra árs, og hafa ætlað að heimta vátrygg- ingarupphæð varanna og verzl- unaráhalda, sem alls nam 400,000 krónum, Einnig fyrir að hafa orð ið manni að bana fyrir gáleysi. Frásögn af dómi sakadóms er á blaðsíðu 7. Sf. Laurenf og Lesler Pear a yíkurflugvð!ll KEFL AVÍKURFLU OUELLI, 9. febrúar; — St. Laurent forsætis- ráðherra Kanada kom til Kefla- víkurflugvallar kl. rúmlega 3 síðastliðna nótt ásamt Lester Pearson, utanríkisráðherra. Voru þeir með skymasterflug- vél kanadiska flughersins og dvöldu um borð í vélinni þá tvo tíma, sem hún var hér. Ým.sir háttsettir herforingjar og emb- ættismenn voru í fylgdarliði þeirra. Voru þeir að koma af samveldisráðstefnunni í Lundún- um á leið vestur. B. HtlllDílLIIOAR SJÁLFBOÐALIÐAR við hluta- veltu Heimdallar eru beðnir að skrá sig í skrifstofu félagsins (sími 7103). I D A G hefst að Hálogalandi handknattleiksmót skólanna, sem IFRN stendur fyrir. Verður þetta sem fyrr eitt fjölmennasta íþróttamót, sem fram fer hér- lendis, enda á handknattleikur- inn meiri vinsældum að fagna meðal skólafólksins en nokkur önnur íþróttagrein. Mót þetta stendur yfir í 5 daga — svo marg- ir eru flokkarnir er keppa, en keppt er í kvennaflokki og 1., 2. og 4. fl. karla. f dag fara fram eftirtaldir leikir. Kv. fl. — Gagnfræðaskóli Vesturbæjar — Kvennaskólinn B-Iíð. 4. fl. — Gagnfrsk. Vesturbæj- ar — Gagnfrsk. Austurbæjar. 3. fl. — Gágnfrsk. Austurbæjar — Iðnskólinn í Rvík. Flensborg — Verzlunarskólinn. Gagnfræðaskóíi Vesturbæjar — Menntaskólinn. 2. fl. — Verzlunarskólinn — Sarrtvinnuskólinn. Iðnskólinn — Menntaskólinn. 1. fl. — Háskólinn — Iðnskól- inn í Hafnarfirði. á Tjðminni um helgina Á LAUGARDAG og sunnudag er ráðgert að fram fari Skauta- mót íslands. Fer mótið fram á Reykjavíkurtjörn og verður keppt í 500 m, 1500 m, 3000 m og 5000 m skautahlaupum. — ÍBR sér um mótið og ber að tilkynna þátttöku fyrir föstudagskvöld. Sfjérnmála- FUNDUR verður í kvöld kl. 8,30 í VR. — Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega. Góður afli í Grundarfirði og atvinna mik.il í landi Grundarfirði 9. febrúar. SÍÐASTLIÐNA viku hafa bátarnir frá Grafarnesi róið stöðugt, og gæftir verið góðar. Afli hefur verið allgóður, 8—9 lestir að jafnaði, en farið allt upp í 12 V2 lest í róðri. MIKIL VINNA Mikil vinna er hér i landi við vinnslu aflans. Sjö bátar stunda vertíðina og er von á þeim átt- unda innan skamms. Fimm bát- anna leggja afla sinn upp til frystingar í frystihúsið, en tveir þeirra fiska í herzlu. ÓFÆRÐ Á VEGUM Ekki hefur verið bílfært nú um hríð milli Grafarness og Stykkis- hólms. Er talsverð ófærð á veg- um, og ekkert verið mokað. Frost og stillur hafa verið undanfarna daga. INNISTAÐA Algjör innistaða hefur verið hjá sauðfé, upp á síðkastið. Er hagbeit engin vegna snjóa, en þar sem fjörubeit er, hefur ekki verið hægt að nýta hana vegna frosta. Er glerungur yfir þaran- um, svo að féð getur ekki náð í hann. — Emil. ið 1953, það ár var hún 1,469| litrar á mann að meðaltali. EINSTAKAR ÚTSÖLUR Áfengissalan á einstökum út- sölustöðum var sem hér segir: 1953 1954 Reykjavík 61.676.345 76.891.083 Akureyri 7.069.204 384.590 Isafjörður 1.682.384 □ Seyðisfj. 1.458.753 1.899.429 Siglufjörður 2.265.045 5.022.422 Vestm.eyjar 2.253.568 0. Þess ber að gæta, að útsölunní á Akureyri var lokað 9. janúan 1954. Salan í og frá Reykjavík hækk- aði um 24,7%, á Seyðisfirði hækk aði hún mn 30,2%, á Siglufirði um 121,7%, en lækkaði á Akur- eyri (vegna lokunarinnar) um' 94,5%. Samtals hefir öll áfengis- 10 ÞÚS. PÓSTKRÖFU- SENDINGAR Þá er og mjög athyglisvert, að frá aðslskriístofu Áfengis- verzlunarinnar hér í Reykja- vík voru afgreiddar sem næst 10 þús. póstkröfusendingar úl á land að verðmæti nær 5,3 millj. króna s. 1. ár. Árið 1953 voru póstkröfusendingarnas að verðmæti um 2,3 millj. kr., þannig að aukningin nemuu um 3 millj. kr. Mest hefir áfengisneyzlan hép á landi umreiknuð í spírituslítra verið 1946, en þá var hún 2 lítrar. Síðan fór hún stöðugt lækkandi til 1952, og var þá komin niður, í 1,345 lítra, en hefir hækkað aft- ur tvö síðustu árin. AUSTURBÆR ABCDEFGH 1 ■ AHTWámÍ ABCDEFGH VZSTURBÆR I 7. leikur Vesturbæjar: 0—0 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.