Morgunblaðið - 10.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. febrúar 1955 ^g ¦Jg^ ^g ^g- ^ur. ^g- =«g- ¦., EFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY [^az. -x^ "ag- ^g -»g *ag -ag- ~»g UTSALAN Framhaldssagcm. 17 ckki, að hann skrökvaði, ég sagði aðeins, að hann segði ekki sann- ]eikann." í þetta sinn hló hann óvenju- lcga hjartanlega. „Að hvaða leyti hefur hann ekki sagt sannleikann?" spurði Margaret. „Um þessa Jóan hans. Hann segir öllum, að hann hafi tekið hana sem kjördóttur. En hann segir mér það ékki, og það er heldur ekki satt. Þú veizt það, að í Bandaríkjunum, —• eða kannske þú vitir það ekki —, getur cinhleypur maður ekki kom ið og tekið munaðarleysingja fyr- ir kjörbarn, hvað þá heldur stúlkubarn." „Viltu gera það fyrir mig, fíerard að hlægja ekki dálitla stund. Mér þykir það leitt, en ég þoli það ekki." „Ég skal gera mitt bezta, en ásakaðu mig ekki fyrir það, sem ég get ekki gert að, þetta hefur verið svona síðan ég var lítill drengur, mér er orðið þetta eigin- legt." „Hvað ertu að fara, Gerard, að það sé ósannindi, að Kral hafi tekið Joan sem kjörbarn? Þú Iieldur þó ekkí —" „Líttu nú á Margaret, ég held ekkert, ég safna aðeins upplýs- ingum og umsögnum. Það er tölu vert talað um það, mest meðal Tékka, að það sé dálítið einkenni- legt sambandið milli Kral og Joan. Kral sýndi mér í s^kleysi sínu bréf, sem hún skrifaði hon- um á sjúkrahúsinu. Þegar ég lauk við það, fannst mér að ég hefði lesið svona bréf áður. Það var fvá pólskri stúlku í Boston, hún var með stór, blá augu og frekkn- ótt, ég hafði farið með hana í ökuferð og við höfðum verið á næturklúbbum saman. Þá var Iiún um það bil átján ára og hlustaðu nú, ég var hvorki faðir liennar eða kjörfaðir. Hvers vegna horfir þú svona?" Margaret virtist vera langt í burtu, en síðan leit hún á hann og sagði: „Ég var aðeins að velta því fyrir mér, hvers vegna flestir álíta einhvern ódrengilegan, ef þeir skilja hann ekki." „Þú ert ósanngjörn, vina mín. Mér hefur ekki dottið neitt ó- drengilegt i hug. í fyrsta lagi vegna þess, að frekknótta stúlkan var góð stúlka, og í öðru lagi, vegna þess að það hefur ekki komið upp, að Kral hafi framið nokkuð óheiðarlegt. Hann hefur einn séð fyrir henni eins og faðir og móðir, afi og amma, og þótt einhver eldur brenni í hjörtum i>eirra, þá kemur það ekki að- otoðarhermálafulltrúanum við. En hermenn sperra alltaf eyrun, begar einhver segir ekki sann- leikann, þeir setja fingurna á nefið og spyrja sjálfan sig: Hvers vegna? Það er allt og sumt." „Þú spyrð hvers vegna? Ég er ekki eins mikill sérfræðingur í hinu innsta eðli mannsins eins og þið hernaðarsérfræðingarnir, en I i þessu máli er svarið auðvelt. ICral sagði, að Joan væri kjör- dóttir sín til þess, að ekki yrði farið að slúðra um þetta, en það liefur augsýnilega ekki hjálpað." „Ef til vill, Margaret." l En nú var ungfrú Pollinger orð in æst. „Hvílík mannvonska, að vera að búa til slíkar sögur og breiða þær út! Ég er ekki að ósaka þig, Gerard, þú hefur aldrei ;>éð Joan, en ég var samskipa þeim báðum. Og hún er aðeins barn, sem enn spyr hinna barns- legustu spurninga. Og Kral sjálf- ur, ég þekki ekki hans dyggðir eða galla, en ég er viss um eitt, hann leikur sér ekki með sann- leikann eða líf annarra, vegna þess, að lífið og fólkið hefur leik- ið of mikið á hann og eftir út- litinu í dag, gerir það enn. Ég gleymi aldrei þeim degi, er Joan var veik og varð að vera í rúm- inu. Það var eitthvað í magan- um á henni og þú hefðir átt að sjá Kral, hinn klaufalega ein- manaleik hans, og spurningarnar, sem hann spurði til þess að leita ráða vegna þess, að hann vissi ekki, hvernig átti að fara með veik börn, þessa miklu meðaumk- un hans og það var eins og hann skammaðist sín fyrir að geta ekki dulið tilfinningar sínar. Einhver sagði einu sinni við mig, að Kral væri ekki karlmaður, heldur hefði hann aðeins karlmannlega eiginleika, og það er sjálfsagt vegna þess, að hann er ekki blind ur eða heyrnarlaus fyrir þjáning- um mannanna, vegna þess að hann viknar af vandræðum ann- arra og talar varla um sín eigin. Hann kjökrar ekki, bölvar ekki og notar ekki stóryrði. Það er auðvitað ófyrirgefandi nú á tím- um, Gerard, slik hegðun er grun- samleg eða að minnsta kosti ó- karlmannleg. Er það ekki rétt?" Það var einkennilegt, að Morg- an hló ekki, þegar hann hiustaði, heldur einungis, þegar hann tal- aði sjálfur. „En kæra Margaret, ef stjórn- arráðið hefði haft áhuga á til- finningasemi og sjálfstjórn Krals, mundi hann vera búinn að fá vegabréfsáletrun fyrir löngu síð- an, en því miður er það nú samt svo, að við verðum að vita dá- lítið annað um hann." „Og hvað er það?" „Stjórnmálaskoðanir hans." „Ég geri ekki ráð fyrir, að þér hafi nokkurn tíma dottið það í hug, að þær eru venjulega eins og innræti mannanna?" „Hve oft á ég að segja þér, að mér dettur aldrei neitt í hug? En hlustaðu nú á, það er til maður, sem veit mikið um Kral, maður sem þekkti hann fyrir stríðið og meðan hann var í Nor- egi, og hann veit líka, hvernig hann náði í Joan. Hann er skemmtilegur náungi, nema hvað hann er alltaf fullur, — en þó skemmtilega fullur. Hann heitir Olav Arnesen og er sendifulltrúi Noregs í Prag. Hann var hérna fyrir stríðið og hann hjálpaði Kral til að fiýja til Osló árið 1939. Þekkir þú hann?" „Ég hef hitt hann einu sinni eða tvisvar." „Jæja, hlustaðu nú á, Margaret. Við viljum bæði hjálpi Kral, þú skalt ekki brosa svona hæðnis- lega, ég mun vera mjög ánægður, ef ég get hjálpað honum, sérstak- lega ef einhver annar gerir það með mér. Farðu nú eitthvert kvöldið á Esplanade, seztu við borð Arnesen og talaðu um Kral, hann ætti að geta sagt þér heil- mikið um hann og það getur ver- ið, ég segi, það getur verið, að hann segi eitthvað. svo að við sjáum bæði Kral í því ljósi sem við viljum." | „Gerard, jafnvel þótt þú verð- ir að blekkja Kral, reyndu þá ekki að blekkja mig. Það sem þú vilt er ekki hagstæður stjórnmála legur vitnísburður um Kral. Þú ert að leita, að einhverju öðru, einhverju, sem yfirvöldin í Wash- ington hafa ekki beðið þig um, en sem þú vilt gera á eigin spýtur. Þú vilt vera viss um, að jafnskjótt og Kral er kominn á ameríska grund, muni hann vinna með hernaðarnjósnurum okkar, að hann muni fá greiðslu frá Prag og með blaðamannastörfum muni hann geta unnið fyrir leyniþjón ustu okkar. Ef það er þetta, sem þú ert að leitast við, þá mun Kral aldrei fá vegabréfsáletrun, hann mun vera fær um að takast á hendur margvísleg störf, en hann mun aldrei verða njósnari." „En Margaret, hvað þú ert tor- trj'ggin! Og hvað þú metur mikils hæfni mína! Eins og ég hafi ekki Jóhann handfasti ENSK SAGA 102 ingjar eru líklega ekkert verri karlar en hver og einn á þessu skipi." I Eftir þetta stoðuðu engar mótbárur af okkar hálfu, og nokkrum mínútum seinna sat ég í litlum báti, ásamt kon- unginum og nokkrum riddurum. Svo var okkur róið áleiðis að skipum sjóræningjanna. Ég var nú orðinn vanur að fylgja konunginum hvað sem á dundi, og sleppa heill og lifandi úr öllum lífsháska og mannraunum, og mér varð alls ekkert bylt við þegar sjóræningjarnir heilsuðu okkur með því að láta örvum og grjóti rigna yfir okkur. En einn eða tveir af riddurunum bölvuðu í hljóði og litu reiðilega til konungs og hikuðu ekki við að láta skildina hlífa sér. Konungur stóð á fætur, rólegur eins og alltaf, svo að árásarmennirnir gætu séð hann sem bezt. Hann heilsaði þeim með svo hárri og þróttmikilli röddu, að báturinn bif- aðist við, og ávarpaði bá á blendingi af frönsku, ítölsku, latínu og arabisku og lét þá vita það, að hann væri sjálfur konungurinn af Englandi og hertoginn af Normandíi og Akvítaníu, og ef þeir réðust á móti sér, skyldi hann hertaka skip þeirra og líklega flá þá sjálfa lifandi, en ef þeir tækju vingjarnlega á móti sér, skyldi hann fúslega fyrirgefa þeim misgerðir þeirra. Ég held að þeir hafi ekki skilið eitt orð af því sem hann sagði, en hin tignarlega persóna hans og ótta- lausa framkoma hafði sín vanalegu áhrif. Þeir urðu auðsjá- anlega skelkaðir, þeir ráðguðust um hver við annan, en virt- ust óráðnir í hvað gera skyldi. j Þá bauðst einn af bátverjum okkar til að þýða mál víkinga fyrir okkur. heldur áfram aðeins í nokkra daga. Barnagallar kr. 70.00 Kvenpeysur frá kr. 40. Kvenbómullarsokkar kr. 9.50 Karlmannasokkar kr. 10.00 Karlmannaskyrtur kr. 69.00 Ullartreflar kr. 25.00 Gardínukretong kr. 20.00 Sandkrep í mörgum litum kr 25.00 Enskt ullargarn, 100 grömm kr. 15.00. Bútasalan hefst í dag. a u 5m fi srr * mm 9*i- s 1 m, m\^\m ALLT Á SAMA STAÐ (MYKOMfMIR MICHELIN Hjólbarðar í effirtöldum stœrðum: 500 x 14 zz 760 x 15 zz 525 x 16 S 600 x 16 zz 600 x 16 NZ Fyrir Jeppa 650 x 16 zz , ".. , 750 x 16 zz 900 x 16 N 155 x 400 Fyrir Peugeot 165 x 400 Fyrir Citroén 700 x 20 (32 x 6) Y 750 x 20 (34 x 7) Y 825^x 20 Y Þar sem verð hefur hækkað á heimsmarkaðinum, gerið kaup áður en heimsmarkaðsverðið hefur áhrif hér heima. Einkaumboð á íslandi fyrir MICHELIN- hjólbörðum: Hi Egill Viihjálmsson LAUGAVEG 118 — SÍMI 8 18 12. REYKJAVÍK * A ODYRI NMTNAflflRli kominn aftur. MARKAÐUjRINN TEMPLARASUNDI- 3 • •¦•¦••••••••¦•.........•••..............................¦......•¦•M I 3—4 herbergja j nýtízku íbúð óskast til leigu sem fyrst fyrir viðskipta- I fulltrúi þýzka sendiráðsins. Nánari upplýsingar gefur Jón ¦ Þ. Árnason. Sími 7375 kl. 1—7 og 8—10 e. h. í dag ¦ og á morgun. :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.