Morgunblaðið - 11.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 11. febr. 1955 EFTIRLEÍT EFTIR EGON HOSTOVSKY Framhaldssagan 18 næg störf þegar, og svo heldur þú, að ég vilji fá meira að gera. Mér mundi aldrei detta það í hug. En segðu mér eitt, þú heldur þá, að það, sem kallað er stjórnmáia- legur áreiðanleiki fari saman við stjórnmálalegt hlutleysi?" „Nú, með okkur eða móti, er það?“ „Það er nálægt því. Hinn til- vonandi ameríski blaðamaður tékknesku fréttaþjónustunnar lilýtur að hafa eitthvert stjórn- málalegt erindi — já eða nei?“ „Já, að senda amerískar fréttir til Prag.“ „Ég veit það, en það er ekki aðalatriðið og ekki svo mjög þýð- ingarmikið fyrir okkur. Ef frétt- ír hans eru heimskulegar eða ó- skammfeilnar og ef einhver finn- ur að því, getum við sent þennan blaðamann aftur heim og enginn mundi hafa skömm af því. En hvað ætlar Kral að gera í Banda- ríkjunum fyrir utan það að vera blaðamaður?" „Aðeins það, sem hann segist ætla að gera. Hann vill bjarga Joan.“ „Þetta hljómar vel, Margaret, þetta er eins og í kvikmynd. En Kral er algjör fábjáni, ef hann reynir að sannfæra tvenns kon- ar fólk með slíku tali.“ „Tvenns konar, Gerrard?“ „Auðvitað, fólk í Washington og fólk í aðalstöðvum kommún- istaflokksins í Tékkóslóvakíu. Þú heldur þó ekki, að kommúnist- arnir, sem láta alþjóðamálefni til sín taka, muni láta Kral fara til Bandaríkjanna til þess að lita eftir veikum munaðarleysingja? Ef Kral væri opinber kommún- isti. mundi málið vera miklu auð- veldara, við mundum vita, hvar við hefðum hann og láta hann fá vegabréfaáletrun. Við mundum gera það, vegna þess, að við höf- um okkar eigin fréttaritara í Prag og það mundi vera gagn- kvæm skipti.“ Margaret var þögul stundar- korn, hrygg og óþolinmóð. „Þess háttar rökfærsla er fyrir ofan minn skilning. Ég held ég undir- búi Kral um, að hann fái neitun.“« Gerard rétti úr sér. „Nei, vina ;min, það máttu ekki gera. í fyrsta lagi er það ekki satt og í öðru lagi mundi það vera af- skiptasemi. Þar að auki veiztu ekki, hvað fyrir kann að koma. Það getur allt komið fyrir á hverjum degi í Prag. Ef að því kemur, að Kral vill fara, en kommúnistarnir vilja það ekki, þá getur verið, að öll hlið Ameríku standi galopin fyrir honum án tékkneska leyfisins, svo að þú skalt ekki rasa að neinu um ráð fram, það er betra fyrir Kral að þú daðrir svolítið við Arnesen konsúl. Bíddu augnablik, einhver er að ónáða mig. Halló, já Margaret er hérna. Hver? Ég skal segja henni það. Þú verður að fara núna, vina mín, vegna þess, að til þín er kominn gestur frá utanríkisráðuneytinu og er á skrifstofunni þinni. Einhver herra Brunner. Vertu blessuð og hafðu ekki of miklar áhyggjur og mundu — Olav Arnesen. Sá mað- ur getur haft mjög mikla þýð- ingu fyrir okkur.“ Þegar Margaret var farin, fór Gerard Morgan að flauta: L’amour, I’ amour, toujours l’amour. En hann hló ekki og brosti ekki heldur. Hvað getur hann viljað mér, Imgsaði Margaret ineð sjálfri sér, er hún hafði fullvissað gestinn um það í fjórða sinn, að uppá- stunga hans um stúdentaskipti milli Hékkóslóvakíu og Banda- ríkjanna væri mjög athyglisverð og að hún skyldi tala um það við menningarfulltrúann strax. Þeg- ar hún virti þennan þreytulega mann vandlega fyrir sér, þennan litla, dökkhærða, feimnislega mann, sem alltaf brosti svo þung- lyndislega, velti hún því fyrir sér, hvort hún ætti að láta á því bera, að hún vantreysti honum. Á jakkahorninu var merki komm- únistaflokksins og það var sann- ast að segja það, sem vakti for- vitni Margaretar. I Það var ekkert meira að segja, en aðkomumaðurinn vildi ekki fara. Það var auðséð, að hann þurfti að segja eitthvað meira, en ungfrú Pollinger vissi ekki, hvernig hún ætti að fara að því að hjálpa honum út úr þessum vandræðum. Þarna sat hann blóð rjóður og sagði síðan stamandi: „Haldið þér ekki, ungfrú Poll- inger, að það mundi vera gott, það sem ég ætlaði að segja var, að ég hef verið að hugsa um, að við starfsmennirnir hjá utan- ríkisráðuneytinu ættum — hvern- ig á ég að segja þetta — að kynn- ast meira sendifulltrúunum hjá ameríska sendiráðinu?" „Auðvitað, herra Brunner. Við skulum bara byrja. Eruð þér kvæntur? Ágætt, þér skulið koma með konuna yðar og borða hjá mér, við skulum sjá. næsta mánu dag. Getið þér það7 Um klukkan átta. Það verða nokkrir hjá mér, einhver frá belgiska sendiráðinu, tveir ítalir og Smiht hershöfð- ingi. Hvernig líst yður á það?“ Nú var það eins og ungfrú Pollinger hefði aukið á vandræði komumannsins. „Ég get ekki sagt yður, hve þakklátur ég er, ungfrú Polling- er, ég þakka yður innilega fyrir þetta vingjarnlega heimboð. Ég held að sameiginlegur kunnings- skapur muni skýra margt. Mér mundi þykja gaman að koma, en __tt | Ungfrú Pollinger brosti. og greip fram í fyrir komumanni. „Ég er óþolinmóð að heyra þetta, en á þessi formáli að tákna, að þér neitið heimboði mínu. Er þetta ástæðan?" Hún benti á merkið í jakkanum. Hann var nú alveg steini lost- inn. „Hvernig dettur yður það í hug? Það skiptir sér enginn af, hvern við hittum utan vinnu- tíma“. Hann þagnaði til að leið- rétta sig. „Fulltrúar í utanríkis- ráðuneytinu er fullkomlega heim ilt að velja sér vini meðal sendi- ráðsmanna." „Hvað hindrar yður þá?“ Hann roðnaði út undir eyru, en þrátt fyrir þessi vandræði sín, mátti sjá, að hann var ánægður, og ungfrú Pollinger sagði strax við sjálfa sig: Þessi maður er ábyggilega ekki oft boðinn í heimboð. „Þér eruð mjög vingjarnlegar og hví skyldi ég ekki segja yður sannleikann? Ég get ekki tekið heimboði yðar vegna þess, að ég get ekki endurgoldið það. og það er ekki af stjórnmálaástæðum — þér verðið að trúa því — en það er vegna íbúðar minnar. Ég hef aðeins eitt herbergi og það er allt fullt af húsgögnum.“ „Hamingjan góða, verið ekki með þessa vitleysu! Þegar ég var í Washington fyrir skömmu gat ég ekki boðið neinum heim til mín. Það voru og eru reyndar enn húsnæðisvandræði hjá okkur líka en það hindraði mig ekki frá því ( að taka á móti heimboði, svo að við skulum ekki vera með nein- ar afsakanir. Ég býst við yður og konunni yðar á mánudaginn.“ „Þakka yður mjög vel fyrir, en ég kem einn, því að konan mín ætlar að fara upp í sveit á morg- un, hún er ekki vel frisk." Hún rétti honum höndina og hann stóð þegar á fætur, og það . var augljóst, að hann hafði feng- ið það, sem hann hafði viljað. Ungfrú Pollinger tók upp nafn- spjaldið og sagði: „Er Brunner algengt nafn í Tékkóslóvakíu?" „Nei, það get ég ekki sagt. Ég held, að flestir með því nafni séu ' skyldir.“ Svisslendingar cru frægir fyrir matargerð. Texton-súpur eru úrvals svissnesk framleiðsla. Jóhann handfasti ENSK SAGA 103 Hann klifraði upp á þá galeiðuna, sem nær okkur lá, og lenti jafnskjótt í áköfum samræðum við skipshöfnina. Þeg- ar hann kom aftur, sagði hann konungi, að víkingarnir hefðu ekki vitað hver það var, sem þeir réðust á, og bæðu þeir hann nú fyrirgefningar á athæfi sínu. Þetta svar þótti konungi vænt um. Hann sneri sér að mér og sagði: „Er nokkuð á móti því að við tökum þessi skip á leigu og lát- um víkingana sigla með okkur til Ragúsa? Þessir menn eru hraustir og harðgerðir og við getum tæplega fengið betra fylgdarlið." Ég starði á hann alveg ruglaður. Ég gat hugsað mér marg- ar gildar ástæður gegn því að trúa þessum illræmdu bóf- um fyrir lífum okkar. En kóngur hló hátt, og sagði eins og hann hefði lesið svar mitt út úr andlitssvip mínum: ( „Ef við siglum á heiðarlegu skipi, megum við alveg eins búast við árás einhverra sjóræningja. Aftur á móti erum við alveg lausir við þá hættu, ef við siglum með þess- um körlum.“ I Það er óþarfi að orðlengja það, að þetta var hann búinn að ákveða. og hann sat við sinn keip, hvað sem hver sagði. | Eftir nokkurt þjark og þref tókst honum að ná samkomu- lagi við víkingana um að þeir leigðu honum skipin. Þegar hann steig á skipsfjöl, tók hann með sér, auk mín, Baldvin de Béthune, nokkra musterisriddara, herra Filippus, skrif-j ara sinn og Anselm, prest sinn. Heildsölubirgðir: O. Johnson & Kaaber Verzlunarstörf Ungur piltur, sem hefur áhuga fyrir verzlunarstörfum, getur fengið vinnu við afgreiðslustörf í kjötbúð, strax. Tilboð merkt: „Austurbær — 185“, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld. ADMIRAL ELDAVÉLAR (Amerískar). — Nýkomnar. >•4 RAFTÆKI H. F. Skólavörðustíg 6 IBLÐ OSKAST 5—6 herb. íbúð óskast keypt. — íbúðin verður að vera með sérinngangi og sérmiðstöð. — Æskilegt að bílskúr fylgi. — Fokhelt getur einnig komið til greina. Útborgun getur orðið mikil. — Uppl. gefur Gústaf Ólafsson, lögfræðingur Austurstræti 17 Forskallað timburhús á eignarlóð, við Melahverfið, er til sölu. Húsið er ein- býlishús, 4 herbergi og eldhús m. m. á ca. 70 fermetra grunnfleti. HÖRÐUR ÓLAFSSON hdl. Laugavegi 10 — sími 80332. SOLUSkATTUR Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 4. ársfjórðung 1954, sem féll í gjalddaga 15. janúar s.l., hafi skatturinn ekki verið greiddur í síðasta lagi 15. þ. m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað skattinum. Reykjavík, 10. febrúar 1955. Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli. ■•i ■ 4 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.