Morgunblaðið - 11.02.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.02.1955, Blaðsíða 16
Veðurúilif í dag: Hægviðri og úrkomulaust. nrgujiilbitopi 34. tbl. — Föstudagur 11. febrúar 1955 Bókasöfn Framsöguræða mennlamálaráð- herra á bls. 9. Ábyrgir blaðamemi ásaka s ekki íslenzk yfirvöld firéf til Mbl. frá sendihcrra Breta, Mr. Henderson SENDIHERRA Breta hér á I landi, Mr. J. T. Henderson, flutti eftirfarandi ávarp í j Ríkisútvarpið í gær, sem hann í hefur beðið Mbl. að birta. ! "IJEGNA blaðaummæla und- ' T anfarið um afdrif brezku i togaranna „Lorella“ og „Rod : erigo“ úti fyrir norðurströnd f íslands vildi ég gera mönn- um ljóst, að ábyrgir blaða- i menn á Bretlandi láta sér á engan hátt koma til hugar að ' liægt sé að ásaka íslenzk i yfirvöld. Þrátt fyrir það, sem vissir ' einstaklingar hafa gefið í skyn, er það útilokað, að í nokkrir ábyrgir, brezkir aðil- ar haldi fram neinum „ákær- um“. Allir réttsýnir íslendingar * munu sjálfsagt skilja það, að brezkum sjómönnum virðist svo, eins og íslenzkum sjó- mönnum mun einnig virðast, að skipum og skipshöfnum sé hættara við óveðrum í opnu hafi vegna þess, að reglurnar frá 1952 geri bæði íslenzkum og erlendum sj'.ip- um erfiðara að leita landvars, þegar stormar nálgast. Ég vii leggja áherzlu á það að það ríkir sorg í Englandi vegna þess að íslenzkir sjó- menn fórust á sama tíma og áhafnir brezku togaranna týndust. Ég vil og láta í ljós samúð með fjölskyldum þeirra, sem fórust. Brezka þjóðin þakkar þá hjálp, sem Slysavarnafélag íslands, varð skipið Ægir og flugher Banda ríkjannu vcittu við leit að skipunum meðan óveðrið stóð. — Björgunartilraunir Slysavarnafélagsins og land- helgisgæzlunnar hafa jafnan sýnt hver bræðrahugur ríkir hér í garð sjómanna annarra þjóða í anda hinnar beztu sjómennsku. Má!verk meistaranrið sýnd í | Nýja Bíói á vegum Varðar :> Einn liður í menningar- og i fræðsluslarfsemi félagsins LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður efnir til kvikmyndasýn- ingar í Nýja bíói á morgun. Verða þar sýndar sjö forkunnar- fagrar litkvikmyndir af sígildum verkum nokkurra gömlu meist- aranna á sviði málaralistar. M. a. verða sýnd verk eftir Rem- brandt, Raphael, Botticelli, Degas, Renoir og Verneer. — Bjarni Guðmundsson skýrir myndirnar. Sýningin héfst kl. 2 e. h. FKÁBÆR KVIKMYND Kvikmynd þessi er gerð af hinum færustu kunnáttu- mönnum. Hafa þeir ferðazt víða um og tekið myndir af Höfðar mál gegn ASB HIN nýja stjórn Alþýðusambands Íslands, sem Hannibal Valdi- marsson og kommúnistar ráða, lct einn af starfsmönnum þess, Sigurjón Jónsson járnsmið, hætta jsíarfi fyrirvaralaust. Hefur stjórn . ASÍ verið ófáanleg til þess að fallast á að henni beri að virða gildandi reglur verkalýðsfélag- anna um uppsagnarfrest Sigur- jóns, og hefur hann því ákveðið að leita réttar síns fyrir dóm- stólunum. Sigurjón Jónsson hefur óskað að fá að ræða mál þetta við stjórn síéttarfélags síns, Fél. járniðnað- armanna, en formaður þess er kommúnistinn Snorri Jónsson og á hann einnig sæti í miðstjórn ASf. En Snorri formaður Fél. járn- iðnaðarmanna hefur eindregið neitað Sigurjóni um að koma á fund stjórnar félags síns, til að ræða mál þetta við hana. Segir Snorri að hér sé um einkamál að ræða, Fél. járniðnaðarmanna óviðkomandi. Launþegum mun þykja fram- koina og afstaða ASÍ til launþeg- ans, sem fær fyrirvaralausa upp- sögn furðuleg. Hvað segja félag- ar í Fél. járniðnaðarmanna um framkoinu Snorra Jónssonar í má!i þessu? listaverkunum þar sem þau eru í listasöfnum, kirkjum o. s. frv. Hefur þetta verk tekizt svo vel að almenningur getur þar séð listaverkið að heita má með augum kunnáttu- mannsins. Að dómi sérfróðra manna er undravert, hve ná- kvæm eftirmyndin er á sýn- ingartjaldinu. Myndirnar eru teknar á ítalíu, í Frakklandi, Englandi og Hol- landi. ÓKEYPIS AÐGANGUR Sýning þessi er liður í menn- ingar- og fræðslustarfsemi Varð- arfélagsins. Aðgangur er ókeypis, og verða miðar afhentir félags- j mönnum í skrifstofu Sjálfstæðis- | flokksins eftir kl. 1 í dag. Þar. sem búast má við geysiaðsókn er | mönnum ráðlagt að tryggja sér miða í tíma. By ggiiigavörur skemmast af eldi í GÆRMORGUN var slökkvilið kallað in í Vogahverfi en þar var allmikill eldur í kaffi- og birgðaskúr, sem er við sambýlis- hús, sem Gissur & Benedikt eiga í byggingu þar í hverfinu. Ekkert vatn er þarna. Eldur- inn kom upp í þeim hluta skúrs- ins, sem smiðir og verkamenn nota til þess að borða bita sinn í. I hinum enda hans voru bygg- ingarvörur geymdar, að verð- mæti til um 20 þús. kr. Komst eldurinn í þessar vörur og urðu á þeim talsverðar skemmdir. — Skúrinn skemmdist mikið. Á efri myndinni sést yfir fundarsal Búnaðarþings í Góðtemplara- húsinu. Á neðri myndinni setur Þorsteinn Sigurðsson þingið. (Ljósm. Ól. K. M.) I gœr hóht hér í hœ C7 37, búnaðarþing Mörg má! munu koma fil kasfa þess 37. BÚNAÐARÞING var sett klukkan 10 árdegis í gær í Góð- templarahúsinu af formanni Búnaðarfélagsins Þorsteini Sigurðssyni á Vatnsleysu. Minntist hann í upphafi ræðu sinnar eins látins búnaðarþingmanns, Eyjólfs Guðmundssonar fræðimanns og bónda á Hvoli í Mýrdal, er átti um alllangt skeið sæti á búnaðarþingi. Af 25 þingfulltrúum voru mættir 22. Eigendur brezku logaranna þakka Slysavarnafélaglnu 9. Þ.M. barst Slysavarnafélagi íslands eftirfarandi þakkarbréS frá The Hull Steam Trawlera Mutual Insurance and Protecting Company Ltd., Hull dags. 3. febr, síðastl. Kæru herrar. Eigendur togaranna „Lorella‘J og „Roderigo“, hafa með þakk-< læti og hræðum huga frétt um þá víðáttumiklu leit, er þér sett- uð í gang í því skyni að reyna að bjarga, ef einhver kynni að hafa komizt af, er skip okkar týndust. Þeim er kunnugt um þa<5 að minnsta kosti ein leitarflug- véianna var rétt yfir slysstaðnúm, er seinni togarinn fórst og þeim hefur verið sagt að leitinni hafi verið haldið áfram, þrátt fyrir veðrið, þar til talandi tákn á laug ardaginn leiddu í ljós að gefa yrði upp alla von um björgun mannslífa. Þeir óska að senda yður inni- legt þakklæti fyrir veitta aðstoð og biðja yður að flytja öllum þeim, er bátt tóku í leitinni að- dáun sína og dýpstu viðurkenn- ingu. J. W. Boutwood, framkvstj. , (Frá SVFÍ) ÞRJÚ HELZTU MÁL ÞINGSINS í þingsetningarræðu sinni minntist Þorsteinn á Vatnsleysu einkum þriggja mála er lægju fyrir búnaðarþingi og sem hefðu mikla þýðingu fyrir landbúnað- inn. í fyrsta lagi breyting á jarð- ræktarlögunum, sem liggur fyrir Alþingi. — Sömuleiðis breyting á lögum um ræktunar- og húsa- gerðarsamþykktir og líklega mun búnaðarþingið ganga endanlega frá lögunum um tilraunir í þágu landbúnaðarins. RÁÐHERRA ÁVARPAR Að þessu loknu ávarpaði Stein- grímur Steinþórsson þingfulltrúa og talaði á víð og dreif um ýmis viðfangsefni landbúnaðarins og minntist á allmörg mál, sem myndu koma til kasta búnaðar- þings þess, sem nú er hafið. Hann ræddi m. a. um vaxandi fram- leiðslu landbúnaðarins, fyrirhug- aða landbúnaðarsýningu 1957 á 120 ára afmæli Búnaðarfélags ís- lands. Þá gat hann þess í sam- bandi við húsbyggingamál Bún- aðarfélagsins að vonir stæðu til að byggingaframkvæmdir gætu hafizt á næsta ári. Bauð hann þingfulltrúa vel- komna og árnaði þingi heilla. KJÖRBRÉFANEFND Þá fór fram á þessum fundi kosning kjörbréfanefndar, en þetta er eina nefndin sem kosið hefur verið í. — í nefndinni eiga sæti: Ásgeir Bjarnason alþm., Einar Ólafsson bóndi, Lækjar- hvammi, Hafsteinn Pétursson bóndi, Gunnsteinsstöðum, Páll Pálsson bóndi að Þúfum og Jó- hannes Davíðsson bóndi að Hjarð ardal í Dýrafirði. KOSNING KÆRÐ Var öllum kjörbréfum vísað til kjörbréfanefndar og kært hef- ur verið yfir kosningu fulltrúa til búnaðarþings úr Eyjafirði. — Kjörbréfanefnd ætlaði að koma saman til fundar síðdegis í gær. Fyrsti reglulegi fundur þings- ins hefur verið boðaður kl. 10 árd. í dag í Góðtemplarahúsinu. Prins hengdur fyrir morð á ráðherra. BENGHAZI — Mohayddin Sen- ussi, prins, sem var náfrændi drottningarinnar af Libýu, var hengdur s. 1. sunnudag fyric morðið á Ibrahim el Shalhi AIJSTURBÆR ] ABCDEFGH > ABCDEFGH nSSTUKBÆR j 7. leikur Austurbæjar: Rb8—d7 8. leikur Vesturbæjar: Rbl—c3 J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.