Morgunblaðið - 24.02.1955, Side 7

Morgunblaðið - 24.02.1955, Side 7
r Fimmtudagur 24. febr. 1955 MORGVN BLAÐIÐ 111 ? tj r* HEIÐRAÐI Valtýr Stefánsson! Ég kalla þessar hugleiðingar mínar bréf til þín, þó þær séu Bðrum þræði um ýmislegt, sem mér er ofarlega í huga þessa IStundina, en ekki persónulegs feðlis. Þrátt fyrir langan kunnings- Bkap okkar, og góðan hug til þín, er mér ómögulegt að látast ekki 'koma auga á þá augljósu stað- Iteynd, að það hlaut að velta á af- Etöðu þinni fyrst og fremst, hvort krafa okkar eldri máiaranna um Jafnrétti og aðild að Rómarsýn- ingunni yrði viðurkennd. Greini- iega er ætlast til af ítölskum Btjórnarvöldum, sem gert hafa þjóð okkar þetta sæmdarboð, að yið sækjum land þeirra heim með Býnishorn af hálfrar aldar list- menningu íslands, en ekki aðeins gýnishorn af verkum nokkurra málara af handahófi, jafnvel fyrst pg fremst abstraktmálara. Ef þú hefir ekki þegar í upp- hafi þessarar deilu áttað þig á því, að eina leiðin til þess að tryggja það, að sýningin næði þessum tilgangi sínum, var, að yið eldri málararnir hefðum jafna aðstöðu um val myndanna við hina yngri menn, þá hlýtur þú þó að sjá það nú, er sýningin hefir endanlega verið sett saman, og það er staðfest fyrir allra aug- um og fest á skrá, að langsam- lega meiri hluti myndanna eru verk alveg ný af nálinni; — gætu meira að segja mörg þeirra hafa verið máluð eftir að þátttaka í eýningunni var ákveðinn af Stjórn F.Í.M. — og meiri hlutinn er abstrakt, eða mjög nálægt því. II. Er auðsætt var hvert stefndi með val myndanna á áýninguna, og séð var að viðræður voru þýðingarlausar, og fyrr ekki, taldi ég mér ekki lengur heimilt að draga að gera opinberlega grein fyrir því, hvernig málum var komið, séð frá mínum bæj- ardyrum. Gerði ég það með bréfi dagsettu 11. jan. s.l., og svaraði þá um leið bréfi formanns Félags íslenzkra myndlistarmanna, þar sem hann bauð mér þátttöku. í>ó blaðaskrifin sem útaf þessu hafa spunnist, hafi ekki leitt mjög margt lærdómsríkt í Ijós, vil ég þó ekki láta undir höfuð leggjast að botna þessar umræður, — fyrst ég varð til þess að hrinda þeim af stað. Eins og ég vék lítillega að í bréfi mínu 11. jan., tel ég ekki að svo megi líta á, að sýningar sem stofnað er til með líkum hætti og þessarar, eða yfirleitt þegar um bein opinber boð er að ræða milli þjóða, til kynningar á menningu þeirra, séu einkamál listamannanna, fremur en vöru- sýningar t. d. eru einkamál fram- leiðenda, þar sem einstakra fyrir- tækja er stundum varla, eða jafn- vel alls ekki, getið. Sýningar af þessu tægi eru fyrst og fremst landkynningarsýningar, og ættu einstakir listamenn vitanlega ekki að notfæra sér slík tækifæri til þess að trana sér fram á kostn- að þjóðar sinnar. En slíkar sýn- ingar eru ekki einungis kynning á framleiðslu þjóðanna einni sam an, heldur og líka menningu þeirra almennt. Kemur þar þá mjög til greina hið nána samband milli framleiðslunnar og neyt- indans, eða þeirra sem njóta, þegar um list er að ræða. Mynd- listarsýning, sem að verulegum nssonar frá Asgrími Jónssyni hluta á sér engan eða mjög tak- markaðan hljómgrunn í þjóðar- sálinni, gefur ranga mynd af þjóðinni, sem verið er að kynna, óskum kennar, skilningi og þroskastigi yfirleitt. Ef þessu væri annan veg farið, gætum við eins vel sent vörur, sem fram- leiddar væru af öðrum þjóðum. Það væri hinn hættulegasti mis- skilningur, að leggja áherzlu á, að koma á framfæri í nafni þjóð- arheildar, ópersónulegum æfing- um, — þó þær kunni að standast hið strangasta háskólapróf, — sem vel gæti hafa verið safnað saman í ýmsum löndum. Verk, sem hæstirétturinn um allt, sem hljóta á nafnið list, hið falslausa hjarta fólksins, er ekki viðbúinn að kveða upp sinn dóm um, hvort það sé blóð af þess blóði og hold af þess holdi, eða flutt inn sem tilbúinn varningur. Þessi hættu- legi misskilningur á alls ekkert skylt við þá frjálslyndu afstöðu til lista og menningarmál, sem mér er vel kunnugt um, að þér hefur verið annt um að setti svip sinn á blað þitt. Mynd hlýtur nafnið listaverk, er hún hefur snert og náð til hjarta fólksins, -— fyrr ekki. Hafi henni ekki lán- ast að ná sambandi við mann- veru, má líkja henni við óskrifað blað, poll sem engin lind streym- ir í, eða vél, sem engin spenna er leidd að, til að knýja til átaks. Ég vil ekki að þessi orð mín séu skilin þannig, að ég sé með þeim, að kveða upp einhvern Salómonsdóm yfir íslenzkri abstraktlist yfirleitt, og að hún eigi ekki líf fyrir höndum Fram- tiðin ein sker úr því, hvort hún kann síðar að eignast það rúm í hug þjóðarinnar, er sanni, að með henni hafi leynst það lífsmark, sem flestum hér hafi sést yfir nú. Tel ég því með öllu ótímabært, að láta abstraktlist mæta sem höfuð- fulltrúa, fyrir hönd okkar óhversdagslegu þjóðar, í fæðing- arborg fagurra lista, Rómaborg, meðan list sú á enn sáralítil ítök í hjarta þjóðarinnar sjálfrar. Gagnvart þjóð okkar er slík fram koma hreinræktað ofbeldi, sem ástæðulaust er að þola, og það er kjarni þessa máls, en alls ekki það, að félagið sem ég er meðlim- ur i, hefir lent hér utangarðs. Dómur einhverra manna suður í löndum, sem eru sama sinnis og þeir, sem verkin senda héðan, er okkur einskis virði á þessu stigi. Og það er beinlínis niðurlægj- andi fyrir þjóðina, sem í þúsund ár hefir setið við listrænar sögur og ljóð, rammar af galdri aftan úr grárri fornöld, en meitlaðar að formi, svo að enn eru þau stórskáld er vildu hafa skrifað þessar bókmenntir, að sigla til Rómar með farm varnings. að stórum hluta þeirrar tegundar, sem við vitum sjálfir ekki deili á, eða hvaða nafni á að nefna. Er ég persónulega þakklátur menntamálaráðherra okkar fyrir að hafa gert virðingarverða til- raun til þess, að afstýra þvílíku slysi þjóðar sinnar, og er söm hans gerð, þó hinir hvatvísu ungu rnenn hafi ekki látið sér segjast við kurteisleg aðvörunarorð hans. Af framangreindum ástæðum er það í alla staði eðliiegt og sjálfsagt, að stjórnarvöldin, full- trúar þeirra sem verið er að Verzlunarhúsnœði Til leigu er nú þegar verzlunarhúsnæði í Keflavík á bezta stað. — Þeir, sem áhuga hafa á þessu, leggi riafn sitt, heimilisfang og símanúmer á afgr. blaðsins fyrir föstudagskv., merkt: „Verzlunarhúsnæði Keflavík—373“. 11M> kynna, hafi hér örugglega hönd í bagga. Með frændþjóðum okk- ar, sem sýna hér líka, þykir iista- mönnum slíkt sjálfsagt og óað- finnanlegt. Voru skilyrði þau er háttvirt Alþingi setti fyrir styrk- veitingunni til sýningarinnar önnur, og að ýmsu leyti óaðgengi- legri, en við félagar höfðum mælt með, — en við töldum réttast að menntamálaráðherra ætti bein- línis sinn fulltrúa í nefndinni. Er það mikill misskilningur, og fjarri allri heilbrigðri skynsemi, að tala í því sambandi um til- raunir til kúgunar við ljstamenn eða samtök þeirra. Og ummæli Þjóðviljans í leiðara blaðsins 20. þ.m., þar sem sagt er berum orð- um, að af ..afskiptasemi ráðherr- ans sé öll deilan sprottin“, eru svo ósæmileg og vísvitandi gagn- stæð öllum sannleika, að ég finn til sárrar meðaumkvunar með því fólki, sem hefir slíka fulltrúa á opinberum vettvangi. Kæmi mér ekki á óvart þótt fleira skolaðist til í þeim kollum. Sannleikurinn er sá, að Bjarni Benediktsson menntamálaráðherra, hefir ekk- ert gert, sem líklegt var til þess að torvelda samstarf listamann- anna. Ilann hefur aðeins reynt að koma í veg fyrir það, að fé þjóð- arinnar væri notað til þess að brjóta hér heilbrigöa hefð og ó- skráð iög um, að listinni sé ekki beitt fyrir áróðursvagn dægur- málar.na, henni til tjóns, og rangar upplýsingar um land og þjóð kostaðar af almannafé. III. Þú hefur ötuliega styrkt unga listamenn í baráttu þeirra við þröngsýni og tómlæti. Kann ég þér þakkir fyrir það, sem þú hefir gert í því efni, sem sannar- lega er meira en listamenn áttu að venjast. En því aðeins er slíkt hollt, að ekki sé það gert á kostn- að annars og annarra. Margt er undarlegt í heimi hér. Með frumstæðum þjóðum er sá háttur hafður á, að umskrifa sög- una eftir þörfum þeirra, sem með völdin fara á hverjum tíma. Með þeim þjóðum er abstraktlist víða bannfærð í svipinn, en á morgun kunna listaverk impressionist- anna frægu og hin risavöxnu snildarverk klassísku meistar- anna að verða fyrir barðinu á þeim skjótráðu valdhöfum, sem þar ráða ríkjum. Ein af málpíp- um F.Í.M.-manna kvað nýlega uppúr um það hér í útvarpi, að höggva bæri niður myndina af Kristjáni 9., konungi íslands og Danmerkur. Gjarnan mátt þú koma þeim boðum til þessa ágæta marins, og segja honum frá mér, að þýðingarlaust sé fyrir hann að leita til mín um aðstoð við slíkt skemmdarverk og fölsun á íslandssögunni. Einnig það, að þýðingarlaust sé fyrir hann eða aðra að „láta mig skrifa undir“ eitt eða annað, eins og hann komst svo kurteislega að orði í blaðagrein í Þjóðviljanum ný- lega. Meðan ég dreg andann, mun ég ákveða sjálfur hvað ég skrifa, eða leyfi að haft sé eftir mér, og bera það undir samvizku mína eina. Ég er þakklátur skapara mínum fyrir það, að ennþá er ég fær um að festa hugsanir mínar á pappir. IV. Ég er nú senn áttatíu ára gam- all og nálgast óðum leiðarendann. Ég hefi á langri og all strangri ævi reynt að gera mér á hverj- um tíma grein fyrir því hvað er kjarni og hvað hismi. Ég hefi aldrei getað varist þeirri hugsun, að ég væri fyrst og fremst þjónn guðs og mannanna, og þau þjón- ustustörf hafa veitt mér kraft og viljaþrek og kveikt í brjósti mér þær tilfinningar sælu og fagn- Stutt afmælisskeyti til fimmtugrar húsmóður MÉR VERÐUR stundum hugs- að til horfinna daga vestur á fjörðum, — yndislegra anna- daga meðal menningarfólks og mætra drengja, — karla og kvenna. Heimilin, sem ég kynnt- ist þar, út við sjó og inn í sveit- um, verða mér lengi minnisstæð. Svo ágæt voru flest þeirra í sam- búð og samvinnu. Slík heimili eru hyrningarsteinar, sem öll hin margbreytilega mannfélagshöll hvílir á. Og líklega kunna fáir eins vel að meta þau og kenn- arinn. Ríki hans, skólinn, nýtur þeirra eða geldur. Og það er bezt að segja það eins og er, að þótt við karlmenn séum þar oftast einhvers virði, þá ber þó heimilið einkum svip húsfreyjunnar. Gott heimili vitnar því fyrst og fremst um góða konu. Og þetta leyfi ég mér að fullyrða eftir meiri og minni náin kynni af hundruðum heimila í hálfa öld. Þess vegna tek ég undir með spekingnum: Blessuð sé hin trausta húsfreyja, hin góða móðir. En því leiði ég huga að þessu nú, að mér dettur afmælisbarnið í hug. Frú Ragnhildur Þorvarð- ardóttir er ein þessara úrvals kvenna, traust húsfreyja og góð móðir. Hún er sjólf alin upp á ágætu heimili, heimili foreldra sinna að Stað í Súgandafirði, þar sem faðir hennar var prestur, og móðir hennar, frú Anna Stefáns- dóttir, annáluð sæmdarkona og mikil húsmóðir. Frú Ragnhildur er kennari að mennt, en giftist fyrir tæpum 30 árum Örnólfi Valdimarssyni kaupmanni og útgerðarmanni á Suðureyri, og bjuggu þau þar uns þau fluttu til Rvikur fyrir nokkrum árum. Var beimili þeirra á Suðureyri rómað fyrir rausn og myndarskap, og á margur þaðan ágætar endur- minningar. Þó hefir þar aldrei aðar, sem ekki geta samrýmst þeirri veraldarvizku, að við sé- um einungis að berjast fyrir lífi okkar sjálfra, fæði og skæðum. Það má hver sem vill trúa því, að ég hafi komið orðsendingum mínum á framfæri til þess að svæla út veggpláss suður í Róm fyrir nokkrar myndir eftir mig, framyfir það, sem ég átti kost á. Ég ætla þó, að okkar kynni hafi ekki gefið þér tilefni til þeirra ályktana. Nei, kæri ritstjóri, það skiptir mig nú orðið sáralitlu máli. hvort myndir mínar hanga á hljóðlát- um veggjum minum á Bergstaðar stræti 74, eða í fögrum salarkynn- um Rómaborgar, nema að þvi leyti sem ég kann að vera þar betur í þjónustu lífsins og þjóð- ar minnar. 21. febrúar 1955 Ássrímur Jónsson. Kæri Ásgrínaur — Ég þakka þér fyrir bréf þitt og hin hlýlegu orð í minn garð. Birti ég að sjáifsögðu bréfið, sem annað er þú vilt koma fyrir al- menningssjónir. Þvi miður mis- skilur þú aðstöðu mina sem for- manns Menntamálaráðs í þjónustu ríkisstjórnarinnar. Mér vitanlega hefur ekkert boð borizt ríkis- stjórninni viðvíkjandi hinni marg- umtöluðu listsýningu í Róm, og þar af leiðandi hafa mér ekki verið falin nein afskipti af mál- inu, eins og t. d. þegar ríkisstjóm- inni bárust boð um íslenzkar list- sýningar frá norsku, belgisku og dönsku ríkisstjórnunum. Að sjálfsögðu er ég nú sem áð- ur reiðubúinn til að gera allt sem í mínu valdi stendur til að greiða fyrir hollri framþróun í íslenzk- um listmálum. Með vinsemd og virðingu. , V. St. verið veitt vín á staup. Heimilið hefir alla tíð verið eitt hið mesta reglu og menningarheimili og hafa hjónin verið þar samtaka, svo að til fyrirmyndar má telja. Og þess hafa börnin notið. Þau hafa verið alin upp á starfssömu regluheimili, þar sem glaðværð ríkti og góður andi, andi krist- innar menningar. Sá arfur muu verða þessum mannvænlega barnahóp hollur og haldgóður, enda er hópurinn menningarlega vaxinn og fastmótaður af heimili sínu. Munu skólarnir ekki sízt bera vitni um það, en þar hafa börnin vakið eftirtekt. Þetta skeyti á ekki að vera lengra. En ég óska að síðustu frú Ragnhildi til hamingju með af- mælið og hinn ágæta barnahóp' sinn, og bónda hennar með hvort- tveggja. SnS. — Minningarorð Framh. af bls. 6 vináttu þinnar. Harmur okkar er stór og þá ekki síður foreldra og' systkina b.nna, sem þú varst svo umhyggjusamur og elskulegur við. Tíminn er að vísu oft nokkuð seigur að breikka bilið milli lif- enda og látinna.en vegna dygða þinna og vináttu munuum við, góði, látni vinur, þrátt fyrir há- vaðasaman dag, sem ef til vill mætir okkur í gleði og starfi, geyma minningu þína fagra og röðulbjarta í ár fram. — Um leið og við leitumst við að láta hvern dag næsíu ára færa okkur feti íramar á iðnnáms- brautinni, vitum við að þú geng- ur fram siórum skrei'um, með horskum hug, bjartur og hnarr- reistur á iiósvegum eihfðarinnar og þrozkast að vizku og vexti hjá Guð.i „Góðan dag um eilífð hinum megin“. Karl L. Maffnússon. Stefán Eiríksson. Hsgnarakerf! og heyrnarSó! í Frí- kirkiuna AÐALF'JNDUR Fóstbræðra- félags Frikirkjusafnaðarins var haldinn í Tjarnarcafé 14. þ. m. Stjórn félagsins var öll endur- kosin en hana skipa: Kjartan Ólafsson, form., Óskar B. Erlends son varaform., Þórður Á. Jóns- son, gjaldkeri, Jón HafliðasOn; ritari og Stefán Thorarensen fjármálaritari. Félagatala er nú 160. Félagið kappkostar að hafa ávallt með höndum einhver verkefni fyrir kirkju sína og söfnuð. Nú á næsta ári hyggst það láta leggja magn- arakerfi um kirkjuna, svo talað mál heyrist þar skýrt og greini- lega hvar sem er. Þá hefur einnig verið ákveðið að koma fyrir í öftirstu bekkjunum heyrn artólum fvrir fólk sem farið er að tapa heyrn. ófær! SXYKKISHÓLMI, 23. febr.: i— í gær var mjög þung færð yfir Kerlingarskarð og gekk áætluri- arbifreiðunum erfiðlega á leið- inni vestur. Urðu bifreiðar þær er fóru yfir skarðið að fá ýtur til aðstoðar frá Vegamótum. í dág má Skarðið heita ófært, en siðdst liðinn sólarhring hefur talsvért fennt á heiðar. Fremur lítill snjór hefur veÁð í byggð fram að þessu, en veAr nú sem stendur þungherii. *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.