Morgunblaðið - 24.02.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVISBLAÐiÐ Fimmtudagur 24. febr. 1955 JnttMafrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðaxm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur, Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Það þættu lítil drátturvélakuup á fslandi BLAÐ kommúnista birti s.l. s.l. þriðjudag mikla skýrslu um tækniframfarir í Sovétríkj- unum. Þar var þess getið sem dæmis um hina gífurlegu og hröðu uppbyggingu rússnesks landbúnaðar, að sovéskir bændur hefðu s.l. ár fengið 137 þús. nýja traktora. Það getur varla verið að þessi tala sé lægri en raunveruleikinn sjálfur segir til um. „Þjóðviljinn“ er ekki vanur að draga skóinn niður af Rússum og hinni komm- únísku forystu þeirra. En það er rétt að kryfja þessa tölu til mergjar. Hvað þýðir hún t. d. ef borin eru saman við hana dráttarvélakaup íslenzkra bænda? í Rússlandi fengu 20 millj. bænda, en það er hin opinbera tala bænda þar í landi, 137 þús. dráttarvélar árið 1954, samkvæmt upplýsingum ,,Þjóð viljans“. Það svarar til þess að íslenzkir bændur hefðu þetta sama ár átt að fá 40 nýjar dráttarvélar. Staðreyndin er hinsvegar sú, að árið 1954 fengu bændur á íslandi kring- um 500 nýjar dráttarvélar. í Rússlandi hefur þannig um það bil einn af hverjum 150 bændum fengið dráttarvél á árinu 1954. Á íslandi hefur hinsvegar 12. hver bóndi feng- ið þetta tæki á sama tima. Þetta er þá geysihraðinn í tækniþróun rússneska landbún- aðarins. Á sama tíma sem 12. hver bóndi á íslandi fær nýja drátt- arvél til ræktunar og annara landbúnaðarstarfa fær 150. hver bóndi í Sovétríkjunum slík tæki. Þetta eru ákaflega merkilegar upplýsingar, ekki sízt vegna þess að það er sjálft blað kommúnista hér á landi, sem flytur þær. Það getur varla verið að það sé að boða neitt ,,Rússaníð“. Hér heima hafa kommúnistar líka oftlega haldið uppi árásum á stjórnarvöld landsins fyrir það, hve uppbygging landbúnaðarins gengi seint. Jafnframt hafa þeir skammað bændur fyrir frum- stæða búnaðarhætti. Svo verður ,,Þjóðviljinn“, að vísu óvart, að lýsa yfir því, að rússneskir bænd ur fái margfallt færri dráttarvél- ar á ári en íslenzkir bændur. Engu að síður telur hann það tákn þess, að sovétskipulagið tryggi miklu örari þróun land- búnaðarins en „auðvaldsskipu- lagið“ á íslandi. Þetta er aðeins eitt dæmi um það, hvaða mnrk er takandi á raupi kommúnista hér af at- vinnulífsumbótum „félaganna" í Sovétríkjunum. Fyrir fáum vikum var því einnig lýst yfir í „Þjóðvilj- anum“ að reynzt hefði ókleift að auka kornframleiðslu og kvikfjárrækt á samyrkjubú- unum í Rússlandi. Hvers- vegna? Vegna þess að hið kommúníska skipulag hefur lagst eins og mara á allt ein- staklingsframtak í Sovétríkj- unum. Kommúnistar hafa gert alla bændur þar að ríkisþræl- um. Afleiðingarnar láta ekki á sér standa. Kyrrstaða og hrörnun set- ur svip sinn á rússneskan land- búnað. Á sama tíma sem land- búnaðarframleiðsla eykst stór- kostlega meðal allra hinna vest- rænu lýðræðisþjóða stendur rússneskur landbúnaður á svip- uðu stigi og fyrir nokkrum ára- tugum. Þannig hefur hið komm- úníska skipulag leikið eina mestu landbúnaðarþjóð Evrópu, sem þar að auki byggir frjósamt og auðugt land. Það er sannarlega engin tilvilj- un að ýmsum æðstu ráðamönn- um Sovétstjórnarinnar hefur ver- ið kastað út í ystu myrkur vegna þess, að þeir hafa verið taldir bera ábyrgð á mistökum í stjórn landbúnaðarmála. Kommúnistar verða alltaf að hafa einhverja syndahafra til þess að slátra. Þegar kyrrstaðan í landbúnaði þeirra hefur í för með sér tilfinnanlégan skort á landbúnaðarafurðum dettur þeim ekki í hug að viðurkenna, að það sé hinu kommúníska skipulagi að kenna. Þess í stað er fólkinu sagt að ólesturinn og upplausnin spretti af því að yfirmenn land- búnaðarmálanna hafi gerst sekir um alls kyns glæpi, jafnvel geng- ið af trúnni og gerst „leiguþý" auðvaldsins. En það er mikils virði að blað kommúnista hér á landi hefur nú ekki aðeins lýst yfir þvi. að aukning kornyrkju og kvikfjárræktar sé óhugsandi á hinum sovésku samyrkjubú- um, heldur og viðurkennt það, að meðan 12. hver bóndi á ís- landi fær dráttarvél þá fái að- eins 150. hver bóndi í Rúss- landi slík tæki. Mjög fróðlegt væri að fá upplýsingar um það hjá komm únistablaðinu, í hverju það telji yfirburði hins sovéska landbúnaðar fram yfir íslenzk an landbúnað vera fólgna? Enn etn !órn UMFERÐIN í höfuðborginni hefur krafizt enn einnar fórnar af íbúum hennar. Að þessu sinni voru það tveir litlir drengir, þriggja og fimm ára gamlir, sem fyrir barði ógæfunnar urðu. Þetta hörmulega slys er enn ein aðvörun til bæjarbúa, í senn þeirra, sem stjórna ökutækjum og allra þeirra, sem eiga börn sín á götunni. Hættan er alls stað- ar nálæg, þegar óvitum er sleppt gæzlulausum út í umferð hennar. Því má enginn gleyma. Þeir, sem ökutækjunum stjórna, eru líka misjafnlega gætnir og ábyrgðar- tilfinning þeirra misjafnlega rík. Aðstaðan til þess að hindra slys er ennfremur mjög misjöfn, ef vegfarandinn hagar sér gálaus- lega gagnvart umferðinni. Hér verða því allir að leggj- ast á eitt til þess að koma í veg fyrir umferðaslysin, bif- reiðastjórarnir og allur al- menningur, börn og fullorðnir. Þegar ógæfan hefur skeð er allt um seinan. Borgarbúinn verður sífellt að vera á verði gagnvart hraða umferðarinn- ar, hvar sem hann er staddur og hvenær sem er. -— Þeirri meginreglu verða allir að fyigja. Sendiherrar í boð! vamarliðsins SENDIHERRUM þeirra sex þjóða hér á landi, sem meðlimir eru í Norður-Atlantshafsbanda- laginu, var boðið s. 1. miðviku- dag að skoða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. i Þetta var ein af fleiri kynnis- förum, sem varnarliðið hér hef- ur undanfarið gengizt fyrir. ' Brigadier General Donald R. Hutchirison, yfirmaður varnar- liðsins á íslandi, hafði hádegis- verðarboð inni fyrir sendiherr- ana. Að því loknu var sendiherr- unum boðið að skoða varnar- framkvæmdir á Keflavíkurflug- velli, þ. á m. byggingar, sem reistar hafa verið undanfarin þrjú ár, og radartæki, sem not- uð eru við flugumferðarstjórn til aðstoðar og leiðbeiningar flug- vélum, sem nálgast landið. Þátttakendur í förinni voru: Sendiherra Noregs, hr. Torgeir Anderssen-Rysst; sendiherra Frakklands, hr. Henri Voillery; sendiherra Danmerkur, frú Bodil Begtrup; sendiherra Vestur- Þýzkalands, dr. Kurt Oppler; sendiherra Bretlands, hr. James Thyne Henderson og sendiherra Bandaríkjanna, hr. Jchn J. Rðfmapsverð fi! súgþurrkunar ALLSHERJARNEFND ræddi þessi mál við raforkumálastjóra og Sæmund Friðriksson, sem eru í nefnd ásamt búnaðarmálastjóra, er nú starfar að endurskoðun raf- magnsgjaldskrár til súgþurrkun- ar. Þar sem þessi nefnd er nú að störfum og skipuð fulltrúum frá Búnaðarfélagi íslands og Stéttasambandi bænda, telur nefndin ekki tímabært, að Bún- aðarþing afgreiði ákveðnar til- lögur í málinu. Nefndin leggur til, að afgreiðsla þessa máls verði þessi: Búnaðarþing ályktar að fela nefnd þeirri, er starfar að endur skoðun rrfmagnsgjaldskrár til súgþurrkunar, að taka til sér- stakrar athugunar erindi þau, er Búnaðarþingi hafa borizt um raforkumál. Enn fremur vill Búnaðarþing leggja sérstaka áherzlu á, að afnotagjald af raf- magni verði hið sama alls staðar á landinu. ÚR GLEYMSKU Timoschenko marskálkur hefir verið sæmdur Leninorðunni, að því er Moskvu-útvarpið skýrir frá. br«0«- ISLENZKA brúðuleikhúsið hef- ur frá því um miðian desember s.l. sýnt hér í Iðnó barnaleikina Hans og Grétu og Rauðhettu við ágæta aðsókn. Mun nú sýningum á þessum vinsælu og skemmti- legu leikjum bráðum lokið og því síðustu forvöð að sjá þá. Er nú XJeíuahanck ólznfar: I „Sveitakona" svarar sr. Jakobi Jónssyni. VELVAKANDI góður! Gætir þú ljáð „sveitakonu" lítið rúm í dálkum þínum, þó að ég með hálfum huga leggi í það að svara á prenti slíkum mælsku- manni, sem sr. Jakob Jónsson er viðurkenndur að vera með þjóð vorri: j Kæri sr. Jakob Jónsson, j þér segið í bréfi yðar frá 14. j febrúar, að „auðvitað megi um ' það deila, hvort ekki væri per- sónulegra, að bænir væru ekki teknar upp á plötur.“ Ég fyrir mitt leyti treysti mér ekki til að deila um jafn augljsóan hlut, sem það er, að óumdeilanlega persónulegra er það, að bænir j séu ekki teknar upp á plötur eða j réttara sagt fluttar af plötum á þann hátt, sem gert hefir verið, j enda hafa „misfelli“ þessa fyrir- ! komulags þegar komið í ljcs. — i Þökk sé yður, sr. Jakob Jónsson, i að þér komið fram með þetta, j sem átti að vera mergurinn máls- ins hjá mér, en ekki ávítur á | „kæruleysi og hirðuleysi“ ein- stakra útvarps starfsmanna. Væntir sér nýrrar upp- örfunar frá sívakandi sáluhjálpara. ER ekki betra að fara í kirkju en hlusta á messu í útvarpi, og er ekki betra að hlusta á prest inn í gegnum útvarpstækið á þeirri stundu, sem hann, snort- inn af hátíðleik stundarinnar fær innblástur til að tala, heldur en að heyra ræðu hans eða gamla ræðu einhvers annars prests, flutta seinna af stálþræði? En ef sjálfir kennimennirnir eru ánægð Iir, þá ættu leikmenn sjálfsagt að vera það líka. „Orðin tóm“ er bænaflutaing- urinn í útvarpinu, fráleitt á þvi j augnabliki, sem þau eru töluð, 1 þó að þau geti virzt það stund- um, þegar þau eru leikin aftur j (og aftur) af stálþræðinum. Ekki fæ ég neitað þvi, að sama bæn, eins og t. d. Faðir vor, endur- tekið í það óendanlega alla æfi geti komið við bænarþel biðj- anda. En hér er um aðrar for- sendur að ræða: Útvarpshlust- andi opnar tæki sitt, væntir sér nýrrar uppörfunar frá sívakandi sáluhjálpara, er rís árla úr rekkju og gerir sína morgunbæn, ein- mitt með það fyrir augum á þeirri stundu, að hlustandi hrífist af og, eins og þér, sr. Jakob, segið, biðji sjálfur með. Það gleður mig að heyra á yð- ar góðu morgunandakt, undan- farið, sr. Jakob, að þér virðist nú aftur við betri heilsu. Með beztu óskum yður til handa, Þ. J. H.“ Vöntun í veðurfregnum. BÆJARBUI hefir orðið: „Kæri Velvakandi! í veðurfregnum, sem Veður- stofan býr út fyrir útvarpið, er sjaldnast að finna neinn spádóm um væntanlegt hitastig. Að vísu hafa veðurfregnir fyrst og fremst gildi fyrir sjómenn, og kann að vera, að veðurhiti verði þá minna en vindátt, veðurhæð og skýja- far. Hitt er þó vel ljóst, að fyrir bæjarbúa og marga aðra eru það enganveginn fullnægjandi veð- urspár, sem ekki geta um hitastig. Þó að Veðurstofan spái suðvestan stinningskalda, gefur það flestum enga hugmynd um, hverskonar veður það sé, enda þótt þeim sé ljóst, að norðlægir vindar séu yfirleitt kaldari en suðlægir. Eindregin tilmæli. NÚ mun svo vera, að til þess að geta útbúið veðurspárnar, verður Veðurstofan að hafa hug- mynd um væntanlegt hitastig. Þessar upplýsingar liggja því fyr- ir yfirleitt. Þess má geta, að veð- urspár, sem birtar eru í útvarpi varnarliðsins í Keflavík, leggja mikla áherzlu á væntanlegt há- marks- og lágmarks hitastig. Þessvegna er eindregið til þess mælzt, að Veðurstofan gefi þess- ar auknu upplýsingar í almenn- um veðurfregnum, og er enginn vafi á því, að með því myndi veðurþjónustan verða mun nyt- samari en nú er. — Bæjarbúi.“ Á skammri stund skipast veður í lofti. tekið að æfa nýjan barnaleik, „Grámann í Garðshorni" og hvggst Brúðuleikhúsið geta byrj- að sýningar á þvi um miðjan næsta mánuð. — Leikstjóri hefur verið og verður á næsta leikriti Ævar Kvaran, en Jón E. Guð- mundsson, listmálari, eigandi leikhússins, hefur gert allar brúð- ur og tjöld og stjórnar brúðun- um ásamt Baldri Georgs og Evvönu Hólmgeirsdóttur. Brúðuleikhús eru hvarvetna vinsæl, enda getur þar oft verið um góða list að ræða. Hans og Gréta og Rauðhetta verða að forfallalausu sýnd í Iðnó næstkomandi sunnudag kl. 3 eftir hádegi. Churchill ræðir um kjarnorkuhernað í næstu viku LONDON, 22. febr. — Umræður um stefnu Breta í varnarmálum standa nú fyrir dyrum í neðri deild brezka þingsins. Tjáði Sir Winston Churchill, forsætisráð- herra Breta, þingmönnum i dag, að hann myndi er umræðurnar hæfust í næstu viku, flytja ræðu um hin knýjandi vandamál k j arnorkuhernaðar. Fyrirspurnum var beint til forsætisráðherrans um afstöðu brezku stjórnarinnar til tillögu Indlands, er lögð var fyrir SÞ, varðandi bann við öllum vetnis- og kjarnorkusprengjutilraunum. Churchill kvað stjórnina ekki hafa tjáð sig fylgjandi til- lögunni, en sagðist myndu drepa nokkuð á tillögu indversku stjórnarinnar í ræðu sinni í næstu viku. ★ Einn þingmaður stjórnar- andstöðunnar hvatti stjórnina til að styðja þá tillögu, að öllum slíkum tilraunum yrði frestað, meðan afvopnunarmálin verða rædd á fimmveldaráðstefnunni, er hefst í Lundúnum n.k. föstu- dag. Eins og sakir stæðu, kvaðst forsætisráðherrann ekki vilja styðja slika tillögu. GÚMMÍSKÓR f STAÐ WHISKYS TORONTO — Skozkir whisky- kassar hafa verið að berast með múrsteinum, sandi, gúmmískóm og brotajárni í stað hinnar réttu vöru. Leynilögreglumenn vá- tryggingarfélaganna hafa málið til rannsóknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.