Morgunblaðið - 24.02.1955, Qupperneq 11
Fimmtudagur 24. íebr. 1955
MORGUNBLAÐIÐ
11
Vistheimili fyrir stúlkur á glapstigum
er frumskilyrði þess, að árangur
náist af kvenIög regIustarfinu
FYRIR um ári birti Mbl. samtal
við unga stúlku, Vilhelmínu Þor--
valdsdóttur frá Akureyri, sem þá
var nýkomin heim eftir alllanga
dvöl í Bandaríkjunum, þar sem
]hún hafði verið á vegum íslenzku
lögreglunnar til að kynna sér
etarfshætti kvenlögregluþjónust-
unnar þar í landi.
Vilhelmína hefur ekki verið
aðgerðarlaus síðan hún kom
heim, nóg voru verkefnin, sem
biðu hennar. Hana vantaði skrif-
stofu — húsnæði undir þá skrif-
stofu og ótal margt fleira þurfti
að komast í kring áður en hún
gæti hafið starf sitt hér. — Nú
í sumar fékk hún loks skrifstofu,
uppi á Klapparstíg og í haust
fékk hún aðra stúlku, Sigríði
Jónsdóttur, einnig frá Akureyri,
aér til aðstoðar, svo að „fyrir-
tækið“ er nú greinilega hlaupið
af stokkunum, og má óhætt full-
yrða, að starf þessara tveggja
ungu stúlkna frá Akureyri hafi
þegar borið þann árangur, sem
epáir góðu um framtíðina.
ÞÖRF OG NAUÐSYN
í samtali, sem ég átti við ung-
frú Vilhelmínu fyrir skömmu,
Bpurði ég hana vítt og breitt um
etarf hennar, í hverju það er að-
allega fólgið og reynslu hennar
í þessum málum hér heima.
— Reynsla mín er nú ekki ýkja
mikil, enn sem komið er, segir
Vilhelmína, — en þó nógu mikil
til þess, að ég held, að við séum
í engum vafa um, að það er þörf
og nauðsyn á sliku starfi og jafn-
framt góðar vonir um, að það
geti borið árangur, ef vilji og
nauðsynlegustu skilyrði eru fvrir
hendi.
HJÁLPA AFVEGALEIDDUM
STÚLKUM
Það, sem við gerum, er fyrst
'cg fremst að hjálpa ungum stúlk-
um, sem lent hafa á rangri braut,
til að rétta við aftur og ef hægt
væri að fyrirbyggja, að þær lentu
á þessari röngu braut með því að
koma til hjálpar áður en í óefni
er komið — byrgja brunninn
áður en barnið er dottið ofan í.
,Við höfum samráð og samvinnu
bæði við barnaverndamefnd og
lögregluna og svo síðast en ekki
EÍzt sjálf heimilin, stuðningur
þeirra og skilningur er okkur
nauðsynlegur, eigi nokkur árang-
ur að nást af starfi okkar.
EFTIRLIT MEÐ ÚTIVERU
BARNA OG UNGLINGA
Þá höfum við líka í haust og
vetur unnið að því að útbúa
aldursskírteini fyrir börn og
unglinga til að auðvelda eftirlit
með því, að reglum um útivist
Bé framfylgt, en mikill misbrest-
ur hefur jafnan verið á því. Við
höfum gengið í skóla bæjarins og
tekið niður nöfn og heimilisföng
nemendanna, ásamt aldri og
ljósmynd. Einnig höfum við eftir-
lit með því að börn sjái ekki
kvikmyndir, sem þeim eru bann-
aðar. Verður nú reynt að hafa
eftirlitið öruggara, þannig að bót
fáist frá því, sem verið heíur.
Ég vildi um leið mega minna á,
að samkvæmt lögreglusamþykkt
Reykjavíkurbæjar er börnum
yngri en 12 ára bannað að vera
úti eftir kl. 20. Böm írá 12—14
ára mega ekki vera úti eftir kl.
Samtal við imgfrú Vilhelinínu
Þorvaldsdóttui
Vilhelmína Þorvaldsdóttir
22 og unglingum innan 16 ára er
óheimill aðgagnur að almennum
dansstöðum og kaffistofum eftir
kl. 20. Þetta verða allir foreldrar
að hafa í huga.
DRYKKJUSKAPUR
HELDUR MINNKANDI
— Verðurðu mikið vör við
drykkjuskap meðal ungra
stúlkna?
— Nei, minna en ýmsir munu
ætla. Þeir, sem þessum málum
eru kunnugastir segja, að minna
sé um slíkt nú en var fyrir
nokkrum árum, þar með er ekki
sagt, að ástandið sé gott í þessu
efni. Það er ömurleg sjón að sjá
unga stúlku dauðadrukkna i lög-
regluhöndum — ef til vill á leið
, lögreglukonu
í fangelsi — sjón, sem ekki ætti
að þekkjast.
ERFIÐ AÐSTAÐA
— Hver eru svo ykkar úrræði
til bóta?
— Ég vil taka það fram strax,
að aðstaða okkar til að gegna því
hlutverki, sem okkur er ætlað,
er vægast sagt mjög erfið á með-
an ekki er til á iandinu, hvað þá
hér í Reykjavík, neitt vistheimili
fyrir stúlkur, sem lent hafa á
glapstigum og þurfa aðhalds og
umsjónar með. Margar af þeim
stúlkum, sem við höfum undir
handarjaðrinum, eru ágætar
stúlkur í sér, en reikandi og á-
hrifagjarnar, — hvort heldur er
til hins betra eða verra -— og
draga því algerlega dám af þeim
félagsskap, sem þær lenda í.
Væri hægt að fjarlægja þær úr
hinu spillandi umhverfi og beina
áhuga þeirra ótrufluðum inn á
hollari brautir, væri þeim borgið.
GÓÐ HEIMILI GÆTU ORDIÐ
AÐ MIKLU LIÐI
En til þessa vantar okkur ein-
hvern stað, sem tekið gæti við
þessum stúlkum.
Það hefur verið reynt að leita
til góðra heimiía ýmist hér í
Reykjavík eða úti í sveitum, en
flestum er á sama veg farið. Hús-
mæður vilja ekki hætta á að taka
á heimilið stúlku, sem hefur
„lent í einhverju“ eins og sagt
er. Slíkt er þó oft algerlega ó-
Framh. á bls. 1?
Um skálar og geymsluílá)
SÉRHVERT heimili þarf að eiga
eitthvað af skálum, bæði til þess
að nota við matartilbúninginn og
til þess að geyma í aRs konar mat
og matarleyfar. Endingarbeztar
eru stálskálar, en þær eru dýrar.
Alúmínskálar eru töluvert ódýr-
ari en hvorki má geyma í þeim
saltaðan eða súran mat um lengri
tíma. Kaupið ekki þunnar alúmín
skálar, því að þeim er hætt við
að beyglast. Gleraðar skálar eru
ágætar til að geyma í mat, en þær
eru mjög viðkvæmar fyrir högg-
um og hnjaski og eru því ekki
heppilegar til notkunar við mat-
artilbúninginn. Plast- og postu-
línsskálar eru hentugar í búri og
eldhúsi og hafa einnig þann kost,
að í þeim má bera mat á borð.
Plastskálar litast af listarsterk-
um mat, saft o. fl. Ekki má þeyta
í þeim með málmþeytara, því að
við það rispast þær. Þegar við
geymum mat, er nauðsynlegt að
hafa lok á ílátinu. Yfirleitt fylgja
ekki lok með glerskálunum, en í
stað loks er ágætt að nota plast-
hettur. — Sjá mynd.
★
Töluvert er nú flutt inn af
geymsluílátum, sem aðallega eru
ætluð til þess að geyma mat í
ísskápum en þau eru einnig ágæt
til að geyma í mat í búri og
geymslum. Mörg af þessum ílát-
um eru ferköntuð og rúmast því
betur í geymslu heldur en kringl-
ótt eðá sporöskjulaga ílát. Þau
eru með sléttu loki, svo að hægt
er að stafla þeim hvoru ofan á
annað. Lokið þarf að falla vel á.
★
Það er áríðandi að geyma
aldrei mat, hvorki í ísskápum né
annars staðar, nema í luktu íláti
eða innpakkaðan í pappír t. d.
sellofan-, alúmín- eða vaxborinn
pappír, annars þornar maturinn
og matarlyktin færist frá einni
matartegundinni yfir á aðra, svo
að maturinn skemmist.
Geymið ekki lyktarsterkan mat
í plastílátum. Þau t.aka þá til sín
matarlyktina og erfitt getur ver-
ið að ná henni úr. Munið, að þessi
plastílát þola ekki nema um 80
gráðu C. hita.
Bolero-jakkarnir eru alltaf nýir
Tveir einkar laglegir kjólar með bolero-jakka, hver með sínu sniði.
Annar með víðu útskornu pilsi, hinn með aðskornu og hliðarvös-
um. í báðum kjólunum má vera án jakka, sem er alltaf mikill
kostur. Sá til vinstri er með hringhálsmáli, allflegnu niður og út
á axlirnar. Sá til hægri er einnig nokkuð fleginn með breiðu
V-hálsmáli.
Ný hrogn
HROGN
Nú er einmitt sá tími, sem við
getum daglega fengið ný hrogn
og góðan fisk hjá fiskikaup-
manninum okkar.
Hrognin má framreiða ýmist
soðin eða steikt og eru þau ljúf-
feng á hvorn veginn sem er.
Ef þau eiga að steikjast, eru
þau fyrst soðin í saltvatni (í 1 1.
vatn — 20 gr. salt) innvafin í
léreftsklút í 20—30 mín., eftir
stærð hrognanna. Þau eru síðan
kæld, skorin í ca 1 cm þykkar
sneiðar, sem velt er upp úr eggj-
um og raspi og síðan steiktar
Ijósbrúnar í olíu eða feiti.
Með steiktum hrognum er gott
að framreiða t. d. sítrónusósu eða
hollenzka sósu.
SÍTRÓNUSÓSA
3% dl. fisksoð
2025 gr. smjörlíki
25 gr. hveiti
1 eggjarauða
Safi úr einni sítrónu.
Smjörið er brætt og bakað upp
með hveitinu og þynnt út með
soðinu. Eggjarauðan er þeytt vel,
og dálitlu af sósunni hellt saman
við, þegar hún hefur soðið í 10
mín., þá er eggjarauðunni og
sítrónusafanum hellt í pottinn,
hrært vel í, þangað til sósan er
alveg komin að suðumarki.
HOLLENZK SÓSA (ekta)
10 gr. hveiti
IVí dl. vatn
100 gr. smjör
1 heilt egg og 2 eggjarauður
Safi úr einni sítrónu
Salt
1—2 matsk. gott fisksoð
2 matsk. hvítvín.
Hveitið er hrært í potti með
vatninu þangað til engir kekkir,
finnast, látið sjóða ofurlitla
stund við mjög vægan hita (það
er ákaflega áríðandi) og gætið
þess að hræra stöðugt í. Nú er
potturinn tekinn af eldinum og
vel hrærð eggin hrærð saman
við. Það þeytt í nokkrar mínút-
ur. Þá er sjóðandi smjörinu hóllt
út í smátt og smátt. Síðast. er
svo sítrónusafinn, saltið, sjóð-
andi soðið ásamt víninu látið
út í.
Sósan á að vera vel heit, þegar
á borBsB
hún er framreidd og ef þarf að
hita hana, verður að gæta þess
vel að hræra stöðugt í á meðan
potturinn er yfir vægum hita.
Sósan má ekki sjóða.
Ef eggin hafa verið sérlega
ljós er gott að lita sósuna með
1 dropa af gulum ávaxtalit.
Um máS
og vog í
uppskriftum
KVENNASÍÐUNNI hafa borizt
tilmæli frá húsmóður um að í
öllum uppskriftum sem birtast á
síðunni verði notað grammamál
— en ekki ýmist tilgreint mál í
gr., dl., eða bollum. Hélt hús-
móðirin fram að t. d. bollar væru
mismunandi að stærð og þar af
leiðandi ekki einhlítt að tilgreina
bollamál.
Þetta er öldungis rétt hjá hús-
móðurinni, en Kvennasíðan hef-
ur gert 'ráð fyrir að allar hús-
mæður ættu „bolla“ sem til þess
eins er'u ætlaðir að mæla með
þeim það sem í uppskriftir á að
fara. Hafa slíkir bollar fengizt
hér í verzlunum — 4 bollar sam-
an og mælir einn 1 bolla, annar
Vz bolla, % bolla og Vt bolla.
Einnig hafa fengizt „teskeiðar“
— 4 á einum hring og mæla þær
1 matsk., 1 tesk., Vz tesk., % tesk.
Þessar „teskeiðar“ og þessir
„bollar“ verða að teljast nauð-
synlegar á hverju heimili þar
sem bakað er.
í enskum og bandarískum upp-
skriftum er t. d. oftast mælt í
bollum og matskeiðum (eins og
þeim er hér fást) en í Norður-
landa uppskriftum í grömmum
eða dl. Yrði það mikið umstang
að umreikna t. d. allt dl.-mál í
grömm. Bökunarefnin hafa mis-
munandi eðiisþyngd t. d. er 1 dl
1 af hveiti 50 gröiftm og 1 dl af
kartöflumjöli er 70 gr og 1 dl
af raspi 40—50 gr. Af þessu sézt
að handhægast er að komast yfir
hin áðurnefndu mál — „teskeið-
Framh. á bls. 12