Morgunblaðið - 24.02.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.02.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. febr. 1955 l ilTT J? inigBÍ? EFTIRLEIT EFTIR EGON HOSTOVSKY 3C Framhaldssagan. 29 Eric: ..Hvað er það, sem við fá- „Þér gerið eins og yður þókn- ast, en ég msetti fimm kunnug- um andlitum á leiðinni hingað og ég bý aðeins hérna rétt við horn- ið, en þessi andlit eru frá lög- j eglunni, og mér finnst fimm vera lieldur mikið á þessari stuttu ieið.“ „Herra Brunner, er Kral í bráðri hættu núna?“ spurði ung- frú Pollinger og var nú áhyggju- full á svipinn. Morgan svaraði fyrir Eric. „Eg hef það á tilfinningunni, að eini rnaðurinn sem er í bráðri hættu, sé gesturinn okkar. Jæja, gott fólk, þið gerið auðvitað það, sem ykkur sýnist, en væri ég spurður ráða, ög vissi ekkert um, hvað Brunner hefur í huga, eða dr. Matejka er að fara, mundi ég ráðleggja þetta: Hvers vegna seg- ir herra Brunner ekki, að ég sé hérna. Því næst getur hann farið í ráðuneytið eða hitt dr. Matejka eða farið heim til sín, hvert sem hann vill, en klukkan ellefu get- ur hann komið á einhvern af- skekktan stað, þar sem við getum hitt hann. Ég skal hugsa um það, hvernig við eigúm að komast liéðan óséð. Aðalatriðið er, að Brunner sá mjög varkár. Jæja, Brunner, hvar eigum við að hitt- ast? Eruð þér ekki sérfræðingur í næturlífi í Prag?“ „Á Eldorado barnum við Est- boniagötu Vrsovice. Hver fjand- inn, klukkan er ekki orðin hálf níu og nú hringir Matejka." Eric var stundvís, og það voru hin einnig. Klukkan var nákvæm lega ellefu, þegar hann hitti þau fvrir utan Eldoradobarinn. „Þér vísið veginn“,hvíslaði Morgan. „Þér skulið velja horn- borð og panta svo það, sem vður dettur í hug, það verður hvort sem er ódrekkandi.“ Barinn var hálftómur. í fyrsta klefanum var þunglyndislegur gamall maður, í öðrum klefanum voru hjón að drekkja sorgum sín- um í vínglasi, í þriðja klefanum voru þrír ungir menn, sem allir rýndu í stóra talnadálka. Um leið ■og Eric og félagar hans nálguðust, breiddu þeir yfir blöðin og fóru að hlæja og skála. „Svartur mark aður“, sagði Morgan þurrlega og ■'benti á auðan klefa rétt við ofn- ;inn, Kjólklæddur þjónn kom nú að .borðinu til þeirra, hneigði sig og Ineri saman höndunum og spurði: 1 „Hvað þóknast frúnni og herr- íunum?" ' jí „Eitthvað gott rauðvín", sagði ■íEric. |? „Því miður, það er ekki til.“ 14 „Koníak þá, eða ávaxtakoníak“. „Ég er hræddur um, að við höfum það ekki heldur." „Hvað í fjandanum er þá til hérna?“ Þjónninn beygði sig nú niður og hvíslaði leyndardómsfullur: „Við höfum hér rúg-vísky á litl- um flöskum, en —“ Morgan skildi ekki, hvað sagt var, en grunaði hvað það mundi vera, tók amerískar sígarettur vpp úr vasa sínum og lét í lófa þjónsins. Þjónninn hneigði sig iiiður í jörðina og hvíslaði eins og í trúnaði: „Ég hef hérna eina flösku af skozku visky. Ég gæti komið með hana innvafða, svo að enginn geti séð, hvað þið drekkið, en hún kostar tólf hundruð krónur með skatti." „Þér hljótið að vera —“ sagði | Eric og þaut upp, en Morgan I sparkaði í hann undir borðinu og 'vinnkaði samþykkjandl kolli til þjónsins. Því næst spurði hann um! „Flösku af skozku visky fyrir tólf hundruð krónur." „Það er ekki of mikið, ef það er raunverulega skozkt. Ég skyldi veðja, að hér er hægt að fá allt, fyrir peninga og sígarettur." j „Herra Brunner”, sagði Marga- ret og brosti vandræðalega. ,,Eg verð að skýra það fyrir your, hvers vegna ég- bauð aðeins Ger- ard með yður í kvöld.“ „Ég veit það, ungfrú Polling- „Nei, þér vitið það ekki. Við Gerard erum ekki alveg sammála um Kral, og það veltur á Gerard hvort Kral fær vegabréfaáletrun til Ameriku eða ekki. Þér hafið þekkt Kral lengi og ég geri ráð fyrir, að þér takið ekki sérstak- lega hans málstað og þar að auki eru þér í kommúnistaflokknum, þess vegna datt mér í hug, að þér gætuð kannske sagt Gerard eitt- hvað, sem mundi sannfæra hann.“ „Margaret", tók Morgan fram í fyrir henni, „þú hefur alltof kvenlegan skilning á nákvæmni og rökræðum. Auðvitað erum við sammála um Kral, en það er ekki í mínu valdi að hjálpa honum, ég gæti jafnvel gert honum tjón, og það vildi ég sannarlega ekki gera. Mundi það ekki vera hyggilegra að láta Brunner segja okkur, hvað hann ætlaði að segja, og hvers vegna hann vildi hætta svona miklu aðeins til að geta talað við okkur?“ „Veit Kral, hvað þið eruð að vinna fyrir hann?“ spurði Eric. I „Nei, sama dag og þér komuð í sendiráðið til mín, fór hann *il Sumavafjalla til að heimsækja fæðingarbæ sinn.“ Eric dró djúpt andann og fór að tala í ákafa, og það var aug- ljóst, að hann var mikið búinn að hugsa um það, sem hann sagði. „Fyrir skömmu bað dr. Matejka i innanríkisráðunevtinu mig að leita nokkurra upplýsinga um Kral. Hann vildi einnig, að ég kæmist í samband við ungfrú Pollinger eða einhvern annan Ameríkana frá sendiráðinu og segja honum síðan, hvað væri þar álitið um Kral. Matejka valdi mig til þessara starfa vegna þess, j ™ að hann vissi að ég hafði þekkt j . Kral vel og hann hélt, að þetta ' ■ mundi verðv að einhverri ástríðu hjá mér. Hann vissi, að Kral hafði ; verið elskhugi konunnar minnar, j ! áður en við giftumst og hann j ; vissi einnig og sagði mér frá því, að þau hefðu hitzt stundum með ; leynd núna þessa síðustu mán- ! uði. Ég tala alveg hreinskilnis- ; lega við ykkur og dreg ekkert I undan. Ég get sagt ykkur allt, ; sem ég veit um Kral með góðri ■ samvizku." I ; . ! ■ „I fyrstunni var mér alveg : sama, hvort þið ætluðuð að leyfa I | Kral að komast til Ameríku eða ekki eða hvort innanríkisráðu- neytið ætlaði að gefa honum leyfi. Ég vildi aðeins njósna um Kral til þess að vita, hvernig ég ' ; stæði í mínu eigin hjónabandi. • Nú er ég erðinn leiður á því og ; vil ekki njósna um hann meira. • Fyrir mig er aðeins eitt til: að : hraða öllu málinu, svo sem kost- ; ur er. Kral er ekki kommúnisti : og hefur aldrei verið það. Kral ; gefur sig aldrei að njósnum, : hvorki fyrir kommúnistana eða ; Ameríkana. Hann vill komast til ’. Ameríku af heimilisástæðum ein- ; um. Ég hef varla nokkra ástæðu í til að hafa áhuga á Kral, en mér ; verður rórra, þegar hann er kom- • inn úr Tékkóslóvakíu. Það er allt ; og sumt.“ i • Gerard Morgan fór nú að ; hósta, hann hlaut að hafa drukk- : ið of ört og vínið hefur farið í ; rangan háls. Hann stóð á öndinni, : roðnaði og hristist allur og veif- ; aði höndunum eins og hann væri : að drukkna. | ; Gestirnir gægðust út úr klefun- : um og þjónninn flýtti sér til hans ; með kalt vatnsglas, og hvíslaði : NÝ SENDING Jersey-kjólar Tweed-kjólar Ný snið, margir litir GULLFOSS AÐALSTRÆTI HERBERCI með eða án húsgagna, óskast strax, helzt í austurbænum. ^jheíclur h.h. — (Sími: 5028). FYRIRLIGGJANDI: SANT/V CLAR/V SVESKJIiR 50^60 70780 RIJSÍMUR steinlausar KUREIMUR BL. AVEXTIR 121/2 kg. EPLI, þurrkuð J.B rynfoi Póóon & J(.i> varan Jóhann handfasti INSK SAGA 114 reigingslega um torgið, eins og ungur áflogahani. Borgar- búar höfðu þá gripið hann umsvifalaust og haldið honum og spurst hann hver hann væri. Hann hafði þá haft vit á því að segjast vera í þjónustu mjög ríks kaupmanns, sem kæmi til Vínarborgar eftir nokkra daga. Þá hafði honum verið sleppt og hann hafði flýtt sér til kóngsins aftur til þess að aðvara hann. Við hvöttum báðir kónginn til að flýja undir eins. Hann langaði til að hvíla sig í nokkra daga enn og skeytti ekkert um hættuna frekar en endranær. Því svaraði hann okkur á þessa leið: i „Hættuminnsti tíminn er einmitt þegar hættan er nýlið- in hjá.“ I Jólin nálguðust. Þá sendi kóngur Rúðólf í borgina nærri daglega til að kaupa ýmislegt, því hann langaði til að við gætum átt eins góð jól og mögulegt væri. Hann lét meðal annars kaupa kryddvörur. vaxkerti, sætmeti og loðskinns- bryddaðar kápur handa okkur báðum. i Sjálfsagt hefir þetta ekki verið beinlínis hyggileg aðferð. Samt hefði allt getað farið vel fyrir því, hefði ekki strák- fíflið tekið upp á því á St. Tómasarmessu að stinga hönzk- um konungs í belti sér og fara þannig búinn inn í Vínar- , borg. Hanzkarnir voru fagrir mjög, saumaðir gulli og dýr- um steinum og hinir mestu kjörgripir og vöktu mikla at- hygli þeirra, er sáu, eins og strákur auðvitað ætlaðist til. En þetta varð til þess, að hann var tekinn fastur og leiddur fyrir yfirvöld borgarinnar. Þar þverneitaði hann í fyrstu að segja nokkurn skapaðan hlut. Þá hótuðu yfirvöldin honum URVAL AF ODYRUM Gluggatjaldaefnum Gardínubúðin Laugavegi 18. (Inngangur um Verzl. Áhöld). CAMPELL SIMJÓKEÐJUR 650 X 15 670 X 15 600 X 16 650 X 16 670 X 16 600 X 17 KEÐ JUTAIMGIR Keðjukrókar og lásar fyrir fólks- og vörubíla 0>IIY Laugavegi 166

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.