Morgunblaðið - 24.02.1955, Síða 16
Veðurúfli! f dag:
N-kaldi eða stinningskaldi. Léttir
til síðdegis.
45. tbl. — Fimmtudagur 24. febrúar 1955
VUlA notuð við húsbyggingar. — Sjá blaðsíðu 9.
Er slysið á Ásvalla-
götu að upplýsast?
Bílstjóri segist haf a f undið að bíll hans
færi yfir ójöfnu — Sá eugin börn
RANNSÓKNARLÖGREGLAN hélt áfram í gærdag að rannsaka
hið hörmulega slys er varð á Ásvalla- og Blómvallagötu-
gatnamótunum í fyrradag. — Hafa margir bílstjórar verið yfir-
heyrðir. Einn þeirra, sem ók um fyrrnefnd gatnamót um sama
leyti og slysið varð, telur sig hafa orðið þess var að bíll hans fór
yfir ójöfnu. En hann hafi ekki athugað það nánar, því hann hafi
talið að hjól bílsins hafi farið upp á gangstéttina.
Um rannsókn málsins, sem enn
heldur áfiam, segir svo í frétta-
tilkynningu, sem rannsóknarlög-
reglan lét blöðunum í té í gær-
kvöldi:
EKKI FLEIRI VITNI
„Ekki hafa komið fram neinir
fleiri sjónarvottar að slysinu. —
Meðal margra, sem þegar hafa
verið yfirheyrðir, eru nokkrir
bifreiðarstjórar, sem kómið hef-
ur fram, að óku um gatnamót
Ásvallagötu og Blómvallagötu og
nágrenni slysstaðarins á svipuð-
um tíma og slysið skeði.
Eini sjónarvotturinn að slys-
inu, sem enn hefur fundizt, er 9
ára gömul telpa. Hún fullyrðir,
að það hafi verið vörubifreið,
sem ekið var yfir drengina og
hafi þeirri bifreið verið ekið suð-
ur Blómvallagötu og beygt vest-
ur Ásvallagötu.
FRÁSÖGN BÍLSTJÓRANS
Bifreiðarstjóri, sem upplýst
er að ók vörubifreiðinni R-
1318 einmitt þessa leið mjög
um svipað leyti og slysið
skeði, skýrði svo frá við yfir-
heyrzlu í fyrrakvöld, að er
hann í þetta skipti tók beygj-
una af Blómvallagötunni inn
á Ásvallagötu, hafi bíllinn orð
ið nokkuð utanlega á beygj-
unni og hafi hann (bálstjór-
inn) þá fundið að hjól bifreið-
arinnar fór yfir einhverja ó-
jöfnu. Kveðst hann þá hafa
ályktað, að hjólið myndi hafa
farið aðeins upp á gangstétt-
arbrúnina og því ekki hafa at-
hugað það nánar. Hann full-
yrðir og, að ekki hafi hann
séð nein börn þarna við
gatnamótin.
FÓR Á SLE SSTAÐINN '
í bifreið þessari er hægri-
handarstýri. Beygjan var tekin
til hægri og slysstaðurinn var
vinstra megin á Ásvallagötunni.
Bifreiðarstjórinn, sem á heima
nokkru vestar á Ásvallagötunni
ók nú rakleitt heim til sín. Kveðst
hafa verið kominn heim fyrir
lítilli stundu, er hann heyrði
hljóðmerki frá sjúkrabifreiðinni.
ksama mund frétti hann, að slys
hefði orðið við áðurnefnd gatna-
mót og fór hann þá á slysstaðinn,
og fékk vitneskju um hvað gerzt
hafði.
Rannsókn heldur áfram og er
enn skorað á alla þá, sem ein-
hverjar upplýsingar kunna að
geta gefið, að gefa sig hið fyrsta
fram við rannsóknarlögregluna“.
♦ t
Ríkisábyrgð iryggð
iyrir fcgara til
Neskaupsfaðar
Blaðinu barst í gær eftirfar-
andi fréttatilkynning frá tog-
arakaupanefnd Neskaupstað-
ar:
„í DAG hefur ríkisstjórnin til-
kynnt togarakaupanefnd Nes-
kaupstaðar, að veitt verði ríkis-
ábyrgð til kaupa á nýjum diesel-
togara í stað Egils rauða, sem
fórst fyrir skömmu.
Nefndin mun leita eftir tilboð-
um í smíði á nýtízku dieseltogara
og leggja áherzlu á' að skipið
verði tilbúið sem fyrst.
Nefndin er þakklát fyrir góðar
undirtektir ríkisstjórnarinnar í
þessu mikla hagsmunamáli Nes-
kaupstaðar".
í togarakaupanefndinni eru:
Axel Tulinius, Lúðvík Jósepsson,
Ármann Magnússon og Oddur
Sigurjónsson.
t .
1
Efri
polli
myndin sýnir, þegar verið er að sprengja ísinn á Akureyrar-
, en á þeirri neðri sést „Hekla í ísnum. — Vignir.
ís á Akureyrarpolli
AKUREYRI, 23. febr. — Undan- mjög miður farið. Það er fyrst
farna daga hefur verið unnið að og fremst þjónusta við þá að opna
því að sprengja og brjóta ísinn i leið hér að bryggju. Finnst Ak-
á Akureyrarpolli, svo að skip ureyringum að þeir njóti ekki
mættu leggjast að Torfunefs- svo mikillar þjónustu frá hendi
bryggju. Nú um alllangt skeið Skipaútgerðarinnar að hún hefði
Sanmingavið- |
ræður liafnar
í GÆRDAG klukkan 2 komu
samninganefndir atvinnurek-
enda og verkalýðsfélaganna
saman á fyrsta fund sinn. Var
rætt um þær vinnuaðferðir
er viðhafðar skyldu. Komu
nefndirnar sér saman um að
taka fyrst fyrir hinar einstöku
sérkröfur félaganna og munu
slíkir fundir verða haldnir í
dag.
Slys á Keflavíkur-
flugvelli
KEFL AVÍKURFLU G VELLI, 23.
febrúar — I dag var slys hér á
flugvellinum, er menn úr slökkvi
liði flugvallarins voru á æfingu
úti á flugbraut. Tveir Banda-
ríkjamenn slösuðust og munu
meiðsl þeirra hafa orðið all al-
varleg.
Mennimir tveir voru á slökkvi-
liðsbíl, sem rann til á hálku og
hvolfdi. Voru mennirnir utan á
bílnum og mun a. m. k. annar
þeirra hafa orðið undir bílnum
með annan fótinn og stórskadd-
aðist fóturjnn.
Slökkviliðsbíllinn gjöreyðilagð
ist í veltunni. ■—B.
ekki getað unnið þetta verk fyrir
þá. Við munum áreiðanlega bera
hallarekstur hennar til jafns við
Vignir.
hefur afgreiðsla skipanna orðið
að fara fram við Tangann.
í gær var strandferðaskipið
Hekla statt hér. — Renndi hún aðra þjóðfélagsþegna.
tvisvar sinnum í ísinn og braut
talsvert af honum, en Hekla er
ísvarin, en það eru mörg skip-
anna okkar ekki. Mikill mann-
fjöldi safnaðist niður á bryggju
til þess að sjá aðfarir Heklu í
ísnum, en hún risti hann rétt eins
og væri hann smjör. Mér er tjáð
að skipstjórinn á Heklu hafi tek-
ið því dræmt að brjóta ísinn, er
hafnarvörðurinn hér fór þess á
leit við hann, enda mun hann
ekki hafa eytt nema um fjórð-
unga stundar í verkið. Þá var
snúið frá. Þótti bæjarbúum það
Gjöf iil SVFI
NÝLEGA bars Dvalarheimili
aldraðra sjómanna að gjöf bóka-
safn ásamt tilheyrandi skáp,
frá Oddfríði Þorsteinsdóttur og
Jóhannesi Óskari Jóhannssyni, til
minningar um son þeirra Jóhann
Hauk Jóhannesson, er lézt 6. júll
1954.
MEIRI ÍS Á ÖLFUSÁ EN
MENN MUNA TIL ÁÐUR
0'
Bildudalsbátar sækja
suður fyrir Látrabjarg
Bíldudal, 23. febrúar.
UNDANFARINN hálfan mánuð hafa bátarnir verið á sjó hvern
dag, þar til í gær. Hefur afli verið sæmilegur, allt upp í 7
Jestir í róðri. Bátamir hafa sótt suður fyrir Látrabjarg yfir á
Breiðafjörð, en þar hafa þeir meira næði fyrir erlendum togurum
en á norðurmiðunum, þar sem alltaf hriktir í ágengni togaranna.
Einnig telja þeir afla betri á þessum miðum. Einn bátur Hinrik,
er nú að útbúa sig á rækjuveiðar, en óvíst er hvenær veiðarnar
hefjast.
HÁLKA Á VEGUM
Sæmilegt veðu* hefur verið
undanfarið, dálítið frost og snjór.
í gær var hér rigning, og kom þá
talsverður bloti á snjóinn. Vegir
í firðinum eru sæmilega færir,
þótt talsvert svell sé og hálka.
Er nú bílfært inn í Suðurfirði og
út í dali. Hefur verið farið alla
leið út að Hvestu á bíl.
VIÐGERD Á FRYSTIHÚSINU
Unnið hefur verið að því síðan
um áramót að koma fyrir nýrri
rennibraut í frystihúsinu, og er
þeirri viðgerð að verða lokið. —
Hafa allmiklar breytingar og við-
gerðir farið fram á frystihúsinu
síðastliðið ár.
BÆTT UR VORUSKORTINUM
Mikið hefur verið um skipa-
komur hingað til Bíldudals síð-
ast liðna viku. Var allmikill
skortur orðinn hér á ýmsum vör-
um, þar á meðal beitu og olíu.
— Friðrik.
Manngengvr ís
ÞINGEYRI, 23. febrúar. — Góð
tíð hefur verið í Dýrafirði und- j
anfarið, en talsverð frost hafa
verið. Er fjörðurinn allur ísi1
lagður út að Þingeyri og er hann
vel manngengur á móts við
Kjartansstaði þvert yfir. Er langt
síðan svo mikill ís hefur komið
á Dýrafjörð, eða nokkrir tugir
ára.
Ekki er mikill snjór í byggð,
og vegir sæmilega greiðfæir. Má
heita að hægt sé að komast á
allflesta bæi beggja megin fjarð-
arins á bifreiðum.
j Atvinnuleysi er orðið tilfinn-
anlegt á Þingeyri. Fóru 10 manns
um síðustu helgi til Flateyrar
héðan til þess að fá sér atvinnu
1 þar. Ber þar einkum til, að illa
hefur gengið með þann eina bát,
sem gerður er héðan út á vetrar-
vertíð, en hún er það eina um
þetta leyti árs, sem skapar at-
vinnu hét. — Magnús.
Selfossi, 23. febrúar.
VENJUMIKILL ís er nú á Ölfusá, og mun menn í Árnessýslui
ekki eftir slíkum ís á ánni um tugi ára. Aðallega hefur ána
lagt í Flóanum fyrir neðan Selfoss, þar sem hún rennur á eyrum,
og allt niður í sjó. Má heita að allar grynningar séu undir þykkum
ísi, en opinn áll er í ánni fyrir ofan og neðan Ölfusárbrú og um
tveggja metra þykkar ísskarir beggja megin.
20 TOMMU ÞYKKUR ÍS ^
Ég talaði við Hjörleif bónda j
Pálsson í Arnarbæli í Ölfusi í j
dag, og kvað hann ána niður I
undir ósi, beint á móti Kaldaðar
nesi, alla undir 20 tommu þykk- j , .
um ísi. Þar mætti heita að ekki oldoíliil.
sæist í vök.
Verkamaðiir
Miklir sjúkrafiufningar
í FYRRADAG var einn með
allra mestu annadögum sem
komið hafa við sjúkraflutninga
hér í bænum. — Rauða kross
bílarnir fóru tæplega 30 sjúkra-
flutninga írá því kl. 1 eftir há-
degi til kl. 1 aðfaranótt miðviku-
dagsins.
HÆTT VIÐ FLÓÐI
Ekki kvaðst Hjörleifur hrædd-
ur um að áin stíflaðist við ósinn
og flæddi yfír bakka að svo
stöddu. En aftur á móti ef brigði
til mikillar hláku og rigninga,
gæti svo farið. Sagði hann ísinn
óvenjulega sléttan á þessu svæði,
og færan öllum farartækjum.
—Kik.
ABCDEFGH
AUSTURBÆK
mm»mm
iBil
ABCDEFGH
VESTUKBÆR
13. leikur Vesturbæinga:
Rf3—e5.
í GÆRDAG sóttu sjúkraliðs-
menn slasaðan verkamann £
bæjarvinnuflokki inn við Rétt-
arholtsveg, þar sem verið er að
leggja hohæsi í skurði.
Maðurinn. sem heitir Óskar
Jónsson, Laugavegi 17, hafði
slasast á höfði og læri, er „bóma“
slóst í höfuð honum og hann féll
við. Meiðslin munu ekki vera al-
varleg, en hann var fluttur I
Landsspítalann.
Lítil flugumferð
um Keflavík !
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 23.
febrúar — Mjög lítil umferð hef*
ur verið hér um flugvöllinn um
nokkurt skeið og veldur því hva
flugskilyrðin eru miklu erfiðari
hér norðurfrá en syðra. Hafa
komið ein og tvær flugvélar á
dag. Hingað hafa komið þrjár
flugvélar í dag, meðal þeirra
millilandaflugvél Loftleiða, sem
var á leið til Evrópulanda. Hafði
hún skamma viðdvöl hér vegna
truflana í hreyfli. .—B.