Morgunblaðið - 06.03.1955, Qupperneq 9
Sunnudagur 6. marz 1955
MORGVNBLAÐIB
9
Reykjavíkurbréf: Laugardagur 5. marz
■
Hin nýja Heilsuverndarstöð Reykjavíkurbæjar við Barónsstíg. í þessari myndarlegu byggingu verður í fram-tíðinni unnið þýðingarmikið og merkilegt starf í þágu
heilsuverndar bæjarbúa, og raunar þjóðarinnar allrar. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Hagstæð vetrarvertíð en beituskortur yfirvofandi — Vinnudeilurnar komnar til sátta-
semjara — Heilsuverndarstöð Bteykjavíkur að taka til starfa — Glæsilegasta heil-
brigðisstofnun Bandsins — iteynt að koma í veg fyrir sjúkdómana — l\ý fiskiðjuver —
Hagstæð vetrarvertíð
Forysta Sjálfstæðismanna um bætt láfskjör þjóðarinnar
VETRARVERTÍÐIN hefur, það
sem af henni er, verið almennt
hagstæð. Hér við Faxaflóa hefur
afli að vísu verið fremur rýr.
Er fiskur varla genginn ennþá
á hin venjulegu línumið. Meira
fiskmagn er þó komið á land í
verstöðvunum við flóann en á s.l.
vetrarvertíð. Valda því hinar
góðu gæftir og mikill róðra-
fjöldi.
Við Breiðafjörð hefur afli ver-
ið afbragðsgóður og töluvert
betri en á síðustu vertíð.
Á Vestfjörðum hefur afli einn-
ig verið með langbezta móti, enda
þótt gífurlegur ágangur inn-
lendra og erlendra togara hafi
skapað vélbátaútgerðinni þar
mikið óhagræði og tjón. Má
segja að veiðarfæri Vestfjarða-
báta hafi verið i hers höndum
meginhluta vertíðarinnar.
Vestmannaeyingar urðu fyrir
því mikla áfalli á þessari vertíð
að verkfall hindraði róðra þar
í einn og hálfan mánuð. Mun
það hafa kostað hvem hlutar-
sjómann þar frá 7—12 þús. kr.
Gjaldeyristap þjóðarinnar vegna
róðrarstöðvunarinnar mun nema
um 20 millj. kr. Hæla kommún-
istar sér mjög fyrir forystu sína
um þessi skemmdarverk gagn-
vart atvinnulífinu í Eyjum og
þjóðarinnar í heild.
Afli var sæmilegur í Vest-
mannaeyjum fyrst eftir að róðr-
ar hófust. En undanfarið hafa
gæftir verið þar mjög slæmar.
Lítur því út fyrir að heildaraf-
koma vélbátaflotans þar verði í
lakara lagi ef ekki rætist fljót-
lega úr.
Annars er beituskorturinn
aðalvandamál vélbátaútgerS-
arinnar í bili. Vegna þess, hve
reknetjaveiðin var endaslepp
i haust var óvenjulega lítið af
síld fryst til beitu. Hefur þeg-
ar orðið að flytja inn nokkuð
af síld frá Noregi. Loðna er
nú að byrja að veiðast, og get-
ur hún að sjálfsögðu bætt
verulega úr beituskortinum.
Hjá togurunum var afli
góður fram í miðjan febrúar.
Hafa nú margir þeirra
flutt sig suður á bóginn, af
Halamiðum og suður til Snæ-
fellsness og á miðin hér út
af Faxaflóa. Fiska flest skipin
í ís og er aflinn hertur og
frystur. Nokkur skip munu þó
vera farin að veíða í salt.
Sáttasemjari
tekur til starfa
í VINNUDEILUNUM hefir það
helzt gerzt í vikunni, að sátta-
semjari ríkisins hefir nú verið
falið að annast þar milligöngu.
Eru það fyrst og fremst þrjú
atriði samninganna, sem hann
fjallar um: Grunnkaupshækkan-
ir, afnám skerðingar á vísitölu-
uppbótum og lengingu orlofs. í
dag, laugardag, hafa fulltrúar
aðilja sjálfra ræðst við um ýms-
ar sérkröfur hinna einstöku fé-
laga.
Sáttasemjari, Torfi Hjartarson,
hefir haft einn fund með full-
trúum deiluaðila og mun halda
annan n. k. mánudag.
Ekkert verður enn þá um
það fullyrt hvenær til úrslita
dragi í þessum víðtæku samn-
ingaumleitunum. En á miklu
veltur, að allir aðilar leggist á
eitt um að Ieysa ágreinings-
efni sín á grundvelli gagn-
kvæms skilnings á sameigin-
legum hagsmunum verkalýðs
og vinnuveitenda.
Glæsilegasta
heilbrigðisstofnun
landsins
VTÐ Barónsstíg í Reykjavík er
nú risin mikil bygging, þar sem
glæsilegasta heilbrigðisstofnun
landsins mun verða rekin á næst-
unni. Er það Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur, sem bæjarstjórn
Reykjavíkur lét hefja byggingu á
árið 1950.
í þesari byggingu, sem er um
30 bús, rúmmet.rar að stærð, mun
verða rekin hverskonar heilsu-
verndarstarfsemi í þágu almenn-
ings í Reykjavíkurbæ. — Hafa
nokkrar greinar hennar þegar
tekið til s tarfa. Meðal þeirrar
heilsuverndarstarfsemi, sem
þarna verður rækt, er ungbarna-
vernd og mæðravernd, eftirlit
með barnshafandi konum, slysa-
varðstofa, goðvernd, áfengisvarn
arstöð og berklavarnir.
Bvggingunni má nú heita full-
lokið. og munu allir þættir heilsu
verndarstarfseminnar, sem hér að
ofan voru greindar, verða komnir
til framkvæmda á komandi vori.
Á tveimur hæðum þessarar
glæsilegu byggingar, verður
fyrst í stað rekið sjúkrahús
fyrir Ianglegu sjúklinga. —
Verða þar um 60 sjúkrarúm.
Munu þau verða notuð þar til
Bæjarsjúkrahúsið i Fossvogi
kemst upp. En eins og kunnugt
er, er bygging þess fyrir
nokkru hafin.
Loks má geta þess, að í bygg-
ingunni verður rekin leiðbem-
ingarstarfsemi um stöðuval fyrir
fatlað fólk og vangefið. Þá verða
þar og skrifstofur dr. Jóns Sig-
Dr. Sigurður Sigurðsson, form.
stjórnar Heilsuverndarstöðv-
arinnar.
urðssonar borgarlæknis. — í
stjórn Heilsuverndarstöðvarinn-
ar eiga sæti dr. Sigurður Sig-
urðsson, sem er formaður stjórn-
arinnar, borgarlæknir og Gunn-
ar Möller, formaður Tryggingar-
ráðs.
Merkilegum
áfanga náð
MEÐ BYGGINGU og starfsemi
hinnar nýju Heilsuverndarstöðv-
ar er merkilegum og þýðingar-
miklum áfanga náð í heilbrigðis-
málum höfuðborgarinnar, og
raunar þjóðarinnar allrar. Oll
heilsuverndarstarfsemi í bænum
verður þar sameinuð undir einu
þaki, en áður hefir hún verið
dreifð á mörgum stöðum og við
erfiðar og ófulkomnar aðstæður.
Mun þetta verða til ómetanlegs
hagræðis og aukinna hollustu-
hátta fyrir almenning í bænum.
Hlutverk Heilsuverndarstöðvar-
innar og hinna ýmsu greina
starfsemi hennar, er fyrst og
fremst að vernda heilsu fólksins
og koma í veg fyrir sjúkdóma.
Við hana munu verða starfandi
færustu sérfræðingar, sem völ er
á á sviði heilbrigðismála.
Þessi nýja Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkurbæjar er í
raun og veru einstæð stofnun.
Allur undirbúningur starfsemi
hennar hefir verið frábærlega
vandaður. Er óhætt að full-
yrða, að stofnunin sé sam-
bærileg við það bezta, sem
þekkist í heiminum í dag á
þessu sviði. Er það forráða-
mönnum höfuðborgarinnar til
hins mesta sóma með hvílík-
um stórhug og fyrirhyggju
þeir hafa byggt upp hina nýju
heilsuverndarstöð. Því fé, sem
til hennar hefir verið varið,
er vissulega vel varið. And-
legt og líkamlegt heilbrigði
fólksins er dýrmætasta eign
þess og samfélags þess. Til
þess að varðveita þá eign,
vaka yfir heilsu einstakling-
anna og bægja böli sjúkdóm-
anna frá heimilum þeirra, er
þessi glæsilega stofnun reist.
asta almenningsstofnun í
Reykjavík. Frá henni verður
stjórnað baráttunni gegn böli
hvers konar sjúkdóma.
Höfuðtilgangur hennar er
að koma í veg fyrir sjúkdóma,
hjálpa almenningi til þess að
varðveita heilsu sína. Þetta er
mikið hlutverk og göfugt. —
Þess vegna fagna Reykvíking-
ar starfsemi þessarar nýju
stofnunar og árna henni og
sjálfum sér blessunarríks ár-
angurs af rekstri hennar.
Eflim' fiskiðr>aðarins
FRÁ því hefur nvleea verið s'kýrt
að fjárma<?n hafi verið trypgt ti!
þess að koma uop myndarlegum
fiskiðjuverum á Akureyri og í
Hafnarfirði. Er hér um að ræða
mjög þýðingarmiklar atvinnu-
bætur í þessum tveimur stórn
kaupstöðum. Með aukningu fisk-
iðnaðarins þar skapast stórbætt
aðstaða til þess að hagnýta afla
togaranna og auka þar með at-
vinnu landverkafólks.
Þáttur dr.
Sigurðar Sigurðssonar
MARGIR menn hafa lagt hug og
hendi að byggingu Heilsuvernd-
arstöðvarinnar og undirbúningi
starfsemi hennar. Engum er þó
gert rangt til þótt fullyrt sé,
að hlutur dr. Sigurðar Sigurðs-
sonar berklayfirlæknis, sé þar
stærstur. Hann hefir átt ríkastan
þátt I að móta stefnu meirihluta
Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn
Reykjavíkur í heilbrigðismálum. -
Er það ekki aðeins Sjálfstæðis-
flokknum til hins mesta sóma,
heldur og bæjarbúum í heild til
mikillar blessunar, að víðsýni
hans og farsællar forystu hefir
notið við í þessum þýðingarmiklu
málum. Fyrir starf sitt á sviði
heilsuverndar, og þá fyrst og
fremst berklavarnanna, verð-
skuldar hann miklar þakkir og
viðurkenningu. Og þeirrar við-.
urkenningar nýtur hann, ekki
aðeins meðal sinnar eigin þjóðar,
heldur og á alþjóðavettvangi.
Vinsælasta
stofnunin
TIL ÞESS þarf enga spádóms-
gáfu að sjá það fyrir, að
Heilsuverndarstöðin muni í
sínum nýju og fullkomnu
húsakynnum, verða vinsæl-
| Það er miög miður farið, að
I Albýðuflokksmenn í Hafnarfirði
t hafa hindrað samvinnu á breið-
um grundvelli um byggingu af-
kastamikils fiskiðjuvers. — Hafa
þeir metið meira sína eigin flokks
hagsmuni heldur en þörf bæjar-
félagsins. En ríkur vilji mun hafa
verið fvrir hendi til þess að sam-
eina mikinn hluta útgerðarinnar
í bænum um stórt átak í þessum
efnum.
Þessi framkoma Alþýðuflokks-
manna í Hafnarfirði er þó ekkert
einsdæmi. FTTrir nokkrum ánim
höfðu t.d. Siálfstæðismenn á Tsa-
firði undirbúið stofnun og bygg-
ingu mvndarlegs fiskiðiuvers í
kaupstaðnum. Var það ætlun
beirra. að ahir úteerðaraðiliar á
staðnum sameinuðust um bessa
nauðsvnleru framkvæmd í þágu
isfirzks atvinnulífs.
Með einstæðri þröngsýni og
skilningsskorti á hagsmnnurn
ísfirðinga, tókst krötunum þar
að eyðileggja þessar ráðagerð-
ir. Vegna þess, að Sjálfstæðis-
menn höfðu þá forystu í bæj-
armálum ísafjarðarkaupstað-
ar, gátu leiðtogar Alþýðu-
flokksins í bænum ekki hugs-
að sér að slíkt framfaraspor
væri stigið. Þeir settu klíku-
Framh. á bls. 12