Morgunblaðið - 31.03.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.1955, Blaðsíða 1
16 síður 42. árgangur 75. tbl. — Fimmtudagur 31. marz 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins 1 SAIGON, 30. marz. Einkaskeyti frá Reuter. q Herstjóra Frakka í Xndó Kína, Paul Ely, tókst í dag að korna á vopnahléi milli hinna striðandi aðilja í Saigon, ríkis- stjórnarinnar og sértrúarflokk- anna fjögurra, sem hafa látið heri sína umkringja borgina. ^ Götubardagar voru í Saigon eina nótt og munu allmarg- Ir hafa faliið. Lið andstæðing- anna hafa nú búið um sig í varð- stöðum, tilbúin að berjast á ný. Q Sértrúarflokkarnir heimta Ngo forsætisráðherra end- j urskipuleggi ráðuneyti sitt svo að sértrúarmenn fái meiri völd. Ætla þeir sér að þvinga þessa kröfu fram með hervaldi, enda eiga þeir til samans yfir að ráða meiru og betur búnu herliði en ríkisstjórnin. Bevsn ekki rekino að sinni * LONDON, 30. marz: — Mið- stjórn brezka verkamanna- flokksins hefur ákveðið að heimila Aneurin Bevan enn setu í flokknum um skeið, með tilliti til þess að hann hefur gefið frá sér mjög ákveðið lof- orð um að hlýta héðan í frá algerlega flokksaga. if Samtímis tekur miðstjórnin það fram að hún muni héðan í frá grípa til róttækra aðgerða til að viðhalda flokksaga og hlýðni við meginstefnumið flokksins. if í yfirlýsingu sinni um flokks- hlýðni biður Bevan foringja flokksins Clement Attlee um afsökun vegna óhlýðni sinnar við stefnu flokksins. Heitir hann bót og betrun og kveðst enga ósk eiga heitari en að þjóna flokknum af fullkom- inni hollustu. — Reuter. BERLIN, 30. marz: — Liðsfor- ingi í rússneska hernum í Austur Þýzkalandi gaf sig í dag fram við lögregluna í Vestur Berlín. Hann baðst hælis sem pólitískur flóttamaður. Með honum var eiginkona og tvö börn þeirra. Rétt áður en hátnum hvolfdi ....... ® Langt er liðið síðan blaðið hefir birt jafn áhrifaríka fréttamynd sem þessa, og er það ósvikin verðlaunamynd sem slík. Hún er tekin austur á Þykkvabæjarsandi á sunnudaginn, er áttæringnum hvolfdi þar í lendingu við sandinn með 11 menn innanborðs og sagt hefir verið frá í fréttum. Maðurinn, sem tók myndina, Rudolf Stolzenwald, Eyrarlandi, Þykkvabæ, var í fjörunni og kominn til þess að taka mynd af brimlendingu bátsins. Og hann tók myndina um leið og báturinn lenti í brimskaflinum, rétt éður en honum hvolfdi. — Sjá má, að um leið og myndin er tekin, hefir felmtri slegið á bátsmenn, enda ekki að ástæðulausu, er slíkt heljarólag ríður á bátinn. Upplýsingar um hinar víðtæku hagsbætur af Marshall-láni 1948 Kommúnistar reyna að einangra Vestur Berlín Hindra flutninga fil borgarinnar með geysiháum samgönguskaffi BERLÍN, 30. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. SV O virðist sem austur-þýzka kommúnistastjórnin sé að setja nýtt samgöngubann á Vestur-Berlín, sem geti leitt til þess að stofna verði á ný loftbrú frá Vestur-Þýzkalandi til Berlínar. Er allt útlit fyrir að þetta séu hefndarráðstafanir vegna þess að Parísarsamningarnir eru að hljóta endanlegt samþykki. Kommánistoþingnaðai faá Nes- kaupstað viðarbennir að þessi lán vora notadrjág ÞAÐ vakti mikla athygli á istaþingmaðurinn Lúðvík Málsfaður íslendinp í land fíelgismálunum sfeðugf skýrð a Alþingi í gær að kommún- Jósefsson frá Neskaupstað kvartaði undan því að Neskaupstaður hefði ekki fengið Marshall-lán árið 1949. Virðist þetta benda til þess að komm- únistar séu nú í fyrsta skipti að átta sig á því, að Marshall- hjálpin hafi haft talsverða þýðingu til að styðja og styrkja atvinnulíf þjóðarinnar kringum allt land. Fr það ánægjulegt að kommúnistar skuli þó á endanum viðurkenna það. Yfirlýsing kommiinistaþingmannsins kom eftir að Ey- steinn Jónsson fjármálaráðherra hafði gefið ýtarlega skýrslu ^VÖRUFLUTNINGAR um það hvernig Marshall-láninu 1948 var úthlutað til að ÚTILOKAÐIR jstyðja ýmsar framkvæmdir til hagsbóta sjávarútveginum Austur þýzka stjórnin gaf í dag um allt land og einkum til þess að veita lán til byggingar út tilkynningu um að af allri fiskiðjufyrirtækja ýmiskonar. Við skýrslu fjármálaráðherra varð þingheimi ljósara en nokkru sinni áður, hve Marshall-hjálpin hafði stór- felld áhrif til hagsbóta fyrir sjávarútveginn, sem hefðu þó leitt af sér ennþá meiri farsæld þjóðarinnar, ef svo ilia hefði ekki til tekizt, að síldveiðarnar hafa brugðizt síðan. 0' ^LAFUR THORS forsætisráðherra greindi þingheimi frá því í gær með stuttri ræðu í Sameinuðu þingi, að ríkis- stjórnin vaki stöðugt yfir landhelgismálum þjóðarinnar og lætur vinna að því að kynna hinn rétta málsstað íslendinga á alþjóða- vettvangi, þar sem þess er þörf. ic Þetta þýðingarmikla starf er aðallega unnið á vettvangi þriggja alþjóðasamtaka: í Efnahagssamvinnustofnuninni, í Evrópu- ráðinu og í samtökum Sameinuðu þjóðanna. HALDIÐ A MALUNUM MEÐ FESTU Ég hygg, sagði forsætisráð- herrann, að allur málflutningur íslenzku fulltrúanna hafi orðið til að styrkja og skýra málstað okkar. Eru þess glögg dæmi, að dregið hefur úr sókn gegn okk- ur á alþjóðavettvangi strax og íslendingar höfðu fengið tæki- færi til að skýra málið. Þeir sem kynna sér starf núverandi og fyrrverandi rík- isstjórnar í landhelgismálun- um vita að haldið hefur verið Framh. á bls. 2 um umferð um veg eða járnbraut frá Vestur Þýzkalandi til Vestur Berlínar yrði héðan í frá að greiða mjög háan samgönguskatt. Skattur þessi er að áliti borgar- stjórnarinnar í Vestur Berlin svo ósanngjarn og hátt ákveðinn, að útilokað er að vöruflutningar geti farið fram landleiðina með slíku álagi. S AMNIN G AUMLEITUNUM HÆTT Strax pegar þetta fréttist, ákvað verziunarsendinefnd Vest- ur Þjóðveria að hætta samkomu- lagsumleitunum við austur þýzku stjórnina um viðskipta- | samning á milli landanna. Ann- ars óttast menn að kommúnistar ætli að fremja ýmsar aðrar hefnd ' arráðstafanir gegn Vestur Berlín I vegna samþykktar Parísarsamn- mganna. Fjármálaráðherra skýrði frá því að í ágúst hefðu íslendingar fengið hjá Marshall-aðstoðinni 5,3 milljónir króna. Var þetta afturkræft lán til 35 ára með 2,5% vöxtum á ári. Fyrsta af- borgun á að fara fram 1956 en vextir af láninu hafa þegar verið greiddir í 4 ár. | síT \ R.NÚTALÁN ENDURLÁN AÐ | Af þessu fé var útgerðarmönn- um lánað til kaupa á síldarnót- um 532 þús. dollarar og skyldu þeir greiða það aftur í ísl. kr. Af þessu láni hafa 930 þús. kr. | ekki verið endurgreiddar, en 1 meginhluti útgerðarmanna end- urgreiddi lánið, svo að hægt var að endurlána það til fiskiðjuvera. Voru lán veitt. sem hér segir: Síldar- og beinamjölsverk- smiðja á Seyðisfirði 24 þús. S, Verksmiðja á Hofsósi 12 þús. §, Fiskiðjuver á Hornafirði 12 þús. §, Hraðfrvstihús í Grund- arfirði 12 þús. §, Fiskimjöl á ísafirði 13 þús. §, Hraðfrysti- hús Ólafsfirði 13 þús. §, Hrað- frystihús Eskifjarðar 15 þús. §, Hraðfrystihús Hellissands 13 þús. § og Fiskimjöl h.f. 13 þús. §. LÁN TIL HÆRINGS O. FL. Árið 1948 voru veitt lán til Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.