Morgunblaðið - 31.03.1955, Page 6

Morgunblaðið - 31.03.1955, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. marz 1955 ,Faedd 1 gær Verkfallið i afnarfirði 1 kvöld sýnir Þ.jóðleikhúsið gamanleikinn „Fædd í gær“ í 15. sinn. Leikurinn hefir hlotið afar miklar vinsældir, svo að fullt hús hefir verið á svo að segja öllum sýningum hingað til. Myndin sýnir bina tvo ungu og efnilegu leikendur, Þóru Friðriksdóttur og Bene- dikt Árnason í hlutverkum sínum. Danslapkeppni SKT DANSLAGAKEPPNI S. K. T. 1955 u ‘3 u í. verðlaun ci VI fi ci 'C 2. verðlaun . 3 s :© 3. verðlaun . o Nafn .. Heimili DANSLAGAKEPPNI S. K. T. 1955 u •N © u ð 1. verðlaun .. « 2. verðlaun ... 9 55 3. verðlaun .., Nafn .... Heimili ATHYGLI skal vakin á því, að atkvæðaseðlar í Danslagakeppni SKT verða að hafa borizt Morg- unblaðinu eigi síðar en á föstu- dagskvöld, þar sem talið verður á laugardag. Lögin, sem atkvæði eru greidd um, eru þessi: GÖMLU DANSARNIR Við mættumst til að kveðjast, eftir Gleym mér ei (tangó), Óráð eftir Max (polki), Bergmál, eftir Tótu (vals), Vorkvöld, eftir Haf- þór (vals), Einu sinni var, eftir Tópas (polki), Heimþrá, eftir Norðanfara (tangó), Við laufa- þyt í lundi, eftir Ilugfró (vals) og Við mættumsí til að kveðjast eítir Ómar (tangó). NYJU DANSARNIR Útþrá, eftir Náttfara (foxtrot), Elfa ástarinnar, eftir Elfar (hæg- ur foxtrot), Njóttu vorsins, C-dúr (foxtrot), Eyjan hvíta, eft- ir Oliver Tvist (vals), Heillandi vor, eftir Skrúðsbóndann (fox- trot), Dögun, eftir Krumma á skjánum (foxtrot), Það er sól- skin í dag, eftir D-19 (tangó), og Upp til heiða, eftir Eyvind (fox- trot). Opel Capitan óskast til kaups. — Fleiri tegundir koma einnig til greina. Staðgreiðsla. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi á laugardag merkt: ,Nýr bíll“. ••••••■••••••••••• •«••■••••••■•••••••••••■■■•■••>••••■■•■••■ ■■■■■■■■■■■•■■■■•■•■■■•■•■•■••■■•■■•■••••- Ferðafélagið Utsýn Þeir, sem geta leigt félaginu afnot af skrifstofuhús- næði í Miðbænum, 2 stundir á dag (t. d. kl. 5—7), eru beðnir að tala við framkvæmdatjórann, Ingólf Guð- brandsson í síma 2990. VERKFALLIÐ í Hafnarfirði er nú í algleymingi og hefur það þegar haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir athafnalífið í bænum í náinni framtíð. Að- komubátar, sem ætluðu að vera hér út vertíðina, eru sumir farn- ir og fólk, sem kom til bæjarins til að vinna að framleiðslustörf- unum hefur leitað annað. Það er því sýnt að um varanlegt tjón er að ræða af völdum vinnustöðv- unarinnar í Hafnarfirði og þar sem afkoma allra bæjarbúa er mjög háð því, hve tekst að afla sjávarfanga, kemur tjón þetta mjög hart niður á fólkinu í bæn- um, hvar í stétt, sem það stend- ur. Hugsandi fólk lítur því mjög alvarlegum augum á verkfallið og þó að það skilji og viðurkenni erfiða afkomu þeirra, sem lægst eru launaðir, þá er ekki almenn samúð með þeim aðgerðum, sem j beitt hefur verið til að fá kjör- I in bætt. Þykja það allt önnur . vinnubrögð, þegar verkakvenna- félagið fékk bætt kjör verka- | kvenna, án þess að til vinnu- stöðvunar kæmi. SJÓMENN FENGU EKKI AÐ LANDA AFLA SÍNUM Eins og fólki er kunnugt, þá gerðu bæjaryfirvöldin, þ. e. meirihluti krata og komma sér- | samninga við Hlíf og gengu að öllum kröfum félagsins eða 30% launahækkun, þar til heildar- samningar hafa verið gerðir. Að alforsendan fyrir þeðsu og sú, sem helzt er látin í ljós var að bjarga þyrfti afla báta, sem inn höfðu komið úr veiðiför eftir að verkfallið hófst. Var sá undan- fari þessarra sérsamninga, að sjó- mönnum var meinað að skipa upp og verka*afla sinn, en sá háttur mun hafa verið á hafður t. d. í Reykjavík, að þeir fengju að ljúka veiðiferð. Undu sjómenn þessu illa og þótti sýnt að til átaka mundi koma á milli verka- manna og sjómanna, þar sem þeir síðarnefndu vildu ógjarnan láta afla sinn eyðileggjast með öllu og notaði Emil Jónsson það sem ein rökin fyrir samningum á bæjarstjórnarfundi í fyrradag, að komið hefði verið í veg fyrir átök á milli sjómanna og verka- manna. VILJA LÁTA AÐRA GERA AÐALSAMNINGANA Bráðabirgðasamningur þessi, sem felur í sér 30% launahækk- un fellur úr gildi, þegar heild- arsamningar á milli Iaunþega og atvinnuveitenda hafa verið und- irritaðir. Sjálfstæðismenn í út- gerðarráði vildu að Bæjarútgerð- in hefði áhrif á lausn vinnudeil- unnar með því að gerast samn- ingsaðili, en það vildu kommar og kratar ekki, heldur telja sér óviðkomandi, hvernig og hvenær málin leystust, en viðurkenna jafnframt stéttarfélag atvinnu- rekenda sem fulltrúa sinn við samningsgerðina með því að ætla S’ðar að ganga inn í þá samninga, sem það gerir við launþega. KOMMAR SETTU HNF.FANN f BORÐIÐ Rökin, sem færð eru fyrir bráðabirgðasamningum Hafnar- fjarðarbæjar og fyrirtækja hans eru aðeins á yfirborðinu. Þar liffgur fvrst og fremst á bak við valdbeiting kommúnista til að reyna að nota bæinn til að lengja verkfallið sem mest. Enda taldi Þjóðviljinn samningana stórsig- ur. Skal þessu til sönnunar birt bókun úr fundargerðum bæjar- ráðs þegar mál þetta kom fvrst fyrir og rætt var um ósk Hlifar um sérsamninga, en þar lét bæj- arráðsmaður kommúnista. Kristj- án Andrésson, bóka svohljóðandi: „Ée sem fulltrúi Sósíalista- flokksins legg til að bæiarstjórn i verði við þessu erindi Hlífar og ] veiti verkalýðsfélögunum með því stuðning til kjarabóta, og tel að önnur afstaða geti ekki sam- rýmzt stefnu bæjarstjórnarmeiri- hlutans. Varðandi tilkynningu bæjarstjóra til formanns Hlífar, sem um getur í sama bréfi vil ég taka fram, að umrætt svar er gegn vitund og vilja Sósíalista- flokksins, enda auðsætt, að bæj- arstjórn getur ein svarað tilmæl- um sem þeim, er um ræðir. Dráttur sá, sem orðið hefir á af- greiðslu málsins er án ábyrgðar Sósíalistaflokksins, sem hefir frá upphafi barizt fyrir því að sam- ið yrði við Hlíf áður en til verk- falls kæmi. Að vísa erindi þessu til útgerðarráðs og skapa með því frekari drátt á afgreiðslu máls- ins, tel ég óþarft, þar sem alla síðastliðna viku hafa verið fund- ir um mál þetta með meirihluta bæjarstjórnar, þar sem báðir framkvæmdarstjórar Bæjarút- gerðarinnar hafa verið.“ Þessi bókun er úr fundargerð bæjarráðs frá 20. marz og það er ekki fyrr en 26. marz, að sam- þykkt var að semja við Hlíf og bráðabirgðasamningarnir þannig dregnir aðra viku til. Allan þann tíma hafa verið hörð átök á milli krata og komma um það hvort ætti að semja eða ekki og munu kratar hafa bognað undan hótun um samningsslit um bæjarmál- efnin og er það ekkert nýtt, því að menn eru minnugir á átökin, sem leiddu til framkvæmda- stjóraskiptis hjá Bæjarútgerðinni í vetur, en þá beittu kommar því sama. BÆJARÚTGERÐIN REKIN MEÐ TAPI Þvi var lýst yfir af Emil Jóns- syni á bæjarstjórnarfundi í Hafn- arfirði í vetur, að ekki væri hægt að halda áfram rekstri togara á þeim grundvelli, sem nú væri, nema með stórauknum styrkjum í einhverri mynd útgerðinni til handa, enda hafa ekki farið mikl i ar sögur af því, að Bæjarútgerð- I in hefði mikið afgangs af rekstri sínum til að standa undir aukn- j um framleiðslukostnaði í stórum stíl, en vel má vera að svo sé, og það sé barlómur einn, að hún standi málþola út af því, að fá ekki greiddan togarastyrkinn frá ríkinu jafnóðum. Er gott til þess að vita að fyrirtæki þessu geng- ur svo miklu betur en öðrum, því ekkert er æskilegra en að hægt sé að bæta kjör þeirra manna, sem lægst eru launaðir og þyngst hafa heimilin. Væri ekki úr vegi, að kommúnistar og kratar í Hafnarfirði athuguðu mál þau frá fleiri hliðum og létu ekki fjölskyldufólk borga allt að þrefalt hærri útsvör í Hafnar- firði heldur en gert er í Reykja- vík. Það er fleira kjarabætur en upphæð tímakaupsins, og það er hægt að taka með annarri hend- inni það, sem gefið er með hinni og ríflega það og þá list kunna kommúnistar ekki síður en aðrir. REYNT AÐ RÆGJA I EINSTAKA MENN Það hefur ekki verið sparað af blöðum komma og krata, að reyna að ófrægja einstaka menn í Hafnarfirði í sambandi við þá vinnudeilu, sem nú stendur. Er þar harðast veitzt að Ingólfi Flygenring alþingismanni, sem er form. vinnuveitenda og Jóni Gíslasyni bæjarfulltrúa. Hafn- firðingar þekkja menn þessa að dugnaði í athafnalífi bæjarins, enda hafa þeir sýnt þeim mikinn trúnað. Það líkar leiktrúðum krata og komma illa og grípa því til rógsiðjunnar. Hafa marg- ir hugsandi verkamenn látið það í ljós, að þeim og þeirra sam- tökum væri lítill greiði gerður með slíkri iðju, heldur þyrfti að snúa bökum saman til að leysa vel og farsællega þá vinnudeilu, sem nú stendur yfir og er það hverju orði sannara. :m0 RGUNBLAÐIÐ • MEÐ • Morgunkaffinu ••••••••••• NYLON Þ0H8KA^jETA8LÖ:\GUR Netakúlur Kúlupokar Teinaefni Færaefni Netadrekar Lóðabelgir VERZLUN O. ELLINGSEN H.F. EBssasssaaa Handsaumaðir kínvershir borðdnkor með servíettum fyrirliggjandi. Heildsölubirgðir ÞÓRÐIiR H. TEITSSOIM GRETTISGÖTU 3 — SÍMI 80360 HÚSMÆÐUB! Iiillu lyftiduft í allan bakstur. Það er mun betra en erlent og 1.50 til 3.00 krónum ódýrara hver dós. Það munar um minna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.