Morgunblaðið - 31.03.1955, Side 8

Morgunblaðið - 31.03.1955, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. marz 1955 wgiitttMðMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Takmurk Sjálístæðismanna í hósnæðismólnnnm RÍKISSTJÓRNÍN hefur nú lagt fram frumvarp sitt um stuðn- ing víð íbúðarbyggingar í land- inu. Af því tilefni er rétt að rifja lauslega upp aðdraganda þessara merkilegu og þýðingarmiklu til- lagna um nýjar leiðir til þess að þæta úr húsnæðisskortinum, og finna frambúðarlausn lánsfjár- vandamálsins. Sjálfstæðismenn hafa um langt skeið barizt fyrir því á Alþingi, að raunhæfar ráðstafanir yrðu gerðar í þessu skyni. Fyrir frum- kvæði nýsköpunarstjórnar Ólafs Thors, var sett heildarlöggjöf ár- ið 1946 um húsnæðisumbætur á vegum félagsframtaksins. Fram- lög hins opinbera til verkamanna bústaða og samvinnubygginga voru stóraukin, og í fyrsta skipti voru þá tekin upp ákvæði um út- rýmingu heilsuspillandi húsnæð- is. En þau reyndust of kostnaðar- söm fyrir ríkissjóð og neyddist Alþingi til þess að fresta fram- kvæmd þeirra. Tveir kaupstaðir höfðu þó áður hafizt handa á grundvelli þeirra um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis. Voru það Reykjavík og ísafjörður. En á báðum þeim stöðum fóru Sjálf- stæðismenn þá með forystu bæj- armálanna. Árið 1947 höfðu Sjálfstæðis- menn á Alþingi forgöngu um það, að aukavinna efnalitilla einstaklinga, við byggingu eig- in íbúða, var gerð skattfriáls. Hefur það haft stórkostlega þýðingu og greitt götu mikils fjöida fólks í landinu, til þess, að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Á næstu árum, fluttu Sjálf- stæðismenn á þingi svo frumvörp og þingsályktunar tillögur um aukna lánastarfsemi í þágu íþúðabygginga, m. a. um eflingu veðdeildar Landsbankans. En starfsemi hennar hefur að mestu legið niðri um mörg undanfarin ár. Þessar tillögur Sjálfstæðis- manna, komu húsnæðismálun- um á þingi í ákveðinn farveg. Öllum varð nú Ijóst, að leng- ur var ekki hægt að draga framkvæmdir í þessum mál- um. Árangur af baráttu Sjálf- stæðismanna var m. a. sá, að lánadeild smáibúða var stofn- uð, og fjöldi einstaklinga hef- ur s.l. þrjú ár fengið 25—30 þús. kr. lán, út á íbúðir sínar. Málefnasamningur núverandi stjórnar Eftir kosriigarnar 1953, sem voru mikill sivur fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, var svo ný ríkisstjórn mynduð. Þegar málefnasamning- ur hennar var gerður, fengu Sjálfstæðismenn, með góðu sam- komulagi við Framsóknarflokk- inn, tekið inn í hann fyrirheit um að fjármagn til íbúðabygginga skyldi aukið verulega og grund- völlur lagður að því, að leysa lánsfjárvandamálin til frambúð- ar. Þetta fyrirheit málefnasamn- ingsins hafa núverandi stjórnar- flokkar efnt með frumvarpi því, sem lagt var fram á Alþingi í fyrradag. Eins og Jóhann Hafstein minnt ist á í framsöguræðu sinni á Varðarfundi í fyrrakvöld, er efni þess frumvarps þríþætt. Með því er í fyrsta lagi sett á stofn hús- næðismálastjórn, serh hefur það verkefni að beita sér fyrir um- bótum í byggingamálum og hafa yfirumsjón lánsfjáröflunar og lánveitingar til íbúðabygginga í landinu. j í öðru lagi er komið á veðlána- kerfi, sem tryggja á heilbrigða starfsemi í þágu íbúðabygginga. í þriðja lagi gerist ríkisvaldið samkvæmt frumvarpinu aðili að ráðstöfunum til útrýmingar heilsuspillandi íbúðum, þar með töldum herskálum, og leggur fram ákveðið fjármagn á ári næstu fimm árin í þessu skyni. 100 þús kr. hámarkslán Mikill fjöldi einstaklinga hefnr beðið með óþreyju eftir þessu frumvarpi ríkisstjórnarinnar En þar sem hér er um stórmál að ræða, er það engan veginn óeðli- legt, að undirbúningur þess hef- ur tekið nokkurn tíma. Það skal vel vanda, sem lengi á að standa, segir máltækið. Með veðlánakerfi frumvarpsins er grundvöllur lagður að frambúðarlausn láns- fjársvandamálsins. Gert er ráð fyrir, að veitt verði allt að 100 þús. kr. há- markslán út á hverja íbúð. Eru Ián þessi veitt til það langs tíma, að ætla má, að greiðsla vaxta og afborgana af þeim verði sæmilega hagstæð lán- j takendum. Takmark Sjálfstæðismanna i húsnæðismálunum er að hver fjölskylda í landinu geti^eign- azt ibúð sína, öllu heilsuspill- andi húsnæði verði útrýmt og að framtíðarhíbýli fólksins verði góð og heilsusamleg. Þáttur kommúnista En á sama tíma sem ríkisstjórn in leggur kapp á að undirbúa stuðning við íbúðahúsabyggingar í landinu bisa kommúnistar við að eyðileggja möguleika almenn- ings til þess að eignast þak yfir höfuðið. Um það getur engum blandazt hugur, að frumskilyrði þess að ráðstafanir ríkisstjórnar- innar samkvæmt hinu nýja frum- varpi komi að gagni, er að verð- gildi peninganna haldist stöðugt og skaplegt verð sé á byggingar- j efni. Til þess að svo geti verið þurfa bjargræðisvegir lands- j manna að vera reknir á heilbrigð- um grundvelli. En gegn því berj- ast kommúnistar í líf og blóð. Þeir telja það höfuðskyldu sína að hindra „iðnaðarfrið, borgara- frið og ágóðahluta“. Uppbygging og þróun, m. a. í húsnæðismálum er eitur í þeirra þeinum. Þess- vegna leggja þeir á það höfuð- áherzlu einmitt nú, að grafa und- an afkomugrundvelli almennings. Með því ætla þeir að eyðileggja viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að lyfta stóru átaki á sviði húsnæðismálanna. Þetta verffur allur almenn- ingur að skilja. Ella er hætt við því að margar vonir bresti um ný, björt og heilsusamleg húsakynni til handa fjölda fólks, sem tilfinnanlega þarf á því að halda. ánægja með starf- semi Reykianesskólans Vinnuafkösff nemsnda ófrúl. miki! á skömmum fíma ÞÚFUM, 30. marz. PRÓF hafa staðið yfir undanfarið við Reykjanesskóla. Var þeim lokið í gærkveldi og var þá höfð sýning á verkefnum nem- enda og almenn samkoma í skólanum. i GÓÐ HANDAVINNA I með skólastarfsemina. Fæði pilta j Hefur skólinn staðið í þrjá var 23 kr. á dag, en stúlkna 22 mánuði og stunduðu þar nám í kr. á dag. Skólastjóri er Páll vetur 27 nemendur, 17 piltar og Aðalsteinsson, handavinnukenn- 10 stúlkur. Á sýningunni gat að ari stúlkna er kona hans, Guð- líta mjög haglega gerða hluti, rún Hafsteinsdóttir. Aðrir kenn- sem piltarnir höfðu smíðað, svo arar eru Emil Emilsson og Har- sem húsbúnað ýmiskonar, borð, aldur Magnússon. P. P. stóla, bekki, skápa og margskon- ar smíðavinnu, allt sérlega vel frá gengið. Viðsk!pfasamkomu- lag milli íslands og MIKIL VINNUAFKÖST Sama má segja um handavinnu stúlknanna, sem var mjög fjöl- breytt og smekklega gerð. Öll vinna nemendanna bar vott um vandvirkni og smekkvísi. Vinnu- afköst ótrúlega mikil á svo skömmum námstíma. ÁNÆGJA MEÐ SKÓLASTARFSEMINA Ríkir mikil ánægja í héraðinu I DAG, hinn 30. marz, var undir- ritað í Reykjavík samkomulag um viðskipti milli íslands og Danmerkur, er gildir fyrir tíma- bilið frá 15. marz 1955 til 14. marz 1956. Er það samhljóða viðskipta samkomulaginu milli landanna frá 11 júní 1954, sem féll úr gildi hinn 14. þ.m. Samkomulagið undirritaði fyr- ir íslands hönd dr. Kristinn Guð- mundsson utanríkisráðherra og fyrir hönd Danmerkur frú Bodil Begtrup, sendiherra Dana á ís- landi. KBISTILEGUB ÆSKULÝÐS- FUNDUB í AKUBEYBABKIBKJU AKUREYRI, 30. marz. ALMENNUR kristilegur æskulýðsfundur var haldinn í Akur- eyrarkirkju s. 1. sunnudag. Hálfri klukkustund áður en fund- urinn hófst, lék Lúðrasveit Akureyrar, stjórnandi var Jakob Tryggvason, og fór leikur hennar fram á hæðinni fyrir utan kirkj- una. — Veður var hið bezta. 1Jelirahandi óhrifar: Hrognkelsin komin. GAMALL hrognkelsakarl" hef- ir skrifað mér eftirfarandi: „Já, nú drífa að fréttir úr öll- um áttum um að byrjað sé að veiða blessuð hrognkelsin, það þykja alltaf góðar fréttir. Hús- mæðurnar hrósa happi yfir ný- metinu, spriklandi rauðmagan- um á diskinn — skemmtileg til- breyting eftir eilífan þorsk og ýsu yfir veturinn. •— Og svo er það sjálfur veiðiskapurinn. Mér finnst ég verða ungur í annað sinn á hverju vori, þegar frétt- irnar af hrognkelsaveiðunum fara að berast mér til eyrna. — Sumir segja, að það sé bæði fánýtt og flónskulegt að dvelja við minn- ingar liðinna tíma, lifa það gamla upp aftur í huganum. Það sé ekki annað en flótti frá líðandi stund. Sem sólskinsblettur. EN mér er spurn — er okkur, sem gamlir erum orðnir þetta nokkuð of gott? Við, sem ekki getum lengur tekið þátt í önnum dagsins, nema rétt að nafninu til, okkur er fróun að því að hugsa til þeirra tíma, er við líka störf- uðum af fullum krafti og nutum þess að erfiða og ávaxta okkar pund. — Já, það var oft býsna erfitt í þá daga, er unnið var myrkranna á milli við sjó og land jöfnum höndum. Og innan um hinn mikla sæg minninga um súrar og sætar erfiðisstundir, er minningin um hrognskelsaveið- arnar ætíð sem sólskinsblettur. þökk fyrir birtinguna, ef þú þá telur þetta rugl mitt birtingar vert, Velvakandi minn. — Gamall hrognkelsakarl“. K Ánægja mín, unun og eftirvænt- ing, sem lítils drenghnokka, er ég fyrst fékk að taka þátt í þess- um veiðiskap, hefir enzt mér allt lífið fram til þessa, er ég ekki geri annað en hlusta á fregnir um að hrognkelsin séu farin að veiðast fyrir norðan eða vestan. — Með Hví þessi leynd? ÆRI Velvakandi! Hvernig getur staðið á því að símanúmer Bæjarbókasafns Reykjavíkur er hvergi að finna í símaskránni. Er það réttlætan- legt, að almenningsstofnun sem slík, hafi leyninúmer aðeins? Ég tel það hreint og beint furðulegt og óskiljanlegt hverju slíkt fyrir- komulag sætir. Það vill svo til, að ég hefi komizt að leyndarmál- inu! og númerið er 2308. Ugg- laust munu margir hafa ætlað, að hreint enginn sími væri í þessari menningarstofnun okkar Reykvíkinga, en ástandið er sem betur fer ekki svo aumt, en þessi launung með símanúmerið kem- ur harla einkennilega fyrir sjónir og er að sjálfsögðu til mikils óhag ræðis fyrir þá er bókasafnið sækja. Það er t.d. oft, sem þægi- legt er að geta hringt til að spyrja um opnunar- og lokunar- tíma, um ýmislegt, sem varðar MIKIL AÐSÓKN Fundurinn var settur kl. 2 og stóð yfir í rúma tvo klukkutíma. Aðsókn var svo mikil, að fjöldi manns varð frá að hverfa. Er gizkað á, að í kirkjunni hafi ver- ið um 800 manns. ÁVÖRP OG RÆÐUR Aðalræðumaður fundarins var séra Kristján Róbertsson, en auk hans fluttu nokkrir æskulýðsfé- lagar ávörp, þau Einar Gunn- arsson, Kristján Helgi Sveinsson, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Heba Ásgrímsdóttir og Rósa Arnalds- dóttir. ÁNÆGJULEGUR SÖNGUR Nokkrar ungar stúlkur sungu og léku undir á gítar. Lag fund- arins var „Hver stund er stund með þér.“ Einsöngvarar voru þeir Jóhann Konráðsson og Sverr ir Pálsson, en allan undirleik á orgel annaðist Jakob Tryggva- son. Einnig söng hinn norski for- ingi Hjálpræðishersins, Ernst Olsson og lék á harmoníku. SKRAUTSÝNING Þá fór fram skrautsýning, sam- in af séra Árelíusi Níelssyni. Heiðdís Norðfjörð flutti ávarpið, en henni til aðstoðar voru börn úr barnaskólanum. Fundurinn hófst með biblíu- lestri nokkurra unglinga, en lauk með bæn og allir sungu þjóð- bókaútlán o. s. frv. Slíkt ætti ekki | sönginn. Fundurinn var á vegum að þurfa að benda á, svo augljóst Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju. er það. — Revkvíkingur" Óheppileg ráðstöfun. VELVAKANDI góður! Enn hefir verið dregið úr ferðum strætisvagna um bæinn vegna verkfallsins. Samkvæmt síðustu upplýsingum eiga nú all- ir vagnarnir að hætta að ganga eftir kl. 20,40 á kvöldin. Mjög illa kemur þessi ráðstöfun við þá, sem búa í úthverfum bæjarins og hefði virzt, að takmarka hefði mátt ferðirnar á heppilegri hátt heldur en þann að afnema kvöld- ferðirnar. — Miklum mun skyn- samlegra væri að leggja allar ferðir niður á öðrum tímum dags ins, þegar þeirra er síður þörf, t.d. frá kl. 10—12 að morgninum og kl. 2—4 eftir hádegið. Þannig spöruðust 4 klukkutímar heilir. Og á þessum tímum hygg ég, að yfirleitt sé minnst þörf fyrir strætisvagnana, eða að minnsta kosti miklu minni en eftir kl. 9 á kvöldin. Það þarf enga nátt- hrafna til. — Rödd úr bænum“. Merklð, sem klæðir Iandið. j. - n t fiiii'w ia;>r» Fundarstjóri var séra Pétur Sig- urgeirsson. — H. Vald. á verkum Guð- mundar á Sandl AÐ tilhlutan nokkurra vina og vandamanna Guðmundar Frið- jónssonar skáld, er heildarútgáfa af ritverkum hans nú að hefjast hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Ákveðið er, að allt ritsafnið komi út fyrir næsta haust. Verð- ur það alls sex bindi, ca. 500 síð- ur hvert. í þremur bindum verða sögur, tveimur bindum kvæði og í einu bindi sýnishorn af ritgerð- um og bréfum. Þeim, er I. bindið eiga, verður því gefinn kostur á að kaupa fimm síðari bindin með áskriftarverði. Útgefendur munu gefa hinum mörgu vinum og aðdáendum Guðmundar Friðjónssonar kost á ritsafninu með áskriftarverði, sem verður allmiklu lægra en bókhlöðuverð. t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.