Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. apríl 1955 MORGVNBLAÐIÐ 11 Vörabílst|órar ræða umferðamál bæjarins FYRRA mánudagskvöld hélt Vörubílstjórafélagið Þróttur ur félagsfund um umferðamálin. Þrátt fyrir leiðindaveður og verk fallið var fundurinn mjög fjöl- mennur. Sýnir það, að vörubíl- stjórar bæjarins hafa vakandi auga fyrir öllu því, er verða | mætti til þess að auka öryggið um ! umferðina, og draga úr slysahætt J unni, jafnt á götum bæjarins sem é vegum úti. Auk félagsmanna mættu sem gestir á fundinum Ólafur Jóns- son fuRtrúi lögreglustjóra, og Jón ! Oddgeir Jónsson fuRtrúi Slysa- varnafélags íslands. UMFERÐARMÁLIN Ólafur Jónsson flutti langa og greinagóða ræðu um umferðar- málin og kom víða við. Lýsti hann þeim erfiðleikum, sem lög- reglan ætti við að stríða sakir mannfæðar og skorts á ýmsum hjálpartækjum, sem nauðsynleg væru í nútíma umferð. Hann ræddi ítarlega um störf umferð- arnefndar og hvaða áform hún hefði á prjónunum til að greiða fyrir umferðinni á götum bæjar- ins og til að draga úr slysahætt- unni. Ólafur lagði mikla áherzlu á að auka þyrfti fræðsiu almenn- ings á öllu sem viðkemur um- ferðarmálum og taldi hann að oft hlytust slys vegna kæruleysis og fákunnáttu fólks í þeim efnum. KÆRULEYSIÐ ORSAKAR SLYSIN Jón Oddgeir Jónsson talaði næstur og lagði hann höfuð- þherzlu á það í ræðu sinni, að gangandi vegfarendur sem öku- menn, yrðu að fara í einu og öllu eftir umferðarreglum. Hann sýndi fundarmönnum fram á að mörg hörmulegustu slysin hefðu beinlínis orsakast af kæruleysi. Máli sínu til stuðnings og skýr- ingar sýndi Jón Oddgeir myndir, sem teknar höfðu verið á slysstöð unum og voru sumar þeirra hin- ar óhugnanlegustu. Ræðumaður taldi það aldrei of rækilega brýnt íyrir bifreiðastjórunum að forð- ast þann ósið og brot á umferðar- reglunum, að aka framúr bíl við gatnamót, eða við blindbeygju, eða í brekku, sem ekki sér yfir Loks ættu bílstjórar að stilla ljós bíla sinna þannig að þau blindi ekki. Jón Oddgeir lagði einnig ríka áherzlu á að gang- andi fólki úti á vegunum beri að ganga á móti umferðinni, slíkt 6é miklu hættuminna. Að loknum þessum framsögu- ræðum, sem fundarmenn gerðu góðan róm að, hófust frjálsar umræður og tóku margir bil- Btjóranna til máls. Seilíu ára er í dag: LÉTTA ÞARF A UMFERÐAR- ÞUNGANUM Allir voru ræðumenn á einu máli um að nauðsyn væri á sem beztri samvinnu milli þeirra aðila sem umferðarmálin einkum 6kiptir, milli bílstjóranna og um- ferðarnefndar og lögreglu. Ræðu menn minntust á ýmislegt er verða mætti til úrbóta. Meðal annars, að gera byrfti ráðstaf- anir til að létta sem fyrst á hin- um gífurlega þunga umferðar- innar við höfnina og í Miðbæn- um. Var t. d. talin nauðsyn á að banna að bílar stæðu í Tryggva- götunni, svo og öðrum aðalum- ferðargötum við höfnina, þar sem Blíkt torveldaði mjög eðlilegan Vinnuhraða og hefðu í för með 6ér aukna slysahættu. Einnig taldi fundurinn að hraða þurfi 6vo sem föng eru á, að bílastæð- um verði komið upp við Mið- bæinn og að benzínafgreiðslun- Um við Tryggvagötu og Hafnar- stræti verði lokað, en lóðirnar teknar fyrir bílastæði. Að geng- ið verði hart éftir því að mönn- um verði bannað að skilja bíla eftir daglangt við umferðargöt- urnar, meðan eigendur þeirra eru í vinnu. UMFERÐARLJÓSIN Fundurinn taldi að umferðar- Ijósin væru ein hin allra beztu öryggistæki sem völ væri á i hinni mikJu umferð og bæri að hraða uppsetningu þeirra á fleiri stöð- um. Talið var nauðsynlegt að auka lögregiueftirlitið við götu- ljósin, þar eð fólk sýni iðulega mikið skeytingarleysi og gangi yfir gatnamótin þó umferðarljós- in leyfi það ekki. Rætt var og um bifreiðalögin og breytingar á þeim. BÍLSTJÓRAR GERA TILLÖGUR Sem kunnugt er hefur Alþingi kosið milliþinganefnd til að end- urskoða lögin og gera tillögur til breytinga á þeim. — Hefur Vörubílstjórafélagið Þróttur kos- ið 3 manna nefnd, sem koma skal á framfæri við milliþinganefnd- ina tillögum vörubílstjóra, sem þeir telja að verða mættu til bóta. Áður en fundi lauk tók Ólafur Jónsson fulltrúi til máls á ný, svo og Jón Oddgeir Jónsson og svöruðu þeir ýmsum fyrirspurn- um er fundarmenn höfðu beint til þeirra. — Eru Þróttarmenn ræðumönnum þessum þakklátir fyrir allar þær uppl. og þann fróðleik sem þeir miðluðu mönn- um á fundinum um umferðarmál bæjarins. Þetta er fyrsti fundurinn sem félagið hefur haldið, þar sem að- eins var rætt um umferðarmál. Áhugi fundarmanna og góð fund arsókn sýndu ótvírætt að Þrótt- armenn vænta góðs af slíkum fræðslu og umræðufundum. Og er bví ástæða til að ætla, að fleiri sb'kir fundir verði haldnir í fram tíðinni. Umferðarmálin eru tvímæla- laust að verða eitt af vandamestu málum okkar bæjarfélags. Hin tíðu umferðarslys, sem stundum eru 20 á dag í lögsagnarumdæmi Revkjavikur, hafa ekki einasta í för með sér tjón á verðmætum, bau hafa líka í för með sér lim- lestingar og í mörgum tiifellum dauða. Það er ef til vill hægt að bæta mönnum fiárhagslegt tjón af bíl- slysi. — En það er aldrei hægt að hæta til fuRs, örkujnl eða manns- Ját. Við bví er ekki til nema eitt ráð: Áð fvrirbyggja slysin. En til bess að það meei takast, þarf bætt, umferðarskilyrði og augna umferðarmenningu. Vörubílstiórafélagið Þróttur er aRtaf reiðubúið til að ijá hverju því máli lið, sem til úrbóta horf- ir í þessum málum. Friðleikur í. Friðriksson. SEXTÍU ára er í dag húsfreyjan Þórfríður Jónsdóttir, sem lengi hefur átt heima á Frakkastíg 11 hér í bæ, en er nú búsett á Skólatröð 6 í Kópavogi. , Frú Þórfríður er Austfirðingur að uppruna. Standa að henni traustir stofnar í Vefaraætt og Fjarðarætt. — Foreldrar hennar voru Jón bóndi Einarsson prests Hjörleifssonar í Vallanesi og kona hans Guðlaug Einarsdóttir frá Firði í Mjóafirði. Þórfríður var yngst tólf systkina, fædd í Fjarðarkoti í Mjóafirði 26. apríl 1895. Hún ólst upp hjá foreldr- um sínum, en fluttist ung til ísa- fjarðar. Þar veitti eldri systir hennar Þóra forstöðu sjúkrahúsi kaupstaðarins. Var Þórfríður á hennar vegum nokkur ár og stundaði hjúkrun og naut undir- búningsfræðslu. Frú Þóra var skörungur mikill í starfi, djörf og einarðleg. Hafði hún mikil áhrif á systur sína og urðu þessi mótunarár Þórfríðar henni heilla- drjúg síðar. Árið 1917 réðist Þórfríður til Reykjavíkur. Þar kynntist hún manni sínum Sveini Óskari Guð- mundssyni múrara. Þau giftust 12. júlí 1919. Frá þeim degi hefur Þórfríður um það eitt hugsað að sinna húsmóðurstörfum sínum og helga krafta sína heimiR og fjöl- skyldu. Hefur hún ekki sótzt eftir að vekja athygli á sér á öðrum vettvangi en í önn konunnar, sem veit eitt verkefni öðrum eftir- sóknarverðari: að gera heimili sitt að griðastað og gróðrarreit. — Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, en þau eru Guð- mundur sóknarprestur að Hvann- eyri í Borgarfirði og Guðrún kennari við barnaskóla Kópa- vogs. Gestkvæmt hefur oft verið á heimili þeirra hjóna Þórfríðar og Sveins Óskars, enda bæði gest- risin og haft yndi af að veita öðrum. Minnist margur Austfirð- ingurinn þessa, er framandi leit- aði höfuðstaðarins og átti þar at- hvarf. Þórfríður hefur alltaf haldið tryggð við bernskubyggð sína og viljað láta Austfirðinga njóta hugljúfra minninga frá æskudögum. Vinir margir hugsa í dag til hinnar trygglyndu og gestrisnu húsfreyju og þakka henni liðna tíð, óska gæfu og heilla á tíma- mótum og langra lífdaga. Vinur. Aðstoðarróðskona óskast nú þegar. — Uppl. í Álafossi, Þingholtsstræti 2. ATVINMA Gamallt þekkt fyrirtæki óskar eftir duglegum sölumanni. Upplýsingar um fyrri störf, aldur og menntun umbiðst. Urnsóknir auðk.: „Framtíðaratvinna — 185“, sendist afgreiðslu blaðsins. KSVFI. KSVFI. Z5 ára afmælisfagnaður Kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 30. apríl í Sjálfstæðishúsinu og hefsi með sameiginlegu borðhaldi kl. 6 eftir hádegi. SKEMMTIATRIÐI: Kvennakór deildarinnar syngur. Upplestur: Lárus Pálsson, leikari. Einsöngur: Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Leikþáttur: Lárus Ingólfsson og frú Nína Sveinsdóttir. Aðgöngumiðar verða seldir í verzlun Gunnþórunnar Halldórsdóttur. AFMÆLISNEFNDIN. SKEMMTIFUNDUR í Sjálfstæðishúsinu fimmtudags- kvöld 28. apríl klukkan 8,45. SKEMMTIATRIÐI: 1. Kvikmyndasýning: „Welcome the Queen“ 2. Einsöngur: Þorsteinn Hannesson. 3. Sjónhverfingar. 4. Dans til kl. 1 e. m. og danskeppni. Síðasti skemmtifundur vetrarins. — Gestakort afhent við innganginn. Stjórn ANGLIA SAMTOK HERSKALABUA FIMDUR verður haldinn í Breiðfirðingabúð (uppi) þriðjudaginn 26. þ. m. klukkan 8,30. FUNDAREFNI: 1. Húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnarinnar 2. Leikvellir 3. Önnur mál STJÓRNIN Óháði frikirkjusöfnuðurinn Aðalfundur safnaðarins verður í Breiðfirðingabúð mið- vikudagskvöld n. k. kl. 8,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Tweed-kápur Mikið úrval Alullarkápuefni, margir litir. Amerísk- ir morgunkjólar, allar stærðir. Molskinnsbuxur drengja, allar stærðir. Gardínuefni, Cretonne efni, Karlmannssokkar, Plussefni. Vefnaðarvöruverzlunin Týsgötu 1 Sendum í póstkröfu — Simi 2335 Framtíðaratvinna Maður óskast til starfa í verksmiðju vorri að loknu verkfalli. — Uppl. í skrifstofu vorri frá kl. 2—5 í dag. Smjörlikisgerðin Ljómi h.f. Þverholti 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.