Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUKBLABIB Þriðjudagur 26. apríl 1955 j-ac u': DULARFULLA HÚSIÐ EFTIR J. B. PRIESTLEY "fCr Framhaldssagan 20 við hann, en satt að segja var hann einn bezti forstjóri, sem ég hef nokkurn tíma haft, cfí miklu betri en maðurinn, sem kom í hans stað. Og ég vissi það. Hann var einmitt maðurinn, sem ég vildi hafa við fyrirtækið, raun- verulegur mannkostamaður og alltaf vakandi fyrir starfi sínu. En ég sparkaði honum. Hvers vegna? Ég skal segja ykkur það“. Hann þagnaði augnablik, skaut kjálkanum fram og hló kulda- lega. „Ykkur mun sjálfsagt finn- ast það hlægilegt. Ég rak hann, vegna þess að ég þoldi ekki yfir- burði hans. Hann var aðeins ung- ur maður og hafði nýlokið prófi í Oxford eða Cambridge þegar hann kom til mín. Hann varð for- stjóri þessa fyrirtækis á skömm- um tíma. Ég er trúaður á skjótan frama og þessi náungi átti það sannarlega skilið. En mér leið óþægilega í hvert sinn, sem ég sá hann. Það var ekkert í fram- komu hans, að minnsta kosti ekkert, sem maður tók eftir. En •— mig langaði alltaf til að spyrja hann, hvar hann keypti skyrt- urnar sínar eða hálsbindin; ég gat aldrei fundið neitt því líkt. Þið munið hugsa, að þetta sé nú ekkert, en mér fannst það óþægi- legt. Einn dag bauð hann mér að koma heim til sín og borða kvöld- verð með þeim hjónunum og hitta konuna sina, sem mundi finnast það mikill heiður og verða mjög ánægð og svo framvegis. Ég fór, og þá ákvað ég það. Við vorum aðeins þrjú. Konan hans var mjög aðlaðandi, einnig mjög lagleg og talaði mjög skynsam- lega. Faðir hennar hafði verið háskólakennari í einhverju við háskólann í Edinborg. Hún var augsýnilega ástfangin af mann- inutn sínum og hann i henni, raunverulega ástfanginn og ég þekki það. En það var nú allt gott og blessað og það er það í rauninni, sem ég vildi sjá, því að þótt þið trúið því ekki, er ég við- kvæmur maður. Þau töluðu og létu mig tala, þau kvöttu mig til þess, en yfirburðirnir voru þarna samt sem áður. Mér leið alltaf verr og var einhvern veg- inn mjög óánægður. Ég reyndi að bæla niður þessa tilfinningu með því að tala, ég sagði þeim frá því, sem ég hafði gert, opn- aði mig allan. en ég vissi allan tímann, að það missti marks. Ég gat heyrt rödd mína hljóma á- fram og gorta; ég gat séð sjálfan mig, heitan og sveittan og veif- andi handleggjunum og samt vissi ég, bað var raunverulega ekki ég sjálfur. En ég gat ekki komist yfir þetta, eins og leik- ararnir segja. Meðan éa sat þarna kófsveittur og stórorður, voru þau þarna eðlileg og róleg og mjög örugg um sjálfa sig Þetta kom ekkert samkvæmisreglum við, því að ég vissi meira um þær en þau, og ég hafði farið víðar en þau hnfðu látið sig dreyma um. Það voru þessir leyndardómsfullu yfirburðir. — Jæja, það fór í taugarnar á mér. Ég varð einhvern veginn að ná • mér niður á þessum yfirburðum. Þegar ég fór frá þeim þetta kvöld, sagði ég við sjálfan mig á leiðinni heim: — Já, ég skal svei mér sýna ykkur. Þið hafið komizt vel áfram, er það ekki? Allt er svo ágætt. Já. við skulum sjá til. Ég hef skapað ykkur, nú get ég einnig eyðilagt vkkur. — Tnnan mánaðar hafði ég fengið heilmikið ádeiluefni á hann og ég íosaði mjög bráðlega við hann. En það kom auðvitað hart niður á mér, að missa svo hæfan mann. En ég gat ekki unnað mér hvíld- ar, fyrr en ég hafði gert það En ég vissi, hvað ég hafði gert. Það var skammarlegt bragð og veik- lundað af mér. En svona er nú þetta. Hamingjan góða, hvað ég er þyrstur“. Hann þá nokkuð af gininu hjá herra Femm, það var hendinni næst og hann blandaði það vatni án þess að líta upp og tæmdi síð- an glasið. „Þetta er betra“, sagði hann og leit í kringum sig. Ef þeim geðjaðist ekki að því, urðu þau samt að kingja því. Og þegar allt kom til alls, höfðuu þau spurt hann og hann hafði sagt þeim sannleikann. Hann hafði líka bara gaman af því; þetta var einmitt staður og stund til þess að segja slíkt og því líkt svona til tilbreytingar. Þau voru að- eins forvitin og vingjarnleg, nema ef til vill eina manneskjan, sem þekkti Gladys. Hún var dá- lítið fyrirlitleg (eins og hún sagði sjálf) ekki eins vingjarnleg og hin konan, frú Waverton, sem hafði virzt svo kuldaleg og hroka full áður. En Gladvs var senni- lega ekki að hugsa um þetta mál, heldur hafði aðeins misst þolin- mæðina ið hann. „Nú er komið að yður að svara, ungfrú Du Cane“, sagði Penderel við hana. „Þér eruð auðvitað með í þessu?“ Já, hún var með í þessum leik og leit nú með ákefð á sir Willi- am. „Flýttu þér“, hrópaði hún. „það er bezt að búast við því versta“. „Svo að nú er röðin komin að þér, ungfrú Du Cane, er það ekki?“ Sir William brosti fremur kuldalega til hennar. Þegar hann nefndi nafnið hennar, datt hon- J um spurningin í hug. „Kannske þú segir okkur nákvæmlega, hver þú sért?“ „Þetta finnst mér nú hámark ósvífninnar!" Það var engin upp- gerðarreiði í fallegu augunum hennar. „Hvað úttu við með þessu, nákvæmlegá hver þú sért?“ Hinum áheyrendunum leið dá- lítið illa, en sir William var hinn rólegasti. „Þetta er svo sem ekk- ert, ég á aðeins við, að þú segir okkur ágrip ævi þinnar í stuttu máli, eins og hægt væri að finna í bókinni, Hver er maðurinn? — Hugsaðu bara um spurninguna, sem ég varð að svara. Þín er ósköp auðveld“. En það vottaði fyrir illgirni í brosinu til hennar. Gladys horði á hann, skaut fram neðri vörinni, yppti öxlum og hallaði sér aftur á bak í stóln- um. „Jæja þá, við skulum þá byrja“. Hún þagnaði stundar- korn og horfði fram fyrir sig, en sá ekkert. Því næst virtist hún vera að herða sig upp, lyfti hök- unni og talaði fljótt og hiklaust. i „Það er bezt að segja frá því strax, að nafn mitt er ekki Du Cane. SJennilega hefur ekkert ykkar haldið að svo væri heldur, en það gerir allt auðveldara að segja það strax, að það sé ekki rétta nafnið. Hið raunverulega nafn mitt er Hoskiss; en Gladys heiti ég. Þegar ég hugsaði fyrst ■ um að komast í dansflokk, þurfti Jóhann handfttsti ENSK SAGA 142 burtu áður“, sagði konungur og leit glettnislega í áttina til ; Blanchfleur, „að þú gafst mér ekki tóm til að segja allt, sem ég hafði hugsað mér að segja við þig. Ennfremur veiti ég þér höfuðbólið Baoumont í Kentgreifadæmi að launum fyrir hreysti þína og hollustu við mig í þjónustu minni. Ég veiti þér þau sérréttindi, að þú og erfingjar þínir megi framvegis standa undir vernd minni og undir vernd erfing ja minna, sem eiga að sitja í hásæti Englands héðan í frá, og ævinlega.“ Á meðan Blanchfleur og ég krupum frammi fyrir Ríkarði konungi í þakklætisskyni og lotningu skaut fráleitri og gáskafullri hugsun upp í huga mér. Konungur sá að ég brosti að hugsun minni og sagði: „Jæja, Reiddi hnefi, hvaða gaman er þér nú í huga?“ „Herra!“ fleipraði ég fram úr mér, „ég var að hugsa: — Hvað skyldi O’dó, bryti hr. de Columbiéres segja, ef hann sæi mig núna? Því að þegar ég var drenghnokki, spáði harm mér því oft, að ég væri aðeins í heiminn borinn til þess, að verða hengdur.“ Þá klappaði konungur á bakið á mér, og sagði: „Þú hefðir líka verið hengdur, ólukkans þrjóturinn þinn, hefðirðu ekki verið svo lánssamur að koma til mín. Manstu, Reiddi hneíi, þegar þú „bjargaðir“ mér frá „eitri“ veslings Drógós de Montfichets einn dag í Akre?“ Svo kastaði hann höfðinu afturábak og skellihló svo að ■salurinn glumdi við. Blanchfleur fór að hlæja líka, og ég lék undir, ég gat ekki annað, þó að ég reyndi að vera alvar- legur og virðulegur á svip, eins og samboðið var hinni nýju tignarstöðu minni. Því að þannig var hlátur Ríkarðar kon- ungs, að hann kom hverjum einasta manni í gott skap. Hér lýkur ævintýrum Jóhanns de la Lande, sem vinir hans og félagar gáfu viðurnefnið „Jóhann handfasti“. Nú er hann göfugur riddari og lávarður af Beaumont. En veg- legasta hróður sinn og helgasta metnað telur hann samt það, að hann var einu sinni æðsti þjónn Ríkarðar konungs Ljóns- hjarta. SÖGULOK. I „Arðvœnlegt I fyrirtœki" m m Maður, sem vill leggja fram kr. 50—60 þúsund, getur j orðið meðeigandi í nýju fyrirtæki. — Þarf helzt að geta ■ tekið að sér verkstjórn. — Tilboð merkt: „Iðnaður — ; 179“, óskast sent Mbl. fyrir 1. maí. LOFTVERKFÆRI Utvegum með stuttum fyrirvara hverskonar loftverkfæri, smá og stór, ennfremur margar gerðir af loftþjöppum. Borastál og loftslöngUr oftast til á lager. Leitið upplýsinga. LAN DSSMIÐJ AN Sími 1680 3 ■« •« V erzl unarhúsnœði Til leigu er á bezta stað við Laugaveginn mjög gott verzlunarhúsnæði. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Laugavegur — 157“. .••*«■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■•■■••■■■■■■■■■■■■•« Hagkvæm saumanámskeið fyrir eldri og yngri konur byrja bráðlega. — Sími 3047. Sigríður Þorsteinsdóttir, Vesturgötu 33 UNDRAÞVOTTAEFNIÐ TIDE Eftir því sem fleiri og fleiri reyna TIDE, þeim mun meiri vinsældum á það að fagna. — Athugið að þér þurfið að nota minna af TIDE en venjulegu þvottaefni, það er því drýgra og þar af leiðandi ódýrara. Reynið TIDE og sannfærist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.