Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllil í dag: SA og sunnan, stinningskaldi. — Skúrir. 92. tbl. — Þriðjudagnr 26. apríl 1955 Málsfaður Islands varinn í brezku blaði. Sjá grein á blaðsíðu 9. Abeins 494 af 1600 íbúum Kópa vogs greiddu kommúnistum fytgi Þar af voru jbó 30 Reykvikingar Ósmekkleg framkoma oddvitans við skrípakosningarnar SKRÍPAKOSNINGAR kommúnista í Kópavogshreppi fóru fram á sunnudaginn og eru að mörgu leyti einstæðar í ís- lcnzkri kosningasögu, einkum fyrir þann feikna ofsa, sem komm- únistar sýndu hvarvetna, er þeir reyndu að smala fólki á kjör- «lað og að lokum, er sjálfur oddviti Kópavogs, kommúnistinn Finnbogi Rútur Valdimarsson, gleymdi að greiða atkvæði og ætl- aði að neyða kjörstjórn með hótunum til að setja kjörfund að »ýju, svo hann gæti greitt atkvæði eftir að kosningu lauk. Þar urðu flokksbræður hans að hafa vit fyrir þessum stjórnmála- foringja sínum, sem trylltist af reiði. Forðuðu þeir þar með meiriháttar hneyksli. AÐEINS 494 AF 1600 MOTI KAUPSTAÐARRÉTT- INDUM Niðurstaða kosninganna varð mikill ósigur fyrir komm únista, þar sem aðeins 494 af 1357, sem á kjörskrá voru, greiddu atkvæði á móti stofn- un kaupstaðar. Skal þess þó geta, að stuðzt var við gamla kjörskrá, en kosningabærir menn í hreppnum núna munu vera nálægt 1600. Virðist af þessu sýnt að aðeins tæpur þriðjungur Kópavogsbúa er eftir allan áróður kommúnista á móti stofnun kaupstaðar. — Gegn þessu hafa 822 menn ritað undir áskorunarskjal til Alþingis um að veita Kópa vogi kaupstaðarréttindi. 30 REYKVÍKINGAR SÓTTIR Alls neyttu 599 atkvæðisréttar af 1357 á kjörskrá. Það er vitað að af þeim eru 30, sem nú eru fluttir úr Kópavogshreppi og bú- fcettir í Reykjavík. Lét sjálfur oddvitinn sækja þessa utanbæjar- nenn með smölunarbílum, lík- lega til þess að hinn sanni vilji JCópavogsbúa kæmi fram. — Minnsta kosti einn þessara Reyk- víkinga lét opinberlega í ljós á kjörstað, að hann hefði orðið að kjósa, af því að fram eftir degi hafði hann ella engan frið fyrir oddvitanum. ÚRSLITIN í HEILD Við spurningunni hvort menn vildu sameiningu við Reykjavík, þótt hún yrði ekki fyrr en ein- hverntíma síðar, sögðu 533 já, 29 nei, 26 voru auðir og 11 ógildir. Við spurningunni, hvort menn vildu stofnun sérstaks kaupstað- ar, sögðu 46 já, 494 nei, 53 voru auðir og 6 ógildir. UPPREISN GEGN ODDVITANUM Stjórnmálafélög Sjálfstæðis- flokksins, Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins í hreppn- um, höfðu lýst yfir að þau tækju ekki þátt í kosningunum. Hin til- tölulega háa tala auðra atkvæða og þeirra, er greiddu samt atkv. móti kommúnistum, sýnir að margir, sem kommúnistar hafa eitthvað þvingunarvald á gegnum ofbeldi oddvitans, gerðu uppreisn gegn þeim í hinni leynilegu at- kvæðagreiðslu. ÓSMEKKLEG FRAMKOMA ODDVITANS Þegar kosningu var lokið og kjördeildum lokað, urðu fjórir forsprakkar kommúnista skyndi- lega þess varir að í allri smölun- inni höfðu þeir sjálfir gleymt að greiða atkvæði. Voru þetta Finn- bogi Rútur Valdimarsson, Pétur Sumarliðason, Ásgeir Blöndal Magnússon og Árni Halldórsson, lögfræðingur. Þrlr þeir síðarnefndu skildu þegar að nú var orðið um sein- an fyrir þá að greiða atkvæði og voru stilltir. En sjálfur odd viti hreppsins var ekki á því, heldur ruddist hann inn í lok- aða kjördeild og krafðist þess að fá að greiða atkvæði. Var maðurinn óður og talaði mjög hátt. Krafðist hann þess að kjörfundur yrði settur að nýju. En formaður kjörnefndar, Gunnar Bergmann, sem sjálf- ur er kommúnisti, hafði að þessu sinni vit fyrir foringjan- um og fyrir staðfestu hans var kjörfundur ekki settur að nýju og þannig forðað miklu hneyksli. Hátíðahöd í Vik á sumardaginn fyrsta VÍK í MÝRDAL — Sumardagur- inn fyrsti var hátíðlegur haldinn hér í Vík. Laust fyrir kl. 11 árd. söfnuðust börn saman við barna- skólann. Þar voru sungin nokkur vor- og sumarlög. Þaðan var svo gengið í skrúðgöngu um þorpið og til kirkju, þar sem börnin hlýddu á barnaguðsþjónustu. Eft- ir hádegið skemmtu börnin sér við ýmsa útileiki, þó fór einnig fram víðavangshlaup drengja. — Ætlunin hafði verið að sýna leik- rit á vegum barnaskólans, en því varð að fresta vegna veikinda- forfalla. Veður var ágætt allan daginn. Eigendur íaka benzíntunnur srnar NOKKURT magn af bcnzíni, sem verkfallsmenn liafa tekið af bílstjórum á vegum úti, hef- ur verið geymt í Ollíustöð BP á Laugarnestöngum í vörslu verkfahsstjórnaar. í gærkvöldi tilkynnti verkfalls stjórnin lögreglunni, að horfið hefðu úr stöðinni a. m. k. 10 benzíntunnur. Voru þær allar merktai. BSR. Þetta mun hafa gerzt milli kl. 6—7 í gærkvöldi. Kom þá hóp- ur manna á stöðina, opnaði hlið hennar, en þau voru ólæst og óku að tunnuhlaðnum. — Tóku þeir þessar tunnur allar og óku á brott með þær. Þegar verkfallsvarðahópur kom á vettvang skömmu síðar var allt um garð gengið. Verk fallsstjórnarmenn töldu víst, að hér hefðu menn frá B.S.R verið að verki, en ekki gátu þeir þó sannað það, með öðru en því, að tunnurnar hefðu verið merktar eign B.S.R.-bíl- stjóra nokkurra. Samúðarverkfall hafið í frystihúsunum KLUKKAN tólf á miðnætti í viku. gærkveldi kom til framkvæmda Sjö frystihús, er frysta fisk samúðarverkfall vélgæzlumanna og kjöt, eru í bænum. 15—20 í frystihúsum í Reykjavík. Var milljón kr. verðmæti munq það boðað af Dagsbrún fyrir geymd í þessum húsum. Verkfallsstjórnin hlynnti vel að pólitískum vinum Ruglaði saman reitum sínum og málsfaðar marxismans í Kópavogi Sandprðisbátar SANDGERÐI, 25. apríl. Síðastl. viku hefur verið ágætt fiskirí í Sandgerði. Afli hefur verið frá 5—13 lesúr alla dagana. Róið er mjög stutt eða aðeins 15 mín. frá landi. Allir bátar héðan eru á sjó í dag þrátt fyrir austan- strekking. —Axel. Harður árekslur KEFLAVÍK, 25. apríl. — Á sunnu dagsnóttina varð allharður árekst ur hér inn við Stapa. Rákust tvær bifrciðir á, og skemmdust þær báðar mjög mikið. Orsök óhappsins varð sú, að stýrisút- búnaður annarrar bifreiðarinnar bilaði. Engin slys urðu á mönn- um. —Ingvar. Barni bjargað úr EHiöaánum í gær IGÆRDAG var tveggja ára dreng bjargað frá drukknun í Elliða- ánum. Féll barnið af árbakkanum, þar sem þar var að leik ásamt fleiri börnum, í allvatnsmikla kvísl. Þetta gerðist í byggð- inni inni í Blesugróf. MATTI EKKI SEINNA VERA Það var um klukkan 2,30 í gær- dag, að Hjörtur Lárusson, sem býr í húsinu Hlíð í Blesugróf, heyrði, þar sem hann var inni í húsi sínu. óhljóð í bænum fyrir utan húsið, en það stendur skammt frá Elliðaánum. Er hann fór út til að aðgæta þetta, sá hann hvar lítið barn var á floti í ánni. Það barst með straum- þunganum Hjörtur hljóp þegar fram á ár- bakkann tig óð út í vatnið, en það var um hnédjúpt, og tókst honum að grípa barnið upp úr ánni. Virtist það þá hafa með- vitund. Hjörtur bar litla dreng- inn heim til sín, en þar blánaði drengurinn skyndilega upp um leið og hann missti meðvitund. Þar á heimilinu var tengda- sonur Hjartar, Þórarmn Jónsson frá Hveragerði, sem er skáti. Hóf hann þegar í stað lífgunartilraun- ir á drengnum litla, en jafnframt var hringt á sjúkraliðið og það beðið að senda öndunartæki þeg- ar í stað. Á meðan þessu fór fram, hélt Þórarinn áfram lífgunartilraun- um sínum, og 10—15 mín. síðar tókst honum að lífga barnið. Er sjúkraliðsmenn komu, var barnið úr allri hættu og þurfti ekki á öndunartækinu að halda. Litli drengurinn var frá Lyng- brekku í Blesugróf, sonur Árna Markússonar og konu hans. Við vorum sannarlega miklir lánsmenn að bjarga barninu, sagði Hjörtur Lárusson, er blaðið leitaði hjá honum fregna af þess- ari giftusatnlegu björgun. ♦ EINS og öllum er kunn- ugt halda kommúnistar nú uppi hér í Reykjavík og ná- grenni pólitísku verkfalli öll- um bæjarbúum til stórkost- legs tjóns og erfiðleika. Sést hin pólitíska hlið verkfallsins bezt á hinum gífurlegu órök- studdu kröfum, sem þeir gera og þar sem þeir hafna öllu samkomulagi og draga verk- fallið á langinn sjálfum sér til pólitísks framdráttar. ♦ En pólitískar aðferðir og rangsleitni í verkfallinu hefur þó aldrei komið betur í Ijós, heldur en nú á sunnudaginn í sambandi við þær kosningar, sem kommúnistar héldu í Kópavogi. Hefur það komið fram með ýmsum hætti, að sjálf verkfallsstjórnin linaði þar á verkfallsþunganum til þess eins að ívilna pólitískum félögum sínum við það vand- ræðafyrirtæki, sem kosning- arnar voru. ODDVITINN HAFÐI LÍTINN ÁHUGA FYRIR SAMGÖNGUM Fyrir rúmri viku urðu strætis- vagnar Landleiða á Kópavogs- leiðinni að hætta ferðum, vegna þess að vegir í Kópavogi voru ekki orðnir akfærir. Stjórn Land- leiða mun hafa reynt að fá gert við vegina, en svo virtist, sem sjálfur oddvitinn hefði þá að sinni ekki áhuga fyrir að leita undanþágu hjá verkfallsstjórn- inni. Reyndu Landleiðir þá að fá hefil úr Hafnarfirði til að hefla vegina, en fulltrúi Hafnarfjarð- arbæjar fékk neitun hjá verk- Mesia aflahrola sem um gelur í Þorfáks- höfn s.l. laugardag HVERAGERÐI, 25. apríl. — Mesta aflahrota, sem um getur í Þorlákshöfn, um margra ára skeið, átti sér stað síðastliðinn laugardag. Þann dag bárust á land 187 lestir af fiski, frá sex bátum, fjórum Þorálkshafnarbát- um og tveim Eyrarbakkabátum. Sem dæmi um aflamagnið, má geta þess, að einn báturinn, Jón Vídalín, 17 tonna, þríhlóð yfir daginn, og var með 45 lestir í hvert skipti. Skipstjórinn á Jóni Vídalín, er Guðmundur Frið- riksson. Mun það einsdæmi að svo stór bátur þrísæki samdæg- urs, en skammt er á miðin hjá bátunum, aðeins um 50 mínútna sigling. Miklir erfiðleikar hafa verið að fá nægilegt af fólki til þess að vinna að aflanum og hefur verið leitað eftir hjálp í því skyni um allt Ölfusið. Hafa Hvergerðingar verið beðnir aðstoðar og hafa farið héðan allir, sem vetlingi geta valdið, ungir og gamlir, Þorlákshafnarbúum til aðstoðar við nýtingu aflans. — Fréttaritari. fallsstjórninni, er sótt var utq þessa undanþágu. í HJARTA ODDVITANS HRÆRDIST Þá kom annað, sem hrærðrí meira hjarta oddvitans 3 Kópavogi. Kosningar lianí voru framundan og sneri hann sér þá loks til verkfallsstjórn- arinnar og bað um undanþágu. Að sjálfsögðu fékk þessi póli« tíski sálufélagi kommúnist- anna er stjórna verkfallinu þegar undanþágu, er séð var hve mál þetta var þýðingar- mikið fyrir framdrátt hinnar marxisku stefnu. Voru allir vegir i Kópavogshreppi síðan heflaðir tveim dögum fyrir kosningar. I 40 BÍLAR í SMÖLUN Þetta var nú ekki nema smá- greiði við pólitískan flokksbróð- ur. Svo kom að því á kjördag, að oddvitinn í Kópavogi þurfti marga bíla til að smala saman áhugalitlu fólki til kjörstaðar. Til þess fékk hann hvorki meira né minna en 40 bíla. (Þannig hefði hann getað flutt alla kjósendur í tveimur ferðum, ef snattið hefði ekki verið miklu meira en svo), q BÍLAR VERKFALLSVARÐA En hvar átti nú að fá benzíu á alla þessa bíla? Nú er ein$ og allir vita mikill benzín- skortur í Reykjavík og Kópa- vogi vegna verkfallsins. En slíkt var hægðarleikuc að leysa gegnum póli- tíska vináttu við verk- fallsstjórn. Sést það bezt al þvi að allur þessi bílasægux hafði nægilegt benzin til akst- urs allan daginn. Þarna voru m. a. bílar Halldórs Jakobs- sonar, gjaldkera kommún- istaflokksins og Guðmundaf Hjartarsonar erindreka komm únistaflokksins. Báðir hafa þeir verið verkfallsverðir. Og þarna voru kommúnista- bílar af bílstöðinni Hreyfli sv® sem G-440, sem Ólafur Jóns- son ekur, en hann var einn þeirra, sem daglega fengu undanþágu. , I O—0—O i r Fólk undrast mjög þessaí benzíngnægðir og er það þvl spuming almennings til verk- fallsstjórnar, hvort hún hafl notað aðstöðu sína til að veita benzínundanþágur til póli- tísku vinanna í Kópavogi? Landhelgfsmá! KIIÖFN 25. apríl. — Samningut hefir verið undirritaður milll Dana og Breta um landhelgi Fær- eyinga. Er hérum að ræða breyt- ingu á samningum frá árinu 1901 (sem batt einnig íslendinga á sín- um tírna) o ger gert ráð fyrir mjög rýmkaðri iandhelgi Færey- inga, — landhelgislínan dregiu frá yztu annesjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.