Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1955, Blaðsíða 12
12 MORItUNBLA&B& Þriðjudagur 26. apríl 1955 En, í guðsbænem, ekki þeim ÞETTA gerðist í Noregi. Ungur maður einn kom inn í veitinga- hús í bæ einum og bað um eitt glas af sterku öli. „Nei,“ svaraði veitingamaðurinn, ,,þú hefir ný- lega fengið ölæði, og ég veiti þér ekki framar". Tveir ungir menn komu inn á meðan. Þeim var þegar vísað til sætis og veitt það, er þeir báðu um. Hinn stóð kyrr í sömu sporum og horfði á þá. Þegar þeir voru búnir og gengnir út, ávarpaði hann veitingamanninn og mælti: „Fyrir sex árum var ég á al'dur við þá. Ég var efnilegur maður. En nú er ég aumingi, bæði á lík- ama og sál. Þér kennduð mér að drekka. Hér naut ég þess drykkj- ar, sem fór með mig. En seljið mér nú samt eitt glas eða tvö glös. Þá fer ég. Um mig er eng- in von framar. En þessum ungu mönnum má bjarga. Veitið mér og látið mig fara veg allrar ver- aldar, en í Guðs bænum ekki þeim!“ Veitingamaðurinn komst við af þessum orðum. Hann titraði af skelk og mælti um leið og hann rétti frá sér ölílátið: „Guð hjálpi mér! Ég hefi breytt illa, en þetta skal verða síðasti áfengisdrop- inn, sem ég sel“. — Hann efndi heit sitt, hætti við vínveitingar og varð bindindismaður. (Menneskevennen). Framh. af bls. 7 sveit ÍR. Hlaut hún 14 stig. Sveit Ungm.fél. Keflavíkur hafði sömu stigatölu — en í slíku tilfelli sigr- ar sú sveit, sem fyrr fær sinn þriðja mann í mark. Var þriðji ÍR-ingurinn 7 að marki en Kefl- víkingurinn 9. — Sveit KR hlaut 22 stig og Ármann 34 stig. í sveitakeppni 5 manna sigraði ÍR-sveitin með nokkrum yfir- burðum, hlaut 37 stig, Ungm.fél. Keflavíkur hlaut 58 stig, KR 59 stig og Ármann 70 stig. TA PAÐ Síðastliðinn föstudag tapað ist í Landsbanka Islands, grár, merktur Parker-penni með gullhettu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila honum til sparisjóðsdeildar bankans, gegn fundarlaun- um. — (Irðsending frá T.8.K. Einmenningskeppni félags- ins hefst næstkomandi mið- vikudagskvöld kl. 8 í Breið- firðingabúð, uppi. — Tekið á móti þátttökutilkynning- ! um í síma 7273 fyrir þriðju dagskvöld. — Stjórnin. TímaritiS DULD flytur sannar frásagnir um dulræn efni, til vakningar, fróðleiks og skemmtunar, ungum sem gömlum. Kaup- ið DULD. — Lesið DULD. Fæst í flestum bóka- og blaðsölubúðum og hjá af- greiðslunni, Miðteigi 2, — Akranesi. — Mýtt heffi af „IðnaðarmáBum46 * ANNAÐ tölublað annars árgangs af tímaritinu Iðnaðarmál er nýlega komið út. Er það enn sem fyrr frábærlega vel úr garði gert og inniheldur fjölmargar fróðlegar og skemmtilegar grein- ar um iðnaðarmál. Meðal greina í þessu nýkomna hefti má nefna „Fyrstu eiming- artækin“, eftir Steinar Steinsson vélfræðing. Segir hann þar frá soðkjarnatæki, sem nýlega var smíðað fyrir síldar og fiskimjöls- verksmiðjuna að Kletti við Reykjavík. Var það Vélsmiðjan Héðinn, sem smíðaði þessi marg breyttu tæki. Þá er þarna myndskreytt grein um verksmiðju Rafha í Hafnar- firði og greinin Aluminium- vinnsla, eftir Steingrím Her- mannsson rafmagnsverkfræðing. Þá er grein um Sjálfsafgreiðslu- fyrirkomulag í verzlunum. Er hún rituð í sambandi við heim- sókn bandaríska sérfræðingsins George R. Lindahl, hingað til lands, en hann hélt hér m. a. fyrirlestur um listina að selja. Ritstjórnargrein er í heftinu um Aukna verkmenningu. Ýmsar athyglisverðar nýjungar í fram- leiðslu og tækjum, eru á víð og dreif um ritið. Brezlcur bBaðamaður hvetur landa sína til Islandsfarar BREZKI blaðamaðurinn, Mr. Harold Champion, sem heimsótti ísland s. 1. sumar og ritaði þá vinsamlegar greinar um ísland í brezk blöð, sýnir enn sömu tryggð við ísland. Eftir hann birtust nýlega í brezkum blöðum greinar um ísland, þar sem hann ráð- leggur löndum sínum að reyna að fara í sumarfríi til íslands. * opið i kvöld frá H—11,30 Sjálfstæðishúsið • Eimiiiiiiii MiaiaaniiiMi ••>■■■ a<aiaaanaaa»iiaa*iHa]C I greinum þessum hrekur hann rangar hugmyndir Breta um ís- land. Segir hann, að það sé mis- skilningu,.- margra að ísland sé kalt og ógeðfellt. Kyeðst hann sjálfur geta sagt um það af eigin raun, að land með meiri fjöl- breytni og yndisþokka, sé varla til í Evró;.u. Hann lýsir nokkuð menningar lífi íslendinga. Hvernig hýbili þjóðarinnar eru mörg af nýjustu og glæsilegustu gerð. Og einkum bendir hann fólki á það, sem vant er hinum óyndislega fiski á Bret- landseyjum, að ef það færi til íslands, þá kynntist það því, hve fiskur getur verið ljúffengur, þar sem hann kemur svo að segja upp úr sjónuro. FELAGSVIST FIRfllNG/^"á» 15 klukkan 8,30 í kvöld stundvíslega. m Góð verðlaun. — Gömlu dansarnir kl. 10,30 Hljómsveit Svavars Gests. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. ^aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaAAAAAÍ Bezt að auglýsa 1 MorgunbSaðinu GLÆSILEGASTA KVÖLDSKEMMTUN ÁRSINS REVÍU-KABARETT ISLENZKRA TOMA Hin glæsilega hljómsveit (Á vœngjum söngsins um víða veröld) 6. sýning í kvöld klukkan 11,30 Ósóttar pantanir seldar í Austurbæjarbíói eftir kl. 6. í kvöld kemur fram nýr. dægurlagasöngvari: SIGURÐUR KARLSSON Sigurður Ólafsson syngur nýtt lag: „Rökkvar í runnum“ eftir Jónatan Ólafsson. Sigurður Ólafsson, Kristinn Hallsson og Sigurður Björnsson syngja saman. Alfreð Clausen syngur nýtt lag eftir Ágúst Pétursson Auk hins glæsilega prógramms með öllum vinsælustu söngvurum okkar. JAN MORÁVEKS leikur — JAN MORÁVEK hefur útsett. 4000 manns hafa séð þennan glæsilega REVÝU—KABARETT og allir j eru sammála um að þetta sé GLÆSILEGASTA KVÖLDSKEMMTUN ARSINS Tryggið yður miða sem allra fyrst DRANGEY Laugavegi 58 — Sími: 3311. TOMAR Austurstræti 17 (gengið inn Kolasund.) Sími: 82056. MARKÚS Eftir Ed Dodd msíikm I WlTH TIME f RUNNING OUT i TO SAVE _ [ LC5T FOREST, | f&M í MARK, CHE-.5Y, § \_s/y AND THEIR % !C-/>T? í FSiENCó AS5 ÍWf/r ............. k'4/T' WE ftMS-IT AS WELL RELAX.. WE C.ANT MAKE PICTURES Wfcsr* 'M THIS RAIN ! EVEKVBODY BE CASEFUL ...THESE ROCKS ARE MUPDEfíOUS WHEN THEV'RE WET/ iM?MCRGAN. THlS IS MSFARLAMD...IM E SURE TRA!L ISNT SOIMS TO PAY A THE MORTGASE. ON LOST FCRcST “ ...VOU MI6HT A,S WELL GET YOL'R •' ••-ÍTRIKS CREW TCSETHcR... 'rVE LL START C-UlTING . NBXT íVEBK ! A ■ - ..-'?/La is • •..æd, ■. f- b rV •-•••.'!- • mfr a i 11 1) Tíminn líður óðfluga og nálgast þann dag, þegar síuld- irnar falla í gjalddaga. En allan tímann rignir, svo þeir félagarn- ir geta ekkert unnið að kvik- myndatökunni. 2) — Við þurfum ekkert að flýta okkur. Það er hvort sem er ekki hægt að taka kvikmyndir í þessari hellirigningu. 3) — Farið varlega. Klettarnir eru stórhættulegir, þegar þeir eru svona þlautir. 4) Á meðan. Er þetta Mörður? Sæll vertu. Þetta er bankastjórinn. Ég þyk- ist nú viss um að Markús geti ekki greitt skuldina. Þá tökum við Týndu Skóga fyrir okkur. Þú getur farið að safna saman skóg- arhöggsmönnum. Við byrjum að höggva í næstu viku. ___,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.