Morgunblaðið - 03.05.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.05.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. maí 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 6 mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Afleiðingor verkiollsins og hækkaðs kaupgjalds ENDA ÞÓTT hækkun kaup- gjalds yrði ekki nándar nærri eins mikil samkv. hinum nýju samningum og kröfur voru gerð- ar um í upphafi, er þó óhjá- kvæmilegt að verðlag hækki vegna kaupgjaldsbreytinganna, Eins og kunnugt er voru kröfur gerðar um 37—50% kauphækkun, miðað við 8 stunda vinnudag, en um allt að 70% kauphækkun, ef miðað er við heildarkröfur. Nið- urstaðan varð hins vegar sú að samið var um 11—12% launa- hækkun, auk atvinnuleysistrygg- ingasjóðsins. í ræðu sem Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra flutti í fulltrúaráði Sj álfstæðisfélaganna s.l. föstudagskvöld minntist hann m. a. á þá hættu, sem skapazt hefði með hinum nýju samning- um á kapphlaupi á milli kaup- gjalds og verðlags. Var skýrt frá ræðu hahs á eftirfarandi hátt hér í blaðinu: „í sambandi við þá kauphækk- un, sem orðið hefði, væri rangt að tala um kjarabætur, sagði ráðherrann. Hækkun á verði landbúnaðarafurða, iðnaðarvara og ýmis konar þjónustu hlyti að fylgja í kjölfar samninganna. Út- gjöld ríkisins að vaxa og skattar að hækka. Ef ekki yrðu breyting- ar á aflabrögðum og verðlagi sjávarafurða, væri nærri víst að auka þyrfti hlunnindi til handa útveginum og þar með álögur í einu formi eða öðru. Byggingar- kostnaður hlyti einnig að hækka. Auðvitað mun ríkisstjórnin standa á móti öllum verðhækk- unum, og gera allt, sem í hennar valdi stendur, sagði Bjarni Bene- diktsson, til dæmis til þess að halda föstu skráðu gengi krón- unnar. En hún megnaði ekki að snúa við lögmálum efnahagslífs- ins. Raunverulegustu kjarabæt- urnar fengjust með bættum við- skiptakjörum út á við og aukinni framleiðslu. Það væri leiðin til bættra lífskjara.“ Því miður hafa þessi um- mæli dómsmálaráðherrans við fyllstu rök að styðjast. Þær kauphækkanir, sem orðið hafa með hinum nýju samningum verða naumast taldar kjara- bætur. Afleiðing þeirra verður verðhækkun á ýmis konar nauðsynjum og þjónustu. Rík- isstjórnin hlýtur að sjálfsögðu að reyna að vinna gegn nýju kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. En hún á þar óhægt um vik. Fyrst er það, að verðlag ákveðinna vara á lögum samkvæmt að fylgja kaupgjaldiru. Kaupgjald bónd ans er mið 3 við kaup verka- mannsins. Þegar það hækkar, hækkar verðlag landbúnaðar- afurða einnig. í öðru lagi yrði ríkisstjórnin að leggja á nýja skatta til þess að afla sér tekna vegna auk- inna útgjalda til niðurgreiðslna á verðlagi. Stefna ríkisstjórnar- innar hefur hinsvegar verið sú, að lækka skatta, ekki hvað sízt á lágtekjufólki. Það væri því mjög ógeðfellt fyrir ríkisstjórn- ina og flokka hennar að þurfa nú að leggja fram tillögur um nýjar álögur. Kjarni þessa máls er sá, að þeir sem börðust fyrir kröfunum um hækkað kaupgjald vissu hver verða mundi afleiðing þess ef við þessum kröfum yrði orðið. Það myndi þýða hækkað verð land- búnaðarafurða og aukinn kostnað við ýmis konar þjónustu, sem al- menningur verður að kaupa. Það var því vitað fyrirfram, að kaup- hækkun eins og nú er háttað greiðslugetu islenzkra atvinnu- vega mundi ekki skapa launþeg- um kjarabætur. Slíkar launa- breytingar mundu aðeins verða skammgóður vermir. Launþegar myndu innan skamms standa í svipuðum sporum og fyrir samn- ingana. Kaupmáttur launa þeirra hefði ekki aukizt. Ennfremur hefði grundvöllur íslenzks gjald- miðils orðið ótraustari en áður. Þetta er mjög miður farið. Launþegar hafa fylgt ráðum manna, sem engan áhuga hafa fyrir að bæta kjör þeirra. Það eru leiðtogar kommúnista. — Kommúnistar vissu fyrirfram að launahækkun nú myndi fyrst og fremst hafa í för með sér aukna hættu á gengisfell- ingu. Sú hætta blasir nú við. Ríkisstjórnin mun, eins og dómsmálaráðherra minntist á í ræðu sinni á föstudagskvöld- ið, reyna að bægja henni frá. En hún getur ekki snúið við lögmálum efnahagslífsins. Það getur engin ríkisstjórn, hversu mikið vald sem hún hefur og hversu góðviljuð, sem hún er. Sir Anfony eða (lem. Affleef ÞAÐ varð eitt af fyrstu verkum Sir Antony Edens eftir að hann varð forsætisráðherra, að boða til kosninga í Bretlandi. Þær kosningar fara fram hinn 26. þ. m. Benda líkur til þess að úr- slit þeirra séu frekar óviss enda þótt íhaldsmenn geri sér vonir um að stjórn þeirra haldi velli og auki jaínvel fylgi sitt nokkuð. En Verkamannaflokkurinn er líka all sigurviss. Hefur hann nú innbyrt Bevan í þingflokkinn að nýju til þess að breiða yfir allan klofning. í fyrstu kosningunum eftir stríðið, árið 1945, vann Verka- mannaflokkurinn mikinn sigur. Hann hlaut þá 393 þingsæti í Neðri málstofunni, íhaldsflokk- urinn 213, Frjálslyndi flokkur- inn 12, kommúnistar 2 og óháðir þingmenn voru 20. Árið 1950 unnu íhaldsmenn verulega á. Fengu þeir nú 297 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 315, FrjáHlyndir 9 og 4 þing- menn voru óháðir. Kommúnistar fengu þá engan fulltrúa kosinn. Sat stjórn Verkamannaflokksins eitt ár til viðbótar. Árið 1951 var svo kosið að nýju. Þá fengu íhaldsmenn hreinan þingmeiri- hluta, að vísu mjög nauman. — íhaldsflokkurinn hlaut þá 321 þingsæti, Verkamannaflokkur- inn 295, Frjálslyndi flokkurinn 6 og óháðir 3. — Kommúnistar hlutu ekkert þingsæti í Neðri málstofunni. f þessum kosningum stend- ur baráttan um það, hvort Sir Antony eða Clement Attlee eigi að mynda stjórn fyrir Hennar Hátign Bretadrottn- ingu. Sá sem fær meirihluta þingsæta gerir það. Hinn verð ur launaður leiðtogi stjórnar- andstöðu Hennar Hátignar. Bókasafnsfrv. í GÆR lauk í Neðri deild 3. um- ræðu að frumvarpi um almenn- ingsbókasöfn. Voru gerðar nokkr ar minniháttar breytingar á frum varpinu, og það endursent Efri deild. Helzt þeirra er að nefna, að Kjósarsýsla verði sérstakt bókasafnshérað og verði Kópa vogskaupstaður aðsetur héraðsbókasafnsins. Þá var samþykkt tillaga frá Pétri Ottesen varðandi framlag ríkissjóðs til sveitabókasafna. Þar sem sveitabókasafn nýtur hærri fjárstyrks úr sveitarsjóði en sem nemur 5 kr. á hvern íbúa, skal skylt að greiða úr ríkissjóði 50% framlag á móti því sem fram yfir er. Var áður ákveðið að ríkið mætti ekki greiða á móti hærri heildarfrumvarpi en 10 kr. á hvern íbúa. En Pétur sýndi fram á að við þetta myndi lækka ríkisíramlag til bókasafns eins í Flókadal og fékk hámarkið hækkað upp í 200 kr. á hvern íbúa. Frá hátíðahöldum 1. maí: Lítil hrifning á útifund- num á Lækjartorgi Fundarmerm gengu burt er Eðvard hóf ræðu sina FYRSTA MAÍ HÁTÍÐAHÖLDIN fóru fram í Reykjavík á svip- aðan hátt og undanfarin ár. — Þó var kröfugangan með fá- mennasta móti og útifundurinn á Lækjartorgi leystist upp að mestu leyti, er síðasti ræðumaður fundarins, Eðvarð Sigurðsson hóf ræðu sína. — Þessi lélega þátttaka í 1. maí hátíðahöldunum stafar af ymsu: Óvanalega slæmum undirbúningi hátíðahaldanna og ofbeld- isaðgerðum þeim er kommúnistar ætluðu að beita lýðræðissinna í 1 mai nefnd í sambandi við fulltrúa Bifreiðastjórafélagsins Hreyfils. Einnig kom það greinilega í Ijós, að launþegar eru mjög reiðir kommúnistum vegna framkomu þeirra í nýafstöðnu verltfalli og kunna þeim litlar þakkir fyrir frammistöðuna í sambandi við verk- fallsmálin í heild. KRÖFUGANGAN Kröfugangan hófst siðar en ráð gert var, vegna þess að erfiðlega gekk að fá fólk til að bera kröfu- spjöldin. V'eíuahandi óhri^ar: Nytsöm bók ÞAÐ þykir ekki lengur viðburð- ur hjá okkur, þótt út komi ný bók. Bókaflóðið er orðið það mikið og stöðugt, að ekki er á allra færi að fylgjast með því, hvað er það nýjasta af nálinni í dag eða á morgun. Nú á dögunum kom út lítil yfirlætislaus bók, sem engu að síður er mjög eftirsótt. Það er „Hjálp í viðlögum“ eftir Jón Oddgeir Jónsson, gefin út á veg- um Slysavarnafélags íslands. — Þetta er fimmta útgáfa bókarinn- ar, aukin og endurbætt frá þeim fyrri. Þessi bók er notuð til kennslu á námskeiðum þeim, sem Slysavarnafélagið og Rauði krossinn halda í hjálp í viðlög- um, en í rauninni ætti hún að vera til á hverju íslenzku heim- ili. Hún gefur í senn glöggt yfir- iit yfir aðalatriði líkams- og heilsufræði og leiðbeiningar um, hvernig leikmaðurinn skuli bregð ast við ýmsum sjúkdómum, ó- höppum og slysum, sem alltaf geta að höndum borið. Vaxandi áhugi NÁMSKEIÐ þau, sem Slysa- varnarfélagið gengst fyrir víðs vegar um landið á ári hverju, njóta vaxandi áhuga og vinsælda almennings. Er það vel, að fólk gerir sér í vaxandi mæli grein fyrir þörf og nauð- syn vissrar þekkingar og kunn- áttu á þessu sviði. Þess er skemmst að minnast, að hér í blaðinu birtust með fárra daga millibili fregnir af björgun barna frá drukknun með lífgunartil- raunum tveggja ungra manna, sem kynnt höfðu sér hjálp í við- lögum, m.a. lífgun úr dauðadái. Fyrri björgunin varð norður á Dalvík, er tvítugur maður með snarræði sínu hreif 4 ára gamla telpu úr greipum dauðans, hin sex dögum síðan, er tveggja ára gömlum dreng var bjargað úr Elliðaánum, hætt komnum og hann lifgaður við af ungum manni, skáta, sem þar var við hendina. Til hvatningar NOKKURN veginn er víst að kunnátta þessara tveggja leikmanna í hjálp í viðlögum varð þarna tveimur barnslifum til bjargar. Sérstaklega er at- hyglisverð björgun telpunnar 4 Dalvík þar sem hún hafði legið um 15 mínútur í sjó, þegar til hennar náðist, en það mun vera um hámark þess tíma, sem líða má til þess að hægt sé að gera sér vonir um árangur af lífgunar- tilraunum. En þessi tvö gæfusamlegu at- vik, sem eru okkur enn í svo fersku minni, ættu að vera al- menningi til uppörvunar og hvatningar til að láta ekki sitt eftir liggja og gera sitt til að vera sjálfur við öllu búinn — það er aldrei að vita, hvenær við þurfum þess með — þú eða ég. Hvimleiður háttur ÞEIR, sem venja komur sínar á veitingahús og skemmtistaði bæjarins kvarta í auknum mæli undan vissri tegund fólks, sem virðist hafa komizt upp á þá hag- kvæmu aðferð að snýkja sér sæti við borð hjá öðrum gestum, algerlega ókunnugu og óviðkom- andi fólki, panta síðan óspart veitingar á borðið handa sér og sínum og hverfa loksins læðilega á brott, án þess að borga eyri fyrir það, sem það hefir neytt. Útkoman verður svo venjulega sú, að þeir, sem upphaflega pönt- uðu borðið verða að borga fyrir sig eins og lög gera ráð fyrir — og aðskotadýrin þar að auki. Snýkjudýrsháttur og ópruttni SLÍKT háttalag — og fyrir- komulag — virðist í meira lagi furðulegt. Það er í fyrsta lagi furðulegt, að fólk skuli geta fengið af sér svo lágkúrulegan snýkj udýrshátt og óprúttni og í öðru lagi virðist það furðulegt að hægt skuli að knýja hina, sem eftir sitja til að borga veitingar fyrir aðra, sér óviðkomandi gesti. Þess eru reyndar dæmi, að þeir neiti algerlega, hins vegar hafa margir aðrir orðið úti með væn- an skilding fyrir þessa óboðnu gesti, sem þrengdu sér upp á þá. En slíkt ætti ekki að koma fyrir. Það er ekki hlutverk sjálfra gest- anna, heldur veitingahússins og þjónaliðs þess, að sjá um að veitt- ur beini sé greiddur svo sem vera ber. Sennilega er það ekki alitaf hægt um vik fyrir þjónana held- ur, að hafa hendur í hári þess fólks, sem svo auðvirðilega fer að ráði sínu, en jafn óviðunandi er það fyrir gestina að verða að bíða stórkostlegan halla fyrir at- hæfi þess. MerKllí len klæMr iandll. Er gangan kom á Lækjartorg var þar fyrir allmikill mann- fjöldi, þar sem veður var gott og því margir úti. RAUÐATORG OG LÆKJARTORG Iðju-Björn setti fundinn með nokkrum kunnum kommúnisk- um slagorðum. Sagði hann m. a. að í einræðisríkjum kommúnista fagnaði alþýðan nú þennan dag góðum kjörum og frelsi (Minnt- ist þó ekki á hersýninguna á Rauðatorginu), en í „auðvalds- ríkjum“ fylkti alþýðan liði til baráttu gegn ríkisvaldinu. Fyrsti ræðumaður var fulltrúi BSRB, Guðjón Baldvinsson. Hvatti hann fólk til þess að hugsa sem mest sjálfstætt og láta ekki lýðskrum villa sér sýn. ís- lénzka þjóðin öll yrði að leggja hart að sér til þess að geta haldið áfram að byggja upp blómlegt athafnaiíf. Nauðsynlegt væri að auka framleiðsluna og skapa meira jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar og meira efnahags- legt öryggi alls almennings. „FR1ÐARÁVARPIГ Þá talaði fulltrúi iðnema. Var ræða hans með eindæmum léleg. Virtist hann helzt hafa komið í ræðustólinn til að biðja fólk, að skrifa undir „friðarávarp“ komm únista. Mjög mikið los komst á fundar- menn meðan iðneminn talaði og gengu margir frá. Eggert Þorsteinsson, múrari, talaði næstur. Sagði hann m. a. að verkfallið hefði farið vel, þrátt fyrir mörg mistök og nú væri ekki annað eftir, en að efla Alþýðufiokkinn sem mest, en heyra mátti á ræðumanni, að hann byggist við að það verk tæki langan tíma. FUNDURINN LEYSIST UPP Hafði mjög margt fólk farið af fundi meðan Eggert talaði og þegar síðasti ræðumaður, Eðvarð úr Dagsbrún, hóf mál sitt var orðið það fátt á fundi, að bif- reiðar gátu óhindraðar ekið um Austurstræti og Lækjargötu. Eðvarð flutti svipaðan boð- skap, eins og sézt í Þjóðviljanum dag eftir dag um það, að komm- únistar hefðu staðið sig vel í verkfallínu. Þeir hefðu sýnt þjóð- inni mátt sinn og þó sérstaklega verkfallsverðirnir, sem með „prúðmennsku“ sinni hefðu gefið fagurt fordæmi. Hefðu þetta flest verið ungir menn og mundi sú „þjálfun”, sem þeir hefðu fengið verða þeim til mikils gagns síðar meir, er á þyrfti að halda til of- beldisverka. Er Eðvarð lauk máli sínu var lítið fleira á fundinum, en oft sést á torginu um sexleytið á daginn, er fólk hættir störfum og er að bíða eftir strætisvögn- um. Voru kommúnistaleiðtogarnir heldur framlágir, er þeir gengu einir og yfirgefnir af fundi, enda fylfidi þeim nú enginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.