Morgunblaðið - 07.05.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. maí 1955 Tónlisfarfélag Akraness hefur starfsemi sína Ferraing að Lága- felli á raorgun FERMINGARBÖRN í Lágafells- sókn sunnudaginn 8. maí. DRENGIR: Gestur Pálsson, Hraðastöðum Guðmundur Freyr Halldórsson, Smálandsbr. 17, Smálöndum Gunnar Hákonarson, Selja- brekku Ingólfur Gísli Ingólfsson, Fitjakoti Jón Eiríkur Sveinsson, Bjargi Ketill Oddssen, Reykjalundi Steingrímur Björgvinsson, , Dallandi ■’? - Á tnyndinni eru, talið frá vinstri: Fritz Weisshappel, Guðrún Á. Símonar, Magnús Jónsson, Þuríður Pálsdóttir og Guðm. Jónsson. FYjRSTU hljómleikarnir á veg- u mj hins nýstofnaða Tónlistarfé- lags Akraness voru haldnir í Bíáhöllinni á Akranesi sunnu- daf^inn 21. apríl s.l. Þar komu frajn söngvararnir: Guðrún Á. •Sínjonar, Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson og Magnús Jónsson, og sungu þau aríur og dú$tta úr óperum með píanóund- irlaík Fritz Weisshappel. Hljómleikar þessir voru mjög glsésilegir og munu seint líða úr miáni þeim, er á hlýddu, enda var auðheyrt og séð, að áheyr- endur voru alveg á valdi tón- anria og lýrir það betur en nokk- ■uð >annað hrifningu þeirra. Söngv arárnir voru ákaft hylltir af á- heýrendum og bárust þeim blóm. Má óhætt telja hljómleika þessa einn mesta tónlistarvið- burð á Akranesi til þessa. Hvert sæti Bíóhallarmnar var skipið og urðu margir frá að hverfa. í lok hljómleikanna ávarpaði formaður Tónlistarfélags Akra- ness, Jón Sigmundsson, tónlist- armennina og þakkaði þeim kom una, en Guðmundur Jónsson þakkaði af hálfu tóniistarmanna og árnaði ninu nýstofnaða Tón- listarfélagi Akraness heilla. Tónlistarfélag Akraness var stofnað í febrúarmánuði s.l. — Framkvæmdastjórn skipa: Jón Sigmundsson formaður, Geir - laugur Ármson varaformaður og Valgarður Kristjánsson, ritari. Gjaldkeri hefur verið ráðinn Jón Ben. Ámundason. V. K. STULKUR: Anna Margrét Höskuldsdóttir, i Dælustöð Guðrún Bjarnadóttir, Hraða- I stöðum Kolfinna Snæbjörg Haraldsdóttir, Markholti ' Lára Bjarnadóttir, Hraðastöðum Olöf Jóna Ingimundardóttir, | Hrísbrú Sigríður Birna Ólafsdóttir, I Hamrafelli Sigurbjörg Eiríksdóttir, Meltúni Svanhildur Karlsdóttir, Grafar- holti. Óvenjulega óheiðarlegur málfluftningur á þingi Rangfærslur Haraldar Guðmundssonar bæta ekki um fyrir góðu málefni T TMRÆÐUR um húsnæðismálafrumvarpið fóru fram í Efri deild tJ Alþingis í gær. Þar hélt Haraldur Guðmundsson Alþýðuflokks- þingmaður áfram árásum sínum á þetta merka umbótamál. Réðist hann einkum harkalega gegn því að byggingarsjóði sveitanna væru tryggðar 12 millj. kr. Hélt hann fram fyrri ásökunum um að með þessu væri verið að mismuna sveitum og kaupstöðum. Samsæii fyrir Jónas Jónsson JÓNASI JÓNSSYNI frá Hriflu var haldið samsæti að Hótel Borg, á sjötug'safmæli hans 1. mai. — Komu þar saman fjöldi nemenda hans og vina. Albert Guðmunds- son, knattspyrnumaður stjórnaði hófinu og fjöldi ræðna og ávarpa var haldinn. Þá söng ítalski söngvarinn Primo Montanari, í hófi þessu, sem stóð fram eftir nóttu. HLUTUR VERKAMANNSINS KKKI FYRIR BORD BORINN Eins og áður hefur verið skýrt frá, létu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Lár- us Jóhannesson og Gisli Jóns- son í Ijósi undrun yfir þeim vinnubrögðum, sem Haraldur Guðmundsson (ella frekar dagfarsgóður) beitir í þessu máli. Sýndu þeir fram á það, að allt tal hans um að íbúum sveitanna væri gert hærra undir höfði, væri fjarstæða og falsanir. Því að sannleikurinn er sá, að verkamenn fá 75% íbúðarverðs lánað með góðum kjörum, meðan sveitamaður- inn fær aðeins 30% með góð- um kjörum. V7NNUF, MÁLEFNINU I.ÍTIÐ GAGN Steingrimur Steinþórsson fé- lagsmálaráðherra tók undir þessi orð Sjálfstæðisþingmannanna og sýndi fram á að ummæli Har aldar í þessu væri hreinasta fjar- stæða. Svo virðist sem Haraldur hafi leiðst út á þessa braut rang- færslna í áhuga sínum fyrir bygg ingarsjóði verkamanna. En það er víst að hann vinnur þeim sjóði lítið gagn með því að þyrla upp í kringum hann moldviðri rang- færslna og óbilgirni. ALVARLEG ÁSÖKUN f þessu sambandi minntist Steingrímur Steinþórsson á eitt atriði varðaridi verkamannabú- staðina, sem virðist að sumu leyti Tapkkuð alvarlegt. Það er ætlazt til þess, að verkamannabústaðirn- ir séu byggðir fyrir efnalítið fólk,. aem gæti ekki af eigin rammleik1 komið sér upp húsi. f þessu skyni væri veittur mikill fjárhagsstuðn ingur frá því opinbera. En Steingrímur kvaðst hafa heyrt frásagnir af því að all- margt fólk hefði komizt inn í verkamannabústaðina, sem væri þannig efnum búið, að það hefði fullkomlega bolmagn til að byggja sér sjálft. Slíkt væri að sjálfsögðu all alvarlegt ef satt væri, því að á sama tíma er hús- næðisskortur og fjöldi þurfandi fólks ætti frekar að komast inn í verkamannabústaðina. HARALDUR SPILLIR FYRIR Félagsmálaráðherra sló þessu ekki föstu. En bygging verka- mannabústaða er svo mikið nauðsynjamál fyrir þá sem ekki eru nægilega efnum bún- ir til að byggja sér sjálfir íbúðarhús, að þeir munu líta framkomu Haraldar Guð- mundssonar alvarlegum aug- um, ef hann spillir fyrir mál- efninu með rangfærslum og fölsunum. Þeir munu og líta það alvarlegum augum, ef ásökun Steingríms Steinþórs- sonar er rétt, sem við skulum þó vona að sé ekki. Annars var hlálegt að hlusta á þessar umræður og deilur milli Framsóknarmannsins og Alþýðu- flokksmannsins og varð mönnum á að hugsa, hvort hér væri sýn- ishorn af samkomulagi flokkanna í „vinstri stjórn". 1.892,535 firþsgar með sérleyfiSYökn- um s. I. ár SAMKVÆMT upplýsingum frá póst- og símamálastjórninni voru s. 1. ár 133 sérleyfisleiðir ut- an Reykjavíkur og voru sérleyf- ishafarnir 81. Vegalengdin var samtals 11.966 km., en bifreiðar, sem notaðar voru á þessum leið- um 215—235. Farþegar voru alls 1.892.535 og greiddu þeir samtals um 14,8 | millj. kr. í fargjöld. Ér það , nokkru minna en árið 1953, en þá voru greiddar 15,3 millj. kr. í fargjöld. Voru farþegar þó nokkru færri þá, eða 1.680.887, en notaðir sætiskm. voru aftur á móti fleiri, eða 54.834.534 á móti 45.586.202 árið 1954. Fsrðafélag íslands: um FERÐAFÉLAG ÍSLANDS efnir til tveggja ferða á morgun, báð- ar um Reykjanesskagann. Önnur ferðin er að Keili og Trölladyngju. Verður farið vest- ur fyrir Hvassahraun í Kúagerði, þaðan haldið meðfram hraun- brúninni að Keili. Þaðan haldið að Trölladyngju og síðan um Lækjarvelli að Ketilsstíg og um AusturAusturháls í Krísuvík og UmferðaRefnd ræðir við \ msa aðila UMFERÐARNEFND sú, sem skipuð var seinnhluta vetrar, hef- ur haldið allmarga fundi. — Hún hefur t. d. kallað á fund sinn for- menn Bifreiðastjórafélagsins Hreyfils og Vörubílstjórafélags- ins Þróttar. Hafa nefndarmenn rætt við formanninn um umbæt- ur í umferðamálum bæjarins. — Hafa þeir síðan óskað eftir á- kveðnum tillögum frá þessum fé- lögum. Mun nefndin halda áfram að boða til fundar við sig forráða- menn þeirra félaga og stofnana, sem umferðamálin snerta einkum — Alla þessa aðila mun nefnd- in biðja að senda ákveðnar til- lögur, sem hún síðan mun vinna úr. - Alþingi Framh. af bls. 1 NAUÐSYNLEGUSTU RITIN ÓKEYPIS Sérstaklega er tekið fram, að bókasöfnin fái ókeypis eintak af Alþingistíðindum, stj órnartíðind- um, skýrslum hagstofunnar, lagasafni, Hæstaréttardómum o. fl. og er héraðsbókasöfnum gert að skyldu að láta binda inn Al- þingistíðindi og Stjórnartíðindi. SAMSTARF BÓKASAFNA — BÓKAFUILTRÚI Að lokum má geta ákvæða sem miða að þvi að koma á samstarfi milli bókasafna og hefja bóka- skipti. Þá er ákveðið að sérstak- ur bókafulltrúi verði skipaður í skrifstofu fræðslumálastjóra, sem skal rafa eftirlit með öllum almenningsbókasöfnum landsins, leiðbeina stjórnum þeirra og bókavörðum um bókaval og allt, sem að rekstri bókasafna lýtur. Lögin eru mjög ýtarleg, ba ði um f járhagshlið, stjórn og rekstur bókasafna. Hefur meS setningu þeirra verið unniS, ó skömmum tíma, merkilegt framfarastarf, sem er góður minnisvarði um stjórnsemi nú- verandi menntamálaráSherra, Bjarna Benediktssonar. Togarinn Norðlendingur landar á Sauðárkróki inn uitjarspjö SAUÐÁRKRÓKI, 6. maí — Tog- arinn Norðlendingur kom hing- að í morgun í fyrsta sinn. Á tíunda tímanum lagðist hann að hafnargarðinum og hófst þá þeg- ar vinna ' ið affermingu. í þess- ari veiðiför mun togarinn hafa fengið um 200 lestir og var 120— 130 lestum landað hér. Það sem eftir var, sem var mestmegnis karfi, fór til Ólafsfjarðar. Fisk- urinn sem hér fór í land er verk- aður hjá Hraðfrystistöðinni h. f. og Kaupfélagi Skagfirðinga. ★ Þetta var sannkallaður hátíðis- dagur fyrir íbúana hér, enda bar staðurinn þess glögglega merki. Á öllu hafnarsvæðinu gat að líta vinnuglatt fólk, sem þráð hefur úrræði til aukinnar atvinnu. Bær- inn var fánum skreyttur og bæj- arstjórnin hafði boð inni í þessu tilefni. Von er á dýpkunarskipinu Gretti hingað innan skamms. Ekki er hægt að taka togarann að eða frá hafnarfarðinum nema um háflóð fyrr en uppmokstur hefur farið fram. Sauðárkróksbúar glöddust yfir komu togarans og þeirri björg sem hann færði í bú. Þeir óska áhöfn og skipi heilla og vonast eftir togaranum hingað aftur sem allra fyrst. —Jón. þaðan heim. Ferð þessi er Ijóm' andi skemmtileg og sjálfsagt fyr- ir Reykvíkinga, sem ætíð hafa þetta landslag fyrir augunum að kynnast því nánar. ( Hin ferðin verður farin alla leið út að Reykjanesvita og síð- an gengið um nágrenni hans, unj nesið og hverasvæðið og vitinn skoðaður. Einnig verður farið út að strandstað b.v. Jóns Baldvins- sonar. Á heimleið verður gengið á Háleyjarbungu og staðið við I Grindávík nokkra stund. Lands- lag er þarna, sem kunnugt er, mjög sérkennilegt og ef brim er, er það óvíða eins tilkomumikið og við Reykjanesið. Ferðirnar verða farnar frá Austurvelli kl. 9 árdegis. Albro offursfl I SAMBANDI við 60 ára starfs- afmæli Hjálpræðishersins á Is- landi koma til landsins aðalrit- ari Hjálpræðishersins í Noregi, ofursti Albro og kona hans. Hjálpræðisherinn hélt fyrsttl samkomu sína hér á landi 12. maí 1895, daginn eftir að fyrstu Hjálpræðishermennirnir stigu á land í Reykjavík. Ofursti Albro hefur verið for- ingi í Hernum um 40 ára skeið og gengt helztu trúnaðarstöðum Hersins í Danmörku, Finnlandi og Noregi. Hann er mikill ræðu- maður og hefur mikil blessun hlotist af starfi hans. Kona hang sem einnig er foringi hefur styrkt mann sinn mæta vel í starfinu. Þau hjónin munu tala á almenn- um samkomum laugardag og sunnudag 7. og 8. maí og einnig miðvikudag og fimmtudag 11. og 12. maí. Hátíðarsamkoman mið- vikudag, verður haldin í Dóm- kirkjunni, aðrar samkomur verða haldnar í samkomusal Hersins, Kirkjustræti 2. Foringjar Hers- ins á ísafirði og Akureyri taka einnig þátt í samkomunum. Forsefsfíú alvar- lega vefk WASHINGTON — Eisenhowefl forseti skýrði frá því á síðasta fundi er hann átti með blaðai mönnum, að kona sín væri nú á góðum batavegi. i Tal manna á blaðamannafundl forsetans barst að þessu er einra þeirra spurði varlega að þv| hvort rétt væru ummæli demo- krata eins, en hann hafði sagl að veikindi forsetafrúarinnafl væru ein orsök þess, að Eisen- hower hyggðist ekki vera í kjörl til forsetaembættisins næsta ár, Eisenhower kvað konu sína hafa verið heilsuhrausta yfirleitt, en síðustu vikurnar hefði húrs þjáðst af alvarlegum virussjúk- dómi. Nú, hélt forsetinn áfram, lítur hins vegar út fyrir, að henn| muni takast að vinna sigur yfiij sjúkdóminum, því heilsu hennarj fer nú stöougt batnandi. ^Reuter. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.