Morgunblaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1. júní 1955 MORGVNBLAÐIB 7 r* f w% \ jfy Mf 11 s | i M '■ x /I s?I s -i 1Í! i ! 111 \ I * i é t S Næsfkomands !ÍM „VALS“ NÆSTKOMANDI föstudag kemur hingað til lands með Gull- fossi, þýzkur knattspyrnuflokkur frá Neðra Saxlandi. Kemur flokkurinn hingað á vegum knattspyrnufélagsins Valur og er hér um að ræða gagnkvæma heimsókn. hefdur tónfeika í Reykjavík KARLAKÓRINN VÍSIR frá Siglufirði mun halda tvenna tón- leika í Austurbæjarbíó í kvöld og annað kvöld kl. 7. í ráði er að kórinn syngi einnig í nágrenni Reykjavíkur. Söngstjóri kórs- ins er Haukur Guðlaugsson. Karlakórinn Vísir er kominn hingað til Reykjavíkur og mun halda hér a. m. k. tvenna tón- leika. Einsöngvarar með kórnum verða Daníel Þórhallsson og Sig- Skócrsfcf á SiíSíir- AÐALFUNÐUR ' Skógræktarfé- lags Suðurnesja var haidinn í Keflavík 17. maí s.l. Hafði starf- semi félagsins á liðnu starfsári einkum beinzt að því að leita nýrra ræktunarsvæða fyrir skóg- rækt og undirbúa stofnun skóg- ræktardeilda í ýmsum hreppum Gullbringusýslu. Hafa nú þegar tvær skógræktardeildir verið stofnaðar á þessu félagssvæði: Skógræktarfélag Gerðaskóla, sem Þorsteinn Gíslason, skólastjóri þar, stofnaði í vetur, og Skóg- ræktarfélagið Skógfell í Vatns- leysustrandarhreppi, sem for- maður 'Skógræktarfélags Suður- nesja, Siguringi E. Hjörleifsson, stofnaði 15. maí s.l. Vonir standa til, að þrjár nýjar deildir verði stofnaðar nú í vor, og að gróður- sett verSi a. m. k. á tveim nýjum stöðum og á tveim öðrum í vax- andi mæli, þar sem aðeins var byrjað í fyrra. Hagur félagsins er góður. — Samþykkt var skipulagsskrá fyr ir Skógræktarsjóð Suðumesja, og merki til fjáröflunar fyrir þann sjóð, sem stofnandi sjóðsins hafði formað og gert. Sjóð þennan myndaði Egill Hallgrímsson frá Vogum, kennari í Reykjavík, með þúsúnd króna framlagi, á stofndegi félagsins 5. marz 1950, en hann hafði verið fyrsti hvata- maður að stofnun Skógræktar- félags Suðurnesja. Egill er jafnframt frumherji í skógræktarmálum á Suður'nesj- um og stofnaðí þar fyrsta ung- mennafélágið 1907. — Var Egill á þessum fundi kjörinn fyrsti heiðursfélagi Skógræktarfélags Suðurnesja. Forystumenn nýju skógræktar deildanna tóku sæti í stjórninni. Þeir Þorsteinn Gíslason, skóla- stjóri í Gerðum og Árni Hall- grímsson, hreppstjóri í Vogum. Ennfremur Jónína Guðjónsdótt- ir, kennslukona í Keflavík. Aðrir stjórnendur eru: Sigur- ingi E. Hjörleifsson, formaður, Ragnar Guðleifsson, varafor- maður, Hallgrímur Th. B.jörns- son, ritari, Skafti Friðfinnsson, gjaldkeri, Huxley Ólafsson, Her- mann Eiríksson og Ingimundur Jónsson. urjón Sæmundsson, en undirleik annast ungfrú Guðrún Péturs- dóttir. Stjórnandi verður Hauk- ur Guðlaugsson. Kórinn lagði af stað frá Siglu- firði á hvítasunnudagsmorgun og söng síðar þann dag á Akureyri og Sauðárkrók en á annan hvíta- sunnudag söng hann á Akranesi. Síðasta sjálfstæða söngför kórsins hingað til Reykjavíkur var farin árið 1944 og var stjórn- andi kórsins þá Þormóður Eyj- ólfsson. Árið 1950 tók kórinn þátt í söngmóti í Rvík. Þorsteinn Hannesson óperu- söngvari hefur undanfarið starf- að að þjálfun kórsins. Kórinn hefur verið mikilvæg lyftistöng fyrir tónlistarlíf Siglfirðinga og rekið tónlistarskóla undanfarin 4 ár. í vetur sóttu skólann um 40 nemendur. 34 söngmenn eru í kórnum. Hifci!! logaraflskur fil Sig!sif|arHar SIGLUFIRÐI, 26. maí: — í gær losaði hér m.s. Ingvar Guðjóns- son 40 lestir af fiski til frystihúss S.R., eftir skamma útivist. í dag losar b.v. Hafliði 300 lestir af karfa, sem veiddur hefur verið á Grænlandsmiðum. Verður hann unninn í frystihúsunum hér. Upp skipun stendur yfir í dag á salti sem fer til síldarútvegsnefndar. Unnið er af kappi að ryðja Siglufjarðarskarð, og standa von- ir til, að bílfært verði yfir skarð- ið í næstu viku. Mikil veðurblíða hefur verið hér undanfarna daga og er í dag. Menn eru almennt búnir að sleppa fé sínu. — Guðjón. í gærdag kvaddi móttöku- nefnd vegna hinna þýzku knatt- spyrnumanna blaðamenn á sinn fund og skýrði þeim frá heim- sókninni. í nefndinni eru: Sveinn Zoega, Sigurður Ólafsson, Þor- kell Ingvarsson, Hermann Her- mannsson, Ragnar Lárusson og Gísli Sigurbjörnsson, sem hefur undanfarin 20 ár staðið manna fremst í því að koma á heim- sóknum sem þessari. LEIKA 4 LEÍKI HÉR Svo sem áður segir, kemur þessi þýzki knattspyrnuflokk- ur n. k. föstudag og mun hann leika fjóra leika hér. Fyrsti Ieikurinn verffur viff Val á föstudaginn kl. 8.30. Næsti leikur verffur á mánudag á sama tíma viff KR. Þriðji leik- urinn verffur á miffvikudag kl. 8.30 við íslandsmeistarana frá Akranesi og síðasti leikur- inn verffur á föstudaginn 10. júní kl. 8 viff úrval Reykja- víkurliðanna. VALSMENN TIL ÞÝZKALANDS í ÁGÚST För Þjóðverjanna hingað er gagnkvæm heimsókn og fer meistarafl. Vals til Þýzkalands í ágúst í sumar til Neðra Saxlands* í flokknum, sem hingáð kemur, verða 24 manns með fararstjóra, en hann er Karl Laue, formaður Knattspyrnusambands Neðra Saxlands og alkunnur íþrótta- frömuður. Lið þetta mun vera mjög sterkt, eftir því sem bezt er vitað, en það mun reyndar koma í ljós á íþróttavellinum n. k. föstudag. endurreisir skíða- skála s Skálaíeili Er sisrur Marcianos o ólöglegnr? 3 t GAGNFRÆÐASKÓLA Keflavík ur var slitið í dag Er þetta í þriðja starfsár skólans, en fyrsta ; árið sem hann starfar í gamla j Biarnaskóluhúsinu, en það hús var endurbætt mjög mikið fyrir j starfsemi Gagnfræðaskólans og gerður sem nýr væri. I í vetur voru nemendur skól-1 ans 139, er skiptust í þrjá bekki. Þær breytingar urðu á kennara- liði skólans s. 1. vetur að í stað Kristins Sigurðssonar kom Gunnlaugur Jónsson B.A. og í stað Sigurjóns Hillaríusarsonar kom Erlineur Jónsson. •— Hæstu einkunn skólans hlaut Auður Stefánsdó+Hr II. bekk bóknáms- deildar, 9,3 5. — Sex nemendur þreytíu landspróf. í skólaslitaræðu sinni hvatti skólastjórinn, Rögnvaldur J. Sæmundsscn, nemendur sína til þess að viuna vel og trúlega að liverjum beim störfum, sem þau tækju sér fyrir hendur á kom- andi sumn og hafa það sífellt í huga að vera skóla sínum og byggðarlagi til sóma. Ingvar. HERTOGINN af Edinborg kann vel að meta tækni nútímans. í bifreið sinni hefir hann látið koma fyrir stuttbyigjusíma, er gerir honum kleift að komast í samband við Buckingham-höll- ina, hvar sem hann er staddur í Englandi eða á vestanverðu meg- inlandinu. Þar að auki hefir hann látið setja uppþvottavél í einka- íbúð sína í höllinni'og stálþráð, sem er í sambandi við símann í íbúð hans. LONDON í maí — Brezka box-sambundið íhugar nú, hvort það eigi að gera einhverjar ráð- stafanir til að fá sigur Rocky i Marciano yfir Bretanum Don Cockell dæmdan ógildan. i Heimsmeistarakeppnin í þunga vigt fór fram í San Francisco s. 1. mánudag og var Bandaríkja- manninum Rocky Marciano dæmdur sjgurinn. En nú þykjast Bretar hafa sannanir fyrir því að fjöldi högga hans hefði verið al- gerlega ólöglegur. Kvikmynd var tekm af allri keppninni Hafa Bretar nú feng- ið eintak pf kvikmyndinni og þykjast þeír geta sannað með henni, að nauðsynlegt hefði ver- ið að víta Marciano og jafnvel reka hann út af vellínum fyrir einstakan hrottaskap. En dóm- arinn lét 'em hann sæi ekki öll þau hrottabrögð. ALMENNUR félagsfundur hjá Skíðadeilcl KR, samþykkir bygg- ingu nýs skíffaskála í Skálafelli. Mánudaginn 18. apríl s.l. brann skálinn á Skálafelli. Skálinn var byggður 1936. Tvær stækkanir hafa verið gerðar á honum, sú fvrri 1938 og seinni 1948, þannig að skálinn var næsc stærsti skáli, sem byggður hefur verið í ná- grenni ReykjavíkUr. Grunnflöt- ur hans er 148 fermetrar, og þar að auki 90 fermetra svefnloft. Bvgging skála þessa þóiti á sín- um tíma mikið afrek. Stóð hann í tæpra 600 metra hæð ýfir sjáv- armáli. Efni það er notað var til byggingar skálans, báru hinir dugmiklu frumherjar að mestu leyti á herðum sér, um 5 km vegalengd, upp mikinn bratta. Við slcála þennan eiga reykvískir skíðamenn, og ekki sízt hinir eldri KR-ingar, miklar og góðar endurminningar tengdar. Það er því stolt og heiður hinna vngri íélaga að hefja upp merkið og skapa nýjan KR-skála á Skála- felli. Aðalstjórn KR skipaði á síðasta fundi sínum 6 manna byggingar- nefnd, til að sjá um þær er íyrir dyrum standa. í nefndinni eru þessir menn: Haraldur Björnsson, Georg Lúðvíksson, Karl Maack, Magnús Guðmundsson, Óskar Guðmundsson og .Þórir Jónsson. Á almennum félagsfundi er hald- inn var 14. þ. m. var samþykkt svohljó,andi tillaga, borin fram af byggingarnefnd: „Almennur félagsfundur óskar þess að byggingarnefnd leyti svo fljótt sem auðið verður að stað í Skálafelli, þar sem bvggður yrði skáli, er hefði möguleika til að hýsa 30—40 manns, við góðar aðstæður. Skálinn verði staðsett- ur með þann möguleika fj'rir augum að í framtíðinni komi vegur í námunda við hann. Síðar verði athugaðar aðstæður til staðsetningar skíðalyftu í nálægð hans. Mikill áhugi ríkti á fundi n og hafa þegar verið athuguð nokkur skálastæði. Mun hugur manna mest hafa lotið að stæði vestar í fellinu, heldur en gamli skálinn stóð, sérsaklega ef hægt verður að lagfæra veginn, er lagður var 1948. Formaður Skíðadeildar KR er nú Magnús Guðmundsson. áfiyfcHlinn á röitpm sfað AARHIJS í mai — Fyrir nokkru varð flugslys við flug- völlinn í Karup. Hraðfleyg orustu flugvél knúin þrýstiloftshreyfl- um af tegundinni Thunderbolt, hrapaði til jarðar, skömmu eftir að hún hóf sig til flugs og varð sprenging í henni. 22 ára dansk- ur flugmaður lét lífið. Það var ekki vitað af hvaða orsökum slys þetta hefði orðið. En verkfræðinigar hófu nú rann- sókn á öllum leifum flugvélar- innar. Þá fundu þeir m. a. skrúf- lykil, sem var allur bog.inn og skældur. Þykir nú líklegt, að dauðaslys þetta hafi orðið vegna þess, að viðgerðarmenn á flug- vellinum hafi gleymt skrúflykli einhversstaðar ih-fii í hreyfíi flug vélarinnar og það valdið spreng- ingunni. — NTB. esranffur a M&r&uríöndum i ár Hefgi Sigurðsson setur glœsiiegf ísi. sundmet 4 INNANFÉLAGSMOTI, sem sundfélagið Ægir: hélt á dögunum, setti Helgi Sigurffsson (Ægi) þrjú ný ís-1 lenzk met. Yoru þau þessi og innan sviga eru tiígreind fyrri metin, en þau átti Ilelgi sjálíur: 800 m 19:51,0 (11:10,4) 1000 m 13:57,2 (14:11,8) 1500 m 20:28,0 (21:23,3) Er hér um að ræða stórstígar framíarir hjá Helga, sem á síð- ^ ustu árum hefur verið í röð okk- ; ar beztu skriðsundsmanna. Hinn , nýi mettími hans á 1500 m vega- j lengd (sem er næstum mínútu betri en hans gamla met) skipar honum, að því bezt er vitað, í fyrsta sæti á afrekaskrá Norður- landa það sem af er þessu ári. Sé tíminn borinn saman við af- rekaskrána frá í fyrra er Helgi í 3. sæti. Sundfólkið þjálfar nú mjög samvizkusamlega undir hið mikla sundmót, sem hér fer fram síðast í júnímánuði, en þá koma hingað 17 Noröurlandabúar, karlar og konur, og keppa hér. BEZT 4B ALGLYS4 I MOSlGlJMlLAÐim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.