Morgunblaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 1. júní 1955 útg H.Í. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá ViffHSf. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Molotoíf, heimsmenningin og kjarnorkusprengjan í SVO að segja hvert skipti, sem útvarpsumræður um stjórnmál fara fram hér á landi, leggja kommúnistar mikið kapp á, að draga upp sem skelfilegasta mynd af afleiðingum árásar með kjarnorkuvopnum á hina ís- lenzku höfuðborg og nágrenni hennar. Leiðtogar kommúnista halda því þá hiklaust fram, að sú utanrikisstefna, sem mótuð hefur verið af lýðræðisflokkun- um á íslandi hafi boðið heim hættunni af kjarnorkuárásum á landið. En hverjir gætu það verið, sem hugsanlegt væri, að fremdu það illvirki, að hefja gereyðing- arstyrjöld gegn íslendingum? Hver einasti fslendingur, kommúnistar líka, gera sér það áreiðanlega Ijóst, að ó- hugsandi er, að hinar vest- rænu lýðræðisþjóðir, sem fs- lendingar eru í bandalagi með til verndar friði og ör- yggi í heiminum, hefji slíka árás. Allar ráðstafanir þess- ara þjóða hér á landi miða að því, að tryggja öryggi ís- lands og vernda sjálfstæði landsins og þjóðarinnar. All- ur viðbúnaður Atlantshafs- bandalagsins stefnir að því marki, að hindra hugsanleg- an árásaraðila í því, að hefja styrjöld og árásir á hendur friðelskandi þjóðum heims- ins. I»ess sterkari sem varnir lýðræðisþjóðanna eru, bæði á íslandi og annars staðar, þeim mun minni hætta er á því, að nýjar styrjaldarógnir dynji yfir mannkynið. Atlantshafsbandalagið og reynzlan Enda þótt Atlantshafsbanda- lagið sé ungt að árum hefur þó reynzla af því þegar sannað, að því hefur orðið mikið ágengt. — Það er almennt viðurkennt, að útlitið í alþjóðamálum er miklu betra í dag heldur en það var fyrir sex árum, þegar varnar- samtök lýðræðisþjóðanna voru stofnuð. Það er engin tilviljun, að einmitt í þann mund, þegar endanlegt samkomulag var að nást um varnarmálin milli þjóða Vestur-Evrópu, skyldu Rússar allt í einu fást til þess að Ijúka friðarsamningum við Austur- ríki. Og einmitt um þetta sama leyti brutu æðstu menn Sovét- stjórnarinnai* odd af oflæti sínu með því að f~~a í heimsókn til Titos marská1vs í Júgóslavíu, sem þeir fvrÞ skömmu síðan stimpluðu sem „handbendi auð- valdsins". j.Heimsmenningin4 bann gegn notkun þeirra. Eftir að Rússar lýstu því hins vegar yfir, að þeir gætu framleitt vetniásprengjur, sem sízt stæðu hinum bandarísku að baki, hef- ur verulega dregið niður í kommúnistum í áróðri þeirra gegn slíkum vopnum. Að því kom einnig, að leiðtog- ar kommúnista lýstu því hrein- lega yfir, að „heimsmenningin“ myndi alls ekki eyðast í kjarn- orkustyrjöld, eins og þó hafði verið lögð mikil áherzla á í ávörpum „heimsfriðarráðsins" og fleiri „friðarsamtökum" kommúnista. Sjálfur Molotoff komst þannig að orði um þetta atriði í ræðu, sem hann flutti 8. febr. s.l. „Það sem mun eyðast er ekki „heimsmenningin“, þótt ný árásarstyrjöld muni ef til vill valda henni miklu tjóni. Það sem mun eyðast, er hið maðksmogna og rotnaða þjóð- félagskerfi og blóðugur heims grundvöllur þess“. Molotoff lýsir því þannig yfir, að það sé alls ekki „heimsmenn- ingin“, sem muni eyðast í kjarn- orkustyrjöid, heldur sjálft ,,auð- valdsskipulagið“, eins og komm- únistar kalla það. Og auðvitað er ekki hægt að skilja ummæli hans á annan veg en að vel fari á því að það eyðist, jafnvel þó að til þess þurfi kjarnorkustríð og það hyldýpi af óhamingju, sem slíkt villidýrsæði hlyti að leiða yfir mannkynið!! Sr. Guðmumiur Sveinsson skélasfj. Samvinnuskólans STJÓRN Sambands íslenzkra samvinnufélaga hefur fyrir nokkru samþykkt að ráða séra Guðmund Sveinsson, prest á Hvanneyri, sem skólastjóra Sam- vinnuskólans. Jafnframt verður skólinn á komandi hausti fluttur að Bifröst í Borgarfirði, þar sem verið er að ljúka við nýja bygg- ingu fyrir heimavist og kennslu- stofur. Jafnframt þessu hefur verið ákveðið, að Samvinnuskólinn verði aftur tveggja ára skóli, þar ' sem lögð verði höfuðáherzla á nútíma viðskiptamenntun. Verð- ur tekið við nemendum næsta haust í fyrri deild skólans, en síðari deildin tekur ekki til starfa fyrr en skólaárið 1956—57. Nemendurt sem hafa hug á inngöngu í skólann á komandi hausti, eru beðnir að senda um- sóknir sínar til fræðsludeildar SÍS, Sambandshúsinu í Reykja- vík. Nemendur þurfa að hafa | an við brúna. Jarðýta er þar á gagnfræðapróf eða aðra sambæri staðnum og hjálpar hún stærri lega undirbúningsmenntun. ‘ bílum yfir, ef með þarf og reyn- irúin á líotá sokkin í íeir og grjót Hartnær ófært við Valagilsá áðeins fært stórum hílum tðl Ákureyrar AKUREYRI, 31. maí: — Undan farna daga hafa geisað miklir hitar hér á Norðurlandi og hefur hitinn komizt yfir 20 stig í skugg anum. Þessir miklu hitar hafa hleypt stórvexti í allar ár, því snjór var mikill í fjöllum, er hlý- indin hófust. Ekki hefur þetta þó komið að teljandi sök, nema vest- ur í Norðurárdal í Skagafirði. — Þar hafa þó ekki fallið skriður í byggð eins og í fyrra, en foráttu vöxtur er í öllum ám og lækjum. VIÐ V.4LAGILSÁ 1 dag brá fréttaritari blaðsins á Akureyri sér vestur að Kotá til þess að sjá vegsummerki. Þegar komið er að Valagilsá, varð að skilja bílinn eftir, því heita má að ófært sé minni bílum við ána. Hefur kvísl úr henni rutt sér far- veg austur úr aðalfarveginum og brotið skarð í veginn nokkuð aust VeU andi óhrifar: Svipþungir hvítasunnudagar ÞAÐ var heldur þungt yfir hvítasunnudögunum í þetta skipti. Regnið heltist úr loftinu og var sannarlega ekki vanþörf á eftir alla þurrkana að undan- förnu. Það var líka auðséð á öll- um trjám og gróðri hvar sem var, að döggin var velkomin, græni liturinn skartaði fagur og ferskur, svo að unun var á að horfa. En það var heldur verra með allt ferðafólkið, sem hafði flýtt sér sem mest það mátti út úr bænum, sumt langa vegu, fyrir útiveru og ánægju uppi á fjöll- um eða einhvers staðar langt frá bæjarösinni. Það var ekki jafn lukkulegt yfir veðurfarinu. eyðist ekki Eins og kunnugt er, hafa kommúnistar um langt skeið staðið fyrir undirskriftasöfnun- 1 um og mótmælum gegn notkun j kjarnorkuvopna. Meðan Rússar voru taldir langt á eftir Banda- ríkjamönnum og Bretum í fram- leiðslu slíkra vopna, voru kröf- ur kommúnista um allan heim sérstaklega háværar um algert Glæpsamlegt hugarfar Engum lýðræðissinnuðum manni getur dulizt hið glæpsam- lega hugarfar, sem liggur bak við allt atferli kommúnista í þessum örlagaríku málum. Um allan heim reyna þeir að ginna friðelskandi fólk til þess að skrifa undir „friðar“-ávörp sín. Á sama tíma hika fremstu leið- togar þeirra ekki við, að lýsa yfir því, að „auðvaldsskipulag- ið“ eigi að farast í kjarnorku- styrjöld framtíðarinnar! Enginn heilvita maður getur hér eftir tekið minnsta mark á „friðaryfirlýsingum" kommún- ista. Afstaða hins alþjóðlega skemmdarverkaflokks miðast eingöngu við það, að þjóna hags- munum Rússa og heimsveldis- áformum þeirra. Ef Sovétstjórn- in kynni að viíja nota kjarn- orkusprengjur væri henni það heimilt að áliti kommúnista. — Slíkt myndi ekki granda „heims- menningunni". Það mundi hins vegar hafa í för með sér eyð- ingu ,,auðvaldsskipulagsins“. Það er von íslenzku þjóðar- innar, að aldrei komi til þess, að hinum djöfullegu eyðingar öflum verði sleppt lausum í nýrri heimsstyrjöld, hvorki með beitingu kjarnorkuvopna né annarra drápstækja. — En þessi litía þjóð verður að gera sér það ljóst, úr hvaða átt hættan á nýrri styrjöld steðj- ar að henni, og öðrum frjáls- um þjóðum. Ef hún gerir það getur henni ekki heldur bland ast hugur um það, hverjir myndu líklegir til þess að sá dauða og tortímingu yfir ís- lenzka byggð og borg. Ferðin á Snæfellsnes átti tal við einn hinna mörgu, sem tóku þátt í Snæ- fellsnesferð Ferðafélags íslands. Þátttakendur voru ekki færri en 170 talsins — sá yngsti fimm ára snáði — og hafa aldrei verið jafnt margir áður. — Auðvitað varð ekkert úr jökulgöngunni, fólk komst lengst dálítið upp í jökulröndina á sunnudagsmorg- uninn, en þá var nauðugur einn kestur að hverfa heim aftur vegna illveðurs. „En það var nú sama“ — sagði ferðalangurinn — „ferðin var fín, þegar öllu var á botninn í hvolft, þótt höfuðskepnurnar væru heldur illar viðskiptis. — Það vakti sérstaka athygli mína“ — hélt hann áfram — „að meiri hluti ferðafólksins var kvenfólk, flest ungar stúlkur um tvítugt, bráðgeðslegar og skemmtilegar. Þær létu veðrið ekkert á sig fá og reynt var eftir föngum að gera hið bezta úr hlutunum. Veltur mikið á fararstjóranum ASUNNUDAGSKVÖLDIÐ rof- aði nokkuð til og gerði gott veður og þá var farið í leiki og síðan dansað með harmoniku- undirspili — allir í sólskins- skapi, þótt lítið væri um sól- skinið! — Slíkar ferðir eru gulls ígildi og ætti fólk svo sannar- lega að nota sér þær. Það eina sem vakti nokkra óánægju í hópnum var það, að okkur þótti fararstjórnin ekki eins góð sem skvldi. Það veltur mikið á farar- stjóranum í slíkum ferðum, ekki sízt, þegar eitthvað blæs á móti og þörf.er góðra úrræða til að gera hið bezta úr orðnum hlut“. — Þannig fórust þessum íerðamanni orð. Þoka á Kambabrún ANNAR maður, sem ég hitti, hafði brugðið sér austur í Hveragerði á shvítasunnudag með viðkomu í Skíðaskálanum. „Ég hef aldrei séð Hellisheið- ina jafn ömurlega, reyndar sá ég harla lítið af henni, því að dimmviðrið ásamt tætingsstormi var svo mikið, að ég hef vart séð annað eins. Á leiðinni niður Kambana var þokan svo þétt, að ekki sá sentimeters spöl út fyrir veginn. Bílar óku með full- um ljósum um hádaginn og á hálfum hraða. Hvílík hvíta- sunna!" N 20 aurarnir og skógræktin HEFUR skrifað mér eftirfar- andi: „Fyrir nokkrum mánuðum var ákveðið, að 20 aurarnir, sem ganga af 10 krónunum fyrir síg- arettupakl.ann — vissar teg- undir —- skyldu renna til Landgræðslusjóðs. Á þetta að geta orðið sjóðnum drjúg tekju- lind og veitir ekki af, því að enn er langt í land. En mér finnst einn ókostur við þetta, en hann er sá, að þarna eru það einungis reykingamenn, sem fá tækifæri til að leggja fram sinn skerf til að klæða landið. Þess vegna fyndist okkur bindindismönn- um ekki nema sjálfsagt, að í hverri verzlun, sem hefur vind- inga á boðsfólum væri veitt mót- taka framlögum til að styrkja þetta þarfa málefni. Ég er viss um, að Skógræktin gæti haft eins mikið upp úr því, ef ekki meira, heldur en frá reykinga- mönnunum. Ég get ekki að því gert, að mér dettur ósjálfrátt í hug þeg- ar ég hugsa um reykingarnar og landgræðsluna, púkinn í Odda forðum daga, sem fitnaði allur og dafnaði við hvert blóts- yrði, sem hann heyrði. — N“. ir að verja veginn skemmdum með því að ýta til í varnargarða á eyrunum. Beljandi vöxtur er í ánni og skiptir hún um farveg á fárra mínútna millibili. Ekki hef- ur henni þó tekizt að valda stór- skemmdum enn sem komið er. Svo sem kunnugt er braut Vala- gilsá af sér brúna í fyrra og breikkaði eyrar sínar mikið. Mik- ill grjót- og leirburður er í ánni og veldur hann hinum stöðugu farvegsbreytingum. BRÚIN Á KOTÁ HORFIN Þegar komið er að Kotá, eru öll vegsummerki stórkostlegri á að líta. Áin hefur fyllt farveg sinn með grjóti, sandi og leir og stend ur gilið, sem undir brúnni var, nú fullt og brúin er horfin með öllu, grafin undir framburð árinnar. Áður munu hafa verið um fjórir metrar undir brúna. Sýnilegt er að miklar skriður muni hafa fallið í Kotárgljúfur, einhvers staðar inni í landi, svo gífurlegur sem framburður árinn- ar hefur verið, en gljúfrið er mjög’ djúpt og nær ali-langt inn í fjöll in norð-vestanv Norðurárdalsins. Þegar inn í gljúfrið kemur, er það m.iög þröngt. Þar getur áin því ekki runnið nema í einum farvegi. Hefur framburðurinn þar náð um 15—20 metra upp í bergið sín hvoru megin árinnar, en síðan hef ur hún rutt þessu öllu fram. MIKLAR IIAMFARTR 1 dag var enn beljandi vöxtur í ánni og gr.jót og sandburðurinn gífurlegur. Breytti áin stöðugt farvegi sínum eftir því sem kvísl- ar hennar skiptust á um að fylla þá farvegi, sem þær höfðu hverju sinni. Síðan braut áin þessar stífl- ur fram að nýju og breytti þá stefnunni lítið eitt um leið og rei.f niður það sem hún nýlega hafði hlaðið upp. Hávaðinn af grjótburðinum og beljandinn í ánni var svo mikill að ekki heyrð- ist mannsins mál. TARHÝTA DREGUR BÍLA YFIR ÁNA Vegagerð ríkisins hefur þarna jarðýtu til taks til þess að h.jálpa stærri bifreiðum yfir ána, en það hefur þurft að gera allt frá því á föstudaginn var. Gengur þetta sæmilega að því er virðist í fljótu bragði, en þarna er þó algeriega ófært nema stórum bílum og ef til vill jeppum. Þó komast sennilega engir bílar þarna yfir hjálpar- laust. Botninn er þar breytilegur og stórgrýti mikið. Þegar fólksflutningabifreið Norðurleiðar var dregin yfir núna í kvöld, beljaði vatnið upp á hlið hans. Ekki verður í fljótu bragði séð, hvað hægt er að gera til þess að gera veginn þarna færan aftur á skömmum tíma, en sýnilegt er að ekkert verður aðhafzt á meðan áin er í þeim ham. sem hún er nú. Helzt er gert ráð fyrir að reynt verði að gera bráðabirgðabrýr nið ur við Norðurá, þegar minnkar í Kotá, en nú hefur veður snúizt til norðlægrar áttar og kólnað og ætti því fljótlega að draga úr vexti hennar. — Vignir. Meiri her til N-Afríku PARTS. FAURE, forsætisráðherra Frakk- lands, sagði í dag, að Frakkar myndu senda enn aukið herlið til að koma á ró í Algier. Þar á meðal fer hersveit sem þegar hefur verið sett undir stjórn NATO. Fyrir eru í Algier fransk- ur her er telur um 100 þúsund hermenn. Innanrikisráðherra Frakka er farinn til Algier til að kynnast því hvernig málin standa þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.