Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.06.1955, Blaðsíða 12
28 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. júní 1955 * Hverjum er um að kenna? Martinus kemur til IsEands PÉTIJR bóndi Guðmundsson í Ófeigsfirði, sendir mér kveðju sína í Mbl. 10. marz s. 1. í löngu máli og vel meintum föðurlegum áminningum út af því að mér hefði orðið það á að skrifa í sama þlað tvær greinar seint á árinu sem leið og ræða þar í Stórum dráttum helztu dægurmál og jafnvel yfirsjónir okkar for- ystumanna innan hreppsins. Athyglisverðast í grein P. G. fannst mér vera þar sem hann lætur í það skína að bæði ég og aðrir lami starfsgetu kaupfélags- ins með því að standa ekki í full- um skilum árlega. Þetta eitt út af fyrir sig veit ég vel að hann segir alveg satt og rétt, enda mun enginn gera það að gamni sínu að skulda en ýmiskonar ó- höpp geta leitt til þess að svo verði að vera þó illt sé, skuldin hleður utan um sig með háum vöxtum, sem skuldaþrjóturinn verður að greiða, sem virðist sanngjöm krafa. Fyrir félagið er þetta óþæg- indi, en þarf ekki að vera fjár- hagslegt tap fyrir það. En hvers- vegna var mér synjað um að borga skuld mína við kaupfélag- ið s. 1. haust? En svo er það hérna svolítið atriði annáð, sem bezt er þá að taka með í leið- inni, dálítið hliðstætt því er hér um ræðir, sem ég veit ekki hvort við erum sammála um. Við vit- um að fleiri óhöpp geta fallið á kaupfél. en skuldir félagsmanna, þar sem hvorki eru borgaðir vextir eða höfuðstóll. Meira að eegja getur kaupfélagið orðið fyr- ir áföllum af tómu fyrirhyggju- leysi og vanbúnaði sjálfrar kaup- félagsstjórnarinnar, sem er til þess kvöldd að sjá um heill og blessun stofnunarkmar. SALTLEYSBÖ f grein minni í Mbl. frá 15. okt. s. 1. út af saltleysinu s. 1. sumar eru framsettar þrjár fyr- irspurnir til kaupfélagsstjórnar- innar, sem hvorugur skriffinnur- inn hefir lagt út í að svara. Þær bíða þar enn svars. Eiginlega furðæf mig á hálft í hvoru að P. G. sjíyldi ekki koma inn á það mál úr því hann lét þessi skrif mín sig nokkru skipta vegna þess að það var aðalmálið, sem hleypti skrifum mínum á stað. Eg hringdi í sumar sem leið i einn úr kaupfélagsstjórninni, Guðmund Valgeirsson, og spurð- ist fyrir um hvernig á saltleysinu stæði, hverjum væri um að kenna? En fékk aðeins skömm í hattinn fyrir að vera að grensl- ast um það sem mér kæmi ekki við. Þessar viðtökur komu róti í blóðið og þessvegna varð málið opinbert. Eg veit vel að allur sá innleggsfiskur, sem kaupfélagið varð að ýta frá sér síðastl. sumar, cinungis vegna saltleysis og svo öll sú verzlun, sem þar hefði fylgt með í kjölfarinu, sem kaupfélag- ið varð að missa af, getur eng- inn reiknað í krónutali. Og þá liggur beinast fyrir að spyrja: Hverjum er um að kenna? Úr því stjórn kaupfélagsins vill halda umræðum uppi um þessi mál, er ekki úr vegi að bæta hér við einni fyrirspurn við þær fyrri. Eg dæmi ekkert um Bannleiksgildi hennar. En ég hef heyrt frá því sagt, að eitt sinn, Bem kannski oftar, hafi stjórn kaupfél. okkar — hverjir sem þá hafa verið í stjórninni — misst af strætisvagninum — sennilega Bofið yfir sig, en vaknað við vondan draum, því allt stóð fast í það skifti fyrir saltleysi. En þá á stjórnin að hafa sett á sig rögg og dubbað upp í skyndi góð- an vélbát og röska menn og sent til Hólmavíkur eftir salti. Vita- Ekuld varð að kaupa saltið þar á staðnum út úr pakkhúsi á fyllsta verði eða með allri álagn- ingu þangað komið — og svo hlýtur enn að leggjast allstór kostpaðarupphæð á þennan litla Baltfarm þar til hann er kominn undir þak hér á staðnum? Hvort heldur þessi saga er sönn eða Ifeönn eða eitthvað þar á milli, Svar frá Reginu Thorarensen, Gjögri þá tek ég hana sem dæmi um það, að svona getur kaupfélags- skapurinn orðið fyrir hinum ó- líklegustu kostnaðaróhöppum, I fleirum en lausaskuldum félags- | manna, sem jafnan er haldið hæst á lofti, en yfirsjónin, fyrir- hyggjuleysi og glappaskot fyrir- liða og ráðamanna koma sjald- i an til greina, þó þeir séu kannski raunverulega óafvitandi engu minni dragbítar á sjóðum félag- anna en verstu skuldakóngarnir í félögunum. j Eg geri eins vel ráð fyrir að P. G. og kaupfélagsstjórnin sé þessu ekki samþykk, þó veit ég það ekki fyrr en á reynir. aMrgir eru naskari að sjá flísina en bjálk ann! Eg spyr — Hverju er um að kenna? ; FRAMFARIR OG FRUMSTÆÐ FARARTÆKI I Mér datt í hug að slá hér botn- inn í þessa ritgerð en fann þó ‘ að hún var skolli snubbótt til að senda hana svona öðrum eins heiðursmanni og Pétri bónda í I Ófeigsfirði. Eg las núna grein G. , G. aftur yfir og fann þá púnta, sem ég þyrfti og hefði ánægju af i að athuga lítið eitt, enda þótt það , kunni að þykja lélegur blaðamat- ' ur. Svo er hitt að blöðin vilja ekki taka nema stuttar greinar , vegna rúmleysis og því verð ég að vera afar stuttorð. P. G. hefir hneykslast mjög á orðum mínum, þar sem ég er að lýsa kirkjuferð okkar hjón- anna með börnin í vor. Þennan skratta hefði ég aldrei gert, ef ég hefði þá vitað hve P. G. er sæll og einlægur, sem lítið barn, í sálu sinni yfir þeim feikilegu framförum og hlunnindum, sem við Strandabúar búum nú við, einkum hin síðustu 20 árin. Ég tel synd að trufla sæluríka trú- menn. Þeir eiga að vera með hana í friði. Sem von er tekur P. G. orðrétt upp úr grein minni: „Á þessu herrans ári 1954 má svo heita að við Strandabúar búum hér við hin .frumstæðustu tæki, sem búið hefir verið við um um- liðnar aldir.“ Hið fyrsta, sem P. G. verður að orði, þegar hann nær jafn- vægi eftir skuggalegt áfall, er þetta: „Þetta er varla hægt að segja þeim, sem komnir eru til vits og ára.“ Lítið neðar í sama dálki herðir P. G. átakið og seg- ir: „Þessi tilvitnuðu ummæli frúarinnar bera aðeins vitni um undraverða vanþekkingu hennar á högum þjóðarinnar á liðnum tímum.“ — Þegar búið er, með föðurlegum áminningum að benda mér á undraverða van- þekkingu mína, þá svo sem sé ég mína vogalegu ógætni í orð- um, að segja slíkt og mun aldrei gera svona glappaskot meir! En nú velti ég vöngum og spyr í fáfræði minni: — Hvaða farar- tæki á landi voru frumstæðari á umliðnum öldum, jafnvel frá landnámsöld, en tveir jafnfljótir og svo hesturinn? Og vorum við ekki einmitt að baslast við að komast til kirkjunnar nákvæm- lega á þeim sömu tækjum á því herrans ári 1954? ■ VEGURINN j P. G. er drengur sem viðgengst. Hann tekur alveg á sig í grein : sinni þann slóðaskap að vegur- inn komst ekki á leiðarenda síð- astliðið sumar. Enda fríaði ég | þingmann okkar frá þeirri synd, ! nóg hvílir á hans herðum samt i og vil ég ekki vera einn hlekkur | í þeirri keðju, sem hengja á hann ' syndapinklana, þó bakið sé j breitt. — Annars var þetta grýt- 1 is ómynd hjá okkur Árneshrepps- búum, sem stafað hefir af drift- arleysi að klára ekki veginn á leiðarenda, svo hægt hefði verið að hampa honum á merkilegu af- j mæli þingmannsins. Á komandi I sumri, 1955, mun P. G. koma veg- inum í höfn, úr því pemngarnir eru löngu komnir í hans umsjá. Slíkar framfarir á Ströndum gleðja bæði afa og ömmu. MORRANDI SVEFNMÓK kveðst P. G. ekki skilja: „Þetta ástand, sem er víst fremur slæmt, ef ég skil málið rétt“, segir hann. Orðið morra merkir móka, liggja kyr, báturinn morrar í kafi — lá þá skipið kyrrt og morraði í byrleysunni o. s. frv. Mig furðaði á, að slíkur sjómaður, sem P. G. og okkar mesti bóka- og fræði- maður, skuli lengi hikzta á jafn algengu orði. Hitt lái ég honum ekki, þó honum hafi fundizt orð- ið illa valið og ekki trúað sér að „frúin“ notaði svo slyttumátt- lausa orðmerkingu yfir athafna- líf sjálfrar kaupfélagsstjórnarinn. ar. Þetta var skrifað á tímum byrleysunnar, nú virðist byr kom inn í seglin. | Fyrir síðustu jól fékk kaupfé- lagið okkur prýðilega álnavöru og smávarning, sem hér hafði aldrei í búð sézt og nú í vetur leggur kaupfélagið út í það fyr- irtæki, að koma í verð hrogn- j kelsaveiði okkar. Frá þessum góðu fréttum hef ég greint opin- berlega og þarf því ekki að skýra það meir hér. Ég vil þó skjóta því hér inn í, að maður- . inn minn, Karl Thorarensen, var, búinn fyrir nokkrum árum, að færa þetta hrognkelsismál í tal við kaupfélagsstjórann okkar. Þá morraði hér allt í byrleysunni og því gerði kaupfélagsstjórinn ekki hætis hót mér vitanlega í því máli. En fyrir tilstilli Guðmund- ar Guðjónssonar framkv.stj. í Djúpavík var þessu bráðnauð- synlega máli hrundið í fram- kvæmd, en kaupfélagið kom ekki nærri því fyrr en á þessum vetri. Annars kemur það hér ber- sýnilega í ljós, að það er eins og skrif mín hafi verkað á kaup- félagsstjórnina eins og argasta plága! Það er eins og vesalings menn- irnir séu slegnir af angri hörðu. Þeir hrópa í angist sinni og biðja góðar vættir um að þessum ó- sköpum linni! Hér virðist liggja mikið við. Þeim líður illa? En ég held þeir þurfi ekki að vera svona hræddir, jafnvel þó þess um ósköpum linni ekki. í raun og sannleika eru flestir menn samvizkusamir og réttvísir og vilja hvergi vamm sitt vita, og því er það að þeim hefir fallið þungt að verið væri að benda á yfirsjónir, sem þeim hefir orðið á, eins og alla getur hent, í hvaða stöðu sem er. Eg legg þetta þann- ig út í beztu meiningu, og vona ég að við P. G. séum að mestu sammála um það. Regína Thorarensen. ars fólks færðist yfir á hann. En smámsaman tókst honum að ná valdi yfir sér og umhverfinu og nú fékk hann ákafa þrá til að kenna mönnum þann veg, sem þeir þyrftu að ganga til að losna við böl og sjúkdóma, kvalir og kvíða. En til þess varð hann að nema, finna sér öruggt og ákveð- ið tjáningarform. Og það var þung þraut sem geta má nærri fyrir ólærðan sveitamann að kveðja sér hljóðs sem yrði veitt athygli meðal alls, sem ys og glaumur veraldarinnar snerist um. í sjö ár stundaði hann þetta nám, en þó ekki í skólum. Og nú ritar hann og talar um andleg og guðfræðileg efni' af þeirri inn- ! sýni og þekkingu, sem flestir guð- DANMÖRK hefur hvað eftir fræðingar gætu öfundað hann af. annað eignazt stórmenni. Mál far hans eitt er líkt og krafta Ekki einungis þau stórmenni verk, en samt er það skilningur andans, sem öll veröldin ásamt hans og rökræn framsetning, sem heimalandinu hefur viðurkennt sérstaklega grípur hug og hjarta strax eins og Brandes, Bang og Þess, sem fer að hlusta og fylgj- Oehlenschláger, heldur sérstak- ast með í kenningum hans. — lega þá, sem lifa líkt og í skugga Frjálslyndi hans, dirfska og inn- heima í Danmörku, unz Ijómi sagi varpar nýju og áður óþekktu þeirra hefur breiðzt um heim Ijósi yfir ýmis torskilin atriði allan. En í þeirra hópi mætti ritningarinnar og tilverunnar. telja H. C. Andersen, Sören Öll tilveran er ritning hans skrif- Kierkegaard, Kaj Munk og nú uð fingri Guðs með eilífri feg- síðast spekinginn — Martinus. — , urð, speki og kærleika. Martinus er meðal dularfyllstu 1 En sérstaklega er það persóna persónuleika í heimi núlifandi Krists, sem fær nýjan og fersk- fólks. Umkomulaus drengur elzt an sviP í boðskap Martinusar. upp hjá frænda sínum og Kreddur og tildur aldagamallar frænku. Enginn veit föðurætt gnðfræði hrynur brott eins og hans. Móðirin er ráðskona á-stór-I hjóm, en Kristur sjálfur birtist búi í grendinni. Hann dreymir! líkt og á ummyndunarfjallinu stóra drauma um skólanám og frama. Og þegar hann heimsæk- forðum, líkt og sýnin við köllun Martinusar, líkt og ljós heims- ir mömmu sína tala þau oft um ins ofar öllum orðum og form- það, að hann skuli þó að minnzta kosti verða barnakennari, þegar hann verði stór. En svo deyr hún, þegar hann er ellefu ára að aldri, og eftir það leyfir fátæktin eng- ar leiðir til náms og drauma- landa. Skólinn í litla józka þorp- inu verður eina menntastofnun- in, sem veitir þekkingarþrá hans svölun. En hann les mikið biblíuna og hún verður grundvöllurinn í menntun hans og hugarheimi og barnsleg trú á Guð verður hið sterkasta afl, sem tengir hann | við tilveruna. Strax í æsku lifir | hann og starfar í anda orðanna: j — Hvað mundi Kristur gera í þessum kringumstæðum? Hann lifir í sterkri sannfæringu um um. Nú hafa fylgjendur þessa danska spekings myndað um hann fræðsluhring og skapað honum starfsskilyrði í ofurlítilli nýlendu myndaðri af bústöðum þeirra, sem vilja hlýða boðskap hans. Þar eru haldin námskeið við mikla aðsókn víðsvegar að úr veröldinni. Stærsta verk Martinusar er Bók lífsins. Eru nú þegar komin af henni 5 þykk bindi. Þau eiga að verða 7 alls. Martinus ætlar að koma til ís- lands í júní næst komandi og halda námskeið bæði á Akureyri og hér í Reykjavík. Hann kom hingað í sept. 1952 og er ákaflega hrifinn bæði af landi og þjóð, handleiðslu kærleiksríks föður og en þó finnst honum mest til um vissu um vernd hans og ná- lægð. Störf hans eru svo hversdags- leg sem hugsazt getur. Hann vinnur lengi á mjólkurbúi og um þrítugt er hann kominn þar á skrifstofu. Þá kemst hann af Þingvelli. En þar telur hann einn fegurstu staða í heimi. Margir ágætir menn eru gagn- teknir af Martinusi og boðskap hans. Persónan öll er gædd mjög aðlaðandi þokka, sem þeir kalla seiðmagn, sem þekkja hann bezt. hendingu yfir bók um guðspeki.1 Margir álíta hann frumherja í Hún kveikir nýtt Ijós í vitund Þeirri trúarboðun, sem framtið hans. Þó ekki þannig, að hann Þjóðanna muni viðurkenna sem verði guðspekingur í venjulegri þá, er bezt fullnægi hugsun og merkingu. En hann finnur sjálf- tilfinningu hins þroskaða og an sig, köllun sína. Skyndileg menntaða manns. hugljómun og innsæi fer um sál hans. Hann segir sjálfur svo frá: „Ég leit beint í ásjónu einhverr- ar veru, sem sveipuð var ljósi Frtðarboðar á ferð BELGRAD OG LONDON, 6. júní. TITO marskálkur ók í opnum vagni um götur Belgrad í dag með U Nu forsætisráðherra Burma. U Nu er í opinberri heimsókn í Júgóslafíu. Sendiherrar vesturveldanna og ennfremur sendiherrar Grikkja og Tyrkja voru kvaddir í júgó- slafneska utanríkisráðuneytið í dag og þeim skýrt frá viðræð- um Titos og Krutschevs. Nehru, inn indverski, er í Prag og fer þaðan til annara höfuð- borga í Austur-Evrópu og til Moskvu. Nehru hefir nýlega hrós- að mjög Eisenhower forseta fyrir aðgerðir hans, sem miða að því að draga úr viðsjám í heiminum. í Moskvu gengu sendiherrar vesturveldanna í gær á fund Molotoffs og stungu upp á því fyrir hönd ríkisstjórna sinna, að „fundur toppanna" verði hald- inn í Genf dagana 18.—21. júlí. * Ber því að fagna komu hans og sýna þann fögnuð og skilning í verki með því að fjölmenna til að hlusta á fyrirlestrana, sem eða loga. Það var líkt og Krists hann flytur, en aðalefni þeirra mynd úr blikandi morgunsól mun verða túlkað á íslenzku. nálgaðist mig og breiddi faðm- inn móti mér. Ég var gjörsam- lega lamaður, gat hvorki hrært legg né lið, en starði hugfanginn í ljómann, sem á næsta andar- taki virtist hverfa inn í vitund mína, gagntaka hold mitt og Rvík, 18. maí 1955. Arelíus Níelsson. Heibmerkurljóð blóð. Dásamleg sælukennd fyllti yið skulum halda á Heiðmörk sál mína. Hið guðdómlega Ijós,! enn sem hafði tekið bústað í mér, veitti mér hæfileika til að sjá til- veruna uppljómaða í þessari — hólana björkin vefur —. Græða landið góðir menn í grenilundum þrýtur senn. birtu, sem ég hafði öðlast í vit- Trú á landið gull í mundu gefur. und minni.“ Nú hófst strangur reynslu-1 Getur ekki einhver ljóðalaga- tími. Martinus varð að hætta við fróður maður fundið gott lag við starf sitt á skrifstofunni. Hann varð ákaflega einmana og feim- inn og þorði helzt ekki að um- þessa gróðursetningarvísu, eða góður lagasmiður samið við hana lag. Eg kann að vísu tvö lög, gangast fólk. Enda fannst honum sem e. t. v. má nota, það eru oft eins og hann sæi í gegn um „Sofðu unga ástin mín“ og það. Jafnvel í strætisvagni gat „Hættu að hrína Mangi minn, á hann greint andlega eða líkam- morgun kemur skipið", en eflaust lega vanlíðan þeirra, sem um- má finna lag sem betur fer við hverfis hann voru, og það var (þetta efni. líkt og sjúkdómar og ógæfa ann- Ingólfur Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.