Morgunblaðið - 16.06.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.06.1955, Qupperneq 1
16 síður Nýit björgunartœki kaf- bátsmanna á hafsbotni Lundúnum 15. júní. Frá Reuter-NTB. BREZKA flotamálaráðuneytið tilkynnti í dag, að undanfarið hefðu staðið yfir tilraunir með sérstakt tæki, sem hjálpa á kafbátsmönnum að sleppa úr báti sínum á hafsbotni. Er talið lík- legt að tæki þetta verði sett í alla brezka kafbáta á næstunnf. Ráðuneytið segir, að tæki þetta veiti kafbátsmönnum betri skil- yrði til þess að komast úr kafbát sínum í neyð en nokkur önnur aðferð, sem fundin hafi verið. Sex tilraunir fóru fram í síðustu viku í einu af fjallavötnum Skotlands. Skipsmenn fóru úr bátnum, einn á fætur öðrum, önduðu djúpt að sér áður en þeir yfirgáfu bátinn, og notuðu engin sérleg öndunar- eða súrefnistæki. Frelsið land ykkar, Búlfjarar! - segir Símon uppgjafakongur Madríd, 15. júní. — Frá Reuter-NTB. SÍMON, fyrrverandi konungur Búlgaríu, gaf út tilkynningu um það hér í dag, að hann myndi veita öllum þeim mönnum full- an á 240 km hraða. Önnur þeirra, Mercedes Benz bifreið, ók inn í mannfjöldann, sem stóð þétt við an stuðning sinn, sem vildu vinna að því að frelsa landið undan girðinguna og létu 79 manns lífið. Myndin er tekin rétt eftir slysið og eru hjúkrunarmenn að starfi. 0ki kommúnista. Símon konungur verður 18 ára á morgun og þá Kappakstrar bannaðir í FrakMandi Sökum slyssins i Le Mans París, 15. júní. Frá Reuter-NTB. ' • Franska ríkisstjórnin hefir komið saman til fundar og rætt hið hryllilega bifreiðaslys, sem átti sér stað í Le Mans. Á þess- um sérstaka fundi sínum tók ríkisstjórnin þá ákvórðun, að í framtíðinni skuli miklu strang- ari reglur gilda um bifreiðakapp- akstur í landinu en verið hefir. Stjórnin ákvað einnig, að þar til hinar nýju reglur hafi verið samdar og settar skuli allir kappakstrar vera bannaðir í Frakklandi. Ákvörðun þessi er afleiðingin af því sorglega slysi spm átti sér stað í Le Mans, þar sgm sólarhringskappakstur fór fram, en þar létu 79 menn lífið. • Talsmaður stjórnarinnar skýrði svo frá að franska ríkis- stjórnin myndi setja fram tillög- ur um það hvernig alþjóða kapp- ökstrum yrði hagað héðan í frá. Núverandi öryggisreglur í Frakk landi eru frá árinu 1935. • Stjórn Le Mans kappaksturs- brautarinnar svaraði í gær þeim ásökunum, sem að henni hafa verið beint fyrir að hún stanzaði ekki aksturinn, þegar slysið varð. Charles Faroux, forstjóri, sagði að til mikilla vandræða og umferðatruflana hefði komið á þjóðvegunum, ef akstrinum hefði verið lokið allt í einu. Jafnframt hefðu stór bifreiðafirmu, svo sem Jaguar í Englandi og Ferrari í Ítalíu getað stefnt fyrirtækinu og heimtað hundruð milljóna franka í skaðabætur. Lóðaúthlutunin í Hafnarfirði: Hvorki vegir vatn né holræsi! IÞJÓÐVILJANUM í gær eru sagðar þær fréttir frá Hafn- arfirði að úthlutað hafi verið 47 byggingarlóðum og það samsvaraði því, að 500—600 lóðum væri úthlutað i Reykja- vík. En einu gleymdi Þjóðviljinn í þessu sambandi. Það var með hvaða skilmálum lóðirnar voru veittar, en orðrétt segir i samþykkt bæjarstjórnar: „Lóðir þessar eru veittar með því skilyrði, að bær- inn skuldbindur sig ekki til að leggja vatn, vegi eða holræsi að lóðum þessum fyrst um sinn.“ Aðspurð sagðisí bæjarstjórnin ekkert vita um það, hve- nær væri hægt að leggja vegi, vatn og holræsi að lóðum þessum, því það væru svo mörg önnur verkefni, sem þyrfti að vinna að áður. í bili • Þá hefði fyrirtækið einnig þurft að borga áhorfendum milljónir franka fyrir að hlaup- inu varð ekki lokið. Um 200 þús. manns voru viðstaddir kapp- aksturinn. Dregið var j gærkvöldi L A U S T fyrir miðnætti 1 nótt var dregið í bíl- happdrætti Sjálfstæðisflokks- ins, en vinningurinn er glæsi- leg Fordbifreið 1955, dýrasta gerð. Kom bíllinn á miða nr. 6777. * Handhafi miðans getur vitj- að hins glæsilega vinnings þegar í dag í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins. ★ Eins og tilkynnt var í uppafi voru gefnir út 7000 miðar, en ákveðið að dregið yrði aðeins úr 5000 númerum. Voru allir þessir 5000 miðar seldir, en 2000 óseldir teknir frá áður en dráttur fór fram. íullveðja. -----------------------------$ f Svíþjóð keppir við Rúmeníu GAUTABORG, 15. júní — í kvöld var hér háður landsleikur í knattspyrnu milli Svíþjóðar og Rúmeníu. í hálfleik stóðu sakir svo, að Svíþjóð hafði gert tvö mörk, en Rúmenar ekkert. — Sænsku mörkin urðu bæði úr vítaspyrnu. —Reuter-NTB. General Motors samdi WASHINGTON, 15. júní — General Motors og bandaríska bifreiðasmiðafélagið UAW sömdu án þess að til verkfalls kæmi, um tryggð árslaun og svipaða skil- mála og verkamenn Ford fengu. Samkvæmt hinum nýju samning- um fá bifreiðasmiðirnir 60—65% af fullum launum sínum fyrstu 26 vikurnar, sem þeir eru atvinnu lausir. Þá hækkar og framlag verk- smiðjunnar í eftirlaunasjóðinn um 28%, og sjúkraþjónusta verkamannanna verður aukin. Samningarnir ná til um 350 þús. bifreiðasmiða. SKELEGGUR PILTUR í ávarpi sínu til búlgörsku þjóðarinnar hét hann á alla sanna föðurlandsvini að taka höndum saman um að frelsa Búlgaríu. — Hann kvaðst líta á sjálfan sig sem konung landsins, en jafnframt væri þó enginn borgari landsins öðrum meiri. Hann lýsti og valda töku kommúnista 1946 sem hinu herfilegasta valdaráni og stjórrx þeirra sem oki og illu einræði. r Skuld Islands við E.P.U. PARÍS 15. júní. — Samkvæmt skýrslu Greiðslubandalags Ev- rópu hefur ísand aukið skuld sína við bandalagið um hálfa milljón dollara, í níu millj. Noregur skuldar 200 mill- jónir dollara, Danmörk jók skuld sína um 11 milljónir í 230 milljónir, Svíþjóð eigo sína um 7 milljónir í 11 mill- jónir dollara. — Reuter. Perén í bann! BUENOS AIRES, 15. júní — Styrjöldin milli kaþólsku kirkj- unnar og Peróns forseta -Argen- tínu harðnar óðum. Lögreglan handtók marga munka og presta í dag, og flúðu tveir biskupar landsins til Brasilíu í dag. Blað páfans, Osservatore Romano, segir, að líklega muni Perón bannfærður af kirkjunni í Róm. Eisenhower Washington, 15. júní. Frá Reuter-NTB. I um það bil 50 stærstu borgum Bandaríkjanna fara í dag fram mestu og víðtæk- ustu æfingarnar, sem haldnar hafa verið til varnar kjarn- orkusprengjuárásum þar í landi. Æfingarnar hófust með því, að loftvarnarflautur tóku að glymja og um það bil þrem eða fjórum stundum seinna er ætlað að á borgirnar séu látn- stjórnar landi sínu úr loftvarnarbyrgi ar falla kjarnorku- og vetnis- sprengjur. — Æfingar þessar hafa þegar hafizt í Washing- ton. — ^ Eisenhower forseti og um það bil 15.000 stjórnarembætt- ismenn hafa yfirgefið borgina og leitað hælis í loftvarnar- byrgjum, sem ekki er skýrt frá hvar séu, en munu liggja í um 30—300 mílna fjarlægð frá borginni. W í þrjá daga mun Eisenhow- er og stjórn hans stýra land- inu, rétt sem kjarnorkustyrj- öld hefði skollið á og ekki halda fyrr til höfuðborgarinn- ar aftur."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.