Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 19. júní 1955 MORGVTSBLAÐIÐ i 1 ! WeSararleikirnir 1960 verða i Bandaríkjuiium PARÍS, 17. júní: — Á fundi Al- : Staðurinn þar sem valinn hef þjóðaolympíunefndarinnar hefur j ur verið er Squam Valley. verið ákveðið, að Vetrarleikirnir' — Bennó. árið 1960 verði í Vesturheimi. I 17, júní mót frjálsíþróttamanna HslKgrímur sfigahæstur - en Svafsr var viniæfaifur Kristján Jóhannsson vann Jurantobikarinn Séð yfir -rutin hinnar nýju Sem- mikla grunn, sem grafinn hefir, geymsluna, sem verður stærsta entsverksmiðju við höfnina á verið fyrir verksmiðjuhúsunum hús á íslandi. Akranesi. Myndin sýnir hinn . cg undirstöðurnar undir efna- Ljósm. Mbl. 01. K. M. Byggingu sementsverksmíðjunn- EF þú gengur spölkorn inn frá höfninni á Akarnesi, kemurðu von bráðar að geysimiklum grunni, þar sem jarðveginum hef- ir verið velt fram, fjöldi manna vinnur við að sprengja klappir og stórgrýti, og aðrir sveifla vél- krönum og öðrum þeim stórvirk- ustu tækjum, sem tækni okkar þekkir. Þar er aldeilis líf í tusk- unum, enda ástæða til, því að þarna er stærsta hús á íslandi að rísa af grunni. Það er hin væntanlega Sementsverksmiðja, sem valinn var staður þarna á flákunum, en þar heitir á klöpp- unum við ívarshúsalóð. ★ Akranesbær hefur látið gera uppfyllingu mikla inn með ströndinni og veg á henni og myndast þar uppfylling innan við. Þar hefur undanfarið verið unnið við að steypa miklar und- irstöður undir stærsta verk- simðjuhúsið, en þau verða alls þrjú tálsins. Hin mikla höll verð ur 140 metrar á lengd, 30 m á breidd og hvorki meira né minna en 27 m á hæð, eða á að gizka jafnt og turn kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík. Aðalhúsið sjálft, sem hér um ræðir, hýsir ekkert af hin- um mikla vélakosti verksmiðj- unnar, heldur mun það einungis verða efnageymsla, þar sem geymdar verða birgðir af skelja- sandi, grjóti, gipsx o. s. frv. Úr efnageymslunni fara þessi vinnsluefni í annað hús, ofn- húsið, en eftir að steinninn kem- ur úr ofnunum, mun hann aftur geymdur í aðalhúsinu, áður en hann er malaður. Fyrir ofnhúsinu, sem mun standa dálítið ofar en efnageymsl an, er nú verið að grafa og þriðja húsið verður væntanlega einnig reist í sumar. í því mun m. a. verða birgðageymsla, vélalager, matstofa starfsfólks, rannsóknar- stofa og skrifstofur verksmiðj- unnar. Samkvæmt frásögn Sigurðar Símonarsonar, sem situr í stjórn verksmiðjunnar og hefir eftirlit með framkvæmdunum við verk- smiðjuna. mun í ráði, að halda byggingarframkvæmdum áfram í allt sumar við að reisa hús þau, sem hér hafa verið talin. Eins og áður er sagt, hafa undirstöður hinnar miklu efnageymslu þegar verið steyptar og önnur undir- búningsatriði framkvæmd og er nú unnið af kappi við að slétta lóðina og grafa fyrir ofnhúsinu. Eins og sakir standa vinna nú um 20 manns við verksmiðju- bygginguna og framkvæmir hlutafélagið Fell á Akranesi alla byggingarvinnuna í ákvæðis- vinnu. Verkstjóri er Bogi Björn- or miðar 10 millj. þegar ’ Innan við verksmiðjugrunninn gefur á að líta geysistóran haug af skeljasandi, sem dælt hefur verið af hafsbotni i Faxaflóa á undanförnum árum. Munu þar vera fyrir hendi um tveggja ára vinnslubirgðir fyrir verksmiðj- una, er hún hefir hafið starf- semi sína. Samkvæmt upplýsingum dr. Jóns Vestdals, sern er formaður stjórnar Sementsverksmiðjunnar og hefir haft yfirstjórn og um- sjón með öllum framkvæmdum, mun nú hafa verið varið 10 millj. króna til þeirra framkvæmda, sem þegar er lokið á Akranesi. Framlagið til byggingarinnar kemur að mestu leyti úr ríkis- sjóði, en einnig að nokkru sem lán úr Framkvæmdabankanum. Er áætlað, að verksmiðjan kosti fullbúin um 80 millj. þróna. Jafn framt er gert ráð fynr, að það verði í árslok 1957. Afköst verksmiðjunnar munu verða um 250 lestir af sementi á sólarhring, en sé reiknað með 300 vinnusólarhringum á ári, framleiðir verksmiðjan 75.000 lestir þann tíma. Eins og sakir standa munu vera fluttar um 60 þúsund lestir af sementi til lands- ins, svo verksmiðjan gerir mun meira en að fullnægja núverandi sementsþörf byggingariðnaðar- ins. Ekki er gert ráð fyrir að um útflutning sementsins verði að ræða, svo sem t. d. hins tilbúna áburðar. Fvrir nokkrum mánuðum var efnt til útboðs í vélakost verk- smiðjunnar og skyldu tilboðin hafa borizt fyrir 5. júní. Fyrir- tæki í sex löndum: Bretlandi, Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu, Dan- mörku, Ítalíu og Bandaríkjunum sendu tilboð. Stjórn verksmiðj- unnár tók skömmu seinna ákvörð un á fundi sínum um að mæla með einu tilboðanna, en ekki hefur verið kunngert, hvert þeirra það er, þar sem málið hef- ur síðan verið til athugunar hjá ríkisstjórninni. Mun mc-ga vænta endanlegrar ákvörðunar innan skamms * Bygging sementsverksmiðjunn- ar markar þáttaskil í islenzkri byggingarsögu og þróun húsnæð- ismála landsmanna. Verksmiðju- stjórnin gerir ráð fyrir því í á- ætlunum sínum, að sementsverð- ið mun lækka tiltölulega við til- öil mmm rarið fii verksins komu hennar, en ekki er enn víst hve miklu það nemur. Með byggingu verksmiðjunnar mun verða fylgzt af ahuga um land ailt, einkum þar sem við íslendingar eigum varia annars byggingarefnis völ en sements. Og ótalin munu þau verðmæti, sem verksmiðjan á eftir að spara öllum þeim einstaklingum, sem koma vilja upp þaki yfir höfuð- ið á sér og iafnframt þjóðarbúinu í erlendum gjaldeyri. G.G.S. Kaffisala Kvsnfélags Háfeigsséknar í dag Á SEINNI árum hefir verið frem ur hljótt um 19. júní, kvennadag inn. Hefir hann að sumu leyti horfið í skuggann vegna ljóssins af-17. júni, hinum mikla hátíðis- degi þjóðar vorrar. En fvrr á ár- um var 19. juní sá dagur er kon- ur minntu á áhugamál sín. Hann var þeirra baráttudagur. Bvgging Landspítaians minnir á hin giftu- ríku störf. Nú hefir Kvenfélag Háteigs- ’.isókrn'ij • að þessu sinni valið þennan dag til þess að minna á hugðarefni sín og áhugamál — kirkjubyggingu og safnaðarstörf í Háteigssókn. En hún nær yfir byggðina í.HIíðunum og Holtun- um frá Rauðarárstíg og Engihlíð til austurs. Ég hefi nýlega í þessu blaði getið lítillega um hið fjölþætta starf félagsins. En ég nota þetta -tækifæri til að .votta því þakkir fyrir áhuga þess og fórnfýsi.um leið og ég vildi minna safnaðar- fólk og aðra ,á kaffisöluna í dag. Enn sem fyrr hafa forráða- menn Sjómannaskólans sýnt vel vilja og góða fyrirgreiðslu með því að levfa afnot af hinum rúm góða og vistlega borðsal. Þar verður : borðum heimabakaðar kökur. Geta allir verið vissir um góðar veitingar. Kafíisalan hefst kl. 3 að aflok- inni guðsþjónustu í hátíðasal, þar sem Sr. Bjarni Jónsson vígslu- biskup prédik.ar. Jón Þorvarðsson. * BbJZT 4Ð iUGirsA A * l twPGrxBr 4fu*r • IÞRÓTTAMENN áttu allmikinn þátt í hátíðahöldunum 17. júní nú sem endranær. Var gengið fylktu liði upp á íþróttavöll — staðnæmzt við leiði Jóns Sigurðssonar forseta, en litlu síðar hófst íþróttakeppni og sýningar. Var færra á vellinum en oft áður, erída rtæðingur þó ekki væri kalt. SÝNINGAR OG KEPFNI Glímumenn úr Armanni sýndu glímu og aíðan var bændaglíma. Bændur voru bræðurnir Rúnar og Gísli Guðmundssynir og sigr- aði lið Rúnars og glímdu bænd- ur saman síðast, því allir menn voru fallnir úr liði beggja. Þá keppti Vestur- og Austur- bær í knattspyrnu (drengir í 3. aldursílokki). Sigruðu Vestur- ■ bæingar með 1 marki gegn 0. Var gaman að leilt þeirra, þó völlur þeirra væri langtum of lítill. FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓTIÐ | En meginþáttur hátíðahalda íþróttamanna var frjálsíþrótta- keppni Fór þennan dag fram síð- ari hluti mótsins, en tveim dög- um áður hafði „17. júní“ mótið hafizt. Var þátttaka í frjálsíþrótta keppninni yfirleitt góð, einkum þó í millivegalengdahlaupunum. Voru þau hlaup einnig skemmti- legust á að horfa. Má þar eink- um nefna 800 m hlaupið, sem ein- vigi þeirra Svavars Markússon- ar KR, og Þóris Þcrsteinssonar Á. og varð hinnsíðarnefndi sterkari á endasprettinum en tímar beggja ágætir. Svavar sigraði hins veg- ar með yfirburðum 1 1500 m hlaupinu á mjög góðum tíma miðað við allar aðstæður. Má mikils af honum vænta á þessu sumri. Fátt var annars stórafreka, en mörg sæmileg. í kringlukastinu var keppnin jöfn — Hallgrímur með 47,78 cg Löwe með 47,41. Sama var um kúluvarpið að segja Guðmundur með 14.91 en Skúli 14,84. Þetta var því erfiðasta sentimetrastríð. Stigahæstu menn mótsins samkv. stigatöflunni eru Hallgrímur Jónsson (kringlu- kast) 869 stig, Guðm. Hermanns- son (kúla) 867 stig og Svavar Markússon (1500 m) 863 stig. Var því keppnin hörð um For- setabikarinn en ekki er enn vit- að hvort Hallgrímur hreppir hann, því bíða veiður frétta um afrek á „17 júní“ mótmu er fram hafa farið annars staðar á land- inu — en bikarinn er veittur þeim íslendingi er mest afrek vinnur samkv. stigatöflunni i7. júní. JURA NTOBÍK ARINN Á mótinu var keppt um annan bikar, sem Eirikui Juranto ræðis maður íslands í Helsingfors sendi hingað með þeim fyrirmæl- um að keppa skvldi um hann í j 5 km hlaupi. Kristján Johannsson i sigraði með yfirburðum i hlaupi því og vann því bikarinn að þessu sinni. ÚRSLIT 15. JÚNÍ 2G0 ni hlaup: Sigmundur Júlíus son KR, 23,2, 2. Haukur Böðvars- son ÍR 23,8, 3. Guðjón Guðmunds ! son KR, 24,4, 4. Unnar Jónsson.ÍR 25,1. 800 m hlaup: 1. Þórir Þorsteins- son Á 1:57,8, 2. Svavar Markús- son KR 15:58,2, 3. Rafn Sigurðs- son UIA 2:03,6, 4. Dagbjaiúur Stigsson Á 2:04,0, 5. Ingimar Jpns son ÍR 2:05,5, 6. Halldór Pálsson' UMFK 2:06,9. 5000 m hlaup: 1. Kristján Jó- hannsson ÍR 15:40,2, 2. Stefán Árnason UMSE 16:21,6, 3. Haf- steinn Sveinsson Self. 16:42,8/ 4. Þórhallur Gujónsson UMÍ'K 17:31,6. 110 m grindahlaup: 1. Ingi f»or steinsson KR 15,5, 2. Pétur Rögn- valdsson KR 15,8, 3. Einar Frím- mannsson KR 17,4. 4x100 m baðhl.: 1. ÍR 44,8, 2. I<R 46,0, 3. Ármann 47,4. Kástökk: Gísli Guðmundsson Á 1,75, 2. Sigurður Lárusson KR 1,70 (1,72 í umstökki), 3. Björgyin Hólm ÍR 1,70, 4. Ingólfur Bárðar son, Self. 1,10. Þristökk: 1. Friðleifur Stefáns- son KS 13,80, 2. Helgi Björnsson ! ÍR 13,53, 3. Daníel Halldórsson ÍR 13,38, 4. Guðl. Einarsson UMFK 12,99. Spjótknst: 1. Jóel Sigurðsson ÍR 55,53, 2. Jón Vídalín KR 51,86, 3. Björgvin Ilólm ÍR 50,25 Sleggjukast: 1. Einar Ingir, •:Sd I arson UMFK 45,49, 2. Þórður Sig- | urðsson KR ÚRSLIT Á ÞJÓÐHÁTÍÐAR- DAGINN 100 m hlaup: 1. Guðm. Lárus- son Á 11,7 (11.3 í undanrás), 2. Sigm. Júlíusson KR 12,1, 3. Guð- jón Guðmundsson KR 12,2. 400 m hlaup: 1. Þórir Þorsteins son Á 50,8, 2. Haukur BöðvarSson ÍR 53,5, 3. Dagbjartur Stígsson Á 53.5, 4. Rafn Sigurðsson UIA 53.5. 1500 m hlaup: 1. Svavar Markús son KR 4:02,4, 2. Sigurður Gnðna son ÍR 4:13,8, 3. Stefán Árnáson UMSE 4:15,4, 4. Bergur Hallgríms son UIA 4:22,0, 5 Hafsteihn Sveinsson Self. 4:22,2, 6. Ingi- mar Jónsson ÍR 4:22,2. 1000 m boðhlaup: 1. Ármann 2:04,8, 2. KR 2:09,0, 3. ÍR 2:10,7. Langstökk: 1. Einar Frimánns son KR 6,66, 2. Pélurs Rögnválds son KR 6,64, 3. Sigurður Fhið- finnsson FH 6,55, 4. Björgvin. Hólm ÍR 6,41. Stangarstökk: 1. Heiðar Georgs son ÍR 3,60, 2. Brynjar Jensson Self. 3,20, 3. Guðm. Jafetsson 3,10. Kúluvarp: 1. Guðm. Hermanns con KR 14.91. 2. Skúli Thoraren- s n ÍR 14.84, 3. HaHgrímur Jóns- son Á 13,73. Kringlukast: 1. Hallgrimur Jór.sson Á 47,78, 2. Þorsteinn Löwe KR 47,41, 3. Friðrik Guð- mundssor. KR 45.72, 4. Tómas F.inarsson Á 43,29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.