Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. júní 1955 acweú Bandarískir háskóíar vöktu hrifningu msna HÉR var nýlega staddur í boði Háskóla íslands dr. juris Frede Castberg, rektor Oslóar- háskóla. Ðr. Castberg er einn af kunnustu lögfræðingum á Norð- urlöndum og mikill vísindamað- ur, einkum í stjórnskipunar stjórnarfars og þjóðarétti. Er m. a. kennd bók eftir hann í þjóða- rétti við lögfræðideild Háskóla íslands. ★ En dr. Castberg er auk þess að vera mikill og fjölhæfur vís- indamaður, einnig hinn bezti kennari og háskólafyrirlesari og hefir hann sem rektor Oslóarhá- skóla unnið mikið og gagnlegt starf. Setið hefur hann sem full- trúi lands síns á þingum Samein- uðu þjóðanna og er lögfræðileg- ur ráðunautur norska utanríkis- ráðuneytisins. Á þriðjudaginn flutti dr. Cast- berg ágætan íyrirlestur í Há- skólanum, sem hann nefndi „Noregur og Vesturveldin“, og náði ég tali af honum stundar- korn að loknum fyrirlestrinum. Dr. Castberg er maður nokkuð við aldur, fremur lágvaxinn, grannur og fjörlegur. — Þetta er fyrsta heimsókn mín til ís- lands, segir hann og þykir’mér í senn bæði gaman og fróðlegt að koma hingað, og fá tækifæri til þess að skoða Háskólann, sem mér þykir hin fegursta og nýtízkulegasta bygging. MIKLIR IIÁSKÓLAR — En hvað viljið þér, að ég tali annars um, segir dr. Cast- berg og heldur síðan áfram án þess að þagna: — Kannske að ég segi yður frá ferðalagi mínu í Bandaríkjunum, en þaðan er ég nýkominn. Ég ferðaðist þar um þvert og endilangt landið, og kom í fj.ölda margra háskóla, víst eina tuttugu talsins. Kynnti ég mér rekstur háskólanna, kennsluhætti og menningarlíf eftir föngum. Yfir- leitt varð ég mjög hrifinn af bandarísku háskólunum, þeir eru fagrar byggingar og háskóla- hverfin öll hin reisulegustu. — Sumir skólanna eru líka forríkir og geta eytt miklu fé til þess að gera stofnanir sínar og kennara- lið sem bezt og íullkomnast á öllum sviðum. — Hvað um kennsluna í fræði- greinum yðar við bandarísku há- skólana? — Stjórnvísindi (political science) eru kennd við þá flesta og er kennslan víðtæk og náms- efnið víða mikíð. Stjórnvísindi eru mjög á dagskrá í Bandaríkj- unum, eins og sakir standa, og er því eðlilegt að háskólarnir helgi þeim drjúgan hluta kennslu sinnar. Eiga Bandaríkjamenn einnig prýðisgóða prófessora í þeim efnum. Ég kom á þing bandarískra stjórnvísindafræð- inga og háskólamanna, sem hald- ið var í Fíladelfíuborg. Var þar efnið Öryggi og menning til um- ræðu. Þar voru íluttar margar bráðsnjallar ræður og umræð- urnar voru skarpar og skemmti- legar, enda ágætir menn, sem í þeim tóku þátt. Ekki vantaði gagnrýnina á stjórnarfar lands- ins eða það, að menn segðu skýrt og skorinort frá því, sem þeim þótti miður í stjórnarfarsefnum. Þótti mér bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlýða á fund þennan. ir FRIÐARHORFUR Annars er staða bandarísku háskólakennaranna allt önnur og hvikulli en starfsbræðra þeirra í Noregi. í Bandaríkjunum getur stjórn háskólanna venjulega sagt háskólakennurunum upp starfi fyfirvaralaust og án mikilla saka, en í Noregi og öðrum Norð- urjöndum er ekki hægt að víkja þeim frá nema með dómi. — Þér eruð þekktur þjóðrétt- arfræðingur, dr. Castberg. Hvað segið þér um friðarhorfur í ver- segir dr. juris. Frede Castberg, rektor Oslóarháskóia Dr. juris. Frede Castberg öldinni og framtíð Sameinuðu þjóðanna? — Lítið get ég sagt um það efni, enda vil ég ógjarnan spjalla um utanríkismálin. Hinsvegar er Ijóst, að S. Þ. er eina virka tæki mannkynsins til þess að afla því varanlegs friðar, og upp á síðkastið virðast fnðarhorfur hafa aukizt nokkuð. Að lokum vænti ég þess, segir dr. Castberg, að við munum fá tækifæri til þess að hitta rektor Háskóla íslands á næsta norræna rektorsfundinum, sem haldinn verður að ári. Þótt ekki liggi kannske til þessa sjáanlegur ár- angur eftir þá fundi, er þó allt Knowlsnd vill verða varafoneíi í ramh. af bls. 1 Á fundi sxnum með blaða- mönnum fyrir nokkru minntist Eisenhower á aðferðir flokkanna við útnefningu varaforsetaefna og sagði, að hann teldi sjálfsagt, að sá maður, sem hlotið hefði út- nefningu sem forseti fengi mestu um það ráðið hver verður í kjöri sem varaforseti. Þetta sé nauðsynlegt vegna þess að ekki sé gerlegt að stjórna landi eins og Bandaríkjunum nema með náinni samvinnu hinna æðstu manna. Við forsetakjörið árið 1952 gerði Eisenhower ekki tilraun til þess að fá því ráðið, hver yrði í kjöri með honum, sem varafor- seti, og ber hann því við nú, að þetta hafi stafað af því, hve ó- kunnugur hann var stjórnmálum og stjórnmálamönnum. En hann skrifaði á biað nöfn fimm til sex manna, sem hann taldi heppi- lega til starfans. Meðal þessara nafna var nafn Nixons, núver- andi varaforseta og einnig nafn Knowlands. En frá því árið 1952 hefir Knowland stöðugt verið að fjarlægjast Eisenhower og nú er svo komið að hann leggur á það höfuðkapp að komast í sæti Ro- berts Tafts, hægrileiðtogans, sem var andstæðingur Eisen- howers við útnefninguna í repu- blikanaflokknurn árið 1952. Er talið að Knowland muni ekki hika við að gefa kost á sér sem forsetaefni republikanaílokksins á næsta ári, ef Eisenhower ákveður að draga sig í hlé En við Eisenhower þýðir engum úr republikanaflokknum að keppa um forsetatignma. Fari svo að Eisenhower gefi ekki kost á sér, eru ýmsir aðrir en Knowland tilnefndir sem for- setaefni republikana, svo sem Warren, forseti hæstaréttar Bandaríkjanna, og Knight, landsstjóri í Kaliíorníu. af gott og gagnlegt fyrir okkur að koma saman til skrafs og ráða gerða um sameiginleg hugðar- efni og vandamál. ggs. lEeim í heimsókn hér DAGINN fyrir þjóðhátíðina komu hingað til landsins 12 blaðamenn á vegum Atlantshafs bandalagsins. Þeir verða hér þar til í byrjun næstu viku. Á þjóð- hátíðardaginn voru þeir hér í Reykjavík. Héðan fara blaða- mennirnir til Bretlands. Blaðamennirnir eru: Danmörk: Árne Riis Flor — Social Demo- kratisk Provinspresse. Frakk- land: Mr. Serge Montigny — Combat, Mr. Roland Delcour — Le Monde, Grikkland: Mr. Nicol- as Lindardatos. Ítalía: Mr. P. A. Quarantotti Gambini — II Tempo Luxemburg: Mr. Jeoseph Hanck — Journal d’Esch, Portugal Miss Maria Simas —Novidades, Tyrk- land: Mr. Ecvet Guresin — Cumhurieyt, Mr. Kemal Baglum — Vatan. Þýzkaland: Mr. Dieter Cycon — Stuttgarter Zeitung, Mr. Frank Drexler — Der Abend (Berling), Mr. Max Schulz-Vor berg — Bayerishe Rundfunk. Sundlaug í Borgar- nesi BORGARNESI, 18. júní: — Við þjóðhátíðarhöldin hér var það einn helzti viðburðurinn, er sund- laugin nýja var tekin formlega í notkun. Er þetta útisundlaug 12,5 m löng og er vantið í henni hitað upp með rafmagni. Hátiðahöldin fóru fram í Skalla grimsgarði, en þar flutti messu séra Eiríkur Gunnarsson prestur í Reykholti. Þaðan var gengið að nýju sundlauginni og var hún tekin formlega í notkun, með því að 42 börn, sem nýlega höfðu lok- ið sundnámi á námskeiði þar í lauginni. Formaður sundlaugar- nefndar hélt ræðu og lýsti að- draganda sundlaugabyggingarinn ar. Hugmyndin er að hún verði síðar gerð að sundhöll Borgar- ness. Þá söng blandaður kór und ir stjórn Halldórs Sigurðssonar, en síðan hélt íþróttafulltrúi, Þor steinn Einarsson, ræðu. Lauk þess ari athöfn með því að sundkapp- ar frá Reykjavík höfðu sundsýn- ingu, sem áhorfendur þökkuðu með lófataki. — Friðrik. Regnhlífarnar komu í góðar þarfir 17. iúní. — ÞjóshátíðardogskvöMið Þýzkur yfirhen- BONN, 18. júní: — Ileusinger hershöfðingi hefir verið skipaður yfirhershöfðingi þýzka hersins, sem stofnaður verður á þessu ári. Heusinger starfaði í þýzka herráðinu í síðasta stríði, en Hitler lét handtaka hann árið 1944, þar sem hann var grunað- ur um andnazistiska starfsemi. Heusinger er 58 ára gamall. Tríchlorhreinsum Framh. af bla. 1 götum, enda var veður hlýtt, þó ekki væri sólskin. — Þarna var skemmt með harmonikkuleik, sem 10 ára drengur annaðist við góð- ar undirtektir. Klykkti hann út með því að leika lítinn vals eftir sjálfan sig. Við mikla hrifningu sýndu ungar leikfimistúlkur úr Ármanni og hópur telpna sýndi þjóðdansa. — Illilegur ásýndum með blikandi öxi sína í hendi óð Skuggasveinn fram á pallinn, en þar höfðu áður látið til sín taka vinnumenn úr Dal, Jón sterki, sem lagði þegar á flótta og höfðu börn in gaman af að sjá þau snöggu umskipti sem orðið höfðu á kapp- anum. — Þessi þáttur úr Sugga- sveini tókst vel Lúðrasveitirnar Svanur og Lúðrasveit Reykjavíkur léku fyrir skrúðgöngunum og við skemmtan- irnar. Þeim fer nú mjög fram með hverju árinu. Á ARNARIIÓLI Um klukkan hálf átta kom loks að því, sem menn höfðu óttast allan daginn, að það fór að rigna. Himininn hafði verið skýjaður fi'á því um morguninn og gerðist æ þungbúnari eftir því sem leið á daginn. Hátíðahöldin á Arnarhóls túninu eða kvöldvakan, eins og hún var nefnd í dagskránni, hófst kl. 8 Lúðrasveit Reykjavíkur, undir stjórn Paul Pampichlers, lék fyrir og á milli atriða, Pétur Sæmund- sen skrifstofustjóri setti kvöldvök- una fyrir hönd hátíðarnefndar. — Gunnar Thoroddsen borgarstjóri flutti snjalla ræðu, Karlakórarnir Fóstbræður og Karlakór Reykja- víkur og Þjóðkórinn og óperu- söngvarar sungu.. K.R.-ingar sýndu leikfimi og Karl Guðmunds son flutti skemmtiþátt. DANS.AÐ I REGNI Arnarhóll var þéttskipaður fólki svo hvergi sást á grænan díl, en þó hefur hóllinn sjálfur sjaldan verið litskrúðugri, regnhlífar í flestum litum og skrautleg regn- klæði hvar sem litið var. Að loknum hátíðahöldunum á Arnarhóli, um kl. 10, var tekið til við dansinn og það heldur hraust- lega, þrátt fyrir ömurlegt veður. Dansstjóri var Erlendur Péturs- son að vanda og mun engum öðrum manni farast það embætti jafn vel úr hendi. Fjölmennar og fjörugar hliómsveitir voru á Lækjartorgi, á Hótel íslands lóðinni og í Lækj- argötu. Með þeim rauluðu dægur- lagasöngvarar og gerðu sitt til að auka á ánægjuna. Dansinn upp- hófst hinn fjörugasti þegar í stað, þrátt fyrir að nú var komínn úr- hellis rigning. Stúlkurnar brugðu bara regnhlífunum yfir höfuð sér og dansherra síns og áfram var lipurlega dansað á regnvotri göt- unni. Fjöldi fólks gekk fram og aftur eftir Lækjargötunni og Aust urstræti milli dansstaðanna, en götunni hafði verið lokað fyrir bílaumferð. Ofan til úr Banka- stræti voru göturnar á að líta sem litskrúðugt blómahaf, er þar sem regnhlífarnar sáust hvarvetna á lofti. LEIÐ DRYKKJA Þegar leið frá miðnætti tók að bera nokkuð á fulldrukknum mönnum og sumum ofurölva. Er leitt til þess að vita, að menn geti ekki haldið Þjóðhátíðina alls- gáðir, án þess að blóta Bakkusi í sama mund. Var þó Áfengisverzl- unin lokuð 16. júní. Hátíðinni lauk að venju kl. 2 á aðfaranótt 18. júní og sleit Þór Sandholt formaður Þjóðhátíðar- nefndar henni. Var þá orðið held- ur þunnskipað á götunum, enda hellirigning. Kaupmenn tóku skjótt upp búðir sínar og hurfu hljóðlega á braut með föggurnar, verkamenn leystu niður fána og vefjur og innan skamms hafði Reykjavík tekið á sig hversdags- búning á nýjan leik og kyrrð færð ist yfir götnrnar. Mikið úrva! af trúlofunar- hringjum, steinhringjum, eyrnalokkum, hálsmenum, skyrtuhnöppum, brjóst- hnöppum, armböndum o. fl. Allt úr ekta gulli. Munir þessir eru smíðaðir 1 vinnustofu minni, Aðalstr. 8, og seldir þar. Póstsendi. KJARTAN ÁSMUNDSSON gullsmiður. Sími 1290 — Reykjavík. Sólvallagötu 74. Sími 3237. Barmahlið 6. HRINGUNUM FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.