Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.06.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. júní 1955 ] HJÓNABANDSÁST EFTIR ALBERTO MORAVÍA Framh’aldssagan 9 eins og þegar maður meðhöndlar dýrmætan og vandmeðfarinn lilut og sagði: „Nú skaltu komast að raun um það, að þú getur skrifað mikið og margt fallegt og gott, það er ég sannfærð um.“. Hún leit fast á mig og bætti svo við, í breyttum tón: „Elskarðu inig, Silvio?“ „Þú þarft ekki að spyrja að því“, svaraði ég, djúpt hrærður. „Gott og vel, þú skalt fá mig aftur, þegar þú lest fyrir mig söguna þína — mundu það.“ „En gerum nú ráð fyrir því, að ég geti ekki skrifað söguna.“ „Þú verður að geta skrifað hana.“ Hún var algerlega ósveigjan- leg og þetta ráðríki hennar, hug- vitssamt og óreynt, en jafnframt ósveigjanlegt, var mér undarlega geðfellt. Aftur varð mér hugsað til riddaranna í ævintýrunum, sem boðið var að leggja drekann að velli og sækja hina gullnu skikkju úr tröllahöndum, til þess að vinna ástir hinna tignu kvenna en í þetta skipti hugsaði ég reiði laust um þá og miklu frekar með aðdáun. Hún vissi lítið um skáld- skap, eins og tignar konúr ævin- t.ýranna þekktu sennilega lítið til skikkjunnar og drekans. En einmitt þessvegna geðjaðist mér vel að uppástungu hennar. Allt í einu kom yfir mig einhver skyndi leg upphafning blandin trúnaði, von og þakklæti. Ég kyssti hana blíðlega og hvíslaði hrærður: Vegna ástar rninnar á þér, skal ég verða rithöfundur .... ekki vegna minna eigin verðleika, held ur vegna ástar minnar til þín.“ Hún svaraði engu. Ég fór fram úr rúminu og læddist út úr svefn herberginu. Eftir þennan atburð, hóf ég starf mitt að nýju með auknum kjarki. Ég komst brátt að raun um það, að áætlun mín hafði ekki verið röng og, að aldrei hefði ég losnað við þessa van- máttartilfinningu mína, sem fram til þessa hafði þjakað mig og ásótt, nema með þeim hætti, sem ég nú hafði valið. Á hverjum morgni fann ég*Sjálfan mig sterk- ari, athafnasamari, er ég settist við skrifborð mitt, meira — að því er mér sjálfum virtist — skap andi. Á hverjum morgni skrifaði ég tíu og tólf blaðsíður, penninn minn dansaði hratt og ofsalega, en þó alls ekki óreglulega eða stjórnlaust. Það sem eftir var dagsins var ég svo ruglaður, ringl aður, hálflifandi, fullviss um það að ekkert skipti mig nokkru máli í lífinu, annað en ritstörf mín, ekki einu sinni ást mín til kon- unnar minnar. Einu eftirstöðvar þessara áköfu morgunstunda voru leyfarnar, aska og glóð hins dýrðlega loga og þar til nýr logi tendraðist næsta morgún, var ég undarlega latur, hlutlaus og fullur af næst- um sjúklegri vellíðan, sem ekki líktist neinni áður þekktri til- finningu. Ég fann og skildi, að ef þetta hljóðfall héldi áfram að vara, þá mundi ég um síðir Ijúka ritverki mínu og jafnvel fyrr, en ég hafði gert ráð fyrir í fvrstu. Ég vissi, að ég mundi verða að beita öllum minum mætti til þess að safna saman, allt til hins síð- asta frækorns þessarar gjöfulu og óvæntu uppskeru. Nú, á líð- andi stundu, skipti ekkert annað neinu máli. Að segja, að ég væri hamingju- Satnur, mundi vera of lítið og að mörgu leyti líka of mikið að orði kveðið. Ég var, í fyrsta skipti á **-vinni, staddur í sjálfráðum, ó- H4 f U: :: 11 i s 3 ?. 1 háðum og fullkomnum heimi, sem gerður var úr samræmi og áreiðanleika, vissu. Þetta ástand eða aðstaða gerði mig eigingjarnan og ég býst við, að ef konan mín hefði veikst á þessari stundu, þá hefði ég ekki fundið til annarrar áhyggju, en þeirrar, að veikindi hennar mvndu geta valdið töf á starfi mínu. Enginn má þó skilja orð mín þannig, að ég hafi ekki elsk- að konuna mína. Ég unni henni meira, en nokkru sinni áður, en hún var, eins og.nú stóðu sakir, flutt yfir á annað, fráskilið og fjarlægt svið, ásamt öllu öðru, sem ekki snerti beint ritstörf mín. í fyrsta skipti á ævinni var ég sannfærður um, að ég hefði fundið atriði eða hlut, sem ég hafð reynt ótal sinnum við áður, árangurslaust og að þessi sjálfs- tjáning mín var að taka á 'sig fullkomið og algjört form. Með öðrum orðum, þá hafði ég það á tilfinningunni og raunar var ég sannfærður um það, að ég væri að skapa snildarverk með höfði mínu og penna. SJÖTTI KAFLI Er ég hafði unnið af alúð og dugnaði allan fyrrihluta dagsins, eyddi ég seinni hluta hans á venjulegan hátt, forðaðist einung is, algerlega, allar skyndilegar geðshræringar og truflanir. Ég var fullur af stórmennskulegri ánægju yfir því, sem ég hafði skrifað um morguninn og þvi, sem ég ætlaði að skrifa næsta dag. Síðar, um háttatíma, bauð ég konu minni góða nótt, á gang- inum milli svefnherbergja okk- ar og fór svo beint_ í rúm mitt. Ég svaf með einhverri trúnaðar- tilfinningu, sem ég hafði aldrei þekkt áður, vissunni um það, að nú væri ég að safna nýrri orku sem ég mundi svo beita í starfi mínu daginn sem í vændum væri. Þegar ég svo vaknaði næsta morg un, var ég búinn til alls og fær í allt, léttur og bjartsýnn. Höfuð mitt var fullt af hugmyndum, sem höfðu þotið upp þar, á með- an ég svaf, eins og gras á engi um döggvota vornótt. Ég settist niður við skrifborðið mitt, hikaði við aðeins andartak. en þvínæst tók penninn minn viðbragð. eins og honum ’^æri stjórnað af ó- sýnilegu afli, frá einu orðinu til annars, af einni örkinni á aðra, frá einni línu til annarrar, eins og á milli huga mins og hinna sífjölgandi stafa og blektákna væri hvorki sambandsrof né mis munur á viðfangsefnum. Ég hafði geymdan í fylgsnum hugans, stóran, óþrotlegan þráð- arvinding, ef svo mætti til orða taka, og allt sem ég gerð, með þessum ritstörfum mínum, var það að teygja og rekja í sundur þennan þráð og koma honum fyrir á pappírsörkunum, með hag legum stöfum. Og á þessum þræði voru hvorki hnútar né eyður og hann snérist hring eftir hring í höfði mínu, eftir því sem ég rakti hann í sundur og ég fann það á mér, að eftir því sem ég rakti hann meira í sundur, eftir því óx það, sem ég átti ennþá órakið. Eins og ég hefi nú þegar sagt, þá skrifaði ég tíu og tólf blað- síður, knúði sjálfan mig til hins ýtrasta og óttaðist það eitt, að þessi kraftur og viljafesta kynni, á einhvern dularfullan hátt, að minnka eða yfirgefa mig með öllu. Loks, þegar ég orkaði ekki meira, reis ég upp frá skrifborði mínu með óstyrka fætur og svima tilfinningu í höfðinu og gekk yfir að speglinum og horfði á sjálfan mig. Þar, í speglinum, gat ég séð, ekki einn, heldur tvo eða jafnvel þrjá svipi sjálfs míns, hægt tvöfaldast og endur tvö- faldast, eftir því sem þeir blönd- uðust saman. Með langri og ná- kvæmri andiitssnyrtingu fékk ég aftur minn eðlilega svip, þótt ég, eins og ég hefi áður sagt, væri dasaður og ringlaður það sem eftir var dagsins. Siðar, við matarborðið. borðaði ég af hjartanlegustu og ótakmörk SCOTTS HAFRAMJÖL Úrvals fæða fyrir unga sem gamla. B I Ð J I Ð U M S c o T T S B O K Ð 1 Ð S c o T T S Heildsölubirgðir: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.f. Símar 82533 — 3647 LOÐ eða grunnur í Smáíbúða- hverfinu óskast. — TilboS ásamt uppl. sendist til af- greiðslu Mbl. fyrir n.k. mið- vikudag, merkt: „Lóð — Grunnur — 604“. Saumur á kjólum, peysufötum, bamafatnaði og alls konar fataviðgerðir, er ódýrast á saumastofunni í Auðar- stræti 17. 99 DODGE 66 Til sölu er mjög góður og vel útlítandi Dodge ’40. Bif- reiðin verður til sýnis á bif- reiðastæðinu við Tryggva- götu (við USA-skála) á sunnudag kl. 4—6. Lítill pallbíll í góðu lagi, til sölu, ódýrt. Uppl. í síma 7227. 1—2 herbergi og eldhús óskast. Uppl. i sima 6028 frá kl. 1—6. Reglusaman mann vantar HERBERGI um næstu mánaðamót. — Uppl. í síma 7227 frá kl. 3—6. Kvenfélag Háteigssóknar bíður ykkur veizlukaffi í Sjómannaskólanum í dag frá klukkan 3. Drekkið siðdegiskaffið í Sjómannaskólanum ■n Sinfóníuhljómsveitin Ríkisútvarpið TÓNLEIKAR í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 21. júní kl. 9 síðd. Stjórnandi: RÓBERT A. OTTÓSSON. Hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni í Boston leika með á tónleikunum. Verkefni: Mendelssohn: Forl. að óratóríunni „Páll postuli11 Hándel: Óbókonsert í g-fnoll. Einleikari Louis Speyer Haydn: Trompetkonsert í Es-dúr Einleikari Roger Voisin Mozart: Sinfónía concertante í Es-dúr, K. 364 Einleikarar Emil Kornsand og George Humphrey Berlioz: Ungverskt hergöngulag úr „Útskúfun Fásts“. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu Þessi ágætu sjálfvirku oliukynditæki eru fyrirliggjandi i stærðun- um 0.65—3.00 gall. Verð með herbergishitastilli, vatns og reykrofa kr. 3995.00 OLÍUSALAN H.F. Hafnarstræti 10—12 Símar: 81785—6439 ■ ■■■•■■■•noaisaMaaa«aaaaaBaaaaMOiBiHaaaaR| Hlýkomið TM SKÓKREM í glerkrukkum rn Jana fæst í litunum: rautt, grænt, grátt, blátt, litlaust, svart, ljósbrúnt, milli- brúnt, dökkbrúnt. London Tan, mahony, drapplitað, oxblood og beigebrúnt. Tana rússkinskóáburður — Tana lakkskóáburður Útstillingargrind fylgir pöntunum. — Þessi alþekkti skó- áburður er ódýr og mjög góður. Tana fæst í næstu búð. Heildverzlunin Amsterdam Mwgun'blaóift morgvnktsíirnv . ir?* . «Affr. ■-W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.