Morgunblaðið - 21.06.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1955, Blaðsíða 1
16 sáður múflahi 43. árgangur 136. tbl. — Þriðjudagnr 21. júní 1955 Frentsmiðja Morgunblaðsins Bræðurnir og systurnar "LJT' Þjóðréttarnefnd S.Þ. sœttist á 12 mílna landhelgi jóðverjar eila kálið f föstudagsblaðinu var getið um hjónavígslu, sem á ekki sinn líka á íslandi. Fjórir bræður voru vígðir í hjónaband í einu — þrír þeirra kvæntust systrum. Athöfnin fór fram í Torfastaðakirkju á laugardaginn og Iramkvæmdi hana sr. Eiríkur á Torfastöðum og var það síðasta prestsverk hans þar í sveit eftir 49 ára prestsstarf. Hér sést mynd af- ungu hjónunum fjórum. Frá vinstri talið: Erla Brynjólfsdóttir og Kormákur Ingvarsson, Eygló Guðmundsdóttir og Sumarliði Ingvarsson, Sigríður Guðmundsdóttir og Kristinn Ingvarsson, Guðrun Guðmundsdóttir og Hárlaugur Ingvarsson. (Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson). TVÖ STÆRSTU blöð Sovétríkjanna Pravda (sannleikurinn) og Isvestia (fréttir) — um þau segja gárungarnir, að engar frétt- ir séu i „Sannleikanum" og enginn „Sannleikur í Fréttunum" — koma út í geysistóru upplagi og við þau vinna f jölmargir menn. Þau eru samt sem áður mjög litil — sjaldan stærri en 4 síður — og í þeim eru aldrei neinar fréttir, aðeins greinar. Má með nokkr- um sanni segja, að þau séu merkilegustu dagblöð, sem út eru gefin. Pravda, sem er málgagn flokksins, var stofnað af Lenin og Stalin 1912. Izvestia er mál- gagn Æðsta ráðs Sovétríkjanna og hóf göngu sína í febrúar 1917. FJÓRAR SÍÐUR Eins og fyrr segir eru blöðin sjaldnast yfir fjórar síður, og aldrei eru myndir í beim nema við sérstök tækifæri (t. d. þegar Stalín lézt o. s. frv.) Ekki eru heldur neinar auglýsingar í þess- um ágætisblöðum, en þó er listi yfir leikhússýningar. 3 MILLJ. EINTAKA Enda þótt blöðin séu ekki stærri en hér hefir verið frá sagt, vinna hundruðir manna við þau. Því viðvíkjandi má geta þess, að við Pravda vinna um 2500 manns, þar af 1500 frétta- ritarar, þótt undarlegt megi virðast. Hafa þeir aðsetur hing- að og þangað um allt landið. — Þá eru 350 „leiðbeinendur" við blaðið, sem eiga að sjá um, að allt, sem blaðamennirnir skrifa, sé í samræmi við hina pólitísku stefnu í það og það sinnið. Og blaðamennirnir eru um 400 tals- ins. Loks má geta þess, að bæði blöðin eru prentuð í 3 millj. eintaka. • Aðalritstjóri Pravda er Sjepi- lov, sem er mjög áhrifamikill í stjórnmálum Sovétríkjanna. Hef- ur jafnvel verið talað um, að hann tæki við utanríkisráðherra- embættinu af Molotov gamla. Honum til aðstoðar eru 14 rit- stjórar. Hver blaðamaður verð- ur að leggja fram starfsáætlun um hver mánaðarmót, og er stundum vikum saman að skrifa eina grein. Blaðamannalaunin eru geysihá^ ftestir blaðamenn við Fravda eiga híl, hafa einka- bílstjóra og þjónustufólk. En áhættan er líka mikil. í hvert skipti, sem til tíðinda dregur í stjórn landsins, missa allmargir þeirra atvinnu sina. Dawson - og 50 þús. pund BREZKA blaðið „Fishing News" skýrir frá því, hinn 17. júní s.l., að íslendingar hafi tekið togarann „Hekla" í landhelgi og sektað skipstjór- ann, Dawson, um £1,635, auk þess sem aflinn og veiðarfæri hafi verið gerð upptæk. Bætir blaðið því við, að nú hafi brezkir togarar greitt yfir £50,000 í sektir fyrir Iandhelg isbrot síðan nýju fiskveiðitak mörkin voru sett. BONN, 20. júní: — Talsmaður vestur-þýzku stjórnarinnar sagði í dag, að ef Adenauer þiggi boð Sovétstjórnarinnar verði ekki hjá því komizt, að ræða um örlög þeirra þýzku stríðsfanga, sem enn sitja í rússneskum þrælabúð- um. Formælandinn var að því spurður, hvort rætt yrði um aust- urlandamæri Þýzkalands, og svar aði hann því til, að það væri að- eins hægt að ákveða þau í endan- legum friðarsamningum. — NTB-Reuter. Alltaf má fá annað skip —< og annað föruneyti RÓMABORG, 20. júní. JK Allir ráðherrarnir í hinni "¦" 16 mánaða gömlu ríkis- stjórn Scelba afhentu honum lausnarbeiðni sína í dag. Mj Fréttaritari BBC í Róm ™" símar, að það sé skoðun manna þar í landi, að ný ríkis- stjórn verði mynduð með þátt- töku kristilegra demókrata, sósialdcmókrata og frjálslyndra. JBS Síðar í þessari viku hyggst ¦^ Scelba fá samþykkt traust á hina nýju ríkisstjórn sína. KHOFN .— Á landsspítalanum í Lundi fengu 1000 sjúklingar matareitrun og einn þeirra dó. Var það nýrnakássa, sem var svo görótt og sannar það enn einu sinni hina alkunnu stað- reynd, að kássur eru bráðhættu- legur matur. Merkileg ákvöröun, — en ekki endanleg ÞJÓÐRÉTTARNEFND S. Þ. ákvað á fundi sínum í Genf fyrir ekki alllöngu, að landhelgin megi í hæsta lagi vera 12 mílur. Akvörðun þessi var tekin eftir margra vikna umræður. Bret- land og Bandarikin hafa viljað hafa landhelgina 3—4 milur og Suður-Ameríkulöndin sum hafa krafizt allt upp í 200 mílna landhelgi. .». fr r- ÖNNUR STEFNA? , Meðal þeirra 15 fulltrúa, sem Veí getur svo farið, að mál- í nefndinni sitja, eru Edmonds ið taki aðra stefnu þegar að loka- frá Bandaríkjunum, Fitsmauric ákvörðuninni kemur, en þetta er frá Bretlandi, Krylov frá Rúss- í fyrsta skipti, sem nefndin hef- landi, Amado frá Brasilíu og ir stigið svo ákveðið spor í land- Zourek frá Tékkóslóvakíu. helgisþrætunni. I (Úr NEWS 15. júni s. 1.) 10 ára afmælis S-i». minnzt í viknniii 40 utanríkisráðherrar sitja afmœlishátíÖina SAN FRANSISKÓ, 20. júní. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FJÖLMENNASTA alþjóðaráðstefna, sem haldin hefir verið síð- an S. Þ. voru stofnaðar, hófst í dag hér í borg og mun standa yfir til vikuloka. — 60 þjóðir eiga fulltrúa á ráðstefnunni, og meðal þeirra eru utanrikisráðherrar 40 landa. OMAHA, Nebraska, 20. júní: — „Farðu fjandans til, Mólótov" stóð á allmörgum kröfuspjöldum, sem blöstu við hinum rússneska utanríkisráðherra, þegar hann hafði viðdvöl hér í borg á leið sinni til San Franciskó. — En Molotóv tók ekki eftir þessari óvináttu og svaf svefni hinna réttlátu ásamt fylgdarliði sínu á meðan lestin hafði viðdvöl í borg inni. — Þeir, sem stóðu fyrir þess um móttökum, lýstu því yfir, að liðin væru nákvæmlega 15 ár frá innrás Rússa í Lettland. — Reuter Ráðstefnan er haldin í Óper- unni hér í borg, þar sem stofn- skrá samtakanna var undirrituð fyrir 10 árum. RÆÐA EISENIIOWERS Forseti Allsherjarþings S. Þ., Hollendingurinn Van Kleffens, setti ráðstefnuna, en aðalhátíð- arræðuna flutti Eisenhower, Feron bœldi uppreistina niður -~ en missíi völdin Herinn heldur stjórnartaumunum og slakar á einræBisólinni BUENOS AIRES, 30. júní. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. STJÓRNMÁLAMENN hér í borg eru þeirrar skoðunar, að Peron, forseta, hafi tekizt að bæla uppreisnina niður — en það hafi kostað hann öll völd. Uppreistin var kæfð í fæðingu af her landsins, en fullyrt er, að yfirmenn hersins hafi sett Peron úrslitakosti og séu dagar hans nú taldir, því að ekki er annað að sjá, en forsetinn hafi misst tögl og hagldir í landinu. • 3 ATRIDI Engin tilkynning hefir verið gefin út um það, í hverju úrslita- kostirnir voru fólgnir, en þrjú meginatriði þeirra eru þessi: 1) Að óheimilt sé að kjósa forseta tvisvar i röð. Að þjóðaratkvæðagreiðsla skeri úr um aðskilnað ríkis og kirkju. Að bundinn verði endi á ritskoðunina í landinu ÞOKAST I ATT TIL LÝÐRÆÐIS Af þessu má sjá, að völd Per- ons eru nú að engu orðin, og má raunar segja, að þar suður frá bjarmi af nýjum degi frelsis og mannréttinda. Enn er þó of snemmt að spá um, hvort lýðræðið beri að fullu sigurorð af einræðisstefnu hinnar gömlu Argentinustjórnar. — í svipinn bendir margt til þess, að herinn hafi tekið við stjórn lands ins undir forustu Lucerós, hers- höfðingja og hermálaráðherra. — Hélt hann ræðu i dag og kvað uppreistina að fullu bælda niður. Sagðist hann mundu beita valdi, ef uppreistarrnenn lécu aftur á sér kræla. . Thor Thors, aðalfulitrúi íslands hjá S.Þ. Bandaríkjaforseti. Sagði hann m. a., að því aðeins sé von um ár- angur á væntanlegum fjórvelda- fundi í Genf, að andi S. Þ. svífi þar yfir vötnunum. TILLÖGUR MOLOTOVS Eftir fundinn í dag bauð Dulles utanríkisráðherrum fjór- veldanna til kvöldverðar, þar sem rætt var um tilhögun vænt- anlegs fjórveldafundar í Genl hinn 18. næsta mánaðar. — Mun Molotov hafa lagt þar fram -tillögur um fund þennan, en óvíst er enn um kjarna þeirra. BONN — Dr. Adenauer kom í dag til Washington. Óskar hann eftir því að Bandaríkin setji fram afvopnunaráætlun á vænt- anlegri fjórveldaráðstefnu. Lélegar kræsingar það!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.