Morgunblaðið - 21.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.06.1955, Blaðsíða 8
MORGVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. júní 1955 ?*pntMðfrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Nn verður somvizka Stofnun Almenna bókofélags- ins merkur menningarviðburður AÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN var frá því skýrt í dagblöðum höfuðborgarinnar að nýtt bóka- útgáfufélag hefði verið stofnað hér á landi. Ber það heitið Al- menna bókafélagið. Formaður stjórnar þess er Bjarni Benedikts son menntamálaráðherra, en for- maður útgáfuráðs þess er Gunn- ar Gunnarsson rithöfundur. ' i í ávarpi, sem stjórn félagsins hefur gefið út til þjóðarinnar er komizt að orði á þessa leið um tilgang þess og stefnu: „Almenna bókafélagið er til þess stofnað að efla menn- ingu þjóðarinnar með útgáfu úrvalsrita í fræðum og skáld- skap og veita mönnum kost á að eignast þau með eins væg- um kjörum og unnt reynist. Verður af því tilefni hafin söfnun áskrifenda um land allt og er til þess ætlazt, að fyrstu bækurnar geti borizt félagsmönnum í hendur á önd- verðum næsta vetri." Síðar í ávarpiriu er komizt að orði á þessa leið: ] „Það er öllum mönnum vitan- legt, að þjóð vorri er nú, að rof- inni einangrun landsins og ný- fengnu sjálfstæði, margur vandi á höndum í menningarefnum, og geta örlög hennar um langa framtíð oltið á því, hversu til tekst um stefnu hennar á næstu árum. Fyrir því er henni fátt mikilvægara en að gera sér sanna og rétta grein fyrir kjör- um sínum og öllum aðstæðum. Auðsæ rök liggja að sama skapi til þess, að félag vort mun í bókavali sínu hafa umfram allt það tvennt í huga að kynna ís- lendingum andlegt líf og háttu samtíðarinnar og glæða áhuga þeirra og virðingu fyrir menn- ingarerfðum sínum, sögu, þjóð- erni og bókmenntum." Það er mikils um vert, að njóta yfirsýnar vitrustu og fær- ustu manna á sviði bókmennta og menningarmála yfirleitt þegar ákvörðun er um það tekin, hvaða rit, innlend eða erlend skuli út gefin. Alkunnugt er, að mikill íjöldi fánýtra bóka, sem ekkert menningarlegt gildi hefur, er ár- lega gefinn út, hér á landi, eins og annars staðar. Almenna bóka- féiagið mun ekki sinna slíkri starfsemi. Það mun þvert á móti reyna að stuðla að því, að ís- lendingar eigi þess kost að efla menningarþroska sinn og sjálfs- virðingu með lestri þeirra bóka, sem það gefur út. Það er vissulega rétt, að þessi litla þjóð stendur í dag á vegamótum. Einangrun lands hennar hefur verið rof- in. Um hari leika nú vindar frá öllum h'r'mshornum. Sterk erlend áhrif gera vart við sig á f jölmörguni sviðum þjóðlífs- ins. Að ýmsu getur þetta orðið okkur til góðs. En það getur einnig orðið íslenzku menn- ingarlífi til tjóns og niður- dreps, ef rangt er að farið. Einmitt þess vegna er það mikils virði, að andlegir leið- togar þjóðarinnar bindist sam- tökum um markvísa baráttu fyrir vernd og þroska andlegs sjálfstæðis hennar. | Sú barátta á ekki að birtast í þröngsýnni einangrunarstefnu í menningarmálum. Kjarni henn-' ar hlýtur þvert á móti að verða sá, að kynna íslendingum það. bezta og þroskavænlegasta úr andlegu lífi annarra þjóða, um leið og lögð er fullkomin rækt við ávöxtun þessa menningar- arfs, sem núlifandi kynslóð hlaut í vöggugjöf frá forfeðrum sín- um. Til þess að Almenna bóka- félagið geti rækt hið mikil- i væga hlutverk sitt, þarf allur almenningur í landinu að taka vel undir boðskap þess. Sem flestir þurfa að gerast áskrif- j endur að bókum þess. Þess ! fleiri sem þeir verða þeim j mun ódýrari verða bækurnar. Þetta nýja bókaútgáfufélag j þarf að verða að almennum þjóðarsamtökum. Þá mun það j gegna því hlutverki sínu með sæmd, að geta byggt upp myndarlegt heimilisbókasafn góðra og þroskandi bóka á tugþúsundum heimila í land- inu. Emil Walfer og embæftisafial Sians HÉR í blaðinu í dag 'gerir fyrr- verandi sendiherra Tékka á ís- landi og í Noregi, grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að segja af sér sendiherraembætti nokkru eftir að kommúnistar höfðu hrifs að öll völd í sinar hendur í Tékkó slóvakíu. Kemst Emil Walter m. a. þannig að orði í grein sinni um þetta efni: „Þegar þjóðríki glatar sjálf- stæði sínu, eins og raun varð á um Tékkóslóvakíu 1948, og minni hlutastjórn, andsnúin öllu lýð- ræði, hrifsar völdin í sínar hend- ur, hefur þjóðhollur stjórnarer- indreki ekki aðeins heimild til — heldur ber honum og skylda til að neita öllu samstarfi við hina nýju framandi stjórn". Emil Walter segir síðan að sér hafi síður en svo verið létt í skapi er hann lét af sendiherra- stöðu á íslandi. En gagnvart sjálfum sér hafi hann ekki getað heiðurs síns vegna verið fulltrúi kommúnistastjórnarinnar í Tékkóslóvakíu. Gagnvart íslandi hafi hann af sömu ástæðum held- ur ekki getað verið það. Emíl Walter er eins og fjöl- mörgum íslendingum er kunnugt gagnmerkur og ágætur maður, sem unnið hefur íslandi mikið gagn. Yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar mun skilja þá ákvörðun hans að láta af sendi- herraembætti á íslandi og í Noregi eftir að þjóð hans hafði verið rænd frelsi og sjálfstæði af fámennri ofbeldisklíku kommún- ista. Einlægur og heiðarlegur tékkneskur lýðræðissinni gat ekki verið sannur fulltrúi tékk- nesku þjóðarinnar út á við eftir að hrein ofbeldisstjórn hafði sölsað undir sig öll völd í landinu. Emil Walter tók því eðlilega þann kost að segja af sér sendi- herrastöðu. Hann eins og mikill fjöldi frjálslyndra Tékka, verður nú að dvelja fjarri heimalandi sínu, þar sem svartasta einræði ræður lögum og lofum. En Emil Walter og þjóð hans nýtur samúðar íslend- inga og annara frjálsra þjóða. Það eru aðeins kommiinist- arnir, sem fagna afnámi frels- isins í hinu uhga lýðveldi þeirra Masaryks og Benesar. NÆSTUNNI geturðu átt von f XX á því, að ungur maður með blað og blýant í hendi berji á dyr hjá þér og fari ósköp hæ- versklega á Ieit að mega heyra álit þitt á því, hvort skipa eigi gerðardóm í vinnudeilum, hvað þér sýnist um framtíð Samein- uðu þjóðanna, hvort þú hlustir á útvarp og lesir blöð að stað- aldri og hvaða tannkrem þú not- ir að jafnaði. En þú skalt ekki láta þér bregða mjög í brún og skella hurðinni á nef aumingja manns- ins í fússi, því þetta er engin venjuleg hnýsni, heldur mun fyrirspyrjandinn vera ráðinn rannsóknarmaður hjá hinni nýju Gallup-skoðunarkönnunarstofn- un, sem nú er verið að koma á fót hér á landi. Og það er alveg óhætt að svara fyrirspurnunum, þótt um ólíklegustu efni séu, hreinskilnislega og eftir beztu vitund, vegna þess, að upplýsing- ar þær, sem þú gefur, fer Gall- upstofnunin með sem manns- morð og skýrir aldrei að eilífu frá, hverju þú hefir svarað. •k MERK STOFNUN Gallupstofnanirnar eru hin merkustu fyrirtæki og er það sannarlega ekki vonum fyrr að þær hefja starfsemi sína hér á landi. Þær eru kenndar við stofnanda þeirra og upphafs- brátt heyri Gallupkönnun heldur innreið úm í ísland mann, Dr. Gallup, bandarískan vísindamann, sem kom fyrstur fram með víðtækar skoðana- kannanir á vísindalegum grund- velli. Var það árið 1934, er hann stofnaði „The Institute of Public Opinion" í heimalandi sínu. Nú eru slíkar stofnanir starf- andi £jálfstætt í flestum menn- ingarlöndum heims, og á öllum Norðurlöndunum nema Islandi. Er hingað kominn forstjóri norsku skrifstofunnar, Björn Balstad, til þess að vinna að undirbúningi stofnunarinnar og framkvæma í samráði við Hag- stofuna og fleiri islenzka aðila fyrstu skoðanakannanirnar. Gall- upstofnunin hefir starfað í Noregi í 10 ár og gefizt hið bezta. Markmið stofnananna í hverju landi er fyrst og fremst það, að komast að því hvert almenningsálitið er og hvaða skoðun meirihluti þjóð- arinnar hefir á einhverju sér- stöku málefni. Oft er það svo, að álit al- mennings kemur hvergi fram, Velvakandi ókrifar: Um „Keflavíkurveginn" FYRIR nokkru barst mér eftir- farandi bréf frá Suðurnesja- manni: ¦ „Margir hafa undrazt yfir, hvers Suðurnesjamenn eiga að gjalda af hálfu þeirra manna, sem um vegamál sjá. Suðurnesja- vegurinn, eða hinn svokallaði „Keflavíkurvegur" hefir verið vanræktur hvað eðlilegt viðhald snertir, um árabil. Þó hafa sézt þar vegheflar við og við, en sú ( er raunin, að þeir haf a lítið að skafa, þ. e. ofaníburð vantar á geysistórum köflum. Um þennan veg fara daglega þúsundir manna, sem dæmdar eru til að hristast og skekjast til í heilan klukkutíma stöðugt milli heims og helju af ótta um, að bif- reiðirnar tætist hreinlega í sund- ur — svo hörð eru þau átök, Hin f járhagslega hlið málsins. MARGIR af þeim mönnum, sem t.d. vinna á Keflavíkurflug- velli og fara daglega til Reykja- víkur á sínum eigin bifreiðum eru hæfari til að rita greinarkorn um þetta, þ. e. þeir þekkja hina fjárhagslegu hlið málsins í sam- Ibandi við útgerð bifreiðanna og gífurlegan viðhaldskostnað, en undirritaður þekkir aðeins hina líkamlegu hlið ferðarinnar á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. | Það hefir gengið manna í milli undanfarin ár, að árið 1947 hafi varnarliðið boðizt til að leggja nýjan og breiðan veg á milli Keflavíkur og Reykjavíkur, en því boði hafi verið hafnað. Væri gaman og fróðlegt að vita, hvort hér er rétt með farið og hver var orsökin til þess, að þessu tilboði var hafnað. — Með þökk fyrir birtinguna, Suðurnesjamaður." Fyrirspurn frá Akureyri. FRÁ Akureyri er mér skrifað á þessa leið: „Góði Velvakandi! í sambandi við mynd, er birt- ist í Morgunblaðinu á öftustu síðu, föstudaginn 10. þ.m., sem var ein úr myndaflokki, er tekin var í útilegu á Fimmvörðuhálsi um s.l. páska og birtist í Morg- unblaðinu síðast í maí, langar mig til að koma með smá fyrir- spurn: Greiðir Morgunblaðið fyr- ir myndir, sem þáð tekur til birt- ingar? Eg undirritaður, sem tók þessar umræddu myndir, hefi ekki verið spurður, hvort ég gæfi • * leyfi mitt til þessarar birtingar. Ég veit til þess, að maður í Reykjavík fékk leyfi til að taka myndir eftir filmunni, en hafði ekki mitt leyfi til þess að láta myndirnar af hendi. — Vonast eftir svari bráðlega. Virðingarfyllst, Óánægður áhugamaður." Ekki á færi blaðsins. JÁ, Morgunblaðið greiðir fyrir myndir, sem það fær hjá ut- anaðkomandi mönnum til birt- ingar, 50—100 krónur eftir ágæti myndanna. — Hinsvegar vona ég, að bréfritara mínum, hinum óánægða áhugamanni sé ijóst, að það er ekki á færi blaðs- ins að vita hvernig myndir þær, sem því kunna að berast frá Pétri og Páli eru fengnar, hvort þær eru teknar af þeim hinum sama, sem afhendir þær, eða hvort hér er um einhverskonar milliliða- viðskipti að ræða frá hans hálfu. Fyndist mér réttast og eðlilegast, að áhugamaðurinn snéri sér beint til viðkomandi manns, sem lét myndirnar til birtingar, að hon- um forspurðum og reyndi þannig að fá hlut sinn réttan. Annars er það ekki venja blaðs ins að greiða nema einu sinni fyrir birtingarrétt á ljósmyndum, enda þótt þær birtist oftar í blað- inu. Vlerkið, sem 'wðir landið. • milli kosninga, og er það oft hagstætt fyrir stjórnendur og valdhafana að geta fylzt ná- kvæmlega með því hver er vilji almennings í þeim málum, sem hæst ber hverju sinni og mest I er rætt um. Vitneskju um þetta getur Gallupstofnunin gefið, og það svo nákvæma, að reynslan hefir sýnt að sáralitlu skeikar. I * LESTU YFIRLEITT BLÖÐIN? Er ætlunin að spyrja um ýmis merk efni hér á landi í fyrstu atrennu, m. a. um það, sem áður var nefnt, hvort menn telja vexti of háa eða lága í ¦ dag (hér mun vist átt við hina opinberu bankavexti), hvaða i tímarit, blöð og bækur menn . lesa og hve mikið, hvaða tungu- | mál menn tali, hvaða álit íslend- , ingar hafi á öðrum þjóðum o. s. frv. Könnuninni verður þannig háttað, að landinu verður skipt |í nokkur svæði og síðan dregin út nöfn allmargra af kosninga- bærum mönnum í hverju héraði. Þannig fæst þverskurður af þjóðinni, og er tilviljunin ein látin þannig ráða því, til hverra verður leitað. Mun í fyrstu verða leitað til um 1.000 manna og kvenna víðsvegar um landið. Balstad lætur þess getið, að mjög auðvelt sé að koma skoð- anakönnunum á hérlendis sökum þess hve nákvæmar upplýsingar Hagstofan hafi getað gefið stofn- uninni og mun það helzt hinu nýja manntali að þakka. * MENN SEGJA SATT Við spyrjum Balstad að því, hvort reynslan hafi verið sú í öðrum löndum, að menn segi hreinskilnislega skoðun sína og veiti sannar og réttar upplýsingar. Kveður hann það eindregið vera, jafnvel um feimnismálin og ber ekki á nein- um undandrætti eða ósannsögli, enda er með öll svörin farið sem algjört trúnaðarmál og heildar- niðurstaðan ein kunnug gjör. Hefir niðurstaðan jafnvel orðið svo nákvæm í Noregi, að stofn- unin þar hefir getað spáð fyrir um úrslit þingkosninganna, svo að ekki skeikaði nema 0.6% á niðurstöðunni. Miklu meiru hef- ir skeikað aftur á móti í Banda- ríkjunum, en þar eru aðstæður allar verri til rannsóknanna en á Norðurlöndum. í Bandaríkj- unum og Englandi er kosninga- spáin gjörð heyrum kunn fyrir kosningarnar sjálfar, en í Noregi hafa stjórnmálaflokkarnir farið fram á, að henni sé haidið leyndri og þeim einum tilkynnt hún. Er það til þess gert, að kosningaspáin hafi ekki áhrif á úrslit kosninganna, og mun það þykja skynsamleg ráðstöfun. *• MARKAÐS RANNSÓKN Auk þess að komast að því, hvað almenningur hugsar og heldur um nær alla skapaða hluti á himni og jörðu, framkvæmir Gallupstofnunin einnig markaðs rannsóknir fyrir kaupsýslumenn og fyrirtæki, og er sú starfsemi stofnunarinnar ekki ómerkur þáttur. Geta kaupsýslumenn og aðrir beint spurningum t. d. um það hvaða fólk kaupi vöruna, hvernig hún líki, hvað sé að- finnsluvert o. s. frv. og er það vitaskuld mikilvæg leiðbeining fyrir framleiðandann og sölu- manninn. Slík rannsókn er fram kvæmd fyrir hvern sem er gegn nokkru gjaldi og eru þær tekjur rekstursfé stofnunannnar að meslu. Björn Balstad tók það sérstak- lega fram, se*^i -étt mun vera, - bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.