Morgunblaðið - 21.06.1955, Page 9

Morgunblaðið - 21.06.1955, Page 9
Þriðjudagur 21. júm 1355 MORGVJSBLAÐIÐ ylting er andstœða Fyrrvcrendi sendslierra Tékka é íslandi svarar H. K. Laxness: íslenzkrar sögu Merkasti atburður í sögu ís- lendinga, næst stofnun og endur- reisn lýðveldis, er kristnitaka á Alþingi árið eitt þúsund. Um þær mundir voru aðrar þjóðir ýmsar önnum kafnar við það að koma á hjá sér kristnum sið með blóðugum brandi, orr- ustum og aftökum. Það var hin sérkennilega aðferð þeirrar ald- ar, að kærleik kristindómsins, mildi hans og miskunn, var þröngvað upp á fólkið með vald- boði og ofbeldi. Og því spyrja menn: Hvernig mátti það verða, á þessum grimmi legu og miskunnarlausu tímum víkinganna, að slíka gjörbylting um trúarbrögð væri unnt að ákveða með ályktun á löggjafar- samkomu? Hvernig mátti það ske, að hin heiðnu goð, Óðinn, Þór og þeirra goðboma ætt, væru einfaldlega borin atkvæðum og Kristur kosinn? KRISTNITAKAN Á ÞINGVELLI Slíkur atburður gat hvergi gerzt nema þar sem þroski fólks- ins var meiri en almennt er. Og sögur herma betur en dæmi eru til annarsstaðar, á hvern veg þess ir atburðir gerðust. Næstu árin á undan hafði kristniboð verið rekið af kappi hér á landi. Kristin trú hafði breiðst út ört, einkum meðal al- þýðu manna, og þegar líður að þingi árið þúsund, var sýnt, að til mikilla tíðinda myndi draga. Heiðnir menn og kristnir söfn- uðu báðir liði sem ákafast og riðu til Alþingis með alvæpni. Lá við, að fylkingum lysti saman á fyrsta degi. En friðsamir menn gátu afstýrt því imi sinn. Þegar sól ljómaði á Þingvöll sunnu- daginn 23. júní árið 1000, söfn- uðust kristnir menn saman til að hlýða messu. Það var hin fyrsta kristna messa, er sungin var á Þingvelli, helgistað hins heiðna goðavalds. Að lokixmi messu gengu kristnir menn í fylkingu til Lögbergs með 7 presta skrýdda, reykelsisker og krossa. En hinn heiðni flokkur var þar íyrir. Ofstopamenn voru í liði beggja, en eigi sló í bardaga. Þó sögðu flokkarnir sig úr lögum hvorir við aðra. Þá var lögsögumaður Þorgeir Ljósvetningagoði. Hann var heið- innar trúar. Kristnum mönnum var slík alvara að fylgja fram kristnum sið, að þeir kusu sér annan lögsögumann, Hall af Síðu. Hallur var vitur maður og góð- EæSa Gimiiars Tlioroddsen bcrgarstj. 17. iúní Gunnar Thoroddsen borgarstjóri gjarn og leitaði þegar samninga við Þorgeir. Samdist svo um, að Þorgeir, hinn heiðni goði, skyldi upp segja lög fyrir alla. Þorgeir gekk til búðar sinnar og breiddi feld yfir höfuð sér. Lá hann þann dag ailah og nóttina eftir og mælti ekki orð. Hann vissi, að velferð lands og þjóðar, friður, farsæld og framtíð íslands, gat oltið á þeim úrskurði, er hann skyldi upp kveða. Daginn eftir, 24. júní, settist I Þorgeir upp og stefndi mönnum i til Lögbergs. Þar flutti hann i ræðu mikla. Hann kvað hag manna komið í ónýtt efni, ef menn skyldu eigi hafa allir ein lög á landi hér. Mér þykir ráð, j sagði Þorgeir, að vér miðlum mál, svo að hvorir tveggja hafi nokk- uð til sín's máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sund- ur lögin, að vér munum slíta og friðinn. Kom hann svo máli sínu, að hvorir tvegg'ja játtu því að allir skyldu ein \ög hafa, þau er hann myndi upp segja. Þá sagði Þor- geir upp þau lög, að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka. FRIBUR OG SÁTT Fyrir þá sök rifja ég upp þessa sögu nú, að í minum augum er hún merkust íslendingasagna og um ieið iærdomsríkust uxn alla j frarnt ð. Hún er fvrir þá sök ríkust að lærdómi, að friður og sátt skal jafnan bera ofurliði sundrung og iliindi. Friðsöm lausn, heilbrigð þró- un er inntak þessarar sögu, ekki bylting, lögleysur, skeggöld, skálmöld. Þróun og bylting hafa skipzt á í sögu mannkynsins. Þótt fiestir vitmenn veraldar hafi tal- ið fiiðsamlega þróun farsælli en blóðuga byltingu og algera um- ' turnun, þá hefur alloft farið svo, að þjóðfélagi hefur verið bylt um svo miskunnarlaust, að allt, sem upp vissi áður, sneri niður l nú. Vafalaust mun sagan sanna, að sumar gerbyitingar hafi verið söguleg nauðsyn. Flestir nefna þar til frönsku stjórnbyltinguna í lok 18. aldar og rússnesku bylt- inguna 1917. En um leið líta of- stækislausir menn svo á, að hörmuleg grimmd hafi ráðið um of í framkvæmd þessara byltinga. Með lögum skal land byggja, en eigi með ólögum eyða. Þessar eru stoðir hins íslenzka stjórn- skipulags. Þær stoðir mega aldrei bresta. Ef einhverri stétt, ein- hverjum hagsmunahópi manna þykir sinn hlutur rýr eða fyrir borð borinn, verður að sækja þann rétt með rökum og á grund- velli laga, en ekki ofbeldis. Ef hagsmunabarátta leiðist út á þær villigötur, að beitt sé lögleysum og ofbeldisaðgerðum, þá er rétt- arríkinu stefnt í voða. Og ef yfir- gangur og gripdeildir eiga að vera samningsmál, þá er langt horfið frá réttarríki, — þá er grundvelli undan því kippt. Þróun er lögmál íslenzkrar sögu, bylting er andstæða henn- | ar. Þróun hefur verið, er og mun verða einkenni hinnar ís- j lenzku þjóðar. Á grunni hins gamla byggjum vér nýtt. Vér notum það bezta úr fortíð. Hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælkið fer, segir Fornólfur. | Þróun og friður, bað skulu vera leiðarstjörnur. i Vér deilum um stjórnmála- skoðanir, um skiftingu arðsins, um kaup og kjör, um trú og vís- indi, um andúð og samúð En eigum vér ekki íslendingar að Framh. á bls. 12 ég stæði nú í sömu sporum, mundi ég gera \á sama Eftir Emil Walter Uppsölum, 2. júní. Heiðraði ritstjóri. j ÞAR SEM ég get ekki náð sam- bandi við hr. Halldór Kiljan Lax- ness, rithöfund, og beðið hann sjálfan fyrir leiðréttingu um mig í marzhefti Tímarits Máls og menningar (1955) langar mig að biðja yður fyrir leiðréttingu mína. Stúdenfar frá Verzlunarskólanum Átján stúdentar voru brautskráðir frá Verzlunarskóla íslands 16. júnt, og birtist hér mynd af þeim. — Aftari röð, talið frá vinstri: Kristinn Hallgrimsson, Helgi Jónsson, Örn Erlendsson, Þor- steinn Magnússon, Grétar Haraldsson, Guðmundur Pálsson, Jóhann Ragnarsson, Gunnar Dyrset, Árni Bjarnason, Árni Finnsson, Eyjólfur Björgvinsson og Svavar Árnason. — Fremri röð: Stein- unn Yngvadóttir, Sigríður Guðjónsdóttir, Anna TUoroddsen, Jón Gíslason, skólastjóri, Dóra Haf- steinsdóttir, Anna Tryggvadóttir og Sigrún Tryggvadóttir. (Ljósm. Guðm. Hannesson). Emil Walter, sendiherra Tékka á íslandi. • DR. EMIL WALTER, fyrr verandi sendiheira Tékka á íslandi og Noregi, hefur um tugi ára lagt stund á norræn fræði og bókmenntir og hlotið mikla viðurkenningu fyrir á Norðurlöndum. Hefir hann t. d. verið gerður að heiðurs- doktor við háskólann í Upp- sölum, m. a. fyrir hinar miklu þýðingar sínar. •— Dr. Walter hefir snarað þremur íslend- ingasögum á tékknesku, Lax- dælu, Eyrbyggju og Gísla sögu Súrssonar; þá hefir hann og þýtt Snorra-Eddu og Völu- spá á móðurtungu sína. — ís- lenzk fræði hafa, eins og af þessu má sjá, gripið hug hans fanginn, og má bæta því við, að doktorsritgerð hans fjallar um samanburð á fornum skáld skap Tékka og íslendinga. • En dr. Walter hefir og stuðlað að því, að landar hans gætu kvnnzt nýrri bókmennt- um Norðurlanda. Hefir hann m. a. þýtt mikið af skáldverk- um Selmu Lagerlöf og enn- fremur verk eftir Johannes V. Jensen, Sigrid Undset og Ham sun. Þegar kommúnistar hrifsuðu til sín völdin í heimalandi hans, var hann sendiherra þjóðar sinnar í Noregi og ís- landi, en sagði því lausu, treysti sér ekki til að ganga erinda kommúnistastjórnar- innar. — í þessu bréfi, sem er svar til H.K. Laxness, gerir hann grein fyrir því, hvers vegna hann lét sendiherraem- bættið sigla sipn sjó. Sjá einnig ritstjórnargrein í blaðinu í dag. ÞAÐ er síður en svo, að ég haíl tekið ákvörðun um að segjn- af mér sendiherraembætti Tékkó ■ slóvakíu á íslandi og Noregi eft ir augnabliks umhugsun og ai" fljótfærni. Hafði ég þvert á móti íhugað málið vandlega og vissi fullvel, hvað ég gerði. Og ef ég stæði nú í sömu sporum, mundl ég gera nákvæmlega ið sama, — eftir að þjóð mín hefur þurft að líða 7 löng og erfið niðurlæging arár; og framtíð mín óvissari en þegar ég steig ið örlagaríka spor. Það var einmitt af pólitískum ástæðum, sem ég sagði embætt- inu lausu. Það voru mótmæli mín vegna valdaránsins í Tékkósló- vakíu, borin fram í áheyrn all:i heimsins. * ÞEGAR SKYLDAN KALLAR Ég fæ ekki betur séð er» stjórnarerindreka sé heimilt a(T taka pólitískar ákvarðanir. Jafn- vel þótt það sé skoðun mín, að æskilegt sé, að stjórna>rerindrek i sé lítt flokksbundinn og geti ai' þeim sökuin verið fulltrúi allrai þjóðarinnar, leyfist honum engn að síður, eins og öðrum þjóðfélags þegnum, að hafa sínar eigin póli- tísku skoðanir. Auðvitað verður hann að túlka af einlægni utan- ríkisstefnu þjóðar sinnar, — en því aðeins að í landi hans þróist lýðræðið óhindrað. Ég á hér auð- vitað við „lýðræði ‘ í okkar vest- ræna skilningi, og Tékkóslóvakía var i hópi vestrænu lýðræðisríkj- anna til 1948. Þegar þjóðrikíi glatar sjálfstæði sínu, eins og' raun varð á um Tékkóslóvakíi 1948, og minnihluta stjórn, and- snúin öllu lýðræði, hrifsar völdin. í sínar hendur, hefur þjóðhollur stjórnarerindreki ekki aðeins heimild til — heldur ber honum og skylda til að neita öllu sam- starfi við ina nýju framandi stjórn. * KOMMÚNISMI — OG HEÍBUR LÝÐRÆDISSINNANS Mér var síður en svo létt i skapi, er ég lét af sendiherra embættinu á íslandi, enda hafði ég þráð þá stöðu allt mitt líf. En gagnvart sjálfum mér gat ég ekki, heiðurs míns vegna, verið fulltrúi kommúnistastjórnar Tékkóslóvakíu. Gagnvart Íslandí gat ég það ekki heldur, af sömir ástæðum. * TÉKKÓSLÓVAKÍA — INAR „STÓRU FANGA- BÚÐIR“ Ég efast ekki um, að margir þeirra, sem Laxnes hitti í Tékko- slóvakíu minnist mín með hly- hug. Af ótal réfsingum í þessum stóru „fangabúðum“ ti» sú refsing einna þolanlegust af sitja áfram í sínum gömlu ráðu- neytisembættum. En hvað getur þetta fólk svo sem vitað um mig og afsögn mína? Ég hef ekki ver- ið í tengslum við neinn þessara manna síðan harmleikurinn hófst, enda skilur okkur að þungt járntjald, sem enginn okkar kemst í gegnum. - ★ - SEGJUM, að ég hafi sagt em- bætti minu lausu af duttlungum einum saman — og iðrist þess nú sárlega? Hví ekki að sætta sig við örlög þjóðar sinnar? Er ekki nauðsynlegí að vera raunhyggju- maður og taka því, sem að hönd- um ber? — Menn fullyrða hvort sem er, að engra breytinga sé að vænta á stjórn Tékkóslóvakíu. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.