Morgunblaðið - 24.06.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1955, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. júní 1955 MORGUNBLAÐIÐ 7 Bútur Jónsson — Minninarorð IDAG er Rútur Jónsson frá Húsavík til grafar borinn hér í Reykjavík. Hann lézt að heim- ili sínu Blönduhlíð 12, miðviku- daginn 15. júní s.l. Rútur var fæddur á Húsavík 31. marz árið 1891. Var hann því rúmlega 64 ára gamall við andlál sitt. Foreldrar hans voru Guð- ríður Ólafsdóttir frá Mýrarhús- um á Seltjarnarnesi og séra Jón Arason prestur á Húsavík, Joch- umssonar frá Skógum í Þorska- firði. Að Rúti Jónssyni stóð þannig þróttmikið og gáfað fólk í báðar ættir. Lifir frú Guðríður móðir hans ennþá við allgóða heilsu, enda þótt hún nálgist níræðis- aldur. Rútur lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri en hvarf síðan heim til heima- haga sinna. Hann hóf ungur bú- skap að Sigurðarstöðum á Sléttu og bjó þar í 12 ár. Er hann lét af búskap fluttist hann til Húsavík- ur og vann þar ýmiskonar iðnað- arstörf. Hingað til Reykjavíkur fluttist hann svo árið 1927 og var búsettur hér síðan. Rak hann hér byggingarstarfsemi og gerðist síðan meistari í skriftvélavirkj- un. Rútur Jónsson var mikill hag- leiksmaður, fjölhæfur og hug- kvæmur. Mátti segja að allt léki honum í hendi er hann fékkst við. Þessvegna skiptist lífsstarf hans á milli ýmsra viðfangsefna. En hann vann hvert það verk vel er hann tók sér fyrir hendur. í allri framkomu var Rútur Jónsson einstakt ljúfmenni. Hjálpsamur var hann og frænd- rækinn svo að af bar. Vildi hann jafnan greiða götu hvers þess manns, er til hans leitaði. Hann var prýðilega greindur, vel að sér um sögu og bókmenntir þjóð- ar sinnar og fylgdist yfirleitt vel Afvlnna Vantar létta atvinnu, helzt skrifstofustarf, húsvörzlu, vaktstarf eða þess háttar. Góð meðmæli og reglusemi. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Létt vinna — 709“, fyrir 28. þ. m. Dodge affariíkerra Tilboð óskast í Dodge her- bíl sem lent hefur i ákeyrslu Tilboðum sé skilað á staðn- um. Bíllinn er til sýnis, Álfhólsveg 67, Kópavogi. — Á sama stað er til sölu aftaníkerra. með því, sem var að gerast með samtíð hans. R sigraði Akranes ^ ttEZT AÐ AUGLÝSA T í MORGUISBLAÐIM En megineins.enm skapgerðar Rúts Jónssonar var bjartsýni, góðvild og hjartahlýja. Ýmsir erfiðleikar mættu lionum á lífs- leiðinni, eins og gengur. Hann mætti þeim jafnan með því æðru leysi, sem er þeim einum lagin, er temja sér fyrst og fremst að sjá hinar björtu hliðar lífsins. Rútur kvæntist árið 1911 Mar- en Ragnheiði Friðrikku Lárus- dóttir, dóttir séra Lárusar Lárus- sonar prests að Sauðanesi, og konu hans Guðrúnar Björnsdótt- ur. Attu þau fjórar dætur, sem allar eru á lífi: Eru það þær Guð- rún hjúkrunarkona, sem búsett er í New York, Halldóra ritari á ræðismannsskrifstofu íslands í sömu borg, Bergljót Lára hjúkr- unarkona og Jóna, gift Sigurhirti Péturssyni lögfræðingi hér í Reykjavík. Ennfremur ólu þau hjón upp dótturdóttur sína, Margréti Jafets dóttur stúdent. Frú Maren lifir mann sinn, en hefur nú um skeið átt við mikla vanheilsu að búa. Liggur hún nú á sjúkrahúsi. Heimili Rúts Jónssonar og frú Marenar var hlýtt og aðlaðandú Þar kom margt vina þeirra og venslafólks. Og þá skipti ekki máli, hvernig að var sóít. Allar móttökur mótuðust jafnan af frá- bærri gestrisni og því örlæti hjartans, sem var aðalsmerki húsbændanna. Rútur veiktist af sjúkdómi þeim, sem dró hann til dáuða fyrir um það bil bremur árum. Mun hann hafa verið rúmfastur í um það bil hálft þriðja ár, mik- inn hluta þess tíma á sjúkrahúsi. Síðast lá hann heima á heimili sínu að Blönduhlíð 12. Naut hann þar hjúkrunar og ástúðár. dætra sinna. Öllum veikindum sínum mætti hann með karlmennsku og æðruleysi. Vinir Rúts Jóhssonar og heim- ilis hans kveðja hann í; dag með þakklæti fyrir samfylgdina, um leið og þeir votta fjölskyldu hans samúð í hennar mikla missir. S. Bj. Wélstfóraíélag íslonds heldur FÉLAGSFUND í kvöld, föstudag, lcl. 20 í samkomusal Hamars. FUNDAREFNI: Tilnefning manna í stjórnarkjör o. fl. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN aem auglýst var í 19., 20. og 23. tbl. Lögbirtingablaðsins 1955 á hluta í húseigninni nr. 198 við Langholtsveg hér í bænum, eign Sigríðar Magnúsdóttur, fer fram eítir kröfu Guðmundar Péturssonar hdl., o. fl., á eigninni sjálfri þriðjudaginn 28. júní 1955, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. ÞUSUNDIR manna sáu 6. leik íslandsmótsins í knatt spyrnu — en að dómi margra var þetta úrslitaleikurinn. KR og Akurnesingar kepptu og fóru KR-ingar með glæsileg- an sigur af hólmi, skoruðu 4 mörb gegn 1. Skoruðu þeir öll mörk sín fjögur í fyrri hálf- leik og stóðu leikar 4:0 í leik- hléi. ÖII mörk KR-inga voru skoruð með glæsilegum skot- um og hreinum, og markvörð ur Akurnesinga verður ekki sakaðúr um þó honum ekki tækizt að klófesta knettina þá ★ Leikurinn hófst með miklurr hraða og höfðu Akurngsingar frumkvæði að sókn á fyrstu min- útum leiksins. Þórður Þórðarson hljóp þegar á fyrstu mínútu upp og hætta stafaði að KR-markinu. en henni var bægt frá. Á 5. mín. hlaupa þeir hratt upp Þörður Þórðarson og Rík- harður. Ríkharður skaut en það er varið. Knötturinr hrekkur til þeirra aftur og afl ur er skotið — en Hreiðar bjargar á línu og spyrnir út af. Á 7. min. á Ríkharður enn skot — en réít utan við stöng. Og þá kom fyrsta upphlaup KR-inga. Vel undirbúið og leikið ákveðið að markinu. Ól- afnr fær knöttinn gefinn í eyðu og skorar glæsilega af 20 metra færi með hörkuskoti. Við markið verður leikurinn jafnari og fer meira fram á vall- armiðjunni. Á 12. mín. leikur Halldór Sigurbjörnsson upp með knöttinn, gefur vel fyrir og Þórð- ur Jónsson spyrnir viðstöðulaust að marki (Contra-skot) en Guð- mundur Georgsson ver. Á MÖRKIN VERÐA FLEIRI KR-ingar sækja svo fastar — fá nokkrar hornspyrnur á Akur- nesinga. Á 16. mín. tekur Ólafur Hannesson eina slika, tekur hana mjög fallega og Sigurði Bergs- syni tekst að skora með skalla. 2:0 og 16 mín. af leik! Akurnesingar láta engan bil- bug á sér finna. Þeir gera ítrek- aðar tilraunir til sóknar — leggja sig alla fram. Komast iðtiglega í hættuleg tækifæri— eins og t.d. í einni sóknarlotunni er þeir skutu fjórum sinnum á markið en alltaf varði Guðmundur — eða einhver bakvarðanna, þegar Guð mundur var fjarri. KR-vörnin myndaði vegg sem erfitt var að smjúga gegnum og staðsetningar varnarmanna KR voru alltaf réttar. * 3:0 OG 4:0 Og af og til tókst þeim að skipuleggja upphlaup og hin- ir fótfráu sóknarleikmenn KR r.otuðu scr sérhvert tækifæri til hins ítrasta. Þeir fóru sjald an lengra en að vitateig — en þaðan skutu þeir dúndurskot- um. Á 31. mín. er Ólafur Hánnesson með knöttinn við vítateig og spyrnir — knött- urinn lendir upp undir þver- slánni og í netið. 3:0. 5 mín- útum s'ðar em KR-ingar enn í sókn. Henni virðist hafa ver- ið hrundið og bakvöröur Ak- umesinga hyggsí spyrna frá. Eú Atli Helgason notar sér þetta, að því er virtist hættu- Iitla tækifæri, nær knettinum af bakverðinnm, leikur nær marki, og skorar fjórða mark KR. Þannig lauk hálfleiknum hvað mörk snertir. Leikurinn var þvingaðri, fór meira fram á vall- armiðjunni og fleiri stórhættuleg í!. dei og eru líkiegir fit sigurs. \?7T v- v ......... . -•••.■ ’ -i.. 4 Efstu myndina tók Bjarnleifur Bjarnleifsson á fyrstu mín. leiks- ins. Þórður og Ríkharður léku upp — skutu en markvörður varði. Þeir náðu knettinum aftur og skutu — en þá bjaigaði Hreiðar, sem stóð á marklinunni. Neðri myndirnar tvær tók Ól. K. M. í síðarí hálfleib. Guðm. Georgsson ver hnitmiðað skot frá Þórði Þórðar og á hinni m ðri nær Guðm. knettinum af tám Þórðar. Það var á markteig. marktækifæri voru ek-kj sköpuð í þeim hálfleik. Á AKRANES SÆKIR Á Sókn Akurnesinga fyrstu 10 mínútur síðari háifleiks var ef til vill þyngsta sóknarlota leiks- ins. Oft vorii. skotmenn eins og Ríkharður og Þórður komnir inn fyrir vítateig KR. En þeim var aldrei gefinn sekundufrestur til undirbúnings — og oft tókst varnarleikmönnum KR að ná knettinum af þeim þama fyrir framan markið. Tvívegis- komst mark KR á þessum 10 mín. í mikla hættu — er Þórðúr og Rík- harður fengu spyrnt eða skallað að markinu'— en Gúðm. Georgs- son varði í bæði skiptin naum- lega í horn, sem ekkert varð úr. I Og látum svo minnisbókina tala: 12. mín. Gunnar Guðmannsson í hættulegu tækifæri við mark — bjargað. 20. min. Horn á KR. Upp úr því skallað og síðar skotiff á KR- markið en aftur varið í horn. 21. mín. Guðm. Georgssan bjargar naumlega. | 23. min. Magnús Kristjánsson bjargar naumlega í horn. j 26. mín. Guðm. Georgsson tek- ur knöttLun af tám Þórðar fyrir j framan KR-markið. 30. mín. Hailðór slcallar góða fyrirsendingu frá Þórði Jóns. — Guðmundur slær yfir. 37. mín. Gunnar Guðmannsson kominn einn irmfyrir — Magnús hljóp út og lokaði inarkinu fyrir honum. 44. mín. Akurnesingar í sókn — komnir upp að markteig. Dómarinn flautar vítaspymu — Ríkharður skorar 4:1. Og þann ig lauk þessum leik — sem eink- um verður minnisstæður fyrir það hvc framherjar KR nýttu sin tæKil'æri stoí giæsilega og hve KR vörninni tókst að gera árangurs- lausa harða og langvarandi sókn sóknarleikmannanna frá Akra- nesi. LIÐIN Akranesliðið sótti fast í þess- um leik — en mætti nú þeirri hörðustu mótspyrnu, sem það heíur fengið lengi hér á vellin- um. Framherjunum tókst ekki að draga KR-vörnina frá markinu. Þvert á móti mynduðu KR-ingar þann varnarvegg, sem framherj- ar Akranes megnuðu ekki að rjúfa, svo að fullkominn árang- ur yrði af. Þórður Jónsson fékk flest opin tækifæri — en sum góð skot hans Og hnitmiðuð voru varin — önn- ur fóru forgörðum. Miðjunni var lokað fyrir beinum miðjuupp- hlaupum Ríkharðar og Þórðar, sem svo oft haía góðan og snögg- an árangur borið. Framherjarnir léku vel, sýndu góða knattmeð- ferð, eir.kum Halldór, og oft lag- legar skiptingar — en KR-vörnin varð þeim nú sá veggur, sem þeim tókst ekki að rjúfa. Framverðirnir unnu og vel — einkanlega Guðjón þó. En þeim tóKst eKKi að verða vörriinni að liði í hinum eldsnöggu og leiftur horðu upphlaupum KR-inga í fyrri hálíleik, er mörkin gáfu. Við KR-framherjunum 5 máttu varnarieikmennirnir þrír sín lít- ils og þegar komið var að víta- teig skutu KR-ingar þannig að Magnús í markinu verður ekki um Tnörkin sakaður KR-liðið kom samstillt til þessa leiks sem margra fyrri stór- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.