Morgunblaðið - 24.06.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.06.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. júní 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jpnsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Nýtt olíuskip fullsmíðað Eigendur Shell og Olíuverzlun íslands. IGÆR ræddu fulltrúar frá H.f. Shell og Olíuverzlun íslands h.f. við fréttamenn og skýrðu þeim frá því, að félögin hefðu í sameiningu látið byggja nýtt olíuflutningaskip í Hollandi. Hafði Hallgrímur Hallgrímsson forstjóri orð fyrir hönd stjórna félag- anna beggja. „Verzlonir fólksins“, milliliðooknr og halloreksfur EITT aðalatriðið í áróðri komm- únista hér á landi er sú stað- hæfing þeirra, að öll einkaverzl- un í landinu byggist á „milliliða- okri“, þ. e. óhóflegri álagningu á vöruna af hálfu þeirra, sem ann- ast dreifingu hennar. Við þetta verði nauðsynjar almennings miklu dýrari en þær þurfi að vera. Því fer fjarri, að Morgunblað- ið haldi því fram, að ekkert sé til, sem kalla megi milliliðaokur hér á landi. Því miður hendir það bæði hér á landi og annars- staðar að einstakir aðilar, bæði kaupmenn og félagsverzlun ger- ast sekir um okur og óhóflega álagningu. Er þess skemmst að minnast að íslenzkir dómstólar hafa nýlega dæmt dótturfélag SÍS og nefndkenndan kaupmann í Vestmannaeyjum fyrir stór- felld verðlagsbrot og okurstarf- semi. En svo einkennilega vill til að Tíminn, sem telur sig aðal- málgagn samvinnumanna í land- inu hefur varið þessar yfirsjónir í líf og blóð. En sleppum því. Það er mál, sem þjóðin gerir upp við Framsóknarflokkinn á sínum tíma. ★ En í sambandi við ásakanir kommúnista á verzlunarstéttina, sem heild um okur og óþarfa milliliðastarfsemi er ekki úr vegi að vekja athygli á því, að komm- únistar hér í Reykjavík hafa um langt skeið stjórnað einu um- fangsmesta verzlunarfyrirtæki höfuðborgarinnar, Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Búðir þess hafa kommúnistar kallað „verzlanir fólksins“. Ekki er óeðlilegt þó þeirri spurningu sé varpað fram, hvort þessar „verzlanir fólksins" hafi selt almenningi í Reykjavík ódýr ari vörur og boðið upp á hag- kvæmari viðskipti yfirleitt? Um það hefur ekki heyrst, að KRON hafi gert það. Verð- lag þar hefur almennt verið svipað og í búðum einkaverzl- ananna. Hefur þessi samvinnu verzlun þá ekki hrúgað saman óhemju „milliliðagróða“, eins og kommúnistar segja að einkaverzlunin hafi gert? Það hlýtur hún að hafa gert fyrst hún hefur tekið sama gjald fyrir þjónustu sína og kaup- mennirnir, sem verzla við hlið ina á búðum hennar? En eitthvað er bogið við þetta allt saman. Nú hefur því verið lýst yfir af framkvæmdastjóra KRON að reksturshalli þess hafi á s.l. ári orðið þrír fjórðu milljón króna. Þetta gerist þrátt fyrir það, að félagið hefur ekki um árabil greitt arð eða uppbót á viðskipti við það. Töluvert mun einnig bresta á, að það hafi greitt lögboðin framlög í sjóði sína. Samt sem áður selur félagið vör- ur með sömu álagningu og einka- verzlunin. Á aðalfundi félagsins er það ennfremur upplýst, að orðið hafi að krefjast opinberrar rannsókn- ar á einstökum þáttum í starf- semi félagsins. Er það mál kom- ið til sakadómara. Hvað er eiginlega að gerast í þessum „verzlunum fólksins", sem kommúnista hafa kallað svo? Ekki verður annað séð en að þar sé allt á floti í sukki og óreiðu. ★ Eitt er a. m. k. augijóst: KDON, undir stjórn kommúnista, rekur enga þjónustu við almenning fram yfir það, sem einkaverzlun- in gerir. Félagið selur vörur á sama verði og aðrir. En samt stórtapar það. Til þess gefst e. t. v. tækifæri síðar að ræða þessi mál nánar, enda munu naumast öll kurl kom in til grafar í ráðskennsku komm únista í Kron. En það er at- hyglisvert, sem framkvæmdar- stjóri félagsins segir í ávarpi í félagsriti þess nú í þessum mán- Uði. Hann kemst að orði á þessa leið: „Ég skal ekki á þessum vettvangi rekja þau atvik eða orsakir, sem leitt hafa til tap- reksturs, en vil aðeins benda á þá staðreynd, sem þó er á allra | vitorði, að undanfarin ár hef- ir reynzt mjög erfitt að halda áhuga félagsmanna vakandi fyrir starfsemi félagsins og hag þess“. Það skyldi þó aldrei vera að Iáhugi félagsmanna í KRON sé í einhverju samræmi við þá þjónustu sem það veitir þeim? Sprengjuhugmynd Tímans EINS OG skýrt var frá hér í blaðinu í fyrradag gerði Tíminn það að tillögu sinni s.l. þriðjudag, að „eina lausnin væri að sprengja Morgunblaðshöllina" til þess að greiða úr umferða- vandamálum Reykjavíkurbæjar. Þessi hófsemi í málflutningi Tímans mun eiga að sanna „milli flokksaðstöðu" hans og Fram- sóknarflokksins. „Milliflokkur" hefur fyrst og fremst það hlut- verk, segir Tíminn, að bera klæði á vopnin milli öfganna til hægri og vinstri. Auðvitað er Tíminn að gegna hlutverki sínu sem milliflokksblað, er hann kemur með þá hógværu og sann- gjörnu uppástungu, að húsakynni stærsta blaðs þjóðarinnar verði sprengd í loft upp, og það meira að segja áður en tækifæri hefur gefizt til þess að taka þau í notkun! i * I Getur nokkrum dulizt hin ein- I læga lýðræðisást eða hógværð og lítillæti hjartans, sem felst í þess- ari kröfu aðalmálgagns Fram- sóknarflokksins? Liggur það ekki í augum uppi, að þeir menn sem hana hafa borið fram, og það blað, sem birtir hana, séu sér- staklega vel til þess fallnir að miðla málum í íslenzkum stjórn- málum. Það er bezt að íslenzkir blað- lesendur svari þessum spurning- um sjálfir. Hitt er auðsætt, að Tíminn er sjálfur orðinn dauð- hræddur við þá uppástungu sína s.l. þriðjudag, að hús Morgun- blaðsins skuli lagt í sprengju- rústir. í gær byrjaði blaðið að reyna að draga í land og kemst þá m. a. að orði á þessa leið: „ÍJr því sem komið er álít- ur Tíminn, að lofa verði Morgunblaðshöllinni að standa þar sem hún er.“ Þvílík manngæzka, hvílík endurfæðing! HEITIR KYNDILL | Verður hér á eftir greint ' nokkuð frá hinu nýja skipi, smíði þess og hlutverki. Það er lofs- i vert framtak hjá olíufélögum þessum að ráðast í kaup skips- ins og auka með því og bæta þá þjónustu, sem það lætur við- skiptavinum sínum í té. Síðastl. mánudag þann 20. júní var hinu nýja olíuflutningaskipi hleypt af stokkunum í grennd við Groningen í norðvestanverðu Hollandi. Skip þetta er sérstak- lega ætlað til olíuflutninga við strendur íslands og er sameign hinna tveggja olíufélaga, sem hafa nú í hyggju að bæta stór- lega aðstöðu sína í olíuflutning- unum til viðskiptavina sinna ut^ an Reykjavíkur. Hið nýja skip er um 950 burðarlestir og hlaut það nafnið KYNDILL. Mun það verða afhent hinum nýju eig- endum síðustu dagana í ágúst- mánuði n. k. KYNDILL HLEYPUR AF STOKKUNUM Kyndill er smíðaður hjá skipasmíðastöð ,,"Waterhuisen“ J. Pattje. Síðastl. mánudag er skip- inu var hleypt af stokkunum, hafði töluverður mannfjöldi safn azt saman við skipasmíðastöðina, og viðstaddir þessa athöfn, auk hollenzkra gesta og brezkra, voru frá íslandi Hallgrímur Hall- son forstjóri og frú hans, en Ólaíur er formaður félagsstjórn- ar Olíuverzlunar íslands. t Er skipasmiðirnir slógu klamp- ana frá skipshliðinni, skírði frú Margrét Hallgrímsson skipið með því að brjóta kampavíns- flösku við stafn þess, og um leið mælti frú Margrét þessi orð: „Ég skiri þig Kyndil. Heill og hamingja fylgi þér og áhöfn þinni á öllum þínum ferðum“. Af hálfu eigenda Kyndils flutti Hallgrímur Hallgrímsson Frú Margrét Hallgrímsson hefir og það rennur í sjó fram. grímsson forstjóri Shell og frú hans, Hreinn Pálsson, forstjóri Olíuverzlunar íslands h.f., frú hans og dóttir, og Ólafur Jóns- skýrt hið nýja olíuskip „Kyndil“ ULá andi ólriifar: Almenningur og lögreglan. BORGARI einn, H, skrifar eft- irfarandi um lögregluna og afstöðu almennings til lögreglu- valdsins: „Eitt skýrasta merki þess, hvað siðleysingjum getur haldizt uppi í þessari borg eru blaðaskamm- irnar um lögregluna — það vernd arlið, sem borgararnir sjálfir hafa sett sér til öryggis og gæzlu góðra siða. Flestar þessar árásir byggjast á því, að lögreglan sé of harðhent og noti fólskubrögð, sem bezt sannist á því, að menn komi stundum lemstraðir úr við- ureign við hana. — Aftur á móti er sjaldan sagt frá því, hvað á undan er gengið, en allt látið lita svo út sem lögreglan sé alltaf að svala ofsóknar- og árásar- eðli sínu með því að misþyrma saklausum mönnum. Auðvitað koma allar þessar skammir frá mönnum, sem lent hafa í kasti við lögfegluna og orðið illa úti ! — með réttu, vegna þess, að þeir drýgðu stærsta afbrotið, sem þarna var um að ræða, enda þótt byrjunarorsökin væri ef til vill lítil. Má ekki koma fyrir. HÖFUÐSÖKIN var sem sé sú, að veita lögreglunni mót- stöðu. Slíkt má aldrei gera, hvað lítið, sem maður þykist hafa unn- ið til handtöku. Með því að gera það, brýtur maður af sér allan rétt og á svo sannarlega skilið að verða illa úti. Ef hann annað hvort neitar að hlýða lögreglunni — að ekki sé talað um, ef hún er sett í sjálfsvörn — þá getur margt skeð. Og þótt slys hljótist af, verður lögbrjóturinn að bera ábyrgðina, enda þótt brotið sann- ist síðar að vera ekki annað en að veita lögreglunni mótstöðu. Dómsvaldið um þetta liggur hjá hvorugum af þeim, sem hér átt- ust við og sérstaklega verður sak borningurinn að varast að taka sér það í hendur og framkvæma það sjálfur. Hin sjálfsagða skylda LÖGREGLAN á hér allan heið- urinn að verja með því að láta ekki yfirbuga sig en sak- borningurinn tapar engum heiðri, þótt hann hlýði lögunum og láti fylgja sér til dómarans til að meta sökina, sem þá ef til vill reynist svo óveruleg, að hún verð ur látin niður falla. — Það er mjög erfitt að setja lögregluþjóni reglur um, hversu harðhent- ur hann megi vera í sjálfsvörn. En borgarskyldan er mjög sjálf- sögð og einföld og hún er þessi: — Hlýddu lögreglunni skilmála- laust og láttu dómarann dæma. Þannig stendur þú föstum fótum á þínum rétti. — H.“ Ljósastaurinn á Austurvelli. TEITUR skrifar: „Hafið þið tekið eftir, hve skrautlega er búið að mála ljósa- staurinn við norðanverðan Aust- urvöll — fagur-ljósgrænan, svo að maður lifnar allur við af að horfa á hann — og kemst í ljóm- andi skap. Hvílíkur munur á hlutunum, þegar eitthvað er hirt um útlitið! — Ég segi ekki annað. — En hafið þið ekki líka tekið eftir því, að samskonar ljósastaur í suðurhorni vallarins er brotinn, — það er víst mánuður síðan, eða meira, og nú stendur aðeins lítill og nöturslegur stubbur eftir — en fallega græna litinn hefir hann fengið — það sem hann er — rétt eins og stalli hans á móti. — Skyidi ekki verða úr þessu bætt bráðlega? Að vísu eru nú bjartar nætur, svo að við sjáum á Dómkirkju-klukkuna án ljós- kastarans, sem staurinn sálugi bar uppi með sóma. — En góði maður! daginn er farið að stytta aftur — ú-hú! — og fyrr en varir kemur haustið með dimm kvöld og nætur. — Þá má ekki ljósgjafann vanta á Austurvöll- inn. — Teitur.“ Merkið, sem klæðir landið. forstjórí; ræðu við móttöku skips ins, og fórust honum orð á þessa leið: MERKUR ÁFANGI „Fyrir okkur, eigendur þessa skips, er það merkilegur áfangi, þegar hleypt er af stokkunum fyrsta olíuflutningaskipinu, sem sérstaklega er byggt eftir þeim kröfum, sem gera verður vegna hinna erfiðu skilyrða í strand- siglingum við Island. — Að vísu var árið 1927 byggt lítið olíu- flutningaskip, 150 lestir, í Hol- landi fyrir Shellfélagið, en þá hafði ekki fengizt nein reynsla í olíuflutningum í olíugeymum við íslandsstrendur, því að þá voru aliar olíur fluttar í tunn- um. Þess vegna komumst við fljótt að því, að þetta litla skip var ekki í alla staði heppilegt til fiutninganna, en með notkun þess dró verulega úr olíuflutn- ingum í tunnum og á þann hátt reyndist kleift að lækka veru- lega verð á olíum til viðskipta- vina á íslandi. Þetta litla olíu- flutningaskip sýndi okkur fram á það, að í framtíðinni yrði nauð- syniegt að flytja sívaxandi olíu með olíuflutningaskipum í strandsiglingum, þar sem slíkir flutningar myndu reynast miklu kostnaðarminni. Við höfum nú fengið um það bil 27 ára reynslu í olíuflutn- ingum við strendur íslands og sú reynsla hefur verið okkur ieiðarljós við smíði og gerð þessa skips, sem nú hleypur af stokkunum. Miklar vonir eru því tengdar við þetta nýja skip, og við erum þess fullvissir, að skipið mun uppfylla allar þær kröfur, sem til þess eru gerðar við hinar erfiðu aðstæður í sigl- ingum við strendur íslands“. 7 MIIL. KR. M.s. Kyndill er 950 lestir (deadweight), smíðaður úr stáli, eftir ströngustu kröfum Lloyds. Lengd: 192 fet, breidd: 12 fet og djúprista 13 4 fet. Aðalvél skipsins er 770 hestöfl af Cross- leygerð, og ganghraði IOV2 sjó- míla. Hjálparvélar eru þrjár, (Crossley) og geta þær fram- ieitt 40 kw orku hver, sem not- uð er fyrir vindur, dælur og til ijósa. í vélarrúmi er ennfremur gufuketill, (Spanner), sem fram- leiðir gufu til upphitunar á farmi skipsins, og miðstöð til upphitunar íbúða. Tankar skips- ins eru tíu, fimm stjórnborða og fimm bakborða. Taka þeir um 900 tcnn. Tvær dælur, rafdrifnar, Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.