Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. júní 1955 MORGUNBLAÐIÐ 25 Séð yfir hluta af hinu reisulega, nýja íbúðarhverfi, sem nú er verið að byggja á Akranesi. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) ' AKRANES STÆKKAR ÖRT OG FRÍKKAR AKRANES er bær mikilla fram- I fara og athafnasemi, og það er ekki eingöngu í útgerð og j skyldum atvinnugreinum sem líf <og fjör ríkir, heldur mun í fæst- tum bæjarfélögum vera jafn ötul- lega unnið að húsasmið og ibúð- arbyggingum sem þar. Er ég var nýlega á ferð uppi á Skaga hitti ég m. a. að máli byggingarfull- trúa kaupstaðarins, Daníel Vig- fússon, og leitaði nokkurra fregna um hvernig sakir stæðu i bygg- ingarmálum kaupstaðarins. ★ HIÐ nýja íbúðarhverfi á Akra- nesi er fyrir innan bæinn og teigir það sig þar yfir allvíðlent Um 100 hús eru þar nú í byggingu vonandi húseigenda þegar búnir íbúðum, svo sem þó enn þekkist að steypa neðri hæðina, en allir hafa lokið við að grafa grunn- inn og ganga frá undirstöðum. Það mun vera algengt hér á Akranesi, segir Daníel, að menn vinni baki brotnu í húsum sín- um og spari sér þannig dýra vinnu annarra manna. Má ætla, að þegar flutt er inn í smáíbúð- arhúsin hafi þau að jafnaði kost- oð eigendur sína um 150 þús. kr. í beinhörðum peningum, en vinnuna, sem þeir sjálfir hafa Eitt af nýju húsunum, sem í byggingu eru. Eigendurnir vinna sjálfir ötullega að byggingunum og spara margir sér á þriðja tug |>úsunda með því háttarlagi. svæði á mýrarflákum og sléttum holtum. Heitir það í Vogum. Þar eru risin fjölmörg snotur hús, er standa við beinni og breiðari götur en í gamla bænum, neðar á Skaganum. Þær bera falleg og rammíslezk nöfn, þar rekst mað- ur á Vogabraut, Heiðarbraut, Brekkubraut, öll í stíl við nafn Kirkjubrautarinnar gömlu, sem er ein aðalgatan á Akranesi. Það var í maí árið 1952, sem bygging þessa nýja íbúðarhverfis hófst. Þá voru smáíbúðarlánin komin til sögunnar og ýmis önn- ur fyrirgreiðsla í byggingarmál- um sem gerði mönnum léttara fyrir. Á 150 ÞÚS. KR SMÁÍBÚB Á síðustu tveimur árum hafa verið byggð þarna 42 smáíbúð- arhús, en alls um 60 hús. Árið 1954 var mesta byggingarár í sögu kaupstaðarins Voru þá um 60 hús í byggingu, en alls mun mega segja, að smáíbúðirnar séu rúmur helmingur þeirra íbúða, sem í kaupstaðnum eru byggðar. í ár er þó enn meira atfylgi beitt við byggingarnar og munu nú vera um 100 hús í byggingu. Frá nýjári hefir verið mælt fyrir 48 íbúðum og enj þær flest- ar í tveggja hæða húsum og tvær í hverju. Eru sumir hinna til- lagt fram, mætti líklega meta á 25 þús. kr. Nær allir húseigend urnir sóttu um smáíbúðalán og ieiigu margir, en þau eru sem kunnugt er 25 þús kr. á íbúð. En að auki munu Akurnes- ingar hafa meiri vildarkjör um lánsútvegun til :búðarbygginga en flestir aðrir, þar sem Spari- sjóðurinn í bænum veitir öllum 30 þús. kr. lán út á hverja íbúð, sem byggð er. ★ ÁGÆTT HÚSNÆÐIS- ÁSTAND — Við óskum þess, segir byggingarfulltrúi, að smáíbúðar- lánunum verði úthlutað í fleiri áföngum en gert hefir verið til þessa. Nú fá menn helming láns- ins, þegar húsið er orðið fokhelt, en eftirstöðvarnar að því full- byggðu. Þetta genr mörgum fá- tækum manninum erfitt fyrir um fé þegar hann byrjar á húsi sínu og rekur hanr. e. t. v. í fang- ið á miður heiðarlegum peninga- lánurum, eða hann verður að taka dýra og óhagkvæma víxla. — Það er næstum því svo hér á Akranesi, að hver sá, sem hef- ir fullan hug á því að koma nýju annars staðar á landinu og ber það vott um framtak þeirra bæj- armanna í byggingarmálunum. Húsnæðisástandið í bænum er líka gott, þrátt fyrir hina geysi- öru fjölgun þar og sífeildan inn- flutning fólks í atvinnuleit. ★ NÝR MIÐBÆR Skammt frá hinu nýja og snotra byggðsrhverfi í Vogunum hafa bæjaryfirvöldin áætlað, að mið- bærinn verði í framtíðinni og er gert ráð fyrir því á skipulagi bæjarins. Er það alllangt fyrir innan eldri hluta bæjarins og fjarri núverandi miðbiki. Þar í hinu nýja hverfi er ráðgert að byggja nýjan Gagnfræðaskóla innan skamms. Kaupfélag Suður- Borgfirðinga mun byggja þar verzlunarhús. Kirkjan verður flutt þangað inneftir og í sum- ar verður byggt þarna nýtt póst- og símahús. Þá verður og byggt félagsheimili í hverfinu á næstu árum. Og síðast en ekki sízt er gert ráð fyrir að þarna innfrá rísi með tímanum ráðhús Akra- nesskaupstaðar, þótt enn sé allsendis óráðið hvenær sú mikla bygging rís af grunni. Af þessu má sjá, að í rauninni mun skapast og er að skapast, nýr og snotur bær inn af því Akranesi, sem við nú þekkjum, en er þó í rauninni óaðskiljan- legur hluti þess gamla. En það er ekki eingöngu unn- ið að byggingu smáíbúða og lítilla húsa á Akranesi, heldur er líka gert ráð fyrir, að á Jaðarsbökk- um verði reist fjögur stór sam- býlishús, og verði 12 íbúðir í hverju húsi Munu Akureyring- ar og fleiri bæjarfélög hafa í hyggju að halda þessa sömu braut, en reynslan hefir sýnt að slík sambýlishús eru bæði hentug og ódýr í byggingu. ★ NOG LANDRYMI Ekki þarf því að kvíða á Akranesi, að landrými sé ekkí nóg fyrir enn auknar byggingar á komandi árum, sem hin öra fólksfjölgun virðist gera óhjá- kvæmilegar Segja má, að land- rýmið upp af bænum sé ótak- markað, en jarðvegurinn er að vísu ekki sem hentugastur, blautt Daníel Vigfússon, byggingar- fulltrúi. sandur hefir verið blendinn og slæmur og möl, svo stevpan í húsunum hefir enzt illa og vilj- að springa. ★ MIKILL SPARNAÐUR Grjótmulningsstöð Þorgeirs Jósefssonar er um 10 km. inn- an við Akranes og sandur sá og möl, sem hún vinnur uppfyllir allar þær kröfur, sem til efnisins eru gerðar. Að auki sparar það allt að 25% sements frá því sem áður var. í ráði er að stofnuS verði steypistöð í sambandi við þetta fyrirtæki og mun það ena ýta undir þróun byggingariðnað- arins á Akranesi. Að lokum segir Daniel Vig'- fússon: Við tengjum mjög miklar vonir við hið nýja frumvarp ríkisstjórnarinnar um stór- aukin lán og aðstoð við bygg- ingar á næstu árum. Þar sjá- um við mikla œöguleika rísa framundan, og erum bjart- sýnir og vongóðir um, að það geri öllum kleift að eignast sitt eigiö hús, bæði hér á Akra nesi sem amiars staðar á land- inu. G. G. S. mýrlendi, sem nauðsynlegt er að þurrka. En víðlendi er þar nóg' og hefir nú þegar verið skipulagt I svæði 7 ha. á stærð fyrir ný- j byggingar framtíðarinnar. Upp af höfninni hefir og verið skipu-; lagt svæði sem mun rúma um' 4000 íbúa þegar fullbyggt er þar. j Ekki er svo hægt að skilja við frásögn af byggingarmálunum á Akranesi, að ekki sé vikið að r.ýju og gagnþörfu fyrirtæki, sem Þorgeir Jósefsson hefir nýlega stofnað þar. Er það mikil og voldug grjótmulningsvél, sem flokkar einnig byggingarefnið. j Til þessa hefir byggingarefni það, sem fengizt hefir á Akra- nesi verið harla lélegt, þ. e. a. s. Slæmsr horfur í dönsku alYlnnulííi KAUPMANNAHÖFN, 16. júní: — Ákveðið rökrétt samband er milli stjórnmálastefnu þeirrar, sem fylgt hefir verið af stjórn sósialdemokrata og þeirra vand- ræða, sem nú steðja að dönsku þjóðinni. Fram verða að koma allt önnur sjónarmið heldur eu sjónarmið sosialdemokrata, ef bæta á atvinnulíf þjóðarinnar til frambúðar og ef lífskjör þjóðar- innar eiga að geta farið batnandi aftur. Þessi ummæli eru höfð eftir Aksel Möller, fyrrum innanríkis- ráðherra og borgarstjóra. Um- mælin vekja athygli vegna þess að kvíðinn út af viðskiptahorfum í Danmörku virðist breiðast mjög út meðal almennings í landinu. Örlög stjórnarinnar verð ákveð- in á þessu sumri og allt veltur á gjaldeyrisþróuninni. húsi upp yfir höfuðið á sér og sínum og á nokkurn dug, takist Hin n™a grjótmulningarstöð Þorgeirs Josefssonar fyrir innan að framkvæma það. Á Akranesi Akranes. Hún sparar um 25% af þeim kostnaði, sem áður var við er hvergi búið í heilsuspillandiáð steypa húsin. Gylfi með góðan afla frá Grænlandi PATREKSFIRÐI, 20. júní: — Patreksfjarðartogarinn Gylfi, koma af veiðum frá Grænlandi í fyrradag eftir 10 daga útivist. með rúmar 270 lestir af karfa. Vegna þess að bæði frystihúsin á Patreksfirði eru nú sem stend ur yfirfull, varð togarinn að fara með aflann til Þingeyrar, en frystihúsið þar gat þó ekki tekið nema 80—100 lestir af aflanum. Gylfi er því væntanlegur hingað aftur og mun losa afganginn til flökunar og frystingar í Kaldbak hér, og halda síðan á veiðar aft- ur. Ólafur Jóhannesson er á veið um við Grænland. — Karl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.