Morgunblaðið - 30.06.1955, Side 8
24
MORGUNBLAOiÐ
Fimmtudagur 30. júní 1955
Frétta-sjónvarp er dýrt
Svissnesk sirandföf.
Khöfn, í maí 1955.
MARGIR merkustu ritstjórar
heimsins voru saman komnir
í Kaupmannahöfn þegar Alþjóða
blaðastofnunin (International
Press Institute eða IPI) hélt þar
hið 4. ársþing sitt í þessum
mánuði. Þetta er ung stofnun,
ekki nema 4 ára gómul. IPI hélt
fyrsta þing sitt í París (árið
1952), hið næsta í Lundúnum
(1953) og þriðja þingið í Vín-
arborg (1954).
Nálega 700 ritstjórar, sem ann-
ast útgáfu 450 blaða í 30 lönd-
um, hafa gerzt aðilar þessarar
stofnunar. Ennþá er þó enginn
íslendingur meðal þeirra. Eljas
Errko, aðalritstjóri „Helsingin
Sanomat" í Helsingfors, er for-
seti IPI, sem á aðalaðsetur í
Zúrich. E. J. B. Rose, fyrrum
einn af ritstjórum „Observers",
er forstjóri þessarar stofnunar,
en Svisslendingurinn Padel er
aðalritari hennar.
Á þinginu í Kaupmannahöfn
mættu 170 ritstjórar frá 20 lönd-
um í Evrópu, Ameríku, Asíu og
Ástralíu.
IPI vinnur fyrst og fremst að
því að tryggja prentfrelsið og
auka samiyndi milli þjóðanna.
Padel skýrði blaðamönnum í
Kaupmannahöfn í stuttu máli frá
starfi stofnunarinnar. Hann er
sagnfræðingur en hefur líka
stundað blaðamennskunám við
háskóla í Bandaríkjunum.
PRENTFRELSIÐ
SÉ f HEIÐRI HAFT
Padel sagði m. a.:
Starfsemi IPI nær eingöngu
til þeirra landa, þar sem prent-
frelsið er viðurkennt. Ritstjórar
í einræðislöndunum, þar sem
ekki er um neitt frelsi að ræða,
geta ekki verið aðilar að IPI.
í þeim löndum, sem viður-
kenna prentfrelsið, getur komið
fyrir, að valdhafarnir skýri það
á annan hátt en blöðin sjálf gera.
Við höfum dæmi þess, að ríkis-
stjórnirnar reyni að hafa áhrif
á blöðin á þann hátt, að það er
ekki samrýmanlegt því frelsi,
sem blöðin eiga að njóta. Þegar
þetta kemur fyrir, þá reynum
við að veita hlutaðeigandi blöð-
um aðstoð.
Ég skal nefna dæmi frá Pakist-
an. „Times“ í Karachi réðist
óþyrmilega á ríkisstjórnina og
sagði m. a., að hún bryti í bág
við siðferðislega lífsskoðun þjóð-
arinnar. Ritstjóri blaðsins var
tekinn fastur vegna þessara
árása.
IPI skýrði heimsblöðunum ítar
lega frá þessum viðburði og
sendi seinna ummæli þeirra til
Pakistan. Þegar ríkisstjórnin þar
í landi sá, hve illa þetta mæltist
fyrir, þá var ritstjórinn látinn
laus.
GÓÐ SAMBÚÐ MILLI ÞJÓÐA
Við leggjum líka mikla áherzlu
á að skapa góða sambúð milli
þjóðanna, sagði Padel ennfrem-
ur. Fyrir nokkrum árum gekkst
IPI fyrir því, að franskir og
þýzkir ritstjórar hittust 1 bygg-
ingu Evrópuráðsins í Strasbourg
og ræddu ýmis þýðingarmikil
ágreiningsmál. Við höfðúm fyrir-
fram safnað saman upplýsingum
um misskilnine og rangfærslur,
sem komið höfðu fram í frönsk-
um og þýzkum blöðum. Ég held
að þessar viðræður hafi skapað
betri skilning í blöðum beggja
landanna. Þessa dagana hittast
brezkir og bandarískir aðalrit-
stjórar í Lundúnum. Væntum
við góðs árangurs af viðræðum
þeirra.
Öllum ætti að vera ljóst, að
blöðin ráða miklu um það,
hvernig tekst að skapa aukinn
skilning og betri sambúð milli
þjóðanna. Öll heiðarleg blöð gera
sér far um að flytja sannar frétt-
ir. En þetta er ekki nægilegt.
það er líka nauðsynlegt, að þýð-
ingarmiklum atriðuim sé ekki
sleppt, þótt annars sé sagt rétt
írá. Blöðin eiga að gefa lesend-
Það örfar lestur blaðanna
eftir Pál Jónsson fréttoritara
Morgunblaðsins i Kaupmannahöfn
unum glögga hugmynd um það
sem gerist, ekki bara segja frá
viðburðunum, heldur líka skýra
frá því, sem hefur leitt til þeirra.
Ég get t. d. nefnt Klaksvíkur-
málið. Blöðin í Sviss sögðu frá
því, að dönsk lögregla hefði ver-
ið send til Færeyja, og að Klaks-
víkurbúar byggjust til varna. En
okkur var ekki skýrt frá því, að
Klaksvíkurbúar vildu að Halvor-
sen yrði áfram læknir þeirra, en
þetta virðist hafa verið hin upp-
runalega orsök deilunnar, sagði
Padel að lokum.
AFSTAÐA RÍKISSTJÓRN-
ANNA TIL BLAÐANNA
IPI-þingið í Kaupmannahöfn
ræddi ýmis mál, m. a. afstöðu
ríkisstjórnanna til blaðanna.
Claude Desjardins, ritstjóri blaðs
ins ,Le Parisien libéré", hóf um-
ræður um þetta efni. Hann sagði,
að frönsku blöðin njóti víðtæks
frelsis, en vægast sagt óheppi-
leg ríkisafskipti af skrifum blað-
anna geti þó komið fyrir. —
Desjardins minntist á franska
blaðamanninn Roger Stephane,
sem skrifaði grein um Indó-
Kína í blaðið „France-Observa-
teur“. Greinin var skrifuð eftir
að friður komst á í Indó-Kína.
f grein þessari sagði Stephane
frá leynilegum viðræðum, sem
fóru fram áður en Dien Bien
Phu féll. Stephane var tekinn
fastur en enginn skipti sér af
þeim embættis- og stjórnmála-
mönnum, sem höfðu gefið hon-
um þessar upplýsingar. Frönsku
blöðin mótmæltu þessu framferði
valdhafanna, og handtekningin
mæltist illa fyrir meðal almenn-
ings. Stephane var því látinn
’aus og var ekki höfðað mál á
móti honum. En Desjardins
fannst mjög varhugavert, að
svona viðburður gæti komið
fyrir.
PRENTFRELSIÐ SKERT
í SUÐUR-AMERÍKU
German Arciniegas talaði um
ástandið í Suður-Ameríku. Hann
var áður ritstjóri blaðs í Bogota
í Colombíu, en valdhafarnir
flæmdu hann burt frá blaðinu.
í Suður-Ameríku búa 170 millj.
manna, sagði hann. Það eru langt
um fleiri íbúar en í Bandaríkj-
unum í Norður-Ameríku. 60
milljónir manna í S.-Ameríku
búa í löndum, þar sem blöðin eru
ekki frjáls. Örlög argentínska
stórblaðsins „La Prenza“ eru
öllum kunnug. En Evrópumenn
vita líklega ekki, að 100 önnur
blöð í Argentínu hafa verið
bönnuð, þ. á. m. mörg þýðingar-
mikil blöð, sem komu út í ýms-
um borgum. Valdhafarnir hafa
ekki aðeins bannað blöðin. Sum-
staðar hafa þeir selt prentsmiðj-
urnar á uppboði, og margir
blaðamenn hafa verið teknir
fastir. Kommúnistar hafa lítil
áhrif í Suður-Ameríku, sagði
Arciniegas. En ef íbúarnir í
Argentínu, Paraguay, Bolivía,
Venezuela o. fl. löndum eiga að
búa áfram við þetta ófrelsi, þá
er ég hræddur um, að „Austur-
asíuástand" skapist með tíman-
um í Suður-Ameríku.
Donald Tyerman frá „The
Times“ í Lundúnum benti á, að
það er ekki bara ríkisvaldið, sem
getur stofnað prentfrelsinu í
voða. Hann minntist á verkfall-
ið í Lundúnum, sem stöðvaði út-
komu blaðanna í heilan mánuð.
í fyrsta sinn síðan 1785 gat
„Times“ ekki komið út. Verk-
fall 700 manna gerði að verk-
um, að 20 milljómr manna gátu
ekki fengið blöð. Þetta má ekki
koma fyrir aftur. Prentfrelsið
er ekki aðeins réttindi sem okk-
ur eru veitt. Því fylgja líka
skyldur til að segja fólki frá því
sem gerist. Prentfrelsið og þjóð-
frelsið eru óaðskiljanleg, sagði
Tyerman.
VERKFOLL EÐA VERKBONN
STÖÐVA EKKI ÚTKOMU
BLAÐA
Allan Hernelius frá „Svenska
Dagbladet“ benti á, að útgefend-
ur blaðanna og verkamenn í
Svíþjóð hafa gert með sér samn-
ing, sem tryggir, að verkföll eða
vinnubönn stöðvi ekki útkomu
blaðanna, Samkvæmt þessum
samningum á gerðardómur að
leysa allar kjaradeilur milli
verkamanna og blaðanna. Báðir
aðilar eru ánægðir með þessi
ákvæði. Þau hafa reynzt svo vel,
að samningurinn var fyrir
skömmu framlengdur til ársins
1962. Fannst mönnum þetta fyr-
irkomulag gott fordæmi til eftir-
breytni í öðrum löndum.
SJONVARPIÐ
Walter Cronkite frá „Colum-
bia Broadcasting System“ í
Bandaríkjunum hóf umræður um
fréttasjónvarpið og blöðin. Hann
sagði: Það eru nú 500 sjónvarps-
stöðvar í Bandaríkjunum. 10—12
milljónir Bandaríkjamanna sjá
daglega sjónvarpsfréttir. Við get-
um sjónvarpað kvikmyndum af
viðburðum í Evrópu daginn eftir
að þeir gerast. Fréttasjónvarpið
er mjög vinsælt. Það getur gefið
mönnum á 60 sekúndum greini-
legri hugmynd um viðburði en
hægt er að gera í þriggja dálka
blaðagrein. Cronkite sýndi áheyr
endunum sjónva.'psmyndir af
yfirheyrslum hjá McCharty.
Gáfu þær óneitanlega betri hug-
mynd um þennan mann og bar-
dagaaðferðir hans en langt skrif-
að mál.
En sjónvarpsfréttir eru dýrar,
sagði Cronkite ennfremur. 15
mínútna fréttir á dag kosta
40 þús. dollara á viku og stund-
um meira en það. Þegar kjarn-
orkusprengjan var sprengd fyrir
skömmu í Nevada-eyðímörkinni,
þá‘ urðu ljósmyndarar okkar að
bíða þar 9 daga eftir sprenging-
unni. Þessi bið kostaði okkur 25
þús. dollara á dag. Við erum ekki
keppinautar blaðanna. Sjónvarps
fréttir eru einskonar viðbót við
fréttir blaðanna, en geta aldrei
gert þær ónauðsynlegar.
Margir tóku til máls um þetta
efni. Voru ræðumenn sammála
um, að fréttasjónvarp sé ekki
dagblöðunum hættulegt heldur
þvert á móti gagnlegt.
Bandaríski ritstjórinn Carl
Lindstrom sagði m. a.;
Þegar lesendur blaðanna hafa
séð viðburði í sjónvarpi, þá geta
þeir sjálfir dæmt um, hvort blöð-
in segi rétt frá þessum viðburð-
um. Þess vegna verða blaða-
mennirnir að vera vandvirkari
en áður. Ég held, að fréttasjón-
varp taki ekki lesendur frá okk-
ur. Þvert á móti má ætla, að
blöðin fái ennþá fleiri lesendur
en áður. Sjónvarpsfréttirnar
auka áhuga fyrir blaðalestri. Ég
hef t. d. heyrt talað um margar
húsmæður, sem aldrei hafa haft
áhuga á íþróttakeppni en
sjá þær nú í sjónvarpi og lang-
ar til að lesa meira um íþrótt-
ir í blöðunum. Þar að auki hafa
blöðin upp á margt að bjóða, t. d.
fjölskyldudálkinn, sern flestir
lesa, en ekki sést í sjónvarpi. Ég
held, sagði Cronkite, að frétta-
sjónvarpið sé aðeins aukaþáttur
í sögu „blaðamennskunnar".
Páll Jónsson.
Strandfötin að ofan eru eftir svissneskri fyrirmynd. Skemmtilega
röndóttar skyrtur við stuttar buxur úr sama efni. — Hentugar
bæði til varnar of miklum sólbruna — og kulda. — Hún er oft
svöl, golan í Nauthólsvíkinni okkar.
Úr Biskupstungum:
Embættismenn lóla ai störíum —
Hvítórbrú við Iðu — From-
hvæmdir í Skúlholti — Sogs-
raímagn — Léleg spretta
BISKUPSTUNGUM, 24. júní: —
S.l. sunnudag var hinn nýkjörni
prestur Skálholtsprestakalls, séra
Guðmundur Óli Ólafsson, settur
inn í embætti af hinum nýskip-
aða prófasti Árnesþings séra
Gunnari Jóhannessyni í Skarði.
Fór sú hátíðlega athöfn fram í
Torfastaðakirkju að viðstöddu
miklu fjölmenni. Kvaddi nú séra
Eiríkur Þ. Stefánsson söfnuði
sína, en hann hefur þjónað presta
kallinu óslitið síðan 1906. Flyst
hann nú ásamt frú sinni að Laug-
arvatni og munu þau setjast þar
að.
Þá mun annar embættismaður
hér efra leggja niður störf sín á
næstunni. Er það héraðslæknir-
inn Knútur Kristinsson í Laugar-
ási. Knútur hefur starfað sem
héraðslæknir síðan 1923, lengst
af í Hornafjarðarhéraði, eg. sein-
ustu árin í Laugaráshéraði. Hefur
hann verið framúrskarandi vel
látinn af öllum, enda öðlingsmað-
ur og reyndur og góður læknir.
Munu þau læknishjónin setjast
að í Reykjavík.
HVÍTÁRBRÚ
Vinna mun hefjast við Hvítár-
brúna hjá Iðu nú um helgina.
Vinna við brúna, sem er hafin
fyrir nokkrum árum féll með
öllu niður í fyrra vegna verkfræð
ingaverkfallsins. Nú er það von
uppsveitarmanna að nægur mann
afli fáist, svo hægt verði að vinna
við brúna af fullum krafti í sum-
ar, þannig að þessi mikla sam-
göngubót megi koma að lang-
þráðum notum, sem allra fyrst.
Yfirsmiður er hinn reyndi brúar-
smiður, Sigurður Björnsson.
FRAMKVÆMDIR
í SKÁLHOLTI
I Skálholti hefur ekki verið um
aðrar framkvæmdir að ræða í
vor en að fullgera íbúðarhús
bóndans þar. Stendur það nú
senn fullbúið og mun hann geta
flutt í það í byrjun næsta mán-
aðar. Hvort hafinn verður undir-
búningur að kirkjubyggingu,
byggingu prestseturs eða um aðr
ar framkvæmdir verður að ræða
þar á þessu sumri mun enn óráð-
ið, en búist er við að einhverjar
ákvarðanir verði teknar um það
nú um belgina.
RAFMAGN FRÁ SOGINU
Á þessu sumri mun verða lögð
raftaug frá Soginu yfir suður-
hluta Biskupstungna og yfir í
Hrunamannahrepp. Mun þá Skál-
holt, læknissetrið í Laugarási og
ef til vill tveir bæir í viðbót, fá
rafmagn í haust. Haft er eftir
ráðandi mönnum á raforkumála-
skrifstofunni, að fleiri bæir í
hreppnum muni ekki verða raf-
magns aðnjótandi í náinni fram-
tíð. Finnst mönnum hér þetta
illar fréttir að vonum, þar sem
hér er um að ræða einn fjölmenn
asta og þéttbýlasta sveitahrepp
landsins og sá sem framleiðir fyr
ir stærri upphæðir landbúnaðar-
afurðir, mjólk, kjöt og gróður-
húsaafurðir, en nokkur annar
hreppur á landinu.
LÉLEG SPRETTA
Spretta er hér légleg, eins og
annarsstaðar á Suðurlandi, enda
hefur til skamms tíma verið það
mikill klaki í jörðu að það hef-
ur torveldað skurðgröftinn með
gröfunum hér efra. í fyrra var
allsstaðar byrjað að slá af full-
um krafti um þetta leyti. Nú
mun sláttur óvíða hefjast fyrr en
um næstu mánaðamót, að talið
er. — St. Þ.
Vegleg háfíðahöld
á Bíldudal 17. júní
BÍLDUDAL, 20. júní: _ Hér á
Bíldudal voru talsverð hátíða-
höld 17. júní, í tilefni dagsins.
Var það unga fólkið í kaupstaðn-
um, sem gekkst fyrir hátíðahöld-
unum. Hátíðin hófst með því, að
börn gengu skrúðgöngu í kirkju
og hlýddu guðsþjónustu. Síðar
um daginn hófst útisamkoma þar
sem ræður voru fluttar og
skemmt var með söng. Þá fór
fram pokahlaup og handbolta-
keppni. Um kvöldið var dansleik
ur í samkomuhúsi Bíldudals.
Síðastliðinn laugardag komu
ungir Dýrfirðingar hingað í heim
sókn á mótorbátnum Fjölni frá
Þingeyri. Héldu þeir skemmtun
í samkomuhúsinu hér á Bíldudal,
og var hún mjög fjölsótt. Kl. 5 á
sunnudagsmorgun var síðan far-
in skemmtiferð á Fjölni til Geir-
þjófsfjarðar og voru Bílddæling-
ar boðnir með. Var þátttaka mik-
il, og þótti förin hin skemmtileg-
asta. — Fríðrik.