Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 14
30 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 30. íúní 1955 ÁLYKTANIR AÐALFVNDAR KVENRÉTTINDA LANDSÞING Kvenfélaga- L. sambands íslands var hald- ið í Reykjavík dagana 10.—14. júní 1955. Þingið sátu 41 fulltrúi. Rannveig Þorsteinsdóttir flutti ársskýrslu stjórnarinnar tvö und- anfarin ár. Samkvæmt skýrslu er gerð var um síðustu áramót, éru félög Kvenfélagasambands íslands alls 212, með 12914 félags konum. : Formaður útgáfustjórnar „Hús freyjunnar" Svafa Þórleifsdótt- ir, skýrði frá því að kaupenda- tala blaðsins hefði aukizt um rúmlega 42%, síðan núverandi útgáfustjórn tók til starfa árið 1953. ; Samþykktar voru á þinginu ireglur um námskeið þau, sem K venfélagasamb. íslands styrkir. Á þinginu fór fram kosning Btjórnar og annarra t^únaðar- manna sambandsins. • Úr stjórninni áttu að ganga Guðrún Pétursdóttir og Rann- veig Þorsteinsdóttir, en báðar voru endurkjörnar. Þriðja kcnan í stjórninni er Aðalbjörg Sigurð- ardóttir. Kjörnar í varastjórn til 2ja ára voru: Helga Magnúsdóttir, Jón- ína Guðmundsdóttir, Guðlaug Narfadóttir. Útgáfustjórn „Húsfreyjunnar" var endurkjörin, en í henni eiga sæti: Svafa Þórleifsdóttir útgáfu- stjóri, Elsa Guðjónsson og Sig- rún Árnadóttir. Eftirfarandi ályktanir voru m. a. samþykktar. HEIMILISIÐNAÐUR OG HANDAVINNUKENNSLA , Þingið beinir því til allra kven félaga, að gera allt sem þau geta til að efla íslenzkan heimilisiðn- að, og leita samvinnu við Heim- ilisiðnaðarfélag íslands um út- vegun á vel unnum munum til „að vinna eftir. ' Þingið skorar á fræðslumála- stjórn að skipa þegar á næsta hausti námsstjóra til eftirlits nvsð handavinnukennslunni í barna- unglinga og gagnfræðaskólum utan Reykjavíkur. Telur þingið starf þetta mjög hauðsynlegt og aðkallandi, þar eð *vitað er að lögboðin handavínnu- 'kennsla í þessum skólum víðs- 'vegar um landið er ósamræmd, og víða ekki komin til neinna framkvæmda. Meðal annars eru víða miklir erfiðleikar á réttu vali á efnum og áhöldum til 'kennslunnar, en þau innkaup iyrðu þá gerð í samráði við náms- stjórann. HÚSMÆÐRAFRÆÐSLA OG HEIMILISÁIIÖLD Þingið telur æskilegt að nánari samvinna takist milli kvenfélag-. anna og húsmæðraskólanna. Skorar þingið á stjórn héraðs- ksambandanna að beita sér fyrir j samvinnu þessara aðila, þar sem | ‘þingið álítur, að slíkt samstarf ;hyggt á vináttu og skilningi geti ' örðið báðum aðilum til styrktar ' í starfi þeirra. ‘ Þingið skorar á sambands- 'síjórnina að sjá svo um, að út- 'jhúin verði lítil áhaldasýning í fsýningarkössum. Sýningarkass- ' arnir verði síðan sendir milli : kvenfélaganna, svo félagskorv.-r ' geti haft þá til hliðsjónar við ' kaup á áhöldum. Þingið skorar á innflytjendur ' húsáhalda að vanda meira val ' þeirra áhalda, er þeir flytja til landsins, og hafa samstarf við ' sérfróðar konur um val áhald- anna. Þingið telur óhjákvæmilegt að fastráða eins fljótt og ástæður ' leyfa, ráðunaut í heimilisfræðum sem sé húsmæðrakennari. Starf ' hennar skal vera að ferðast um landið og heimsækja kvenfélög og húsmæður, einnig að halda némskeið. Sambandsstjórnin skal skipu- leggja starf ráðunautarins í sam- 'ráði við kvenfélagasamböndin, en eðlilegt má telja að hann starfi til skiptis í landsfjórðung- um á meðan aðeins er um einn ráðunaut í heimilisfræðum að ræða. Geti Kvenfélagasamband ís- FELAGS ISLANDS Samþykktir Stórstiíkuþings lands ekki staðið straum af þeim kostnaði er störf ráðunauts í heimilisfræðum hefur í för með sér, telur landsþingið óhjákvæmi legt að sækja til Alþingis um viðbótarfjárveitingu sem því svarar. ORLOF IIÚSMÆÐRA Rík áherzla hefur verið lögð á það á síðari árum, að sem flest- um þegnum þjóðfélagsins verði árlega tryggður nokkur hvíldar- og frítími, orlof. j Sú séttin sem lengstan hefur yfirleitt vinnutímann og fæstar næðisstundir: mæðurnar, sem jafnframt eru húsfreyjúr, hafa samt algjörlega orðið þar útund- an. I Erfiði þeirra og tómstundaleysi hefur vaxið að sama skapi og torveldast hefur að fá aðstoð við heimilisstörf. Augljóst er að úrbætur eru hér hin mesta nauðsyn, en úrræði vandfundin. j Kvenfélagasamband Islands telur þó að við svo búið megi ekki standa, og verði því að hefj- ast handa. 1 1. Með framkvæmd á löggjöf um heimilishjálp í viðlögum á breiðari grundvelli en nú er. a. Með sérmenntun stúlkna í því skyni, svo sem með nám- skeiðum í sambandi við hús- mæðraskólana. Felur landsþing- ið stjórn Kvenfélagasambands íslands að beita sér fyrir að slík- um námskeiðum verði á komið. b. Ráðskonustörfum í fjarveru húsmóður. 2. Með setningu löggjafar um orlof húsmæðra. Sé í sambandi við það tekið til athúgunar m. a.: a. Styrkveiting til húsmæðra á lágtekjuheimilum. b. Skipulagning hvíldarstaða og ferðalaga. c. Skipulagning heimilisaðstoð- ar. Landsþingið leggur því til að gaumgæfileg athugun á málinu sé falin milliþinganefnd, er skip- uð sé fimm konum er kosnar séu á þessu þingi. Sé hlutverk þeirr- ar nefndar að afla sér sem beztra gagna um hvernig orlofi hús- mæðra er hagað í öðrum löndum, þar sem aðstæður eru svipaðar og hjá okkur, leita álits næsta formannafundar Kvenfélagasam- bands íslands, og undirbúa málið til Alþingis. ÁFENGISMÁL Þingið skorar á menntamála- ráðherra að koma á í skólum landsins ströngu eftirliti með því að áfengi sé ekki haft þar um hönd, enda sé það skilyrðislaus krafa, að kennarar láti aldrei sjá sig undir áhrifum áfengis. Þingið beinir til fræðslumáléy- stjórnar eindregnum tilmælum um það að hafin verði skipulögð bindindisfræðsla í skólum lands- ins, sem taki jafnframt til sið- ferðilegrar og heilsufræðilegrar fræðslu, um þá hættu er áfengis- neyzlan hefur í för með sér. Ennfremur skorar þingið á áfengisvarnarráð, að fluttir séu að jafnaði bindindisþættir í rík- isútvarpið, á svipuðum grund- velli og fyrfi hluti tillögunnar gerir ráð fyrir. Þingið skorar á presta og aðra forystumenn í landinu, og for- eldra að vinna að því að komið verði á heilbrigðara skemmtana- lífi meðal annars með því að ungu fólki sé ekki veitt vín á veitingahúsum. Heitir þingið á öll félagssamtök að hætta að fá vínveitingaleyfi þó þau haldi árs- hátíðir sínar. Þingið skorar á Alþingi og rík- isstjórn að koma á fót svo fljótt sem unnt er fullkominni heilsu- verndarstöð og nauðsynlegum hælum fyrir drykkjusjúkt fólk í landinu, sem alltaf fer fjölgandi. Styður þingið alla viðleitni ein- staklinga eða félaga til að koma um slíkum heimilum. Þingið samþykkir að verða við áskorunum áfengisvarnarráðs um að kjósa tvær konur til að taka þátt í stofnfundi Landssam- bands félagssambanda gegn áfengisbölinu. AÐRAR TILLÖGUR Þingið skorar á ríkisstjórnina að leggja nú þegar fram nægilegt fé til að komið verði á fót skóla- heimili fyrir stúlkur. Þingið beinir þeim tilmælum til póst- og símamálaráðherra, að hann hlutist til um, að fleiri þjóðþrifastofnanir og félög en Landsspítalasjóðurinn einn fái að njóta þeirra hlunninda að hægt sé að borga minningargjaf- ir til Landssímans, og sjái sím- inn um útsendingu þar að lút- andi minningarskeyta. Þingið lýsir ánægju sinni yfir því að tveim konum hefur verið bætt í nefnd þá er skipuð var til að endurskoða tryggingalögin. i Kvenfélagasamband íslands vill í sambandi við endurskoðun tryggingarlaganna leggja áherzlu á það, að sem fyrst sé hafizt handa um að koma á fót vinnu- stöðvum fyrir öryrkja, og að á elliheimilum sé reynt að skapa sem bezt vinnuskilyrði fyrir þá öryrkja sem á þeim dveljast. | Þingið skorar eindregið á sam- vinnunefnd um skipulagsmál, að samþykkja nú þegar uppdrátt er fyrir liggur um byggingu Hall- veigarstaða, svo ekki þurfi að verða lengri bið á framkvæmd- um á þessu mikla nauðsynjamáli kvenna. Þingið skorar á Alþingi að breyta lögum um ríkisútgáfu námsbóka á þann veg að ríkis- útgáfan sjái unglingum á skyldu- námsstigi í gagnfræðaskólum fyrir kennslubókum eins og nú tíðkast í barnaskólum landsins, jafnframt bæta útgáfuna svo að hún verði samkeppnisfær. Að heilsugæzla hliðstæð þeirri sem nú fer fram í barnaskólum landsins nái einnig til gagnfræða skólastigsins. Þingið telur fullkomlega tíma- bært að hafizt verði handa um að safna drögum að sögu kven- félaga landsins, og er þakklátt stjórn sambandsins fyrir að hafa flutt málið á þessu þingi. Þingið lítur svo á að hvert einstakt félag eigi að safna gögn- um um sitt félagsstarf, og skrá yfir sína félagssögu. Að öðru leyti felur þingið stjórn Kven- félagasambands íslands að sjá um framkvæmdir í málinu. Þingið beinir þeim tilmælum til allra kvenna innan vébanda sambandsins að þær séu ávallt vel á verði um að halda til haga og forða frá glötun hvers konar gömlum munum, áhöldum og ílát um, sem notuð voru við dagleg störf, klæðnaði o. fl. sem ætla má að efirkomendum vorum þætti fengur í að varðveita til minningar um menningu og starf liðinna kynslóða. Þingið beinir því til kvenfé- laga, einkum kirkjufélaga þar sem þau eru fyrir hendi, að þau í samráði við sóknarprest sinn vinni að því eftir beztu getu, að heimsækja og gleðja einstæðings gamalmenni, hvort sem þau dvelj ast á elliheimilum eða annars staðar. 11. landsþing Kvenfélagasam- bands íslands óskar eftir góðri þátttöku á næsta þing Húsmæöra sambands Norðurlands er haldið verður að Nygaardsstrand á Fjóni 1956, og telur æskilegt ef hægt væri að efna til hópferða kvenna á þingið, með þátttöku hvaðanæfa af landinu. Vegna tilmæla um það að Kvenfélagasamband íslands gangi í Alþjóðasamband hús- mæðra, telur þingið rétt að sam- böndum innan Kvenfélagasam- bandsins sé sent málið til athug- unar og umsagnar. Laugardaginn 12. júní sátu þingfulltrúar ánægjulegt kaffi- boð á heimili danska sendiherr- ans frú Bodil Begtrup. Þingið var haldið í Breiðfirð- ingabúð, og höfðu fulltrúar fæði þar meðan þingið stóð yfir, Voru Á STÓRSTÚKUÞINGINU, sem haldið var í Reykjavík dagana 11.—14. júní s.l. voru gerðar eft- irfarandi samþykktir: I. Stórstúkuþingið skorar á ríkisstjórnina að láta lögreglu- stjóra og löggæzlumenn halda uppi fullri löggæzlu gegn smygli, bruggun og leynivínsölu í land- inu, og krefst þess að gildandi lagaákvæði um sölu og meðferð áfengis séu í heiðri höfð. 2.Stórstúkuþingið skorar á ríkisstjórnina að hraða nú þegar útgáfu þeirra reglugerða og fyr- irmæla, sem um getur í áfengis- lögunum, og enn hafa ekki verið birtar t. d. reglugerðar um með- ferð áfengis áhafna skipa og flug véla. 3. Stórstúkuþingið telur sterk- ar líkur til, að ákvæði 23. grein- ar áfengislaganna, um bann við áfengisneyzlu opinberra starfs- manna er þeir eru við störf sín, muni vera freklega brotin, og skorar því á ríkisstjórnina og aðra aðiia, að sjá um að ákvæð- um þessum sé fylgt eins og lög mæla fyrir um. 4. Stórstúkuþingið átelur þá starfshætti áfengisverzlunar rík- isins að afhenda hömlulítið áfengi, að magni, til næstum hvers sem er og senda það gegn póstkröfum um land allt, jafn- vel þótt sýnt sé að þetta áfengi muni fara beint til leynivínsala. Þar sem ríkiseinkasala á áfengi ætti að hafa þann megin tilgang, að draga úr og hamla gegn mis- notkun áfengis, skorar þingið á ríkisstjórnina að reka áfengis- verzlunina í samræmi við þann tilgang. 5. Stórstúkuþingið telur það gagnslítið, að aðeins tveir eftir- litsmenn séu við sex veitingahús í Reykjavík, þar sem sala áfeng- is fer fram, og skorar því á dóms- málaráðuneytið að fjölga þessum eftirlitsmönnum svo, að einn eft- irlitsmaður komi á hvert veit- ingahús. 6. Þar sem reynsla hefur þegar sýnt, að vínveitingar við hina svo nefndu „bari“ leiða til síaukinn- ar áfengisneyzlu, skorar stór- stúkuþingið á ríkisstjórnina að beita sér eindregið gegn slíkum veitingum. 7. Stórstúkuþingið lítur svo á að sá leiði siður sem mjög hefur farið í vöxt, að halda drvkkju- veizlur í tilefni af afmælum, merkisdögum og við öll mögu- leg tækifæri, sé mjög til þess fall in að eyðileggja bindindissemi þjóðarinnar. Skorar þingið því á stjórnarvöld, kirkju, stjórnmála- samtök og ailan almenning að vinna gegn þessu og breyta al- menningsálitinu í heilbrigðari átt. 8. Þar sem líkur benda til að allmikið áfengismagn berizt út af Keflavíkurflugvelli, af því áfengi, sem flutt er inn vegna setuliðsins, skorar þingið á utan ríkisráðherra að gera allar hugs- anlegar ráðstafanir til að fyrir- byggja slíkt. 9. Stórstúkuþingið telur nauð- syn bera til náinnar samvinnu allra aðila sem vinna að áfengis- vörnum og bindindisstarfi. Ósk- ar þingið eftir öflugri sókn gegn ómenningu áfengisflóðsins, sér- staklega með auknu bindindis- starfi í skólum, unglingastúkum og æskulýðsfélögum. 10. Stórstúkuþingið flytur áfengisvarnaráði þakkir fvrir ágætt starf við að skipuleggja áfengisvarnir í landinu, og þá einkum formanni þess, áfengis- varnaráðunaut ríkisins, Bryn- leifi Tobíassyni. II. Stórstúkuþingið þakkar S. K. T. fyrir starfsemi þess á liðn- um árum, sérstaklega fyrir þær danslagakeppnir, sem hafa farið fram á vegum þess, og telur mik- isverðan árangur hafa náðst í þessum efnum með að útrýma drykkjusöngvum og lofgerða- ljóðum til vegsemdar áfengisó- ! menningunni. Telur þingið nauð- synlegt að S.K.T. haldi þessari starfsemi áfram og vinni á þann veg að því, að fólk laeri að skemmta sér án áfengis. Fleiri samþykktir gerði þingið, svo sem: að Reglan gerðist aðili að Landssambandi gegn áfengisböl- inu, en það samband verður stofnað á komanda hausti að frum kvæði áfengisvarnaráðs. að ráða framkvæmdastjóra fyr ir Regluna. að stofna til happdræ-ttis fyrir Regluna, að leita samstarfs við blöð og útvarp um bindindisfræðslu og áfengisvamir, auk ýmsra samþykkta um félags- mál. allir sammála um að lýsa ánægju sinni vegna sérlega góðs viður- gernings. Þingslit fóru fram þriðjudag- inn 14. júni kL 19. Vatnsrennsli Grímsár VEGNA blaðaskrifa og umtals um vatnsþurrð í Grímsá í Skrið- dal á þessum vetri, viijum við biðja yðu- að birta eftirfarandi upplýsingar um þær mælingar á rennsli Grímsár, sem fram hafa farið á uadanförnum árum og um vatnsþorf hinnar fyrirhuguðu virkjunar. Vatnsmaelingadeild raforku- málastjómarinnar hóf reglu- bundnar mæiingar í Grímsá sumarið 1944 og eru því fyrir hendi ellefu ára mælingar. Vatna mælingarnar reikna vatnsárin frá september til ágúst. Meðal- rennsli hefur á þessum árum verið 20—40 teningsmetrar á sek. Minnsta rennsli varð 22. febr. í ár og mældist 1,2 teningsmetri á sek. Virkjun sú f Grímsá, sem nú er í undirbúningi, er 2400 kw að stærð og mun nota rúml. 11 teningsmetra á sek., þegar fullt álag er á vélarnar. Inntakslónið tekur 390 þús. teningsmetra og er bví hægt að gevma í bví vatn fr° nóttu tii dags og á milii daga. t áætlunom hefnr verið reikn- að með þvf, að Grfmsárvirkiun- ín irrðí rekin með allt að 4375 VI st árleeum nvtinvartíma og vnní hnnniv allt að 10% miúión V’'l<Wattstnnda á ári. Meðal- -mtnsnotk jn vélanna vfir allt ár- íð or há tonint*=metrar á sek. c-manh»jrður á vatnshörf TÍ-VijTnani'inan dav f-’á devi og m-'ndiijmjilinKimim allan athug i'»<"ti'monn cÍTiin að í siö af t,Vormir V»^ð rjanm- "-t t.,-,?9 vptn có eWj ’-frið r'nrt T?ína Ji-iti pci«n ’ r -V, |,pn,,ln^ TT-+-,c’>iTjmr’ð er pð rpatiq vpr ''nið IPrO—fOS'i, T>pð vatncár bofði W»t að vinnp tmn 15 árs- '„■„„cTnnn. , mo*i dinqoivélíjm. V'mnVTnpe’-Tt ptViTTVT innm, semi „■ ’-’C',„ irn—TT é vefÍTTrptfTumjnpr- r,T-,-c1tTm ðmrtrj SO prp, pr taf- iti o ð ttKVí; árc linrfi n V *-i nð T'-infi, npma á 90-r0 árp frPttL VnTnr,^r^i >049__IPTQ c:pm T'pT* ---'T"nrrfq tír’ð ll n í’ð i 11 r-ff l"*n dmaetvðlpr vi’Tnp ii 9nf. J ttq+ttt’ Vnmtt rennnlið pð TtfsU 1-nrTT-p en hnð hefur nokkum tíma áðnr mælzt, en lágrennsli stóð eVVj lengar en svo. að vinnsla með dieselvélum hefði ekki hurft að verða nema 6,5% af ársvinnslunni. Það var því ekki um meirS vatnsburrð að ræða í Grímsá f vetur en reiknað hafði verið með að mseta þyrfti með dieselorku- vinnslu. Jakoh G’slason. Eiríkur Briem. BEZT AB AUCLfSA I MORGUNBLAÐI!SU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.