Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.06.1955, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. iúní 1955 MORGUNBLAÐIÐ 29 rhugaðaðfen n@s vlð Fossárvirkpn í sumar GRUNDARFIRÐI, 20. júní. MIKIL atvinna er hér í Grundarfirði við ýmiskonar vinnu. —• Vorverk eru einnig í fullum gangi. Útgerðarmenn eru nú óð- um að búa báta sína til síldveiða fyrir Norðurlandi og til rek- netjaveiða fyrir Suður-og Vesturlandi. Á inyndunum hér að ofan sjást þrjár af þeim stúlkum úr úrvalsflokki Ármanns sem fer utan í kvöld, i vandasömum æfingum á hárri slá. — Ljósm. Árni Kjartansson. Kvenfimleikaflokkur úr * Armanni til Hollands Fiokkurlnn fekur þar þáff í alþjéðafimfeikamófi fyrir islands hönd URVALSFLOKKUR kvenna úr Glímufélaginu Ármanni er far- inn til Hollands, þar sem hann tekur þátt í Alþjóðafimleika- móti fyrir íslands hönd dagana 5.—9. júlí n. k. Fer mótið fram í Rotterdam og nefnist „Gymnajuventa". Um 20 þjóðir taka þátt í mötinu. — Auk Norðurlandaþjóðanna taka þátt í því nokkrir flokkar frá Þýzkalandi, Englandi, Frakk- landi, Júgóslavíu, Ítalíu, Austur- ríki, Portúgal, Egyptalandi, Saar, Belgíu auk Hollands og nokk- urra annarra þjóða. SÝNÍR í SVfÞJÓB Ármannsflokkurinn hefur 2—3 sýningar í Svíþjóð á leið sinni til Hollands; fyrsta sýningin verður í Gautaborg 30. júní en þangað var ráðgert, að flokkur- inn sækti Norðurlandamót í apríl s.l., en vegna verkfallsins hér féll sú þátttaka niður. Kvenflokkar Ármanns hafa áður tekið þátt í Alþjóðafim- leikamótum við hinn ágætasta orðs.tír, 2 SÝNINGAR Á MÓTINU í sambandi við mót þetta verð- ur ráðstefna, þar sem flutt verða erindi um uppeldi og líkamsrækt og í sambandi við þau fara fram GAGNFRÆÐASKÖLA Vestur- bæjar var slitið hinn 11. þ. m. Nám stunduðu í skólanum í vet- ur 256 nemendur, 118 stúlkur og 138 piltar í samtals 11 bekkjar- deildum. Próf íóru fram í maí eins og venjulega. Gengu 55 nemendur undir unglingapróf, 54 undir landspróf og 21 nem- andi lauk gagnfræðaprófi. Um 60% af landsprófsnemendum hlaut einkunn til framhaldsnáms í menntaskólum. Hæstu einkunn- ir á landsprófi hlutu Magnea K. Sigurðardóttir 8,67 og Sigurður Þórðarson 8.59, og voru þetta hæstu einkunnir í skólanum að þessu sinni. Félagslíf í skólanum var með fjölbreyttara móti s;ðastliðinn vetur, enda ýmsir góðir félags- kraftar meðal nemenda. Af skóla blaðinu „Þjóðólfi“ komu út 3 tölublöð. Tvær stúlkur úr skól- anum hlutu verðlaun, hvor í sín- um aldursflokki, í ritgerðasam- keppni um ævintýri H. C. An- dersens. Einnig önnuðust nem- endur útvarpsdagskrá í barna- tíma útvarpsins á pálmasunnu- dag. Að loknum prófum í vor fóru flestir nemendur í ferðalög um sveit.u' sunnánlands og vestan. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar er í hinu gamla skólahúsi Stýri- mannaskólans við Öldugötú. Það húsnæði er nú löngu orðið of þröngt fyrir svo fjölmennan skóla. almennar umræður að loknum framsöguerindum. — „Gymnaju- venta“ verður hátíðlega sett á Spartaleikvanginum eftir að all- ar þjóðir, sem taka þátt í mót- inu, hafa gengið þar inn undir þjóðfánum sínum. Sýningar fara ýmist fram á Spartaleikvanginum eða í leik- húsum. Ármannsflokkurinn mun hafa 2 sýningar á mótinu. FRÚ GUBRÚN NTELSEN STJÓRNAR FLOKKNUM Flokkurinn sýndi hér síðast á þjóðhátíðinni 17. júní s.l. á Arn- arhólstúni hluta af prógrammi sínu við mjög mikla hrifningu áhorfenda. Kennari og stjórnandi flokksins er frú Guðrún Nielsen. Undirleikari flokksins hefur ver- ið Carl Billieh, sem hefur samið að mestu leyti þá músik, sem flokkurinn notar við sýningar sínar. Undirleikari í ferðinni nú verður ungfrú Guðný Jónsdóttir. í flokknum eru 13 stúlkur: Bjarney Tryggvadóttir, Dagný Ólafsdóttir, Elísa Guðmunds- dóttir, Elsa Stefánsdóttir, Helga Nielsen, Helga Þórarinsdóttir, Hulda Haraldsdóttir, Jóna Her- mannsdóttir, Jónína Trygg\’a- dóttir, Kolbrún Karlsdóttir, Kristjana Guðmundsdóttir, Krist ín Helgadóttir og Sigriður And- résdóttir. Fararstjóri flokksins verður Jens Guðbjörnsson, form. Ármanns. SIGLUFIRÐI, 22. júní. — 17 juní rann hér upp bjartur og fagur og hófust hátíðahöldin hér kli 1 e. h. Fór þá fram kapprópur milii skipshafna á bæartogurun- um Elliðá og Hafliða, sem lauk með sigri skipverja á Hafliða. Hlaut skipshöfnin að verðlaunum sjálfspilandi bjórkollu, sem Litla- búðin gaf til þessarar keppnL Síðan hófust hátíðahöldin á Ráðhústorgi með fánahyllingu. Síðan var flutt útiguðsþjónusta. Séra Ragnar Fjalar Lárusson prédikaði. Kirkjukórinn og karla kórinn Vísir sungu, undir stjóm Páls Erlendssonar og Hauks Guðlaugssonar. — Ræður fluttu Baldur Eiríksson forseti bæjar- stjórnar, Jón Kjartansson bæjar- stjóri og Páll Erlendsson ritstj. Þorsteinn Hannesson óperusöngv ari söng einsöng. Þá fóru fram ýmsar íþróttir, þar á meðal fót- boltakeppni milli skipverja á Hafliða og Elliða. Sigraði skips- höfn Elliða með 1 marki gegn engu. Síðan var dansað á götutn bæj- arins fram á nótt. Formaður há- tíðarnefndar var Bjarnveig Guð- laugsdóttir. — Guðjón, AUSTURBÆJARBÍÓ sýndi um daginn enska gaman- mynd er nefnist „Húsbóndi á sínu heimili." Gerist myndin í Lancashire árið 1890 og segir frá efnuðum skósala, Henry Hobson og dætrum hans þremur, en sú elzta þeirra, Maggie, kemur þar mest við sögu. Hobson gamli er brokkgengur í meira lagi, drykk- feldur og harðstjóri hinn mesti á heimili sínu og gagnvart starfs- mönnum sínum við skógerðina, en verður þó að láta í minni pokann að lokum fyrir Maggie dóttur sinni, er snýr á föður sinn með því að giftast Wilie Mossop, sem er snillingur í skógerð og því ómissandi maður fyrir Hob- son gamla. — En allt fer vel að lokum, og fullar sættir komast á með gamla manninum og dótt- ur hans og tengdasyni, þó að sá gamli gangi tregur til þeirra samninga. „Húsbóndi á sínu heimili" er afburða góð kvikmynd, frábær- lega vel sett á svið og aðalhlut- verkin afbragðs vel leikin, enda í höndum snillinga eins og Char- les Laughton, er leikur Hobson, John Milles er leikur Willie Mossop og Brenda de Banzie er leikur Maggie. — Umhverfið, þar sem þetta fólk lifir lífi sínu, er með þeim blæ raunveruleikans, að í engu skeikar. Leikstjórinn David Lean hefur þar engu gleymt, er verða má til þess að gefa myndinni hinn rétta svip. Heimili Hobsons, knæpan, sem hann og vinir hans sækja dag- lega, búshlutir, búningar og lífið á götunni, — allt er betta þraut- hugsað frá hendi leikstjórans, og að ég hygg sönn lýsing þeirra tíma, sem atburðirnir gerast á. Og þá dregur ekki leikurinn úr áhrifunum. Charles Laughton er þarna betri en nokkru sinni fyrr og er þá mikið sagt. Svipbrigði hans og látbragð allt svo óend- anlega skemmtilegt og tilbrigða- ríkt og Mills tekur honum jafn- vel fram að snilldarlegum leik og heilsteyptri persónugerð. Og þessum ágætu leikurum stendur ekki að baki Brenda de Banzie með ýkjulausum og öruggum leik, sem verður æ áhrifameiri er á leikinn líður og meira reyn- ir á. — Myndin er full af bráðfyndn- um tilsvörum og atvikum og á henni slaknar aldrei frá upphafi til enda. Sem sé: afbragðs mynd Ego. FRAMKVÆMÐIR Hingað kom fyrir skömmu vinnuflokkur til þess að vinna að lagningu rafmagnslínu frá Ólaísvík til Grundarfjarðar og er ætlunin að tengja Grafames við Fossárvirkjunina á komandi hausti. Þá er einnig fyrirhugað á þessu sumri, lagning símalínu milli þessarra staða. FJÖGUR HÚS í SMÍÐUM Síðastliðið ár var steypt hér í Grafamesi bryggjuker fyrir Ólafsvíkurhöfn og var það dreg- ið til Ólafsvíkur í vor. Þá er einnig hafin smíði á öðru keri fyrir Ólafsvíkinga. Hér í Grund- arfirði eru nú í smíðum fjögur íbúðarhús. — Emil. Niðurjöfmm útsvara lokið á Gnmdarfirði GRUNDARFIRDI, 20. júní: — Ný lega er lokið niðurjöfnun útsvara. Jafnað var niður tæplega 600 þús. kr. á 190 gjaldendur. Hæstu útsvör bera Hraðfrystihús Grund arfjarðar 35 þús. kr., Útibú Kaup félags Stykkishólms 20 þús. kr. og verzlunarfélagið Grund h.f. 20 þús. kr. Nýlega var haldimi aðalfund- ur verzlunarfélagsins Grundar h.f. Vörusala félagsins hafði auk- izt nokkuð á árinu. Greiddur var arður til hluthafa. Stjórn félags- ins var öll endurkjörin, en for- maður hennar er Guðmundur Runóifsson skipstjóri. Þá var nýlega haldinn aðal- fundur Sparisjóðs Evrarsveitar, sem stofnsettur var síðastliðið ár. Hefur sjóðurinn rétt mörgum hjáiparhönd, einkum þeim sem staðið hafa í húsbyggingum. •— Emil. í Keflavík ir IIISÍBS KEFLAVÍK, 22. júní: — í KeQa- vík hófst þjóðhátíðin laust fyrir kl. 2. Helgi S. Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar setti hátíð- ina. Síðan var Lýðveldisfánirui dreginn að hún. Fánastöngin: stendur í Skrúðgarðinum og er minnismerki um lýðveldistökuna 17. júní 1944, þessvegna er aldrei dreginn þar upp fáni nema kl. 2 17. júní ár hvert. Það er heiðurs- viðurkenning hvers árs að draga fánann að hún. Var nú heiðraður hinn nývígði prestur. Keflviking- urinn Ólafur Skúlason, sem er á förum til íslendingabyggða vest- an hafs, til að þjóna þar um nokk urt skeið. Að pessari athöfn lokinni hófst guðsþjónusta, sem sóknarprestur Björn Jónsson, flutti. Minni dagsins flutti Alfreð Gíslason bæj arfógeti. Þá söng Karlakór Kefla víkur ættjarðarlög imdir stjórn Guðmundar Nordal. Þá hófust íþróttakeppnir, þar kepptu í knattspyrnu verzlunar- menn og vörubílstjórar. Var það gamansamur og harður leikur, sem lauk með sigri verzlunar- manna. Milli leikja kepptu í boð hlaupi þjóðhátíðarnefnd og út- gerðarmenn og sigruðu hátíðar- nefnd glæsilega, einnig fór fram „eggja hlaup“ og vann annað lið- ið hítt. Um kvöldið var dansað á hinni ný-malbikuðu Hafnargötu, og var þar ekki skeytt um þó ýrði úr loíti og kaldaði á austan, en riging ágerðist með kvöldinu, svo dansleikir voru fluttir inn £ sam- komuhúsin. Var þar skemmt sér vel og siiikkanlega, svo lengi sem heimilt var. Hátíðin öll fór vel og virðulega1 fram og var bæjarbúum og gest- um þeirra til hins mesta sóma. S1 n MOSKVA, 24. júní: — Á meðan Nehru forsætisráðherra Indverja dvaldi í Sovétríkjunum, var hon- um, fyrstum útlendinga, boðið að skoða atomorkuver. í fylgd með honum voru Mikoyan og Kagano- witch. Malenkov, ráðherra orku- vera, var þar ekki. Á BEZT AÐ AVGLÝSA W (uoRGumiABum af sem S. í. B. S. hafa borizt að undanförnu: Jakobína Ásmundsdóttir kr. 150, Kona (áheit) 100, Gömul kona 10, Ólög Árnadóttir 100, R. Þ. 250, N. N. 100, Félag járniðn- nema 500, Guðný 150, N. N. 500, Frá Sandgerði 249,30, Frá ísafirði 53, Frá Andakílsárvirkjun 5, Frá Patreksfirði 405, Frá Keflavik 50, N. N. 20, Þóra Sigurgeirsdótt- ir 50, Sveinn Sveinsson 100, Frá Hafnarfirði 242,50, Frá Borgar- nesi 80, Frá Reykhólum 100, Frái Kristnesi 587,80, Frá Hólmavík] 300, Frá Vestmannaeyjum 932,10, j Frá Selfossi 100, Ólafur Bærings- son 50, Olga Berndsen 50, Frá Seyðisfirði 50, Frá Vopnafirði 500, Frá Þórshöfn 19.30, Frá Vog- um 95, Snorri Karlsson 150, Ó. P. 110, Frá Suðureyri 50, Frá Siglu- firði 45, Ólafur Þorbergsson 100, R. Þ. 150, N. N. 20, Frá Reykja- vík 760,55, Frá Reyðarfirði 10, N. N. 100, Giöf v/9. nóvember 50, D. S. 10, Áheit frá Siggu 50, Áheit frá K. M. 200, Gjöf frá Kristínu Stefánsd. og Ól. Guð- mundssyni 500, Gjöf frá Patreks- firði 40, Frá Akureyrarbæ 10.000, Gjöf frá Sighvati Jónssyni 200, Gjöf frá Halldóri Jónssyni 50, Áheit frá N. N. 50, Aheit frá Hall- dóri Þórhallssyni 25, Gjöf frá Guðrúnu Einarsdóttur 50, Gjöf frá S. J. Vestm.eyjum 55, N. N. 20, Áheit frá R. D. 20, Frá ættingjum Guðlaugar Álfsdóttur 6.961.13, Gjöf frá Halldóri Jóns- syni 30, Áheit frá Sigurveigu Runólfsdóttur 50, Áheit frá S. 50, Áheit frá N. N. 30. Kærar þakkir. M. H. Herslyrkur jámfjalds gsiiis erfylli HERSTYRKUR j árntj aldsþjóð- anna hefir breytzt aðeins að nafninu til við samninginn, sem gerður var í Varsjá urn gagn- kvæma aðstoð Austur-Evrópu- þjóða. Rússar voru löngu áður búnir að sölsa undir sig yfir- stjóm á herjum leppríkjanna. f. Póllandi var jafnvel rússneskuí' hershöfðingi, Rokassovsky, yfir- maður pólsku herjanna. Herstyrkur Sovétríkjanna og leppríkjanna í Evrópu er talinn vera 260 herfylki þjálíuð og reiðu búin til atlögu fyrirvaralaust Þar af eiga Rússar sjálfir 180 her- fylki. Við þessi 180 herfylki munu Rússar geta bætt 150 herfylkjum meo mánaðar fyrirvara. Rússar og leppríkin myndu geta tcfit fram 250—300 her- fylkjum fyrirvaralaust á Evrópu- víglýiunni, frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs. Rússar hafa enn- fremur lagt höfuð kapp á alf efla flugher sinn frá því að stríð- inu lauk og hafa nú yfir að ráða meir en 20.000 flugvélum. Gegn þessum her hafa hinar frjálsu þjóðir aðeins 40 herfylki fyrirvaralaust og 90 herfylki að‘ mánuði liðnum. En hér eru það Atomvopnin, sem rétta hlut hinna frjálsu þjóða og hafa haldið Rússum í skefjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.